Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 26
~26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Póstur hrannast upp Reuter Póstur hrannast nú upp á frönskum pósthúsum vegna verkfalla opinberra starfsmanna þar í landi. Meðfylgjandi mynd var tekin á pósthúsi í bænum Lezennes þar sem póstpokum hefúr verið staflað í stæður. Þar verða þeir þangað til afköst póstmanna komast í samt lag aftur. Fí knieftiaby lgj a frá Búrma vegna stjómmálaumróts Bangkok. International Herald Tribune. TÆLENSKIR og vestrænir embættismenn, sem kljást við fíkni- efiiamál, telja líklegt að pólitískt umrót í Búrma muni valda því að flæði heróíns frá landinu vaxi gífúrlega á næstunni. Verði því einkum smyglað á markað í Vestur-Evrópu og Bandarikjunum en einnig til ýmissa Asíulanda. Herforingjastjórn Saws Maungs í Búrma hefúr nóg að gera við að halda aftur af stjórnarandstæð- ingum í landinu og þar að auki hafa þeir embættismenn, sem fengust við fíkniefiiavandann í landinu, nýlega verið reknir úr starfí. Loks má geta þess að Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin hafa stöðvað efnahagsaðstoð við landið, þ.á m. átta milljónir Banda- ríkjadala (380 milljónir ísl.kr.) sem nota átti til að eyða gróðri á ópíumsekrum. Að sögn heimildarmanna sækj- ast fíkniefnasalar æ meira eftir heróíni frá Búrma og Laos vegna þess hve hreint hráefnið er; hrein- leiki þess er um 97% en aðeins 30% í heróíni frá Vestur-Asíulönd- um. Megnið af efninu er flutt um Tæland til ákvörðunarstaðanna en að undanförnu hafa hafa Indland, Friðarviðræður heQast á ný í Persaflóastríðinu: Aðalritari SÞ óttast að bardagar blossi upp á ný París, Nikósíu, Genf. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro í gær að hann óttaðist mjötr að ófriður kvnni að briótast út á milli írana og íraka að nýju. Ný lota friðarviðræðna milli frill- trúa rikjanna tveggja hófst í gær í Genf í Sviss en hart hefúr verið deilt um friðarskilmála frá því Sérmerkjum ölglös Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! viðræðurnar hófúst þann 25. ágúst síðastliðinn. Lítið hefúr miðað og almennt virðist ekki búist við því að þessi lota beri umtalsverðan árangur. Javier Perez de Cuellar sagði að vopnahléið í Persaflóastríðinu gæti tæpast talist traust og að átök gætu blossað upp að nýju með litlum fyrir- vara. Á ákveðnum stöðum væru aðeins um 20 metrar milli hersveita ríkjanna og við þær aðstæður gæti allt gerst. Aðalritarinn sagði að nokkuð hefði miðað í viðræðunum en tók jafnframt fram að þær hefðu enn ekki skilað marktækum niðurstöð- um. Tilganginn með viðræðunum nú kvað hann éinkum vera þann að fá írani og íraka til að draga hersveit- ir sínar lengra frá vígstöðvunum. Á þann hátt væri unnt að treysta vopnahléið auk þess sem þá mætti einnig heíja viðræður um skipti á stríðsföngum sem taldir eru vera um 100.000. de Cuellar sagði á blaða- mannafundi í Genf í gær að bæði ríkin hefðu sýnt vilja til að greiða fyrir fangaskiptum og kvaðst hann ætla að ræða við fulltrúa Rauða krossins um fyrirkomulag þeirra. Á sunnudag bárust fréttir um að hvort ríkið hefði sleppt 25 særðum stríðsföngum með milligöngu Rauða krossins. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, hélt til Genfar í gær þar sem hann mun eiga viðræður við hinn íraska starfsbróður sinn, Tareq Aziz, með milligöngu de Cue llars. Velayati sagði í gær að Iranir væru ekki reiðubúnir til að falla frá samningi sem ríkin gerðu með sér í Alsír árið 1975 en samkvæmt hon- um voru írönum tryggð yfirráð yfír helmingi Shatt-al-Árab vatnasvæð- isins við suðurhluta landamæra ríkjanna tveggja. írakar fullyrða á hinn bóginn að íranir hafi brotið gegn ákvæðum samningsins og telja af þeim sökum gagnslaust að ákvarða frekari viðræður á grund- velli hans. Raunar lýsti Saddam Hussein, forseti íraks, samninginn dauðan og ómerkan árið 1982 er hersveitir íraka réðust inn í íran. íranir segja að einhliða ákvörðun Husseins dugi ekki til að rifta samn- ingnum. írakar hafa og krafist þess að þegar í stað verði hafist handa við að hreinsa Shatt-al-Arab fljót, sem er helsta siglingaleið íraka út á Pers- aflóa. Vilja þeir að þetta verði geit undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Botnleðja hefur safnast þar saman auk þess sem leifar farartækja og vígtóla torvelda mjög siglingar. íran- ir kveðast eingöngu vera tilbúnir til að ræða þetta atriði innan ramma samþykktar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Persaf- lóastríðinu og sagði Tareq Aziz að hreinsun Shatt-al-Arab myndi drag- ast mjög á langinn sökum þessa. maconde formen MAOE W BpRTUGAL Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjumar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,-1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrval. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Kína, Malasía og Víetnam einnig komið við sögu. Bandarísk yfirvöld álíta að 30% af því heróíni, sem berst til landsins, komi frá Búrma og Laos, en á síðasta ári var hlut- fallið 17%. Fjárhæðirnar í þessum viðskipt- um með fíkniefni frá Asíu eru miklar og áætlað er að um millj- arða Bandaríkjadala sé að ræða. Sem dæmi um magnið má nefna að í febrúar fundu tælensk yfir- völd 1,26 rúmmetra af heróíni sem falið var í gúmmísekkjum er senda átti til New York og mun þetta vera stærsta heróínsending sem yfírvöld í nokkru landi hafa kló- fest. Síðasta ópíumuppskera í Búrma og Laos nam um 1.400 tonnum og er hægt að vi.nna um 140 tonn af heróíni, sem er mun sterkara en ópíum, úr því magni. Chavalit Yodmani, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Tælandi, segir að meira sé selt af heróíni frá Suð-Austurasíu eftir að kínversk-ættaðir glæpamenn náðu undir sig fíkniefnamarkaðnum í New York úr höndum mafíunnar. Bretland: Reykingar bannaðar í innanlands- flugiBA London. Reuter. BRESKA flugfélagið British Airways hefúr bannað reyking- ar um borð í flugvélum, sem fljúga innanlands. Gekk bannið í gildi í gær, mánudag, og segja talsmenn félagsins, að langf- lestir farþega hafí fagnað þess- ari ákvörðun. „Við höfum varla rekist á nokk- um, sem er andvígur reykinga- banninu í flugvélum,“ sagði tals- maður BA en mælti þá ekki fyrir munn félaga í samtökunum „Frelsis- og réttindasamtök þeirra, sem vilja njóta reykjarins". Þau hafa hvatt félagsmenn sína til að ferðast með öðrum flugfélögum og halda því fram, að reykurinn hjálpi fólki til að sýna æðruleysi þrátt fyrir örtröðiná á breskum flugleiðum. I innanlandsfluginu í Bretlandi er flugtíminn sjaldan lengri en klukkustund og sagði talsmaður BA, að reykingamenn ættu auð- veldlega að geta setið á sér í þann tíma. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.