Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Frá afinælishátið Norræna hússins. I firemstu röð sitja frá vinstri: Knut Ödeg-árd, forsljóri Norræna hússins, forseti íslands firú Vigdís Finnbogadóttir, Hákon Randal, stjórnarformaður Norræna hússins, frú Ragnhild Randal, Jón Sigurðsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, frú Laufey Þorbjarnardóttir, frú Sólveig Asgeirsdóttir og biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson. Afínælishátíð Norræna hússins bætur fyrir rækju sem framleidd hefur verið og flutt út frá 1. júní síðastliðnum og eru bætumar 8% af cif-verðmæti rækjunnar. Þessar verðbætur þurfti hins vegar ekki að taka að láni þar sem inneign var í rækjudeild Verðjöfnunarsjóðs," sagði Olafur Klemensson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Knut Ödegárd forstjóri Norræna hússins og Hákon Randal, stjórnar- formaður þess, bjóða forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur velkomna á aftnælishátiðina. Verðbætur iyrir ireðfískíramleiðslu: Frystihús hafa fengið um 250 milljónir króna „SAMBANDSFRYSTIHÚS og frystihús sem aðild eiga að Söiu- miðstöð hraðfrystihúsanna hafa fengið greiddar rúmlega 250 milljóna króna verðbætur fyrir freðfisk sem þau framleiddu á timabilinu júní til september síðastliðinn. Alls verða greiddar 260 til 280 milljón króna verð- bætur fyrir freðfiskframleiðslu á þessu timabili," sagði Ólafúr Klemensson hjá Verðjöfiiunar- sjóði sjávarútvegsins í samtali við Morgunblaðið. „Samkvæmt bráðabirgðalögum nkisstjómarinnar á að greiða 750 milljón króna verðbætur fyrir freð- fískframleiðslu á tímabilinu l. júní 1988 til 31. maí 1989,“ sagði Olaf- ur. „Einnig verða, samkvæmt bráðabirgðalögunum, greiddar 50 milljón króna verðbætur fyrir fram- leiðslu á hörpuskelfíski á sama tímabili og hefjast þær greiðslur á næstu dögum. Þessar verðbætur eru Ijármagnaðar með innlendum lántökum. Einnig hafa verið greiddar verð- Leigubílaakstur ríkisins: BSRmeð lægsta tilboðið TILBOÐ í leigubílaakstur fyrir stjórnarráðið voru opnuð á föstu- dag. BSR reyndist með lægsta tjlboðið eða 33% afslátt á taxta. Önnur tilboð voru frá Kristni L. Matthíassyni sem bauð 30% af- slátt, Hreyfill bauð 25,5% afslátt og Bæjarleiðir 8% afslátt. Innkaupastofnun ríkisins sá um útboðið og verður tekin afstaða til tilboðanna í næstu viku. Talið er að kostnaður við leigubílaakstur Stjómarráðsins verði um 7 milljónir króna á næsta ári. Líklegt er talið að tilboði BSR verði tekið. Samkvæmt upplýsingum frá BSR munu þeir bílstjórar sem aka fyrir Stjómaráð fá þann akstur greiddan á fullu verði. Mismunurinn sem þar er á, 33% afslátturinn, verður síðan tekinn af stöðvargjöld- um allra bílstjóranna. TUTTUGU ára afmælis Norræna hússins var minnst með sérstakri hátíðadagskrá laugardaginn 29. október. Dagskráin var vel sótt og voru Norræna húsinu fiærðar gjafir og kveðjur frá hinum Nor ður löndun um. Dagskráin hófst með því að Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins bauð gesti velkomna. Síðan lék Erling Blöndal Bengtsson einleiks- verk á selló eftir Bach, Jón Sigurðs- son Samstarfsráðherra Norður- landa og Hákon Randal, stjómar- formaður Norræna hússins fluttu ávörp og norski óbóleikarinn Brynj- ar Hoff lék á óbó. Hátíðaræðuna flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason og að henni lokinni frumflutti Hamra- hlíðarkórinn tvö íslensk verk: „Um- þenking“ eftir Atla Heimi Sveinsson