Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NOVEMBER 1988 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Spasskíj útskýrir möguleika einnar stöðunnar á skákborðinu. Olympíumótið í skák: Góður andi mikilvægur - segir Bóris Spasskíj, sem aðstoðar íslensku ólympíusveitma Selfossi. Sovéskir dagar helgaðir Kirgizíu „ÞAÐ er þýðingarmest að það sé góður andi í liðinu og áhugi fyrir að vinna vel og mikið. Ég hef góða reynslu sem ég get miðlað og reyni að ná upp góðu samstarfi milli allra í liðinu,“ sagði Bóris Spasskíj, sem næstu daga mun aðstoða íslensku skák- sveitina við undirbúning undir Ólympíumótið í Grikklandi um miðjan mánuðinn. Skáksveitin verður í æfingabúðum við Alfta- vatn i Grímsnesi fram eftir vik- unni vikunni. Spasskíj sagðist þekkja liðið nokkuð vel, kvaðst hafa mætt nokkrum þeirra við skákborðið á Reykjavíkurmótinu i skák fyrir þremur árum. „Ég hef áhuga á að verða þeim að sem mestu liði. Við munum fara í gegnum skákir frá nokkrum mótum og einhver kerfi, allt eftir því hvað hver og einn vill gera. Þetta verður kannski erfitt fyrir þá en ekki fyrir mig, ég er ekki mikið fyrir að erfiða en mun hjálpa þeim eins og ég get til að ná því fram sem þeir stefna að,“ sagði Spasskíj. Hann vildi ekki segja mikið um möguleika liðsins en sagði það ljóst að aðrar skáksveitir á mótinu í Grikklandi yrðu að taka fullt tillit til styrkleika íslensku skáksveitar- innar. _ Sig. Jóns. FÉLAGIÐ MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, efiiir til árlegra Sovéskra daga í byrjun nóvembermánaðar. Dag- arnir eru að þessu sinni sérstak- Seoul: Arangri fagnað AÐALFUNDUR Öijrkja- bandalags Islands, haldinn 22. október 1988, sendir sérstak- ar árnaðaróskir og kveðjur til fatlaðra iþróttamanna í Seoul. í frétt frá Öryrkjabandalagi Islands segir: „Arangur þeirra er glæsilegur og öllum sem að þeim málum standa til mikils sóma. Jafnframt lýsir fundurinn yfir vonbrigðum yfir fremur lítilli umijöllun fjölmiðla. Sérstaklega er saknað meiri umíjöllunar af hálfu ríkissjónvarpsins. Benda má á að góður árangur fatlaðra íþróttamanna á alþjóða- vettvangi er mjög góð land- kynning auk þess sem flestallir landsmenn vilja mjög gjaman fylgjast með viðburðum þar sem landinn er að fullu samkeppnis- fær meðal annarra þjóða.“ lega helgaðir einu af Asíulýð- veldum Sovétríkjanna, Kirgizíu, og kemur hópur listafólks og fleiri þaðan til þátttöku í einstök- um dagskráratriðum. Sovésku dagamir verða settir í Félagsheimili Kópavogs miðviku- dagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30. Verða þar flutt ávörp, en auk þess skemmta listamennirnir frá Kirgizíu með hljóðfæraleik, söng, kvæðaflutningi og dansi. Tónleikar og danssýningar verða síðan næstu daga í framhaldsskólum á Akra- nesi, Borgarfirði, Selfossi og e.t.v. víðar, og sunnudaginn 6. nóvember í Þjóðleikhúsinu og Vestmannaeyj- um 8. nóvember. í hópi gestanna frá Kirgizíu em m.a. Kerimzhan Kunakunov fjár- málaráðherra sovétlýðveldisins og skáldið Estebes Turtumalijev, sem ber heiðurstitilinn þjóðlistamaður Sovétríkjanna og hlotið hefur sov- ésku ríkisverðlaunin. Skáldið er fulltrúi sérstæðrar, þjóðlegrar list- greinar í Kirgizíu, sem byggir á gamalli hefð — hann er talandi skáld. Ymiskonar sýningarefni hefur borist frá Kirgizíu í tilefni Sovésku daganna og verður til sýnis í húsa- kynnum MÍR, Vatnsstíg 10. Sýn- ingin verður opnuð laugardaginn 5. nóvember kl. 15. Þar verða sýnd- ir ýmiskonar listmunir, einkum vefnaður unninn úr ull, en Kirgizar eru frægir fyrir sín litríku og sér- stæðu ullarflókateppi. Aðrir list- munir á sýningunni eru unnir í tré, leður, stein, málma og bast. Þj óðarflokkurinn: Boðið fram í öll- um kjördæmum Selfossi. ÞJÓÐARFLOKKURINN hélt að- alfiind sinn í Ölfiisborgum 14.—16. október. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjör- dæmum við næstu alþingiskosn- ingar. í stjórnmálaályktun flokks- ins er meðal annars lögð áhersla á að millifærsluaðferð stjórn- valda við lausn efnahagsmála sé til þess að fela gjaldþrot þjóð- félagsins. Á aðalfundinum var kosin aðal- stjóm, Pétur Valdimarsson Akur- eyri, formaður flokksins, Hólmfríður Bjamadóttir frá Blönduósi vara- formaður og Ámi Steinar Jóhanns- son úr Eyjafirði þriðji maður í stjóm flokksins. Á fundinum var samþykkt stjóm- málaályktun og segir þar svo meðal annars: „I síðustu kosningum barðist Þjóðarflokkurinn fyrir róttækum þjóðfélagsbreytingum, með stórauk- inni valddreifingu. Sjálfstæði lands- hlutanna er eina leiðin til að auka ábyrgð og skapa jafnvægi milli eyðslu og verðmætasköpunar. Getu- leysi gömlu stjómmálaflokkanna til að stjóma íslandi hefur komið skýrt í ljós síðastliðin misseri. Nú er svo komið, enn einu sinni, að grípa verð- ur til stórkostlegra millifærslna til þess að fela gjaldþrot þjóðfélagsins. Þjóðarflokkurinn vekur athygli á að hér er eingöngu um að ræða ómark- viss vinnubrögð, ósjálfráð viðbrögð ónýts kerfís, til þess að viðhalda sjálfu sér.“ Sennilegt er að margir munu gleymast og ekki ólíklegt að pólitísk spilling ráði því hverjum verður bjargað. Augljóst er að hrun heimil- anna og fyrirtækja heldur áfram. Barátta Þjóðarflokksins fyrir stöð- ugleika í efnahags- og búsetumálum hefur aldrei verið brýnni. Efnahags- legt hrun og búseturöskun á sér stað jafnvel hraðar en framsýnustu menn óttuðust. Óstjóm á öllum þáttum efnahagsl- ífsins er þvílík að varla er ástæða til að draga fram einstök dæmi. Þó verður að tilgreina fáránlega stefnu í verðbóta-, gengis- og vaxtamálum, sem hefur valdið gífurlegri tilfærslu eigna milli landshluta, atvinnugreina og einstaklinga." — Sig. Jóns Niðurskurði riðuflár í Skagafirði lokið Sauðárkróki. LOKIÐ var fyrir skömmu að lóga um 1.500 fjár hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga firá all- mörgum bæjum í Skagafirði og Siglufirði þar sem niðurskurður fór fram vegna riðuveiki. Eins og annars staðar þar sem slíkur' niðurskurður er framkvæmdur, eru allar afurðir urðaðar með öðrum sláturúrgangi. Að sögn sláturhússtjóra Kaup- félags Skagfírðinga er um 1.500 §ár sem af þessum sökum er lógað núna. Þannig er skorið niður frá bæjum í Fljótum, Lýtingsstaða- hreppi, Seyluhreppi, Staðar- og Skarðshreppi, auk fjár frá sex aðil- um í Siglufirði, en þar hafa tveir aðilar fengið undanþágu frá niður- skurði til haustsins 1989. Aðeins í tveimur hreppum í Skagafirði, Rípur- og Skefilsstaðahreppi, hafa bændur ennþá sloppið við að riðu- veiki greindist í búfé þeirra. - BB Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Albert Geirsson skólastjóri, Guðmundur Sigurgeirsson starfsmaður RARIK á Seyðisfirði og Guðmundur Gíslason skrifstofustjóri í Landsbankanum skoða rafinagnssýningu RARIK. Rafljósahátíð á Seyðisfírði: Fjarðarselsvirkjun 75 ára Seyðisfírði. Fjarðarselsvirkjun varð 75 ára 18. október síðastliðinn. Seyðis- fjarðarbær og RARIK minntust þessara tímamóta með sérstakri Rafljósahátíð þann sama dag. Óllum bæjarbúum var boðið að skoða virkjunina, en þar hefiir ýnsum hlutum úr sögu rafveitu og virkjunar verið haldið til haga sem vísi að minjasafni. Krisfján Jónsson rafinagnsveitustjóri og Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri fluttu þar ávörp. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra opnaði síðan rafinagnssýningu í kyndi- stöð RARIK á Seyðisfirði. Um kvöldið bauð síðan bæjarstjórn til hátíðarkvöldverðar á Hótel Snæfelli þar sem snæddur var að hluta til samskonar matur og var í kvöldverðarboði bæjar- stjórnarinnar 1918 á Rafljósa- hátíð sem haldin var þegar virkj- unin var formlega tekin í notkun. Fjarðarselsvirkjun er elsta starf- andi riðstraumsvirkjun fyrir raf- veitu á íslandi, áður voru komnar rafveitur í Hafnarfirði, Eskifirði og Siglufirði en það voru jafnstraums- veitur. Það var 13. október 1913 sem fyrst var hleypt straumi á veit- una og þann 18. október sama ár var haldin mikil Rafljósahátíð á Seyðisfirði, þar sem rafbirtunni var fagnað og framkvæmdaraðilum þakkað starfið. í tilefni af afmælinu gáfu raf- veitumar og Seyðisfjarðarbær út litprentaðan bækling um sögu og starfsemi Fjarðarselsvirkjunar í þessi 75 ár og var honum dreift á öll heimili á Seyðisfirði og víðar. Ritstjóri bæklingsins var Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri á Austurlandi. Rafveitustjóri á Seyð- isfirði er Jón Magnússon. - Garðar Rúnar Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jón Magnússon rafveitusljóri á Seyðisfirði skoða teikningar í gömlu rafstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.