Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, FANNEY JÓN ASDÓTTIR, lést í Landspítalanum 31. október. Fyrir hönd aöstandenda. Magnús Þorsteinsson. t SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR saumakona, Langholtsvegi 202, er látin. Bjarni Ólafsson, Sjöfn Ingólfsdóttir. t Systir okkar, SIGRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Langholtsvegi 28, andaöist á heimili sínu 28. október. Elfn Guðbjörnsdóttir, Anna Guðbjörnsdóttir. t Maöurinn minn, STEFÁN J. GUÐMUNDSSON byggingameistari, Breiöumörk 17, Hverageröi, lést 29. október. Elín Guðjónsdóttir. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, EGILL GUÐJÓNSSON frá Súgandafiröi, lést í Landspítalanum aöfaranótt 31. október. Lovfsa Ibsen, Guðrún Egilsdóttir, Bjami Kjartansson og synir. Kveðjuorð: Vilborg Guðmunds- dóttir Hafharfírði Fædd 24. apríl 1894 Dáin 22. október 1988 Ég fei í forsjá þina, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elskuleg amma mín er látin, og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Vilborg Guðmundsdóttir var fædd i Urriðakoti fyrir ofan Hafnarfjörð, þann 24. apríl 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Jónsson og Sigurbjörg Jóns- dóttir sem þjuggu þar allan sinn búskap. Hún ólst upp í hópi 12 syst- kina sem öll lifðu til fullorðinsára nema tvö sem dóu í bemsku. Hún átti áreiðanlega góða æsku þrátt fyrir kröpp kjör, því margar voru minningamar, sem hún sagði okkur frá þeim tíma. Sveitalífið og skepnumar voru henni mjög kært umræðuefni yfír prjónunum á kvöld- in. Hún var mikið í útistörfum með föður sínum og kunni því vel og var ólöt til snúninga. Hún fór í vi§t eins og kallað var, á nokkur heimili en tuttugu og tveggja ára réðst hún að Vífílsstaðabúinu og vann þar sem starfsstúlka. Þar kynntist hún mörgu fólki og ýmsir héldu kunn- ingsskapnum og heimsóttu hana langt fram eftir æfínni. Þann 24. júní 1922 giftist hún Þorleifí Guðmundssyni ráðsmanni á Vífilsstöðum, en þeirra hjónaband varði aðeins þijú ár, því hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins fertug- ur að aldri úr berklum. Mestan hlu- tann af þeim tíma þurfti hún að hjúkra honum, og gerði hún það áreiðanlega með gleði því að hún var svo mikil hjúkrunarkona í sér. Ef hún hefði átt þess kost að mennta sig þá hefði það starf verið kjörið fyrir hana. 22. desember 1927 giftist hún seinni manni sínum, Þorsteini Jóns- syni verksmiðjustjóra í Reykdals- verksmiðju. Byggðu þau húsið Reyk- holt þar sem hún bjó síðan í 53 ár. Þau eignuðust tvær dætur, Þor- björgu, gifta Jóni Frímanni Jónssyni verkstjóra hjá íslenskum aðalverk- tökum, og Steinþóru, gifta Sigurði Þ. Amdal bifreiðastjóra. Bamaböm- in em sex og langömmubömin ellefu talsins. Þorstein missti hún fjörutíu og fjögurra ára gamlan eftir sjö ára hjónaband. Var þá yngri dóttirin aðeins mánaðargömul en sú eldri sex ára. Má nærri geta að það hefur verið erfitt fyrir ömmu að missa báða menn sína eftir svo skamma sambúð. Nú tók við erfíð barátta við að sjá fyrir sér og dætrunum, en ein- hvem veginn tókst henni það þrátt fyrir lítil fjárráð. Það hjálpaði þó til að hún gat leigt kjallarann og einn- ig vann hún í fiski og tók menn í fæði, þvotta tók hún líka. Sín erfið- ustu spor sagði hún þó að hefði ver- ið að sækja meðlag með dætrunum, sem hún gerði ekki fyrr en var rek- ið á eftir henni að gera eftir um það bil fimm ár, sem hún átti auðvitað fullan rétt á, en fólk leit oft á hér áður sem ölmusu. Enda var hún alla tíð svo sjálfstæð og vildi bjarga sér sjálf. Foreidrar hennar eyddu æfíkvöld- inu hjá henni, þegar þau hættu bú- skap. Faðir hennar lifði reyndar ekki lengi eftir það en móðir hennar í nokkur ár. Samband hennar við systkini sín var alla tíð mjög gott og hún átti einnig góða mága og mágkonur, sannarlega er það mikils virði og hefur það verið henni mikill stuðningur í erfiðleikunum að eiga allan þennan stóra hóp að bakhjarli. Þegar hjúkrunarheimilið Sólvang- ur tók til starfa, þá fékk hún vinnu þar við ræstingar og var þar um ára bil, eða meðan heilsan leyfði. Hún var alltaf mjög heimakær og vildi helst hvergi annars staðar vera, en naut þess þeim mun betur að fá gesti og veita þeim. Þá var margt spjallað og ýmislegt sem forvitnum þótti gott að fá að heyra, um menn og mannlíf, gamalt og nýtt, mest spennandi af öllu fannst mér þó ef eilífðarmálin bar á góma, og það var nokkuð oft. t Móöir okkar og fósturmóöir, BJARNÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, Selvogsgrunni 16, lést í Borgarspítalanum 30. október sl. Fyrir hönd aöstandenda, Valgeröur Stefánsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, SigríðurV. Ingimarsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir, GUNNAR BJÖRNSSON frá Sólheimum, Drápuhlfð 31, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 28. október. Jarðarförin veröur auglýst síöar. Ragnheiður Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Útför t RAGNARS KJARTANSSONAR myndhöggvara verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja mínn- ast hans eru beðnir að láta iíknarstofnanir njóta þess. Katrín Guðcnundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Guðmundur örn Ragnarsson, Hö.