Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 f 'a % Konur eru iðnar við að selja ávexti, mat, sælgæti og sígarettur á götum úti. Þessi er búin að vera svo lengi i starfinu að hún er búin að koma sér upp hlöðnum skála til starfsins. Dregið fyrir beitu í Qörunni í Mindelo. Túnfiskveiðin stendur og fellur með beitunni og oft bregst veiði hennar og þar með öll veiðin. Til dæmis er útlitið mjög dökkt í ár. Frá Grænhöfðaeyjum: Þar sem tíminn er næg- ur og fólkið er ánægt - verður fátæktin léttbærari Þjóðsagan segir að þegar vor herra hafði lokið sköpun jarðarinn- ar þá leit hann yfir handarverk sitt og varð mjög glaður. Jafnframt strauk hann svitann af enni sér og við það hrukku nokkrir svitadrop- ar í hafið fyrir utan vesturströnd Afríku. Þar eru nú þessu til merk- is 14 smáeyjar, þar af 9 í byggð. Þær eru kenndar við hinn græna höfða á meginlandinu, sem þær eru úti fyrir og kallaðar Iljas de Cabo Verde eða Grænhöfðaeyjar eins og við köllum þær á hinu ástkæra ylhýra máli. Karlamir flatmaga á ströndinni á meðan konurnar eru sípuðandi. Þjóðsagan um tilurð eyjanna er ugglaust orðin til vegna þess hvað þar er lítið við að vera. I rauninni er mikil blekking að kalla þær „græn“ eitthvað, því fáir staðir á þessari jörð eru jafn gróðursnauðir og lítt grænir. Auðlindir eru nær engar, engir málmar, engin olía, jörðin svo snauð að hún ber mjög takmarkaðan landbúnað, vatns- skortur algengur og hið allt um liggjandi haf hefur ennþá ekki gef- ið nema lítið af sér. Samt eru eyja- skeggjar eitthvert hið glaðlyndasta fólk sem ég hef nokkru sinni kynnst og virðast ekki hafa áhyggjur af neínu. Brauðskortur á annan mánuð Þegar ég kom til eyjanna I lok ágúst hafði ekki fengist þar brauð í tæpa tvo mánuði. Joao kokkur útskýrði þetta fyrir mén Skipt hafði verið- um ríkisstjóm í Alsír og sú nýja var ekkert áfjáð I að halda áfram stuðningi við Grænhöfðaeyj- ar. Því.var tekið fyrir frekari hveiti- gjafir til eyjanna. Þar sem brauð er stór hluti af fæðu eyjaskeggja var þetta alvarlegt áfall. Ég heyrði hins vegar engan kvarta nema hvíta menn sem hér búa til skamms tíma. Grænhöfðaeyingar ypptu bara öxl- um og sögðu að ugglaust kæmi hveiti á morgun. Nú, ef ekki þá ábyggilega hinn daginn eða daginn þar á eftir. Fréttimar af hveitiskipinu bárust löngu áður en það lagðist við hafn- argarðinn. Biðröð myndaðist við kommylluna og fólkið beið þolin- mótt í steikjandi sólskininu eftir mjöli. Og eftir tvo daga vora allar búðir orðnar fullar af brauði og ekkert benti til þess að neitt hefði nokkum tíma farið úrskeiðis. Þetta er reyndar dæmisaga um lífíð hér á eyjunum. Veralegur hiuti Iifibrauðsins kemur sem stuðningur frá útlöndum, annaðhvort frá er- lendum aðilum eða Grænhöfðaeyj- ingum búsettum í útlöndum. Ef ekki væri fyrir þessa aðstoð væri hægt að læsa hér dyram fyrir full og allt. Útlendingar sem mæta hver öðram á götunni kinka kolli og vita að allir vinna þeir við sömu störfin, að hjálpa fólkinu til sjálfshjálpar. Þó mörg séu skrefin eftir era veralegar framfarir, þökk sé þess- ari hjálp. Við íslendingar eram nátt- úralega montnust af þeirri aðstoð sem við höfum veitt við fiskveiðar og fiskvinnslu og teljum að þar séu helstu