Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 TUNE: Lokatónleikar _______Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara lauk sl. laugardag með tónleikum í Háskólabíó. Þar komu fram þrír einleikarar en flautuein- leikur Dan Laurins var felldur niður vegna þess að blokkflauta hans skemmdist í flutningunum til íslands. Ekki reyndist mögulegt að útvega honum aðra flautu er þyldi án fyrirvara konsertátök en blokkflautur eru sérlega viðkvæm hljóðfæri. Tónleikamir hófust á frum- flutningi verks eftir Ivar Froun- berg, er hann nefnir A dirge „Ot- her echoes inhabit the garden" — in memoriam Morton Feldman. Frounberg var um tíma í læri hjá Feldman og segir verkið bergmála „fleira en bara hljóðláta og kyrr- stæða tónlist Feldmans". Verkið er þrískipt í formi og er einleiks- rödd akkorðunnar það sem heldur verkinu saman eða tengir and- stæður þess. Verkið hefst með „lygnri byrjun“ og rís upp í mikla stígandi er splundrast undir það síðasta „í andstæður sem endur- spegla grundvallarskiptingu milli jafnvægis og óstöðugleika“. Þessi „útfararsálmur" er tölu- vert flókin og vel unnin tónsmíð og erfíð fyrir akkorðu-einleikar- ann, sem var Geir Draugsvoll. Hann lék allar tónflækjur verksins með glæsibrag. Sellókonsertinn eftir Elgar var annað viðfangsefnið og þar lék Jan-Erik Gustafsson einleik á selló. Gustafsson er 17 ára og ekki aðeins feikna efnilegur sel- listi, heldur hefur hann þegar náð valdi á góðri tækni, safaríkum tóni og lék með tónmál Elgars oft á skáldlegan og rismikinn máta. Þama er á ferðinni listamaður, sem, ef vel tekst til, á að geta gert stóra hluti í framtíðinni. Síðasta verkið var fyrsti píanó- Geir Draugsvoll konsertinn eftir Brahms og þar lék Anders Kilström einleikinn. Kilström er góður píanisti og lék konsertinn á yfírvegaðan máta. Þrátt fyrir frábærlega vel út- færðan leik vantaði háskann eða þau átök, sem hefja flutning slíkra stórverka, sem þessi konsert er, upp fyrir hið gulltryggða jafnvægi kunnáttumannsins. Sinfóníuhljómsveit íslands átti Jan-Erik Gustafsson Anders Kilström og þama ágætan dag undir stjórn Perti Sakari og var aðdáunarvert að sjá hann leiða hljómsveitina í gegnum hljóðfallsflækjumar í verki Frounbergs. Með þessu tónverki lauk Tón- listarhátíð ungra norrænna ein- leikara og eftir að hafa setið alla tónleikana er niðurstaðan sú, að Norðurlönd eigi sér mikla framtíð í þessum ágætu tónlistarmönnum og ef vel tekst til má t.d. ætla að Leif Ove Andsnes taki sér sæti meðal fremstu tónlistar- manna heimsins. í þeim efnum verður þó að spyija tíðinda við leikslok, því þar fer ekki alltaf það eftir, sem til var stofnað í upp- hafí, enda er frú „Fortuna“ mesti gikkur, þegar hún velur sér fólk til fylgdar og útdeilir vemdar- djásnum sínum. Michaela Fukacová Christensen Olle Persson Söngur og sellóleikur Sjöttu tónleikar TUNE voru haldnir í íslensku óperunni og komu þar fram Michaela Fukacová Christensen sellóleikari, ásamt Bohumila Jedlickova undirleikara á píanó, og Olle Persson bariton- söngvari en með honum lék Mats Jansson á píanó. M.H. Christensen lék sónötu op. 36 eftir Grieg, Til- brigði eftir Martinu og Pampeana Fasteignasalan EIGNABORG sf. - 641500 - Víkurás — 2ja 55 fm íb. á 3. hæfi. Bílskýli. Hrafnhólar — 2ja íb. á 8. hæfi. Laus strax. Laugavegur - 3ja 85 fm á 3. hæð í steinh. Mikið endurn. Dalaland — 4ra Um 90 fm á 3. hæð. Stórar suöursv. Stóragerði — 4ra Glæsil. fb. á 2. hæð. 3 svefn- herb. Mikiö endurn. Tvennar 8valir. Bilsk. Sundlaugavegur - parh. 130 fm eldra parh. á tveimur hæðum i steinh. 