Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NOVEMBER 1988 17 Vegið að innlend- um lyfjaiðnaði eftir Ha.uk Ingason Inngangur Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur á undanförnu ári gefíð út tvær reglugerðir þar sem útlendum lyfjum er hyglað á kostn- að innlendra. Önnur reglugerðin tekur gildi um næstu áramót. Verð- ur þá skylt að afhenda ódýrasta lyfið ef skrifað er upp á samheiti. Mörg íslensk lyf eru skráð með samheiti en ekkert útlent. Innflytj- endur geta þá verðlagt lyf sín þann- ig að þau verði a.m.k. einni krónu ódýrari en innlendu lyfín og náð þannig öllum markaðnum á viðkom- andi lyfjum. Þar með er fótunum kippt undan áralangri markaðssókn innlendra lyfjaframleiðenda á þess- um lyfjum. Hin reglugerðin tók gildi um síðustu áramót og var þá fasta- gjaldi sjúklinga fyrir lyf breytt þannig að það varð það sama fyrir innlend og útlend lyf. Áður borguðu sjúklingar minna fyrir innlend lyf, enda eru þau almennt ódýrari en þau erlendu. Kostnaður sjúkrasamlaga Fyrrgreint reglugerðarákvæði um samheitin er trúlega sett til að minnka kostnað sjúkrasamlaganna. Svo virðist sem horft hafí verið á málið með öðru auganu því gleymst hefur að meta gjaldeyrisspamað og tekjur ríkis- og sveitarfélaga af inn- lendri framleiðslu Gjaldeyristap og tap ríkis og- sveitarfélaga Útlendir lyfjaframleiðendur geta eftir áramótin náð markaðnum af þeim innlendu ljrfjum sem bera sam- heiti með því að vera einni krónu ódýrari. Þar með ykist viðskipta- hallinn við útlönd sem mæta þarf með auknum útflutningi eða með erlendum lántökum sem fjármagna má t.d. með útgáfu ríkisskuldabréfa sem bera nú um 9% raunvexti. Með því að nota innlend lyf helst fjármagnið í landinu í stað þess að flytja það út. Það fjármagn skilar sér að hluta til ríkis og sveitarfé- laga í formi beinna og óbeinna skatta og gjalda af fyrirtækjunum og þeim einstaklingum sem þar vinna. Áætla má að yfir 20% af veltu innlendra fyrirtækja skili sér þannig til ríkis og sveitarfélaga. Þó málið sé hér nokkuð einfald- aðir þá sér það hver maður að ís- lendingar tapa á því að flytja inn lyf sem eru nokkrum prósentum ódýrari en innlend framleiðsla. Þeg- ar þessir tveir þættir eru hafðir í huga má ljóst vera að innflutt lyf verða að vera a.m.k. 25% ódýrari en innlend til að íslendingar hagn- ist á því að flytja þau inn. Fastagjald sjúklinga fyrir lyf Þegar fastagjaldinu var breytt var það réttlætt með því að verið væri að fara eftir reglum Príversl- unarbandalagsins. Fastagjaldið hafði verið lægra fyrir innlend lyf í 17 ár og höfðum við verið í Fríverslunarbandalaginu í allan þann tíma og reglum ekki verið breytt er varða þessi atriði svo ég viti til. Því læðist að manni sá grunur að fastagjaldið hafi verið hækkað fyrir innlendu lyfin til að auka hlutdeild sjúklinga í lyfja- kostnaði, en aðgerðin réttlætt með ofangreindum rökum. Nú þegar reynsla er komin á þessi ákvæði tel ég að hún sé þess valdandi að ný innlend lyf eru ekki eins fljót að ná sömu markaðshlutdeild og áður. Þar sem innlend lyf eru yfirleitt um 20—30% ódýrari en útlend þá hljót- ast af þessu töluverð aukalyfjaút- gjöld fyrir sjúkrasamlögin og sjúkl- ingana. Þar sem fastagjaldið er það sama fyrir innlend og útlend lyf borga sjúkrasamlögin hlutfallslega mun meira af útlendum lyfjum en innlendum. Meðalverð á fyrra helm- ingi þessa árs á lyfjaávísunum var 1.053 krónur fyrir innlend lyf, en 1.518 krónur fyrir útlend lyf (Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins 2/1988). Til þess að sjúkrasamlögin borgi hlutfallslega jafn mikið af innlend- um og útlendum lyfjum þyrfti fasta- gjaldið fyrir innlendu lyfin því að vera u.þ.b. 2/3 af sjúklingagjaldinu fyrir útlendu lyfín. Úrbætur Mér- þykir tímabært að hugsað sé um þjóðarhag þegar reglugerðir eru settar en ekki einblínt á kostn- að sjúkrasamlaganna eða skammtíma spamað sem leiðir af sér aukin útgjöld þegar til lengri tíma er litið. Því þyrfti að breyta fastagjaldinu þannig að sjúkrasamlögin borgi hlutfallslega jafnmikið af innlend- um og erlendum lyíjum, en ekki meira af útlendum lyfjum eins og nú er. Einnig þyrfti að breyta væntan- legu ákvæði um lyf með samheiti þannig að ef skrifað er upp á sam- heiti skuli afhenda það lyf sem hagkvæmast er fyrir þjóðarhag, Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orkukreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Við bjódum kjör við allra hæfi og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Volvo - Viðurkennd gæðamerki Árgérð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. SQ8I 9ll \plfdi Cimv Verðfrákr. Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. þ.e. innlent lyf nema samsvarandi útlent lyf sé a.m.k. 25% ódýrara. Höfundur er lyfjaíræðingur. Haukur Ingason „Mér þykir tímabært að hugsað sé um þjóðar- hag þegar reglugerðir eru settar en ekki einblínt á kostnað sjúkrasamlaganna eða skammtíma sparnað sem leiðir af sér aukin útgjöid þegar til lengri tíma er litið.“ >\ . . ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ Nú eru að hefjast ný námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Þátttakendur fá fræðslu um ættfræðileg vinnu- brögð, leitaraðferðir, uppsetningu ættartölu, niðjatals o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum. Unnið úrfjölda heimilda m.a. öllum manntölum til 1930, kirkjubókum og öðr- um verkum. Auk sjö vikna grunnnámskeiðs (18 klst.) er boðið upp á 12 klst. framhaldsnámskeið. Helgarnámskeið í Borgar- nesi verður 4.-12. nóvember. Ættfræðiþjónustan tekur einnig að sér að semja ættartölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur m.a. 4-6 kynslóða ættartré á tilboðsverði. Allar nánari upplýsingar í síma 27101. ÆTTFRÆÐIÞJONUSTAN - sími 27101. TOLVUSKOLIGJJ Námskeið Microsoft WINDOWS 25. nóv., kl. 9.00-16.00 Skráning og upplýsingar í síma 641222. GÍSLI J. JOHNSEN n 1 Nýbýlavegi 16, Kópavogi Simi 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.