Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 13 ÆTTARSAGAIBOXI Bökmegintir Jóhann Hjálmarsson Þórarinn Eldjárn: SKUGGABOX. Gullbringa 1988. Skopstælingu og reyndar hvers kyns skop er að finna í Skuggaboxi, skáldsögu Þórarins Eldjárns. Sagan er að mörgu leyti rökrétt framhald smásagnanna í Margsaga (1985), eiginlega má segja að sumir kaflar hennar minni á smásögur og geti jafnvel staðið sér sem slíkir. í Skuggaboxi segir enn frá Kjögxætt og er söguhetjan þeirrar ættar, Kort Kjögx, málatferlis- fræðingur og uppfinningamaður. Sagan hefst líkt og þjóðlegur fróð- leikur með því að greina frá að í Hlíð í Ódal hafí sama ættin búið frá landnámsöld, „mann fram af manni" samkvæmt Förunautinum. En lesandinn áttar sig fljótlega á því að ekki er um venjulegan fróð- leik að ræða, til dæmis þegar kem- ur að eftirfarandi lýsingu: „0g öku- menn sem leið áttu um þjóðveginn hægðu ferðina á bílum sínum þegar þeir fóru fram hjá Hlíð, útflött og ferðalöng andlitin góndu gegnum bílrúðumar eins og það ætti allt von á að landnámsmaður sæti á trakt- omum eða jafnvel gæti einhvers staðar að líta mann fram af manni." Skuggabox gerist ekki nema að hluta á ættarslóðum Kjögxara, en frásögnin af því hvemig komið er í veg fyrir bamleysi í Hlíð er í meira lagi ævintýraleg og á sér reyndar hliðstæðu eins og svo margt annað í sögunni. Uppfínn- ingahneigð Korts Kjögx veldur því að hann verður að fara að heiman. Lesandinn er fljótlega leiddur til fundar við hann þar sem hann er Þórarinn Eldjárn við fræðistörf sín í Haparanda í Svíþjóð og fær bréf sem veldur því að hann ákveður að halda heim til íslands. Þar bíður arfur, hús í Reykjavík með öllu sem þvf fylgir. Heimför Korts er gerð að hætti Sæmundar fróða, en vafasamt að fullyrða að hann hafí nokkum tíma náð íslandsströndum. Framvinda sögunnar ýtir undir þann gmn að hann hafi í rauninni drekkt sér í Svíþjóð, heimkoma hans og íslands- dvöl sé ekki annað en hugarburður. í jafn fijálslegri sögu og Skuggaboxi skipta þessi atriði ekki máli, lesandinn á fyrst og fremst að lifa sig inn í söguna og trúa henni sem slíkri. Hann er hvað eft- Dr. Ebba Þóra Hvannberg Doktor í tölv- unarfræði EBBA Þóra Hvannberg varði doktorsritgerð í tölvunarfræði við Rensselaer Polytechnic Inst- itute í Troy, New York þann 21. júní sl. Titill ritgerðarinnar er „An Object-Based Parallel Programm- ing Assistant" og fjallar um hönnun forritunammhverfís sem auðveldar hlutbundna (object-based) forritun samhliða (parallel) tölva. Ebba Þóra fæddist 16. ágúst 1957 í Reykjavík, dóttir Ebbu og Gunnars Hvannberg. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977 og BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla íslands 1981. Haustið 1982 hóf Ebba Þóra nám við Rensselae Polytechnic Inst- itute og lauk þaðan MS-prófí vorið 1984. Ebba Þóra stundar nú rannsókn- ir við Rensselaer Design Research Center. Eiginmaður hennar er Helgi Þorbergsson. ir annað minntur á skemmtigildi skáldsögu Aftur á móti hafði ég meira gam- an af sögunni þegar höfundurinn fer slóðir kynja og ævintýra. Skop- ið hittir að vísu stundum í mark, en oftar er það af því tagi sem ekki kemur á óvart og er að verða eins konar kækur í samfélaginu. Sundlaugaritgerðin: Atferlis- táknmálið skýlumerking eftir Kurt