Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 56
SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S ÞRIÐJUDAGUR 1. NOVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Þnðjungur nauðgun- arkæra leiðir til dóms ÞRIÐJUNGI nauðgunarmála, sem kærð voru til lögreglu frá 1. júlí 1977 til ársloka 1983, hefur lokið með dómi. Á þessum tíma bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins 126 kærur vegna nauðgunar. I 48 málanna var ákært, og var afgreiðslu dómstóla lokið í 42 tilvikum en í 6 máium var enn ódæmt um mitt ár 1986. Elsta málið hafði þá verið til meðferðar hjá sakadómi í 6 ár. Þetta kemur fram í skýrslu Nauðgunarmálanefhdar sem sett var á fót í júlí 1984 og hefur nú lokið störfum. Einn nefndarmanna, Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, kvaðst telja að allt að 9 af hveijum tíu nauðgunum væru aldrei kærðar til lögreglu. Meðal þess sem nefndin leggur til er að komið verði á fót sér- stakri neyðarmóttöku þar sem fórnarlömbum kynferðisafbrota' verði veitt samræmd og markviss þjónust.a og að réttarstöðu fórnar- lamba verði gert hærra undir höfði eru nú er, meðal annars með breytingum á lögum um meðferð opinberra mála og al- mennum hegningarlögum. Tillög- ur nefndarinnar miða ekki að því að þyngja refsingar. Þá leggur nefndin til að fræðsla til lögreglu- manna og starfsmanna heilbrigð- isstofnana um meðferð nauðgun- armála verði aukin. í þeim 42 málum þar sem niður- staða dómstóls lá fyrir hafði mál- um tvisvar lokið með dómssátt, 38 sektardómar höfðu verið kveðnir upp en tvívegis var sýkn- að. 78 málum hafði ýmist lokið á stigi lögreglurannsóknar eða með því ríkissaksóknari taldi ekki líklegt að ákæra leiddi til sakfell- ingar. Sjá nánar á blaðsíðu 31. EÐALFISKUR hf. í Borgarnesi hefúr gert samning við aðila í Frakklandi um sölu á 2 tonnum af laxi á viku næstu árin. Ákvæði eru um endurskoðun verðsins á þriggja mánaða fresti. Frakkarnir vildu kaupa mun meira magn eða allt að 8 tonn á viku en ekki er til !ax í landinu til að fylla upp í slíkan samning fyrr en á næsta ári. Það var Magnús Aspelund hjá Marbakka sem gerði þennan samn- ing fyrir Eðalfisk en Marbakki er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Jón Gestur Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri Eðalfisks segir að þeir fái gott verð fyrir laxinn. Mun varan verða send héðan í gámum og er um frystan, reyktan og lax í sneiðum að ræða. Eðalfiskur hf. var stofnað í fyrrasumar en markmið fyrirtæk- isins er fullvinnsla á laxi og sil- ungi. Jón Gestur segir að ef af áformum um 8 tonn á viku verð- ur, eins og allt bendir til, mun fyrir- tækið þurfa á um 35 starfsmönn- um að halda. Vegna samningsins við hina frönsku aðila mun Eðalfiskur þurfa að semja um kaup á eldislaxi við aðila hérlendis. Jón Gestur segir í þessu sambandi að þeir muni semja við ísnó um kaup á 400 tonnum. Mannbjörg er trilla sökk MANNBJÖRG varð er trilla sökk í Reyðarfirði um kl. 20 í gær- kvöldi. Einn maður var um borð í trillunni og var honum bjargað um borð í bátinn Lyngey SF 61 frá Hornafirði. Maðurinn var að koma úr veiði- ferð er óhappið átti sér stað. Ekki var vitað í gærkvöldi um orsakir þess að trillan sökk en Lyngey flutti manninn til Eskifjarðar. Hon- um mun ekki hafa orðið meint af. Saltsíldarsamningur undirritaður: Jeppirin á kaf en mennirnir björguðust FYRIRSJÁNLEGT er að draga verður úr veiði á mörgum af helztu I nytjafískistofnum okkar. Hafrannsóknastofiiun leggur til samdrátt í veiðum allra tegunda nema ufsa og ýsu og verði farið að tillögum hennar er ljóst að útflutningsaverðmæti sjávarafúrða fellur um nokkra milljarða króna á næsta ári. Ekki er talið að afúrðaverð hækki á næstunni og að öllu óbreyttu lækka útflutningstekjur okkar af sjávarafúrðum um 2% á föstu verðlagi. Sjávarútvegsráðherra telur samdrátt því óumflýjanlegan, en þó ekki í jafiimiklum mæli og Hafrannsóknastofiiun leggur til, þar sem bágur efhahagur þjóðar- innar þoli það ekki. Samdráttur á öllum sviðum efhahagslífsins sé því nauðsynlegur og Islendingar horfist í fyrsta sinn í langan tíma í augu við það, að til verulegs atvinnuleysis geti komið. Þetta kom fram við setningu Fiskiþings í gær, en þar voru af- komumái sjávarútvegsins í brenni- depli. Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri, dró upp dökka mynd af stöð- unni og svo gerðu aðrir þeir, sem ræddu um afkomuna. Þorsteinn sagði að síðasta ár hefði sjávarút- vegurinn verið þjóðinni gjöfull. í fjórða sinn í röð hefði afli farið yfir eina og hálfa milljón tonna, alls orðið 1.625.000 tonn, og gefið af sér 41,5 milljarða króna í útflutn- ingsverðmætum eða um 78% af heildarútflutningi landsmanna. Nú væru hins vegar dökkar blikur á lofti og hrun gjöfulustu fiskistofn- anrta vofði yfir okkur. Því yrði þjóð- félagið í heild að mæta þeirri skerð- ingu, sem fælist í því að á næsta ári yrði ekki veitt meira af þorski og rækju, en segði í tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Sjá nánari fregnir af Fiski- þingi á bls. 54. Eðalfiskur í Borgarnesi: Selur 2 tonn af laxi til Frakklands á viku Sovétmenn kaupa 150.000 tunnur Milljarða samdráttur í útflutningi sjávarafiurða Til verulegs atvinnuleysis getur komið, segir sjávarútvegsráðherra Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA Síldin nú hausskorin og slógdregin 1 fyrsta sinn í langan tíma Síldarútvegsnefnd hefúr samið við Sovétmenn um sölu á 150.000 tunnum að saltsild á þessari vertíð. „Með þessum samningi verða fslendingar áfram stærstu útflytjendur á saltaðri síld í heimin- um,“ segir Einar Benediktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri nefnd- arinnar. „Við undirritun samnings í fyrra fengust aðeins stað- festar 150.000 tunnur en síðar fékkst staðfesting á 50.000 tunna viðbótarkaupum. Fari svo, að nú takist einnig að fá staðfest 50.000 tunna viðbótarkaup, verður andvirði samningsins rúmlega einn rawiiilljarður íslenzkra króna,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Þorkell Fiskiþingsfúlltrúar snúa nú bökum saman í baráttunni fyrir bættri afkomu sjávarútvegsins. Tómas Þorvaldsson og Árni Benediktsson í forgrunni, í baksýn Halldór Ásgrímsson, Marteinn Friðriksson, þingforseti og Lúðvík Krisljánsson, fræðimaður. JEPPI með þremur mönnum fór út af veginum við Hrauneyjafoss- virkjun á föstudagskvöld og end- aði á kafi í vatni'miðlunarskurðar virkjunarinnar. Mönnunum tókst að komast út úr bílnum áður en hann fór í vatnið og sluppu þeir ómeiddir. Mennirnir voru á leið í ijallaferð þegar ökumaður missti stjórn á bílnum á svellbunka sem þarna var á veginum. Bíllinn rann út af og niður brekku í átt að skurðinum. Nokkru neðar hægði bíllinn skriðinn á grastó, sem þar stóð upp úr klak- anum. Þar ákváðu mennirnir að snara sér út og sem þeir gerðu það rann bíllinn áfram og á kaf í vatnið. Á sunnudag tók§t að ná bílnum upp aftur. I jeppanum, sem er af gerðinni Nissan Patrol, voru mörg viðkvæm og dýr fjarskipta- og leið- sögutæki sem eru ónýt. eins og oftast í erfiðum samninga- viðræðum að báðir aðilar hafa orð- ið að gefa nokkuð eftir af kröfum sínum. Frá fyrsta degi viðræðn- anna var það vitað að Sovétmenn- irnir höfðu aðeins heimild til að semja um 150.000 tunnur þrátt fyrir að viðskiptabókun landanna geri ráð fyrir að lágmarki 200.000 tunna árlegum kaupum. Því miður tókst ekki að fá í þessari lotu frek- ari heimildir til kaupa þrátt fyrir góðan stuðning íslenzkra stjórn- valda. Samningurinn gerir þó ráð fyrir mögulegri aukningu um 50.000 tunnur og hafa Sovétmenn frest til 15. nóvember til að taka endanlega ákvörðun þar að lút- andi. Að teknu tilliti til breytinga á tegundum og stærðarflokkun tókst að fá Sovétmenn til að fall- ast á verð, sem tekur mið af verði sem nýlega var samið um við kaup- endur í Svíþjóð og Finnlandi Morgunblaðið/Rúnar Þór Undir seglum SKÚTA þessi Nína II var á siglingu á Pollinum við Akur- eyri um helgina. Eigandi hennar, Haraldur Rögnvalds- son á Dalvík, var að flytja hana til Akureyrar til geymsluyfir vetrarmánuðina. Skútan er af gerðinni Victoria 34, smiðuð í Suður-Englandi í ár. Haraldur sigldi henni til landsins í spetembermánuði síðastliðnum. Það sem athyglisverðast er við þennan samning er að nú tókst að fá Sovétmenn til að taka allt magn- ið sem hausskorna, slógdregna síld en undanfarin ár hafa þeir algjör- lega hafnað að taka annað en heil- saltaða síld. Fyrir utan aukna verð- mætasköpun hefur þessi breyting í för með sér ýmsa aðra kosti, eink- um hvað varðar framleiðsluskipu- lag og geymsluþol síldarinnar. Sem hráefni upp úr sjó svara þær 150.000 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld sem nú hafa verið staðfestar til um 195.000 tunna af heilsaltaðri síld, þannig að verulega betri nýting fæst á vaxandi síldarafla okkar íslend- inga,“ sagði Einar Benediktsson. „Við erum þokkalega ánægðir með niðurstöðu samninganna og fegnir að erfiðri samningalotu sé nú lokið. Hins vegar er það svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.