auðlindir framtíðarinnar. Danir byggja hér vindmyllur, Hol- lendingar eimingarstöðvar til að eima sjó og svona mætti lengi telja. Öll era þessi verkefni nauðsynleg þó þau komi að mismiklu gagni. En þau yrðu til einskis ef ekki væra mikilvægustu auðlindir eyj- anna, fólkið og tíminn. Fólkið Þegar portúgalskir nýlenduherr- ar loksins hröktust héðan fyrir rúm- um tíu áram skildu þeir ekkert eft- ir. Meira að segja ritvélamar og blýantamir vora teknir af skrifstof- unum. Eitt gátu þeir þó ekki tekið, þá menntun sem fólk hér hafði. Miðað við aðra Afríkubúa era Grænhöfðeyingar mjög vel mennt- aðir. Ólæsi er hér næsta lítið og ekki er óalgengt að fólk hafi ein- hveija menntun fram yfír bama- skóla. í stjómsýslukérfí gamla portúgalska heimsveldisins unnu Grænhöfðeyingar á skrifstofum um allan heim og vora þekktir að dugn- aði og áreiðanleika. Þegar eyjamar urðu sjálfstæðar árið 1975 kom mikill hluti af þessu fólki heim, reiðubúið að vinna fyrir land og þjóð. Reyndar halda því sumir fram að með hafi það haft óþarflega mikið skrifræði og kerfisstífni, en menn era þó sammáta um að sú þekking sem þeir höfðu á því að reka ríki hafí verið ómetanleg. Og eitt er víst, hér á eyjunum hafa ekki verið þær sífelldu óeirðir og stjómarbyltingar sem svo algengar hafa verið í öðram ríkjum Afríku. Spilling er líka sögð með minnsta móti, rétt ekki meiri en í öðram litl- um þjóðfélögum, þó þau séu í Evr- ópu. Gamalt fólk hér á eyjunum er alið upp af Portúgölum, til þess að þjóna þeim og sinna. Það talar óað- fínnanlega portúgölsku og hneigir sig stundum þegar það heilsar hvítum mönnum. Þeirra börn era svo sjálfstæðishetjumar. Þeir sem börðust blóðugri baráttu á móti Portúgölum í rnarga áratugi. Marg- ir era ákaflega stoltir af þjóðemi sínu og segja, eins og Cecilio An- tonio vélstjóri, að þrátt fyrir mikla fátækt séu Grænhöfðaeyjar ekki verri en hvert annað þjóðfélag, jafn- vel betri. Aðrir af þessari kynslóð vilja hins vegr gera hvað sem er til að komast héðan burtu. Unga kynslóðin er síðan vestrænni en nokkuð sem vestrænt er. Margir kunna slæðing í ensku eða frönsku og vilja gjaman spreyta sig í þeim málum. Sérlega stúlkur leggja mikla áherslu á að slétta hárið og jafnvel lita það, til þess að fela afrísku einkennin. Sú stúlka þykist heppin sem nær sér í hvítan mann, jafnvel þó hann sé gamall, feitur og sköllóttur. Bömin era svo eins og bömum er líkt, glaðlyndar verar með afbrigðum, sem leika sér á stéttum og í mölinni að steinum og spýtum, eina fólkið sem sést skítugt til fara. Djörfustu drengimir sníkja peninga af okkur hvíta fólkinu en þau feimnu og aliar stúlkumar láta sér nægja að brosa. Tíminn Tími hefur alltaf verið óþijótandi auðlind hér á eyjunum. Menn vita að það sem ekki næst í dag verður hægt að gera á morgun, eða í næstu viku. Skipveijar á Feng skildu til dæmis ekki í byijun hvað þurfti alltaf að vera að veiða þennan físk, hann fór ekkert úr sjónum. Ofur- kapp íslendinganna, sem hvorki unnu sér svefns né matar, var þeim með öllu óskiljanlegt. Gestrisni þeirra ber keim af sama óþijótandi tímanum. Gestunum er boðið til betri stofu, líkt og gert var á íslenskum sveitabæjum til foma. Stofan sú stendur uppábúin, en