Persson, þ.e.a.s. Kort Kjögx, gegn- ir að öllum líkindum sínu hlutverki í sögunni, en er alltof löng, sligar hana. Sama er að segja um lýsingu á iúdóspili sem að mörgu leyti er haglega gerð. Sagan verður forvitnilegri eftir því sem ótrúlegri atburðir gerast í henni. Ég nefni fund þeirra Rósu og Korts eftir að þau opna kústa- skápinn þar sem er stigi sem liggur niður á dimman gang. Einnig að- draganda ferðar Korts að Hlíð og komu hans þangað í lok sögunnar. Andrúm skáldsögunnar minnti mig stundum á aðra sögu: Kristni- hald undir Jökli eftir Halldór Lax- ness. Þórarinn er ekki fjarri þeim ýkjustíl sem þar er iðkaður með góðum árangri. Segja má að Skuggabox sé eins konar þjóðlífslýsing, frásögn af ein- kennilegu fólki sem nefnist íslend- ingar og samskiptum þess við um- heiminn. Við þekkjum okkur sjálf og aðra í bókinni, en efnistök eru víða með þeim hætti að það er eins og við höfum lesið um þetta áður. FRY5TIKISTUR- FRY5TISKAFAR eins og hlutirnir gerast bestir GRAM frystikisturnar hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós i loki, barnaöryggi á hitastilli- hnappi, blikkandi öryggisljós við of hátt hitastig. GRAM frystiskáparnir hafa jafna kulda- dreifingu í öllum skápnum, hraðfrysti- stillingu, öryggisljós fyrir hitastig, útdraganlegar körfur með vörumerki- miðum, hægri eða vinstri opnun. Og auðvitad fylgir hitamælir og ísmola- form öilum GRAM frystitaekjunum. Kistur: YTRI MÁLICM. hæð breidd dýpt rýmií lítrum orkunotk. frystiafköst kWsty kg/ sólarhr. sólarhr. VERÐ afborg. st.gr. HF-234 85,0 x 80,0 x 69,5 234 1.15 17,6 35.450 (33.678) HF-348 85,0 x 110,0 x 69,5 348 1.30 24,0 41.460 (39.387) HF-462 85.0 x 130,0 x 69,5 462 1.45 26,8 47.740 (45.353) H-590 90,0 x 160,0 x 67,5 590 2,85 47.8 59.850 (56.858) Skápar: FS-100 71,5 x 55,0 x 60,6 100 1,06 16.3 29.990 (28.491) FS-175 106,5 x 55,0 x 60,6 175 1.23 24.5 38.200 (36.290) FS-146 86,5 x 59,5 x 62,1 146 1.21 18,4 36.100 (34.295) FS-240 126,5 x 59,5 x 62,1 240 1,40 25.3 47.570 (45.192) FS-330 175,0 x 59,5 x 62,1 330 1.74 -32.2 62.980 (59.831) 3ja Góöir skilmálar Æ=orux áraábyrgó TraUSt ÞjÓnUSta Hatuni 6A Simi (91) 24420 SAMSKIPTIN VE) AUGLYSENDUR OG FJOLMIÐLA RÁÐSTEFNA * haldin á Hótel Sögu fimmtudaginn 3. nóvember 1988. DAGSKRÁ: kl. 13.15 Ráðstefnan sett kl. 13.20 The Role of an Advertising Agency. Mr. David Wheeler, Director of Institute of Practitioners in Advertising, England. kl. 13.50 Efnið frá sjónarhóli auglýsenda: Bjarni Snæbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. Valur Blomsterberg, markaðsstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands kl. 14,10 Efnið frá sjónarhóli fjölmiðla: Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins Helgi S. Helgason, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins kl. 14.30 Efnið frá sjónarhóli auglýsingastofa: Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri GBB Auglýsingaþjónustunnar og formaður SÍA Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Yddu hf. ki. 14.50 Kaffi kl. 15.05 Unuæður og fyrirspumir til málshefjenda. kl. 17.00 Ráðstefnulok. Fundarstjóri: Ólafur Stephensen, ÓSA Auglýsingar-Almeimingstengsl ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS SAMBAND ÍSLENSKRA AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.