Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Plastprent hf.: Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Á stjórnarfiindi Plastprents hf. föstudaginn 11. nóvember sl. var Eysteinn Helgson ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1. janúar 1989. Jón Steingr- ímsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri, lætur af því starS að eigin ósk. Eysteinn er fæddur 24. septem- ber 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá V.í. 1969 og prófí í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands 1973. Eysteinn starfaði hjá Sölustofnun lagmetis á árunum 1973—1978, fyrst sem sölustjóri og síðar sem annar tveggja framkvæmdastjóra. Hann var framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða og síðar Samvinnu- ferða-Landsýnar 1978—1984. Síðan starfaði Eysteinn að ýmsum verkefnum á vegum Sambands íslenskra samvinnufélaga þar til hann var ráðinn forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjun- um frá 1. september 1986. Hann VEÐUR Atvinnutryggingarsíóður: Lánsbeiðnir hljóða upp á 2-200 milljónir króna Eysteinn Helgason gegndi því starfí fram í febrúar 1988. Eysteinn er kvæntur Kristínu Rútsdóttur. Þau eiga þtjú börn, Kristínu Björgu, Helga Ingólf og Helgu Rut. Stjórn Plastprents er skipuð Hauki Eggertssyni, formanni, Áma Ólafí Lámssyni, Bjama Lúðvíkssyni og Eggerti Haukssyni. STJÓRN Atvinnutryggingar- sjóðs heldur fund í dag með sam- starfsnefnd, sem mun væntan- lega afhenda umsagnir sínar um fyrstu lánsumsóknirnar til sjóðs- ins. Gunnar Hilmarsson, formað- ur sjóðsstjórnar, segir að láns- beiðnir einstakra fyrirtækja hljóði upp á allt frá 2 milljónum króna til 200 milljóna króna. Gunnar sagði að væntanlega verði fyrstu ákvarðanir um skuld- breytingar og lán til fyrirtækja teknar fyrri hlutann í næstu viku. Umsóknir til sjóðsins em nú komn- ar á sjötta tuginn og halda áfram að streyma inn. Aðeins 3-4 fyrir- tæki hafa beðið um lán yfír 100 milljónir króna, en flest fyrirtækin biðja um nokkra tugi milljóna króna. Fyrirtækin em enda mjög misstór, með veltu frá 10 milljónum króna á ári upp í milljarð. IDAGkl. 12.00: / / / / / / /////// ////// / ///////// / ////// Héimild/VeðGrstofá ísidnds / / / / / (pV99t/á ve^tirsp/ kl. 16.15/ gæ/) VEÐURHORFURIDAG, 14. NOVEMBER YFIRLIT f GÆR: Yfir Norður-Grænlandi er 1027 mb hæð, en 990 mb lægð skammt út af Vestfjörðum á leið norðaustur. Veður fer kólnandi á morgun, fyrst um norðanvert landið. SPÁ: Suðvestlæg átt, rigning og 4—6 stiga hiti um austanvert landið en heldur vaxandi norðanátt og kólnandi veöur vestanlands. Éljagangur noröanlands og á Vestfjörðum en léttir heldur til síðdeg- is suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust- anátt og frost um mest allt land. Dálítil él við austur- og norðaust- urströndina, en annars þurrt og víða léttskýjað. x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \/ Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti veður 2 rlgning 1 þokumóða Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 6 rigning 2 8 alskýjað skýjað +3 snjókoma +9 heiðskírt -1 þoka f grennd 4 lóttskýjað 10 rigning Algarve Amsterdam Barcelona Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg Las Palmas London Los Angeles Luxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal New York París Róm San Diego Winnipeg 20 þokumóða 11 skýjað 19 léttskýjað 4 skýjað 11 þokumóða 9 skýjað 12 léttskýjað 8 rígning 23 léttskýjað 8 skýjað 16 skúr 8 skýjað 17 léttskýjað 19 skýjað 20 skýjað 6 skýjað 8 