og „Ek wiwar“ eftir Þorkel Sigur- bjömsson. Síðan færðu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum Norræna húsinu kveðjur og gjafir frá sínum heima- löndum. Tryggvi Gíslason, deildar- Knut Ödegárd tekur á móti Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra. stjóri færði húsinu bókagjöf frá Norrænu ráðherranefndinni, Jörgen Peter Skælm afhenti bókagjöf frá danska menntamálaráðuneytinu, Ann Sandelin afhenti 20.000 finnsk mörk frá finnska menntanálaráðu- neytinu til kaupa á finnskum bók- um, Hákon Randal afhenti húsinu listaverk eftir Frans Widerberg frá norska menntamálaráðuneytinu, Ingegerd Troelsson, varaforseti sænska þingsins afhenti gjöf og Gunnar Svensson, ríkisráðsritari afhenti safn af sænskri músik í geisladiskaútgáfu frá sænska ríkinu. Björn Poulsen, varaformað- ur Norræna hússins í Færeyjum afhenti úrval nýrra færeyskra bók- mennta og ræðismaður íslands í Bergen, Arne Holm upplýsti að stofnaður hefði verið sjóður til að efla samskipti íslenskra og norskra ungmenna og væri stofnféð 170.000 norskar krónur. Kransæðasjúkdómar á undanhaldi með betri lífsháttum og meðferð: Há blóðfita einkum talin hættuleg reykingamönnum Á TVEIMUR áratugum hefúr dregið úr öllum helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma hérlendis. íslendingar reykja minna, há blóðfita og háþrýstingur angra nú færri en áður. Það sem öðru fremur eykur hættuna á kransæðasjúkdómum eru reykingar og skiptir þá ekki máli hvort mikið er reykt eða lítið. Pípu- og vindlareykingar eru ekki síður varhugaverðar hvað þetta varðar en sígarettureykingar. Há blóðfíta virðist einkum hættuleg rey kingamönnum. Þetta kom fram á fræðslufundi í Domus Medica síðastliðinn laugar- dag, þar sem fyrstu niðurstöður 20 ára rannsókna Hjartavemdar á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma voru kynntar. Fjöldi dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma hefur lítið breyst frá ári til árs eftir 1970, en fram að því fór dánartíðnin stöðugt vaxandi. Sérfræðingar Hjarta- vemdar töldu þó ástæðu til bjart- sýni, helstu áhættuþættir væru á undanhaldi og miklar framfarir hefðu orðið í meðferð sjúkdómanna. Fimmti og síðasti áfangi rann- sóknar Hjartavemdar stendur nú yfír. Um 30.000 manns, fæddir á árunum 1907-1934, hafa komið til skoðunar, einu sinni eða oftar. Sem dæmi um umfang rannsóknarinnar má nefna að 850 atriði hafa verið skráð um hvem þátttakanda. Þá hafa 150 vísindarit og greinar birst um rannsóknina. Sagði Nikulás Sigfússon yfírlæknir hjá Hjarta- vemd að efniviðurinn sem safnast hefði gæti enst í áratugi. Reykingfamönnum stafar meiri hætta af blóðfitu Fræðslufundurinn á laugardag hófst með ávarpi Sigurðar Samúels- sonar, formanns Hjartavemdar. Að því loknu fjallaði Nikulás Sigfússon um breytingar á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma síðustu tvo ára- tugi. Sagði hann meðal annars að blóðþrýstingur landsmanna hefði almennt lækkað og flestir sem hefðu háþrýsting hlytu nú viðun- andi meðferð. Karlar hefðu minnk- að reykingar meira en konur, nú reyktu 38% íslenskra kvenna en 28% karla. Blóðfita hefði lækkað á síðustu tíu árum, streita virtist hafa aukist og líkamsþyngd stæði í stað. Karlar yfír þrítugu eru nú mun iðn- ari við líkamsþjálfun en við lok sjö- unda áratugarins. Til dæmis stund- uðu 20% karla á fímmtugsaldri líkamsþjálfun árið 1980, en 8% árið 1968. Guðmundur Þorgeirsson læknir sagði að vægi áhættuþátta væri mismunandi milli landa. Magn kól- esteróls í blóði.