Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 5 KLÁRIR ÍL0FT1Ð!“ Hannes Jóhannsson framkvæmdastjóri tæknisviðs með valinn mann í hverju rúmi. Myndatökuvélar og hljóðnemar á ferð og flugi innan um kapla, snúrur og skjái. Allir eru á þönum, lóðbyssur á lofti og allt að verða klárt. Við erum stödd í myndverinu, ríki tæknimannanna, síðustu mínúturnarfyrirútsendingu Stöðvar2. Þótt lítiðfarifyrirtæknimönnunum á skjánum má nefna sem dæmi um mikilvægi þeirra, að frétt sem unnin er af einum fréttamanni, útheimtir störf 20 tæknimanna. Meginhlutverk tæknisviðs Stöðvar 2 er að hafa auga með og gera við hinn margbrotna tæknibúnað, sem fleytir stórgóðri dagskrá Stöðvar 2 inná heimili landsmanna, fylgjast með í framþróun tækninnar, klippa efni og setja texta og tal inná myndir, svo fátt eitt sé talið. Hannes Jóhannsson leiðir starf 58 tæknimanna Stöðvar 2. Hann er rafeindavirki að mennt og hefur aflað sér víðtækrar reynslu á sviði sjónvarps. Starfaði m.a. hjá norska sjónvarpinu og ríkissjónvarpinu. Um árabil vann hann hjá ísmynd, sem síðar varð ísfilm, við að ryðja braut í gerð íslenskra myndbanda. „ Tæknimönnum íslenska myndversins hefur fjölgað úr20 í 60 á tveimurárum og ersúaukning talandi dæmi um vaxandi umsvif deildarinnar, sem enn sér ekki fyrir endann á. Áður en ég hófstörfhér hafðiégkynnstbestu tæknimönnum landsins. Hafi ég afrekað einhverju á Stöð 2 erþað að fá þá hingað til starfa “. Tæknimennn Stöðvar 2 sjá um, að hinn margbrotni tæknibúnaður Stöðvar 2 skili dagskránni heilli í höfn, á flókinni leið um öldur Ijósvakans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.