Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 14
'14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Sfi(uiifteEí@)iLoir VESTUIiGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Rafmjngns- HITABLASARAR Ummæli ráðherra leiðrétt eftirFriðrik Sophusson Sumir menn umgangast stað- reyndir með slíkri óvirðingu að undrun sætir. í umræðum á Alþingi utan dagskrár si. fímmtudag flutti Jón Baldvin Hannibalsson ræðu, þar sem hann sagðist hafa í byijun september gefið samráðherrum sínum upplýsingar um að hallinn á ríkisstjóði yrði 1420 milljónir á ár- inu. Fýrr í umræðunum hafði undir- ritaður staðhæft að síðustu upplýs- ingar frá fjármálaráðherranum hefðu verið 1170 milljóna króna halli. Strax að lokinni ræðu ráð- herrans gerði Matthías A. Mathie- sen athugasemd við málflutning ráðherrans og óskaði frekari skýr- inga af hans hálfu. Þær komu ekki fram. í frásögn blaða af fundinum er vitnað til ummæla ráðherrans. Al- þýðublaðið segir orðrétt föstudag- inn 28. okt. sl.: „Þá vísaði utanríkis- ráðherra til skjals úr íjármálaráðu- neytinu um afkomu ríkissjóðs og afhent var ríkisíjármálanefndar- mönnum í byijun september þar SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250 W upp í 1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og hieðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gœðin! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fer inn á lang flest heimili landsins! j fltoripiiM&foifo sem fram komi, að öllu óbreyttu stefni í 1420 milljóna króna halla á ríkissjóði. Hann samanstandi af fyrmefndum 700 milljónum, 180 milljónir vegna aukinna vaxta- og tekjugjalda, 140 milljónir vegna sjúkratrygginga, en hafi siðan reynst meiri, aukin vaxtaútgjöld sem aðallega megi rekja til gengis- fellingarinnar í maí 450 milljónir og loks ýmsar aukafjárveitingar o.fl. 250 milljónir. Á móti þessu hafi síðan komið auknar tekjur, þannig að hallinn yrði eins og fyrr segir 1420 milljónir." I leiðara Alþýðublaðsins daginn eftir er þetta endurtekið og Jon Baldvin klifar enn á þessu í viðtali við Tímann sama dag. Þótt varla verði sagt, að um stór- mál sé að ræða vegna fjárhæðarinn- ar, sem um er deilt, er eigi að síður ástæðulaust að ráðherrann komist upp með að hægræða sannleikan- um. Á meðfylgjandi myndum eru birtir kaflar úr tveimur skjölum, sem ráðherrann lagði fram í ríkis- stjóm. Eins og sjá má er annað skjalið dagsett 31.08 1988 og lagt fram í ríkisstjóm 1. september. í því skjali er gert ráð fyrir að rekstr- arhallinn á árinu verði 693 milljón- ir króna. Hitt skjalið er það, sem Jón Bald- vin vitnaði til í sinni ræðu. Það er dagsett 2. september og var lagt fram í ríkisstjóm 6. september sem svai- við áætlunum Ríkisendurskoð- unar. Samkvæmt því er rekstrar- hallinn 970-1170 milljónir en ekki 1.420 milljónir eins og JBH stað- hæfir. M.a.s. er gefið í skyn áð vaxtagreiðslurnar gætu lækkað um 100-150 milljónir króna og dregið úr hallanum sem því nemur. Undirrituðum er það ekki geð- fellt að þurfa að leiðrétta ummæli fyrrum fjármálaráðherra með þess- um hætti. Hjá því verður þó ekki komist að sýna staðreyndir málsins úr því sem komið er. Jón Baldvin Hannibalsson hafði stór orð um formann Sjálfstæðis- flokksins við slit síðustu ríkisstjórn- ar. Þar á meðal notaði hann í opin- bemm umræðum reikningsskekkju sem röksemd gegn tillögum Þor- steins Pálssonar. Sú skekkja hafði þó verið lagfærð umsvifalaust — og áður en tillögumar voru lagðar fram. Það verður því fróðlegt að sjá, hvort JBH hirðir um að leið- rétta sjálfur ummæli sín á Alþingi. Geri hann það ekki má hann búast við því, að staðreyndatilvísunum hans verði tekið með fyrirvara í framtlðinni. Sá, sem þessar línur ritar, hefur enga sérstaka ástæðu til að elta ólar við JBH um upplýsingagjöf hans til fyrrum samstarfsmanna sinna. Það, sem skiptir miklu meira máli á þessari stundu, er að JBH hefur leitt Alþýðuflokkinn inn í nýja ríkisstjóm, sem hefur tekið ákvörðun um að auka verulega ríkissjóðshallann á þessu ári. Á sama tíma og heimili og fyrir- tæki verða að draga saman útgjöld sín vegna minnkandi þenslu hefur núverandi ríkisstjóm stóraukið út- gjöld ríkisins til að færa fé milli atvinnugreina og fyrirtækja. Þann- ig ætlar ríkisstjómin að falsa geng- ið og greiða niður verðbólguna um stundarsakir og fresta um sinn lausn þess vanda, sem atvinnulífið stendur frammi fyrir. Jón Baldvin getur hvorki firrt sig ábyrgð á því né að kasta stefnumiðum Alþýðu- flokksins fyrir borð og gera Ólaf Ragnar að fjármálaráðherra, þótt hann reyni að hagræða staðreynd- um um eigin verk í fyrri ríkisstjóm. Höfundur er varaformaður Sjálf- stæðisOokksins. Friðrik Sophusson „Það verður því fróð- legt að sjá, hvort JBH hirðir um að leiðrétta sjálfur ummæli sín á Alþingi. Geri hann það ekki má hann búast við því, að staðreyndatilvís- unum hans verði tekið með fyrirvara í fram- tíðinni.