4 svefnherb. ásamt bílsk. nr. 2 eftir Ginastera. Christensen er teknískur sellisti en yfírleikur í styrk, svo að öll tónræn átök verða yfírspennt um of. Þetta var sérlega áberandi í Grieg- sónötunni, svo sem eins og hún ætlaði sér að bæta um það sem vantar í verkið. Jedlickova studdi vel við yfírdramatíska leik- útfærslu Christensen. Olle Persson flutti Dichteliebe eftir Schumann, The Bones of Chuang Tzu eftir David Blake og þijú sönglög eftir Sigurd von Koch. Það var margt fallega gert hjá Persson í Dichterliebe þó flutn- ingur hans í heild væri einum of yfírvegaður og píanistinn næði ekki að skálda í undirleikinn, þrátt fyrir að allt væri á „sínum stað“. Sama má segja um flutning félaganna á „beinasöng Blakes" en þar var túlkun píanistans meira sannfærandi en í Schumann. í báðum verkunum var textafram- burður söngvarans einstaklega skýr og túlkun hans góð í söngv- erki Blakes. I sænsku lögunum eftir Koch var söngur Perssons og undirleikur Janssons góður og hefði verið góð tilbreyting í því að heyra hann syngja meira af sænskri söngtónlist. Leif Ove Andsnes Af þeim átta einleikurum, sem leikið hafa einleik á TUNE-hátíð- inni er Leiv Ove Andsnes án efa athyglisverðasti tónlistarmaðurinn. Hann varð átján ára 7. apríl og hefur þegar á valdi sínu tækni er skipar honum í flokk „virtúósa". Kennari hans undanfarið hefur ver- ið tékkneskur píanóleikari, Jiri Hlinka að nafni, sem vann sér það til frægðar, að komast í „lokariðil" Tsjajkovskí-keppninnar í Moskvu, árið 1966. Það hefur mikið að segja fyrir ungan og efnilegan tónlistar- mann, að leiðbeinandinn hafí til að miðla af mikla reynslu og tækni- þekkingu og ekki síst tilfínningu fyrir því stóra í listinni. Hér er það ofíð í eitt, góður kennari og góður nemandi og þó þau tröllatök sem Andsnes hefur á píanóinu veki undrun er ekki síður um vert, hversu skilningur hans á tónlistinni er gróinn inn í leik hans og túlkun. A efnisskrá sjöundu tónleika TUNE voru verk eftir Haydn. Niel- sen, Debussy og Janácek. C-moll sónatan Hob. XVI/20 var undur- samlega vel leikin, tónmálið glitr- andi tært og þrungið af músik. í Chaconne op.23, eftir Nilsen var leikur Andsness stórbrotinn. í Est- ampes eftir Debussy mátti heyra að Andsnes hefur ekki fullkomnað tök sín á viðkvæmum blaebrigðum hins franska meistara. I síðasta verkinu, píanósónötunni, 1. október 1905, eftir Janácek var leikur hans áhrifamikill. Þessa sónötu yrkir Janácek í sorg yfír því óréttlæti er lögreglan drap verkamann í götu- óeirðum og er tónlist hans enn í gildi, hvað varðar réttlætið í henni veröld okkar. í heild voru þetta glæsilegir tón- leikar og framlag Leifs Ove Ands- ness til TUNE-hátíðarinnar há- punktur hennar. Hjá þessum dreng er tæknin ekki meginmarkmið og tónlistin ekki aðeins lesanlegar nót- ur. í leik hans býr eitthvað sem á sér vist í undirdjúpum tilfinning- Flauta og semball Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari og Anna M. Magnúsdóttir sembalisti léku á 5. tónleikum TUNE, sem haldnir voru í Lista- safni íslands, verk eftir Handel, Berio, J.S.Bach og Hauk Tómasson. Fyrsta viðfangsefnið var Sónata í C-dúr op. 1 nr. 7 eftir Handel. (Það stendur Hándel í efnisskrá en hann sjálfur ritaði nafn sitt án tvípunkt- anna, eftir að hann settist að í Englandi). Ýmislegt er á huldu um leikmáta svo og rithátt á tónverkum frá barokktímanum og hafa margar tilgátur verið settar fram af þeim sem rannsakað hafa tónlist frá þessum tíma. Víst er að miku getur munað í sumum tilfellum. Hvað sem því líður var leikur Áshildar mjög áheyrilegur og samspil hennar og Önnu fastmótað og vel útfært. Ein-flautu-sekvensan eftir Berio var hressilega flutt og sömuleiðis Eco del Passato, fyrir flautu og Áshildur Haraldsdóttir sembal eftir Hauk Tómasson „Endurómar fortíðarinnar“ er í fjór- um köflum og eru þrír fyrstu nokk- uð einhliða í gerð, þ.e.a.s. að þrástagast er um of á sömu tón- hugmyndinni. Sá fjórði er aftur á móti mun betur unninn og þar var leikur Áshildar afbragðs góður. Síðasta verkið á tónleikunum var Leif Ove Andsnes anna en yfir þessu vakir „skynsem- in“ er stýrir tækninni og agar til- finningamar til stórbrotinna list- rænna átaka. Anna M. Magnúsdóttir e-moll sónatan (BWV 1034) eftir J.S. Bach og þar sýndi Áshildur að hún er góður flautuleikari og vel músikölsk. Anna M. Magnúsdóttir er að verða ágætur semballeikari. Samleikur hennar og Áshildar var ágætur, svo að von er í góðum liðs- manni, þar sem Anna er við sembal- inn. EFasfeignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 12, s. 641 500 Sölumenn: Jóhann Hallöanarson. hs. 72057 Vilh|álmur Einarsson. hs. 41190. Jón Einksson hdl. og Runar Mogensen hdl. JMmoQsitiMfifrife

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.