Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 39 Svipmyndir úr borginni / ólafur ormsson „Sagðist ekki enn hafa hitt foringjann“ Þá er liðinn meira en mánuður síðan „Happaþrennan plús bónus- inn“ sem ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar er gjaman nefnd komst á koppinn í stjórnarráðinu. Á málfundi í málstofu Braga á Vatnsstígnum, í anddyri fombóka- verslunarinnar var hún meðal um- ræðuefna einn þriðjudagsmorgun á fögmm degi. Fáir tóku að vísu til máls, enda ekki mjög fjölmennt svona rétt fyrir hádegi, en þeir sem það gerðu telja „Happaþrennuna plús bónusinn" varla eiga langa lífdaga og jafnframt ekki ríkjandi nein bjartsýni um að afrekaskráin verði löng, minnugir fyrri vinstri stjóma. Haraldur Ólafsson, fyrrver- andi alþingismaður Framsóknar- flokksins, kurteis maður og geðug- ur, reyndi þó að halda uppi ein- hveijum vömum fyrir nýja rfkis- stjóm og taldi of fljótt' að kveða upp nokkum dóm, sagðist ekki enn hafa hitt foringjann, Steingrím, sem einstaka maður segir að gangi nú um með geislabaug yfír höfðinu dag hvern líkt og heilagur maður. Bragi ræddi málin frá sjónarhóli hins lífsreynda manns sem kemur fátt svo sem á óvart og niðurstaðan að það skorti nú sárlega andlega reisn f þjóðlíf vort, á andlausum tímum, helst að vonarglætu sé að fínna hjá Jóni Óttari Ragnarssyni og félögum á Stöð 2, mönnum sem þora meðan aðrir þora ekki og þá sérstaklega haft í huga hið myndar- lega framtak sjónvarpsstöðvarinnar að skipuleggja nú á haustdögum í Borgarleikhúsinu Heimsbikarmótið í skák þar sem flestir snjöllustu skákmenn heimsins reyna með sér, á meðan ríkissjónvarpið bærir varla á sér og virðist því miður sofa svefn- inum langa. „Happaþrennan" ætlar að sjá um að sá svefíi verði ekki langur ef marka má yfírlýsingar mennta- málaráðherra og mun sem betur fer vera að vænta þess að fjárhagur stofnunarinnar vænkist þegar nær dregur jólahátíðinni og jólagjafa- farganið setur svip á skammdegið. Heimsbikarmótinu er nú nýlokið í Borgarleikhúsinu og var aðsókn mjög góð út mótið enda óhemju dýrt fyrirtæki. Það er ómetanlegt að starfa sem næturvörður í húsi þar sem skákmót er haldið sem vekur athygli víða um heim. Ég hef nú á annað ár litið eftir Borgarleik- húsinu, fjórar nætur í hverri viku, og það eru góðir andar f húsinu get ég fullyrt og tæplega völ á betri eða hentugri skákstað. Sfðan skák- mótið hófst hef ég fengið félags- skap, skipuleggjendur mótsins hafa ráðið mann úr sfnum röðum til að gæta rándýrra tækja sem þar eru geymd á meðan á mótinu stendur. Sigurður Egilsson, maður um þrítugt, geðugur maður og ljúfur hefur það verkefíii með höndum og þegar ég kem á vakt eru umferðim- ar oftast búnar, skákborðin á svið- inu nánast eins og skákmennimir skildu við þau, vegsumerki oft for- vitnileg, kaffíbollar, ölglös og eftir eina umferðina öskubakki við eitt borðið þar sem Tal sigraði Portisch og í bakkanum tólf sígarettustub- bar. Tal er mikill reykingamaður og greinilegt að í þeirri skák hefiir verið allnokkur stöðubarátta og kannski lengi vel tvísýnt þar til „Töframaðurinn frá Riga" innbyrti vinninginn með leiftursókn og þá hefur sígarettan greinilega gegnt allnokkru hlutverki eins og hjá Viktor Kortsnoj, sem einnig er mik- ill reykingamaður og virðist varla komast í gang fyrr en hann er bú- inn með hálfan sígarettupakka. Þó sígarettureykingar séu taldar miður hollar og úr þeim hafí dregið stórlega á sfðari árum þá er það einn og einn maður sem viðheldur enn þessum ósið og ætla má að drepi nú fljótlega í sfðustu sígarett- unni. Um daginn hitti ég einmitt einn reykingamann, Þorstein Egg- ertsson, textahöfund, listmálara, söngvara og þúsundþjalasmið, á kaffistofu í miðborginni. Hann drakk svart kaffí, bleytti í með molasykri og reykti Camelsígarett- ur að morgni dags