Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 mmmn Segðu dýralækninum að sjúklingur sé við hurðina. Vaknaður maður. — Það er þjófur kominn inn . . .! Með morgunkaffinu Hvalveiðimálið: Ofstækisfull sjónarmið Heiðraði Velvakandi. Mikil herferð er nú gerð gegn okkur íslendingum vegna hvalveiða okkar. Það er ofbeldisflokkur, sem nefn- ist Grænfriðungar, sem stendur fyrir heiftarlegum áróðri og skemmdarverkum gegn þjóð vorri, um mál sem þeir hafa hreint ekk- ert vit á, eða hafa ekki kynnt sér í raun. Fáir þeirra hafa séð lifandi hvali, nema þá í sjónvarpi. Nú er það vit- að að þessir sömu menn hafa stofn- að stórum hópi íbúa norðlægra landa í mikla hættu með áróðri sínum gegn selveiðum þeirra, með því að eyðileggja skinnamarkað þeirra. Þetta hafa þeir viðurkennt að hafí verið misvitur aðgerð en skaðinn verður seint eða aldrei bættur. Hvað hugsa stjómvöld, þar sem þessir aldagömlu lifnaðarhættir eru enn viðvarandi innan þeirra yfir- ráðasvæða, að gera ekki kröfur um skaðabætur handa þessum þjóð- flokkum sem enn lifa á norðurslóð- um við forna menningu? Láta þau eyðingu þeirra sig engu skipta. Vit- að er að þegar þetta fólk verður að samlaga sig nýmenningunni er þess þjóðerni glatað og leiðist það þá útí ómenningu, vegna þess að það þekkir ekki vélabrögð menning- arinnar svokölluðu og Bakkusar. Talað er um að Halldór Asgríms- son sé þrjóskur en ég met hann að meiri fyrir hans þátt í þessum rétt- lætismálum, sem varða hvalveiðar okkar. Græningjar eru þrjóskari en Satan sjálfur, því þeir vita að hval- veiðarnar eru stundaðar undir ströngu eftirliti hér og vegna vís- indarannsókna, hvalatalning starf- rækt sem kostar mikið og Islending- ar standa fyrir öðrum fremur. Sama er að segja um fiskistofnana og væru nú fiskimið okkar uppurin af físki ef landhelgisgæslan hefði ekki staðið fast á rétti sínum að veija 200 mílumar fyrir ágengni útlend- inga og fylgja eftir vemdunarsjón- armiðum landstjómar okkar. Grænfriðungar halda til streitu ofstækisfullum sjónarmiðum sem þeir telja að flokkurinn styrkist við, en gæta ekki sjálfsagðra mannrétt- inda og réttlætis í framkvæmd bar- áttumála sinna, sem þeir halda að óþörfu til streitu hér norður við Ishaf. Þeir em á mörgum sviðum öfga-skemmdarverkamenn með of- beldiskenndum flokksrembingi, liggur við, þjóðernismorðingjar. Þeir ættu að hafa í huga að starf þeirra á að helgast af tillitissemi og yfirveguðum sannindum og stað- reyndum, en ekki ósanngirni og ofstækisfullum árásum á efnahag heilla þjóða og þjóðarbrota, því það mun sannast þó síðar verði og er þegar sannað að vemdunarsjónar- mið Islendinga eru mörgum öðrum þjóðum fremri og munu koma þeim og öðrum þjóðum til góða er fram líða stundir. Það gegnir furðu að þjóðir heims skuli ekki sameinast um að sækja til saka þau flokksbrot sem stofna efnahag þjóða að yfirlögðu ráði í hættu og gegn ofstækissjónarmið- um með rakalausar staðhæfingar sem valda efnhagsþvingunum sem geta varðað jafnvel sjálfstæði þjóð- ar. Er ekki athugandi að benda á að við séum ekkert uppá viðskipti við þjóðir sem okkur eru óvinveittar í viðskiptum komnir, við erum óbundnir ótvírætt þeim þjóðum og efnahagsbandalögum sem beita okkur efnahagslegum þvingunum og tjóni. Við getum framleitt flest það sem við þörfnumst, eða keypt af okkar vinsamlegum samstarfs- löndum. Verndunar þarf á mörgum svið- um og við höfum starfað heiðarlega að verndunarmálum, sem hægt er að segja að samrýmist umhverfis- vemd í raun. Það sem háir því starfi er okkar fámenni og þar af leiðandi lítil efni. Þessum möguleik- um em Grænfriðungar að vinna gegn eins og vart verður