Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Sporðdreki og Steingeit Sporðdreki (23. okt.-21. nóv.) og Steingeit (22. des.-20. jan.) eru að sumu leyti lík og eiga því að geta átt ágætlega saman. Einkennandi fyrir samband þeirra er viss íhaldssemi og varkárni, en einnig alvörugefni, vinna og áhersla á einkalíf, eða það að vera töluvert útaf fyrir sig. Sporðdrekinn Sporðdrekinn þarf að geta ein- beitt sér að afmörkuðum málum til að viðhalda lífsorku sinni. Hann þarf tímbundna einveru til að endurnýja sig og hreinsa burt umhverfisáhrif. Hann þarf allt eða ekkert í samböndum og vill sterk tengsl við aðra. Hann er því krefjandi félagi. Steingeitin Steingeitin er jarðbundin og þarf að fást við áþreifanleg og upp- byggileg mál til að viðhalda lífsorku sinni. Hún þarf öryggi og fast land undir fótum. Vinna • skiptir miklu, svo og það að við- fangsefni hennar séu gagnleg. Steingeitin er varkár og frekar hlédræg, er regluföst og ákveðin þegar grunnhugmyndir eru ann- ars vegar. Þungsaman Það sem helst getur háð sam- bandi þessara merkja er alvöru- gefni þeirra og staðfesta. Þau geta því orðið þung saman, skort léttleika og hætt til að mála skrattann á vegginn eða a.m.k. átt erfitt með að rífa hvort ann- að upp. íhaldssöm Þar sem þau eru bæði þolandi og varkár og íhaldssöm getur skort hvatann til að breyta til og takast á við ný mál. Því er fyrir hendi sú hætta að þau staðni saman eða verði ekki nógu drífandi. Sveigjanleiki Bæði Sporðdrekinn og Steingeit- in eru stíf og stjómsöm. Það gætu því komið upp árekstrar ef skoðanir þeirra eru of ólíkar. Ef samband þeirra á að ganga vel þurfa þau að temja sér * sveigjanleika og gæta þess að slá bæði af og mætast á miðri leið. Hið sjáanlega og ösýnilega Að lokum má nefna eitt atriði. Togstreita getur myndast vegna þess að geitin er jarðbundin og trúir fyrst og fremst á hið áþreif- anlega en Sporðdrekinn er til- finninga- og innsæismaður sem skynjar margt sem er óáþreifan- legt. Þeim gæti því hætt til að misskilja sumt í fari hvors ann- ars eða meta menn og málefni útfrá ólíkum forsendum. Duglegsaman Til að vel gangi þarf Steingeitin að virða næmleika Sporðdrekans á sálrænum sviðum sem aftur þarf að virða jarðfestu Steingeit- arinnar. Hið jákvæða er að bæði þessi merki eru að upplagi kraft- mikil og föst fyrir og geta því náð langt saman ef þau vilja. Samband þeirra á því að geta orðið árangursríkt og varanlegt. Gagnkvœm virðing Framangreind lýsing er yfir- r borðsleg, ekki síst vegna þess að einungis er miðað við sólar- merkið eitt sér. f raunveruleik- anum hafa allir Sporðdrekar og Steingeitur önnur merki sem skipta máli í korti sínu. Um merkin ein sér má þó segja að það ríkir ekki mikil spenna á milli þeirra. Saman eru þau frek- ar þung og alvörugefín en búast - _»má hins vegar við að þau beri tilhlýðilega virðingu fyrir hvort öðru. GARPUR r : — imiim LiJHi \\ ■ lllllll í A , 'T.L 4--IAI ÓIwr \ I GRETTIR FINNST | PetTA T=ARI _ \ VEL SA/V1AN? / MAMN SVIAAAR \ S LFNSI 'A EFTIR. J ö c ®* o T3 fU. j "Htt W 3 o s U_ í I /4 / I L \ilÍLr?\ € Z> [T~i? . (f/ i s o> © T^SliÍÍÍÍÍiSilir BRENDA STARR 3^ HEroe /sse Af® , VERjÐ SAST HVAB þU VtrkUl ERT SiET SOFAND/ .*» JSfi6r, A£)þó ■ > HND- , v/ssulega!alc- I Af? KONUH SEM ég hef tcytvNsr.s~*í^& /T/A/AH HÖFDU — — jt /ZÉTTC) A£> r/‘ f STAAJDA, t.'A EN ÞÖ pAÞTT Etaa UHÞAN AJE/NU AÐ I VATNSMYRINNI (WfiHWir/FiAF FERDINAND SMAFOLK IT5 5UPP05EP T0 HAVE FlVE CENT5 IN IT! @ | r í \/ ry \ | itjsscrsj/ Q / œ TMe OocTaR 1 15® Sálfræðiaðstoð 1 _ kr. Hérna, láttu mig- halda i Læknirinn er við. Ég er hönd þér . . . aftur í þunglyndi. Þarna er vandamálið. Það á að vera króna í Hvað er að hönd minni? henni! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Dönsku konumar Judy Norris og Dorthe Schaltz voru í bana- stuði í úrslitaleiknum við Breta á ÓL. Þær keyrðu í harða slemmu í eftirfarandi ppili, sem Norris vann þrátt fyrir góða vöm þeirra bresku: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ KG105 VD65 ♦ ÁK108 ♦ Á9 Austur ^ 9874 II J 98763 ♦ G ♦ G75 Suður ♦ ÁD3 VÁK2 ♦ 542 ♦ D1083 Vestur Norður Austur Suður Davies Schaltz Smith Norris — — Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Grandopnun Norris sýndi 15—17 punkta og tveir tíglar á móti vom eins konar Stayman með sterk spil. Slemman er hörð, enda sjást ekki nema tíu slagir í upphafi. Og slagimir yrðu varla fleiri ef millispilin í láglitunum væru veikari. Norris drap fyrsta slaginn í blindum og spilaði strax laufní- unni. Hugmyndin var að kanna viðbrögð austurs. Þau voru eng- in, svo nían var látin rúlla (enda kom varla annað til greina, þar eð laufið þarf helst að gefa 3 slagi). Davies í vestur sá að laufið lá sagnhafa í hag og fann þá góðu vöm að gefa slaginn! Geri hún það ekki, dettur gosinn þriðji og spilið vinnst auðveld- lega. Þessi vöm dugði þó ekki til. Norris tók næst tígulás, og þegar gosinn kom í var óhætt að taka kónginn líka og sækja svo 12. slaginn með því að spila að tígultíunni. Vestur ♦ 62 VG10 ♦ D9763 ♦ K642 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Erevan í Sovétríkjunum kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Helga Ólafssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Rainer Knaak, A-Þýskalandi. 33. Dxe! og svartur gafst upp. Ef hann tekur drottninguna verð- ur hann mát I öðrum leik og ef hann forðar hróknum á a8 leikur hvítur 34. Hxf5 og hefur þá tvö peð yfir og sterka sókn. Mótið var minningarmót um Tigran Petro- sjan, fyrrverandi heimsmeistara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.