meðan við spjöll- uðum um daginn og veginn og rifj- uðum upp gamlar minningar frá Suðumesjum, Keflavík, þar sem við vomm báðir í skóla eiginlega nokkm áður en skákheimurinn vissi af snilli Mikaels Tal og Viktors Kortsnoj. Við ri^uðum upp minningar tengdar sameiginlegum kunningja úr Keflavík sem nú er að gera það gott eins og sagt er um þá sem hasla sér völl úti í hinum stóra heimi. Okkar sameiginlegi kunningi er sagður orðinn stórstirni í við- skiptaheiminum vestur í Banda- rfkjunum og enn ekki nema rétt rúmlega fertugur, gott ef hann er ekki farinn að fjárfesta í eignum í flestum heimsálfum og Þorsteinn Eggertsson sagði ýmsar skemmti- legar sögur af kunningja okkar. Þorsteinn kemur víða við. Hann er leikstjóri og höfundur að sýningu á Hótel íslandi sem hefur verið í gangi síðustu vikur, þar sem rifj'að er upp rokktímabilið og ég þykist vita að Þorsteinn komi þar fram og leyfi gestum að heyra Jailhouse Rock af sinni alkunnu snilld, sem minnir alltaf verulega á sjálfan meistarann, Elvis Presley. Annars hefur Þorsteinn Eggertsson svo sem lítið breyst frá því ég man eft- ir honum fyrst fyrir um það bil þrem áratugum. Heimspekilega sinnaður eins og áður, með al- skegg, skeggið að vísu farið að grána örlítið, samt unglegur og heldur sér vel miðað við aldur, kom- inn allnokkuð á fimmtugsaldurinn og enn ungur í anda, þó með reynslu þess manns sem margt hefur séð úr skemmtanabransanum og mis- jafnt eins og gengur og gerist. Og enn af sígarettureykinga- mönnum. Sigarettureykingar eru greinilega algengari en margur heldur. Kannski að allt krepputalið og umræða um samdrátt í atvinnu- lífí þessar vikumar valdi því að þær séu að aukast aftur? Að menn og konur freistast til að fá sér eina eða jafnvel tvær til að róa taugam-< ar þegar óvissa er í fjármálum þjóð- arinnar. Ég leit inn hjá klæðskera í miðri viku nú í október og þar var fremur rólegt að morgni dags og hann reykti nokkrar sígarettur. Viðskipti þó væntanleg, Karl J. Lilliendhal er lagtækur klæðskeri og vandvirkur. Ég ekki fyrr kominn inn á stof- una, en hann var kominn með mál- bandið á loft og tók mál af mér og allt var það gert á snyrtilegan hátt og af kunnáttu. Þar eins og annars? staðar hef ég orðið var við barlóm og vaxandi tal um erfíðleika í at- vinnurekstri nú á haustdögum og er þá nokkuð sama hvort um er að ræða innflytjanda, bankamenn, sjálfstæða atvinnurekendur, kaup- manninn á hominu, sjoppueigand- ann eða klæðskerann. „Happa- þrennunnar" ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar bíður greinilega stórt verkefíii ogtæplega öfundsvert... Ferming getur ekki verið „borgaraleg“ — segir Finn Wagle, forstöðumaður Fræðslustofiiunar norsku kirkjunnar EKKI ALLS fyrir löngu var Finn Wagle, forstöðumaður fræðslustofhunar norsku kirkj- unnar, staddur hér á landi og var hann aðalleiðbeinandi á tveimur námskeiðum sem fræðsludeild kirkjunnar stóð fyrir. Annað þeirra var aðal- lega helgað fermingarstörfum og var íjöldi presta samankom- inn á þessu námskeiði. Af þessu tilefni var m.a. fjallað um borg- aralegar fermingar sem nú eru famar að tiðkast í Noregi og á hinum Norðurlöndunum og var Finn Wagle spurður nánar um þessa athöfíi. Fyrst var hann inntur eftir því hvað borgaraleg ferming væri og hvaða augum kirkjunnar menn í Noregi litu á hana. „Borgaraleg ferming er kennsla og hátíðleg athöfn sem samtök utankirkju- manna f Noregi standa fyrir," svaraði hann. „Borgaraleg ferm- ing hefur fengið nokkuð mikla útbreiðslu í Noregi á undanföm- um tíu árum og á hveiju ári fá nokkur þúsund norskra unglinga borgaralega fermingu. Frá sjónarhóli kirkjunnar er dálítið undarlegt að orðið ferming skuli vera notað yfír athöfn sem er alls ekkert tengd starfsemi kirkjunnar. Orðið ferming felur í sér að skím bams er staðfest. Þetta eru óumdeilanlega kristin hugtök og því getur ferming ekki verið „boigaraleg". Utankirkju- menn sigla því undir fölsku flaggi þegar þeir vilja gefa til kynna að þessi athöfti sé ekki mjög frá- bmgðin kirkjufermingu. Það er hins vegar vel skiljanlegt, því kirkjufermingin er mjög útbreidd í Noregi. Á hveiju ári em u.