á fleiri sviðum innan samsærishóps þess sem þykist vinna að verndum lífríkisins. Skilningsleysi þessara manna er svo mikið, að þeir segja samherjum sínum stríð á hendur og beita efna- hagslegum þvingunum. Eg veit að Islendingar geta tekið undir um- hverfisverndarsjónarmið en alls ekki aðferð Grænfripunga þessum málum viðkomandi. Islendingum er nauðsyn að nýta og vernda öll þau verðmæti sem eru í lögsagnarum- dæmi landsins til sjávar og sveita án íhlutunar annarra þjóða og þeirra sem hafa tilhneigingu til íhlutunar um okkar auðlindir og yfirráðasvæði sem með lögmætum hætti eru okkar. Þorleiftir Kr. Guðlaugsson Víkverji skrifar HOGNI HREKKVISI Víkveiji hafði orð á því fyrir viku, að Skógarhlíðin væri hættuleg umferðargata vegna þess að börn og unglingar eru þar mikið á ferð. Þess vegna væri nauðsyn- legt að byggja undirgöng undir götuna fyrir gangandi vegfarendur. Sl. föstudagskvöld varð Víkveiji vitni að því, að litlu munaði að tveir bílar, sem komu hvor úr sinni átt keyrðu á hjólreiðamann, sem fór skyndilega út á merkta gangbraut á Skógarhlíð í slæmu skyggni og svo óvænt, að bílunum tókst með naumindum að stöðva. Ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir á þessari götu verður þar nýtt dauðaslys, áður en við vitum af. En þar sem rætt er um hættur er ekki úr vegi, að benda yfirvöldum í Reykjavík og Kópavogi á það, að mikið er af skurðum á hinum um- deilda svæði í Fossvogsdal, sem sumir kunnugir menn segja raunar, að eigi alls ekki að kalla dal, heldur einungis Fossvog. Sumir þessara skurða eru fullir af vatni, enda virð- ist hafa verið komið fyrir stíflu í þeim. Svo mikið vatn safnast saman í þessum skurðum, að þeir eru stór- hættulegir fyrir börn, sem mikið eru að leik á þessu svæði. Þarna þarf tafarlaust að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slys. XXX Niðurstaða skoðanakönnunar um hundahald á áreiðanlega eftir að valda borgaryfirvöldum töluverðum erfiðleikum. Auðvitað var þessi skoðanakönnun ekki bind- andi og þátttaka var tiltölulega lítil. Hins vegar má ætla, að þeir, sem vilja hafa hunda hafi verið áhugas- amari um þátttöku í könnuninni en hinir, þannig að í kosningu með meiri þátttöku gæti munurinn hugs- anlega verið meiri. Hundar í Reykjavík og raunar nágrannabyggðum einnig eru orðn- ir það margir, að engum dettur í hug að hægt sé að snúa dæminu við og banna hundahald og krefjast þess að dýrunum sé lógað. Skoðana- könnunin er hins vegar vísbending um vilja almennings. Eitt af því, sem áreiðanlega hefur valdið nokkru um andstöðu við hundahald er einfaldlega það, að hundaeigend- ___________________________i ur halda ekki settar reglur. Eins og vikið hefur verið að í þessum dálkum er það alltof algengt að hundar séu lausir á ferð, ekki sízt á útivistarsvæðum, þrátt fyrir skýr- ar reglur um hið gagnstæða. Víkveija sýnist, að fyrstu viðbrögð við þessari niðurstöðu ættu að verða þau, að hundaeigendur taki regl- urnar alvarlega og hafi hundana ekki lausa úti við. Að öðru leyti hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir borgaryfirvöld, hvort hægt er að koma í veg fyrir, að hundahald breiðist út frá því, sem nú er - t.d. með því að hafa hundaskattinn verulega hærri. XXX Fyrir helgina voru fréttir um það í Morgunblaðinu, að útlending- ar væru hér á atvinnuleysisskrá. Það er eitthvað bogið við það að flytja fólk inn í landið til sérstakra starfa og halda svo þannig á mál- um, að það missi atvinnuna og fái greiddar atvinnuleysisbætur. Er ekki skynsamlegra að hjálpa þessu fólki að komast heim til sín aftur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.