ekki til heimilisnota. Þar era bomar fyrir gestinn veitingar af öllu tagi og spjallað við hann, eftir því sem hægt er vegna tungumálaerfíðleika. Ef gesturinn fer að aka sér og tala um að fara, era rekin upp stór augu og hann spurður hvort hann vilji ekki vera og borða með fólkinu næstu máltíð, þó hinni síðustu sé nýlokið. Jafnframt verður gesturinn óljóst var við mikinn pylsaþyt frammi þegar verið er að grafa upp það besta sem til er á heimilinu handa honum, eða senda böm út í bæ eftir meira góðgæti. Að neita að taka við er ólýsanlegur dóna- skapur. Endalaus tíminn sést líka á öllum atvinnuleysingjunum. Þeir bíða á götunum í hópum, í þeirri von að eitthvað hlaupi á snærið. Rólegir sitja þeir á gangstéttunum, þar sem þær era fyrir hendi, með hendur í skauti og flétta fíngur. Þeir sitja í skugganum, eftir því sem unnt er, og reyna að hreyfa sig sem minnst til þess að svitna ekki í hitanum. Lífið er ein samfelld bið, eftir því sem svo ekkert verður í flestum tilfellum. Konurnar Konumar virðast vera duglegri en menn þeirra við að fínna sér eitthvað að gera, þó oftast sé það kauplaust eða lítið. Alltaf era þær að minnsta kosti puðandi. Ég hef aldrei séð konur vinna önnur eins ósköp. Þær bera á höfði sér körfur fullar af fiski, steypu eða gijóti, fram og til baka allan liðlangan daginn. Hnarreistar líða þær þyngdarlausar um bæinn, þó að upp undir 60 kfló sé stundum í körfunni á höfðinu. Fyrir vinnu frá sólar- upprás fram yfír myrkur, í meira en 12 tíma, fá þær sem svarar hundrað krónum íslenskum á dag. Vinnukona sem gengur undir hvítu fólki frá 8 til 8, 6 daga vikunnar, verður að láta sér nægja um 30 krónur. Oftar en ekki era þessar konur aðalfyrirvinnur heimilisins. „Pabbi barnanna" eins og sagt er hér, því sjaldan er um eiginmenn að ræða, er kannski atvinnulaus, nú eða þá að hann er farinn að heiman og að búa með annarri konu. í verstu til- fellunum er hann farinn úr landi og því engin von til þess að hafa af honum neinn stuðning til fram- færis bömunum. Ofan á alla vinnuna fyrir utan heimilið bætast svo heimilisstörfin. Eins og víðar um heiminn era þau fyrst og fremst unnin af konum. Út úr algeram hreysum ganga á hveijum degi konur, karlar og böm, í skínandi hreinum og nýstraujuðum fötum, svo liggur við að braki í öllu saman. Þvottabrettin era úr steini og ekkert vatn nema kalt og engin sápa önnur en klórsápa sem étur upp húðina á höndunum. Bömin era vel alin, þrátt fyrir fátæktina, og þau ljóma af hreysti og lífsgleði. Aðalfæða þeirra er maísgrautur sem sjóða þarf klukkutímum sam- an, eftir að búið er að steyta mjöl- ið. Við hátíðleg tækifæri er bætt í hann örlitlu af fiski, eggjum eða kjöti. Hænur og geitur ganga sjálf- ala fyrir utan og virðast aðallega lifa á glerbrotum og gijóti. Einstaka efnafólk á svo svín í litlum garði á bak við hús. Þau heyrast rýta þeg- ar gengið er fram hjá. Spyijið mig ekki hvernig konumar hafa tíma til þess að sinna öllu þessu ofan á vinnu sína, mér er það óskiljanlegt. Höfundur er nemandi 1 alþjóða þróunarfræði og ensku við háskól- ann / Hróarskeldu ogernúí starfsþj&ifun á Grænhöfðaeyjum. Texti og myndir: Dóra Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.