ður Ragnarsson, Inga Slgrfður Ragnarsdóttir, Kristfn Kjartansdóttlr. Minning: Unnur Ingibjörg Sigfusdóttir Fædd 3. desember 1901 Dáin 20. október 1988 Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir var bráðkvödd 20. október síðastliðinn og verður útför hennar í dag á Allraheilagramessu frá Fossvogs- kirkju. Að leiðarlokum viðjum við minnast hennar nokkrum kveðju- orðum. Unnur fæddist að Hólmlátri á Skógarströnd 3. desember 1901 og hefði því orðið 87 ára í næsta mán- uði. Hún var yngst dætra Sigfúsar Jónassonar (f. 1869, d. 1914) frá Bíldhóli á Skógarströnd og konu hans, Amdísar Finnsdóttur (f. 1860, d. 1939) frá Háafelli í Miðdöl- um. Þau bjuggu myndar- og rausn- arbúi á Hólmlátri alla sína búskap- artíð. Sigfús og Amdís eignuðust fimm dætur, elst var Anna, næst Þórdís, þá Málfríður, Sólveig og yngst var Unnur Ingibjörg. Málfríður er ein á lífí við góða heilsu, níræð, búsett í Reykjavík. Hólmlátur var menningarheimili og þar ólust systumar upp í ákjós- anlegu umhverfi við mikið ástríki foreldra sinna. Þó bar þann skugga á að faðir þeirra lést langt fyrir aldur fram 1914. Hannyrðir, svo sem vefnaður, útsaumur og pijón, auk bóklesturs, voru venjustörf. Þetta hefur örugglega fylgt þeim alla tíð því þær voru listrænar og miklar hannyrðakonur. Á ámnum eftir 1920 fór Unnur suður til Reykjavíkur og réð sig þar í vist, m.a. til Jóns Hálfdánarsonar á Njálsgötu 1 og í kaupavinnu aust- ur í Flóa svo eitthvað sé nefnt. Veturinn 1928-29 var hún heima á Hólmlátri og um vorið gift- ist hún Styrkári Guðjónssyni (f. 1900, d. 1987) frá Álftavatni, Mýr- um, en hann var ráðsmaður hjá móður hennar. Þau bjuggu fyrst á Svalbarði t Miðdölum en árið 1934 kaupa þau Tungu í Hörðudal. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1954 en bregða þá búi og flytjast til Reykjavíkur. Þar héldu þau heimili Lokað í dag þriðjudag frá kl. 13.00-18.00 vegna jarðarfarar ÁGÚSTAR B. BJÖRNSSONAR. Járn og gler hf. Foreldrar mínir leigðu hjá henni og átti ég heima þar til fimmtán ára aldurs. Vom því mörg sporin og ófá handtökin sem hún átti vegna okkar systkinanna og barnabamanna allra. Þegar langömmubömin fóm að koma hafði hún ómælda gleði af þeim, en þó alltaf mest af því þeirra sem minnst var. Þegar heilsu fór að hraka fluttist hún til Þorbjargar dóttur sinnar og dvaldi þar í flögur ár og síðan þau síðustu ijögur á Sólvangi. Emm við mjög þakklát fyrir góða hjúkmn sem hún hlaut þar. Amma var mér sem önnur móðir, bæði umhyggjusöm og góð og fyrir það hef ég ailtaf verið henni þakk- lát, því ég tel að við læmm svo margt af eldra fólkinu. Mig langar að kveðja ömmu mína með orðum frænda míns, úr ljóði sem hann orti til móður sinnar. Móðir kær, jeg minnist jafnan þín, meðan blærinn leikur hugnæm kvæði, meðan tærir lækir líða’ að græði, lilja grær og fögur stjama skín. Hjá þjer, móðir, ungur §ekk jeg fæði, fyrstu ljóðin þýðu’ og valin klæði. Elsku gðða bezta móðir mín! Kæra móðir, hugur hjá þjer er, helga' eg Ijóðin smáu blíðu þinni, meðan blóð mitt hraðar hringferðinni, hjartkær móðir, jafnan ann jeg þjer, faðir góði, gefðu’ að allir finni góða móður yfir vöggu sinni, meðan ijóða geisla röðull ber. (Jóhann Siguijónsson) María Eydís Jónsdóttir á Miklubraut 76 til æviloka. Unnur og Styrkár eignuðust sex böm. Elstur er Hjálmar, f. 1930, kvæntur Vilborgu Reimarsdóttur, Guðjón, f. 1931 kvæntur Ágústu Einarsdóttur, Sigfús, f. 1933, kvæntur Guðríði Þorvaldsdóttur, Klara, f. 1935, Amdís, f. 1937, og Guðrún, f. 1941, d. 1965. Unnur amma var hávaxin, fríð sýnum, ákaflega brosmild og hlýleg í allri framkomu, jafnt við vini sem vandalausa. Við bamabömin og síðan bamabamabömin nutum sér- staklega ástríkis hennar. Hugul- semi hennar birtist ekki eingöngu í höfðinglegum gjöfum heldur líka í vakandi áhuga á velgengni og vellíðan annarra. Oft fór hún af bæ til að gleðja aðra, ekki síst þá sem einir bjuggu eða áttu við vanheilsu að stríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.