léttskýjað 9 skýjað 18 skýjað 15 rigning +8 alskýjað Lán Atvinnutryggingarsjóðs eru veitt í tengslum við skuldbreytingar fyrirtækja, þannig að á móti hverri milljón króna sem skuldbreytt verð- ur fyrir milligöngu sjóðsins fást 400 þúsund krónur í lán. Lánin verða afgreidd eftir því sem umsóknir berast og því er enginn ákveðinn lokafrestur til þess að sækja um, en sjóðurinn mun starfa fram á árið 1990 samkvæmt bráðabirgða- lögum ríkisstjómarinnar. Birgir Sigurðsson Stefán Hörður Grímsson Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Dagnr vonar ogTengsl verða framlag íslands LEIKRITIÐ Dagur vonar, eftir Birgi Sigurðsson og ljóðabókin Tengsl, eftir Stefán Hörð Grímsson verða lögð fram af ís- Iands hálfti til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1989. Dómnefndin ákveður á fundi í Kaupmannahöfn 27. janúar nk. hver verðlaunin hlýtur að þessu sinni, en afhending þeirra fer fram á 37. þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 27. febrúar til 3. mars. Verðlauna- upphæðin er nú 125.000 danskar krónur, eða jafnvirði 850 þúsund íslenskra króna. Þetta er í þriðja sinn sem leikrit er lagt fram til verðlaunanna af Islands hálfu, hin fyrri voru Dúfna- veislan eftir Halldór Laxness og Dómínó eftir Jökul Jakobsson og eru þau einu leikritin sem lögð hafa verið fram síðan veiting verðlaun- anna hófst. Fulltrúar íslands í dómnefndinni eru rithöfundarnir Jóhann Hjálm- arsson og Sveinn Einarsson og er Jóhann formaður nefndarinnar. Athugasemd Að gefnu tilefni telur undirrituð, skiptaráðandi í þrotabúi Kjötmið- stöðvarinnar hf., óhjákvæmilegt að gera eftirfarandi athugasemd við grein Morgunblaðsins um málið á bls. 33, laugardaginn 12. nóvember sl.: Af hálfu skiptaréttar hafa engar upplýsingar verið gefnar Morgun- blaðinu um mál þetta, hvorki um skuldir fyrirtækisins, hugsanlegar greiðslur upp í almennar kröfur né neitt annað, sem í greininni stendur. Blaðamanni Morgunblaðsins, sem síðdegis á fímmtudag kom í skrifstofu Kjötmiðstöðvarinnar við Garðatorg var gefínn kostur á að hafa samband við undirritaða að loknu réttarhaldi í gjaldþrotamálinu síðar um kvöldið, þegar málavextir lægju ljósar fyrir. Hann gerði það ekki, hvorki þá né á föstudag og Perlan sýnir á Seltjarn- arnesi LEIKHÓPURINN Perlan efnir til sýningar í kvöld í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Sýnd verða tvö leikverk: Síðasta blómið og Sólin og vindurinn. Sýn- ingin hefst klukkan 20. hann leitaði heldur ekki upplýsinga hjá bústjóranum, sem skipaður var til bráðabirgða, þegar er úrskurður hafði verið upp kveðinn um töku búsins til gjaldþrotaskipta. í greininni er því m.a. haldið fram, að stjómarmenn Kjötmið- stöðvarinnar hf. hafí mótmælt lög- taki, sem gert var hjá fyrirtækinu síðdegis á fímmtudag, á þeirri for- setndu, að þeir væru að biðja um gjaldþrot og að þeir hafí beitt fyrir sig sem röksemd 58. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978. Þetta er rangt. Stjóm Kjötmiðstöðvarinnar hf. hafði ekki gefíð fyrirtækið upp til gjaldþrotaskipta síðdegis á fímmtu- dag, þegar lögtak var gert hjá því að kröfu Tollstjórans í Reykjavík, en haft við orð að gera það eftir helgi. Það var ekki fyrr en fyrir lá ítrekuð krafa Tollstjóra um lokun verzlunarinnar við Garðatorg 1 vegna söluskattsskulda, að stjóm Kjötmiðstöðvarinnar hf. óskaði skipta og fór fram á fyrirtöku máls- ins þá þegar. Önnur efnisatriði greinarinnar hirði ég ekki um að leiðrétta. Margrét Heinreksdóttlr ö INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.