-blóðfítu, væri víðast afgerandi áhættuþáttur og krans- æðasjúkdómar væru fágætir þar sem það væri lágt. Japanar gætu þakkað mataræði sínu lága blóðfítu og fáir þeirra þyrftu að kvarta vegna kransæðasjúkdóma, þrátt fýrir streituþjóðfélag og miklar reykingar. Kransæðasjúkdómar væru fjórfalt algengari í Svíþjóð en Japan, enda blóðfíta næstum tvö- falt hærri. íslendingar væru á svip- uðu róli og Svíar, en Finnar, Skotar og Irar hefðu mestu blóðfituna og flest tilfelli kransæðasjúkdóma. Þá sagði Guðmundur að samspil áhættuþátta skipti miklu, þvi meiri sem blóðfítan væri því hættulegra væri að reykja. Háþrýstingur hag- aði sér með líkum hætti og reyking- ar í samspili við blóðfitu, en þetta ætti aðeins við kransæðastíflu, ekki sjúkdóma eins og hjartabilun og heilablóðfall. Gunnar Sigurðsson yfírlæknir sagði meðal annars að hækkun blóðfitu gæti stafað af óæskilegri samsetningu fæðunnar, mikilli líkamsþyngd og erfðum. Körlum væri hættara við kransæðasjúk- dómum en konum, þar sem i blóði kvenna væri meira af svokölluðu HDL-kólesteróli. Það safnast síður á æðaveggina þannig að hættan á æðastíflu minnkaði. Gunnar ráð- lagði þeim sem ættu ættingja með kransæðasjúkdóm eða háa blóðfítu að láta mæla kólesterólmagn í blóð- inu. Ef það reyndist óeðlilega hátt væri reynandi að laga mataræðið en síðar mætti athuga lyfjagjöf. Blásningar stóraukast I ár Uggi Agnarsson hjartasérfræð- ingur ræddi um meðferð kransæða- sjúkdóma. Hann sagði að miklar framfarir hefðu orðið og valkostum fjölgað. Svonefndar blásningar væru gerðar æ oftar, þá væri slanga með blöðru á endanum sett inn í kransæð þar sem hún er þröng og reynt að víkka hana með því að blása upp blöðruna. Sjúklingar væru fljótari að jafna sig eftir blásn- ingu en hjartaaðgerð. Lýsisneysla virtist bæta árangur af blásningu og almennt lofaði lýsið góðu. Raun- ar hefði asperín einnig góð áhrif á kransæðasjúklinga, þar sem blóð- flögurnar loddu síður saman væri það tekið reglulega. Það sem af er árinu hafa 27 blásningar verið gerðar hérlendis miðað við 12 á síðasta ári. í fyrra gekkst 101 íslendingur undir hjartaaðgerð hérlendis og stefnir í svipaðan fjölda í ár. 83 hjartasjúkl- ingar fóru utan til aðgerða á síðasta ári. Beina þarf firæðslu að neysluvenjum Að lokum ræddi Jón Gíslason næringarfræðingur um neysluvenj- ur almennings og fræðslu. Hann nefndi helstu manneldismarkmið manneldisráðs: Að minnka fitu- neyslu almennt og nota jurtafitu á kostnað dýrafitu eða mettaðrar fitu. Að borða meira af flóknum kolvetn- um, sem fást úr kornmat, græn- meti og ávöxtum. Að minnka syk- ur- og saltneyslu. Jón sagði að lfklega þyrfti að beina fræðslu meira að neysluvenj- unum sjálfum, einstökum matvæl- um og matreiðsiu. Slík fræðsla í skólum væri mikilvæg. Stjórnvöld þyrftu að framfylgja ákveðinni stefnu í þessum málum og fyrir- huguð neyslukönnun skipti þar miklu. Álagning tolla á matvæli yrði að vera í samræmi við mann- eldismarkmið. Ekki sér fyrir endann á úrvinnslu gagna úr rannsókn Hjartaverndar. Fyrirhugað er að grein um rann- sóknina birtist í erlendu læknariti í vetur og niðurstöður verða kynnt- ar hérlendis jafn óðum og þær liggja fyrir. Þó má ljóst vera að þeir sem forðast vilja kransæðasjúkdóma ættu að halda sig frá reykingum, stilla neyslu sykurs og mettaðrar fitu í hóf og taka lýsi. ÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.