þ.b. 80-90% norskra unglinga fermd og fá fermingarfræðslu á vegum norsku kirkjunnar." Hvatning' til kirkjunn- ar Finn sagði að þama væri um að ræða hóp fólks sem tilheyrði ekki kirkjunni og hefði aðra lífssýn. „Þetta er hópur sem kirkj- an verður að gefa gaum því sum- ir unglingar sjá ekki neinn mun þama á og segjast vilja velja þá fermingaraðferð sem þeim þyki best, burtséð frá því hvort þau tilheyra kirkjunni eða ekki," sagði Finn. „Þetta er því hvatning til kirkjunnar að vanda störf sín að fermingarmálum sem allra best því fermingin felur í sér svo mikil- vægan boðskap og reynslu að færa sérhveijum ungling. Kirkjan ber ábyrgð á þeim bömum sem era skírð til kristinnar trúar og foreldramir bera ábyrgð á því að veita þeim kristilegt uppeldi. Þess vegna er eðlilegast að þessi böm séu fermd kirkjufermingu enda geta menn ekki fermst í eiginleg- um skilningi á annarra vegum en kirkjunnar." Finn var inntur eftir því hvem- ig fermingarfræðslunni á vegum norsku kirkjunnar væri háttað og hvaða nýjungar hefðu verið tekn- ar upp í fræðslunni. „Fermingarfræðslan á vegum norsku kirkjunnar hefur alltaf verið mjög öflug og er enn í dag,“ svaraði hann. „Fyrir tíu áram var fermingarfræðslan endurskipu- lögð og það hefur haft miklar breytingar í för með sér. Fræðslan er mun Qölbreyttari en áður og blandað er saman hefðbundnum og nýjum kennsluaðferðum. Fermingarbömin fara t.d. í ferða- Morgunblaðið/Ámi Sæborg Finn Wagle, forstöðumaður fræðslustofiiunar norsku kirkj- unnar. lög og gista í sumarbúðum í viku eða lengur. Þar fá þau kristiiega fræðslu á meðan á dvölinni stend- ur og taka þátt í lifandi tilbeiðslu kirkjunnar. Einnig er reynt að fá bömin til að taka virkan þátt f kirkjustarfinu." Finn kvað aðrar óhefðbundnar aðferðir felast t.d. í hjálparstarfí sem bömin taka þátt í og kennsl- an færi að einhveiju leyti fram með trúarlegri tónlist. Þá væra einnig skipulagðir samtalshópar. „Áður fyrr var fermingarfræðslan einungis í höndum prestsins en nú era sjálfboðaliðar fengnir til að taka þátt í samtalshópum með fermingarbömunum. í hveijum samtalshóp era u.þ.b. 6-8 ferm- ingarböm og þau hittast reglulega á heimili hjóna sem vinna í þágu safnaðarins. Hópurinn ræðir mál- efni dagsins út frá eigin reynslu og í ljósi kristninnar. í dag era nokkur þúsund sjálfboðaliðar sem taka þátt í fermingarfræðslunni á þennan hátt í Noregi." Ung-ling-ar verða að mæta skilningi Finn sagði að í Noregi væra fermingarbömin einu ári eldri en fermingarböm á íslandi, þ.e. á 15. ári. Þegar fermingarfræðslan væri skipulögð yrði að taka tillit til þess á hvaða aldursskeiði böm- in væra og hugleiða hvemig best væri að ná til þeirra. „Á þessum aldri breytist lífsviðhorf þeirra mikið," sagði hann. „Það er því ekki auðvelt að ná til þeirra með hefðbundinni kennslu á þessu ald- ursskeiði. Betra er að fermingar- fræðslan hefjist fyrr, t.d. þegar bömin era 10-11 ára gömul. Hins vegar viljum við leggja megin áherslu á það í starfí með 14-15 ára unglingum að þeir mæti skiln- ingi og umönnun á þessum erfíða aldri og reynt er að komast til móts við þá eins og hægt er.“ Finn Wagle sagði að lokum, að honum hefði þótt ákaflega athygl- isvert að kynnast miklum áhuga íslenskra presta á því að breyta og bæta fermingarstörfín hérlend- is. „Við getum mikið lært hver af öðram því aðstæður í sam- félaginu era sífellt að breytast en þörf unglinganna fyrir kærleika Krists er alltaf hin sama,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.