“ FJÁRLAGAGERD FYRIR ÁRID 1982 FRAMLAGT Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI I. SEPTEMBER 1988 .TRUNAÐARMALJ FUrUgafrumyarP fvrlr árlð 1989. 31.08.1?gi Meðfylgjandi er niðuntaða þeirra draga að fjdrlagafrumvarpi fyrlf >989. lern unnin hafa verið I stofnuninni. Drögin eru byggð « þeim forsendum að ekki verðl gerðar sérstakar ráðstafanir I efnahagsmálum. Tek luiallun skv. meðfylgjandi töílu I er óbreytt frd þeirri áxtlun sem lögð var fram I rikisstjórn I júll s.l. þegar fyrstu drög að íjdrlagafrumvarpi v°ru kynnt að þvl breyttu^ að tekjur rikissjóðs vegna sölu d dfengu ölu eru nú *a:tlaðar 1.000 oUIIJ. kr. *wð 600 millj. kr. dður. Skv. henni Isekka tekjur rikissjóðs d næsta dri um 1.100 millj. kr. að raungildi frd drinu 1988. Stafar það af ýmium breytingum d tekjustofnum rikrssjóðs eins og dður hefur verið rakið. Glaldad.-ellun fyrir A-hluta rikissjóðs er miðuð við þd starfsemi sem er fyrirsjáanleg d nitsta dri ef ekki verða teknar dkvarðanir um breytingar d umfangr og Þjönusiu. Ðreyting gjaldadœtlunar frd þvi sem dætlað var I fyrstu drögum er utn 610 millj. kr. Litil breyting er I almennum rekstri. Hins vegar er nu talið að neyslu- og rekstrartilfzrslur hzkki um I milljarð samanborið við fyrri dætlun. Rekstrarafkoma rlkissjóðs skv. þessum drögum er sem hér segir samanborið vlð 1988. 1. Tekjur 2. Gjðld Fjdrlög 1244 63.091 63.065 Meðalvcrðlae 1944 Endurskoðuð dztlun f. 1988 67.447 68.140 Drög að fiárlagafrv^.1282 66.347 69.562 3. Rekstrarafkoma + 26 FJdrmdlaráðuneyllð Grelðslu- og elgnadeild 2. septembcr 1988 Þ/ Um ÁfkoniH rlhlnlflði 1244 (Mlðað »lð tcrðlag fyrlr efnahagsaðgerðlr) Fjármála- ráðuneyti 1. Ilalli skv. mati fjármðlarððuneytisins I júnl 2. Vextir og geymslugj. ofl. Getið er uip þennan lið I úllekt f júni og sagt að V- ef ekki iöríí teknar ðkvarðanir um Izkkun > niðurgreiðsla myndu útgjöld hzkka sem þessu næmi. 3. Sjúkratryggingar Strax I lok júnl Iðgu fyrir upplýsingar um að þessi liður værl vanmetin. Illuti þessa mismunar skýrist af þvl að rikisendurskoðun telur að ðxtluð lækkun lyfjakostnaðar skv. cfnahags- rððstöfunum f febrúar komi ekki til framkvæmda vegna aðgerðarleysis yfirvalda. 4. Vaxtagjðld Hækkun vaxtagjalda frá júnl er aðallega af yfirdrðttarskuld or stafar bxðl af hærra vaxtastigi og meiri yfirdrxtti. Lægra vaxtastig það sem eftir er ðrsins gæti lækkað þess tölu um 100-150 mkr. 5. Launakostnaður •Ioáam ». Áztlað var I júnl að meðalhran- hækku^g^um 7% frá fjðrlögum. Rauntölur sýna hins vegar 6% hzkkun. Svigrúm er þvl I ðztlun sem nemur um 200 mkr. Hcildarlaunagreiðslur eru áztlaðar JJ’ jóH um 22.000 mkr. 6. Ýmislcgt Samtals gjöld 7. Tekjuauki Samtals rekstur 8. Sala sparisklrteina og lánahreyfingar Greiðsluafkoma Rlkis- cndurskoðun 700 180 200 2.130 -300 1.830 -500 1.330 Hinn 1. sept. var sagt að rekstrarhallinn yrði 693 milljónir króna. Daginn eftir var rekstrarhallinn áætlaður 970-1170 milljónir. Hvergi er í áætlun ráðuneytisins minnst á 1420 milljónir króna. Það skal tekið fram, að myndirnar sem fylgja hér með eru af samsettum síðum, til þess að dagsetning og heiti komi fram. TÖLVUSKÓU GJJ Námskeið Microsoft WORD 21.-24. nóv. kl. 8.30-12.30 Skráning og upplýsingar í síma 641222 GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Kópavogi Sími 641222 Vík í Mýrdal: Sauðflárslátrun lokið I.ifla Hvammi Sauðfjárslátrun lauk í síðustu viku í Vik í Mýrdal. Aðeins var slátr- að hjá Sláturfélagi Suðurlands og mun það vera í fyrsta skipti frá því slátrun hófst að ráði í Vík að ekki er slátrað í tveimur húsum. Alls var slátrað 19400 fjár og var meðalfallþungi dilka tæp 14 kg. sem er heldur lakara en í fyrra. Tíðarfar hefur verið mjög gott í haust og hafa mjóikurkýr verið hafðar úti fram í vetrarbyijun sem er óvenjulegt. Grænn litur er enn á túnum enda hafa frost verið mjög væg þá sjaldan að jörð hefur stirn- að. -Sigþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.