Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 AÐEINS FYRIR SÖLUMENIM Viltu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum afmeira öryggi? Dale Carnegie sölunámskeiðið er einu sinni í viku í 12 vikurfrá kl. 9.00-12.30 og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum. Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • Gera söluna auðveldari. • Njóta starfsins betur. • Byggja upp eldmóð. • Ná sölutakmarki þinu. • Svara mótbárum af öryggi. • Öðlast meira öryggi. • Skipuleggja sjálfan þig og söluna. • Vekja áhuga viðskiptavinarins. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉRARÐIÆVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 82411 0 STJORIMUIMARSKOLIIMIM % Konráð Adolphsson. Eínkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðm" Þekking Reynsla borðviftur Alþýðusagnfraðiritm bestu Til Velvakanda. í allri þvögxi fjölmiðlunar nútím- ans (?) ber yfirleitt sífellt minna og minna á þeim miðlum sem miðla hinum besta en látlausasta fróðleik um líf, störf og stjórnmál fyrri og síðari tíma íslendinga. Rétt er því að benda á tvö rit sem í daga bera af öðrum miðlum hér á landi varðandi flestan al- mennan alþýðufróðleik um menn- ingu og lífshætti okkar og forfeðra okkar. Þetta eru ritin Sagnir, sem gefin er út af sagnfræðinemum við Háskóla íslands, og Ný Saga, sem gefíð er út af Sögufélaginu. Bæði þessi tímarit koma aðeins einu sinni út á ári, en eru því í staðinn allþykk rit og efnismikil eftir því. Fádæma góðar ritgerðir er þar alltaf að finna í hveiju árs- hefti. Svo góðar að undrun sætir hversu fáir áskrifendur njóta þessa fróðleiks, sem er beinn og óbeinn afrakstur rannsókna og athugana sagnfræðinema og sagnfræðinga við Háskóla Islands. Til fróðleiks vil ég aðeins nefna hér fjórar greinar af sautján úr 1988 árgangi Sagna. En þær eru greinar: Ásgeirs Hilmars Jónsson- ar; íhaldssemi: Böl eða blessun? — Um hvort íhaldsmenn íslenskra Til Velvakanda. Við hjónin létum setja parkett á stofu og hol hjá okkur fyrir nokkr- um mánuðum síðan. Fólk sem komið hefur í heimsókn síðan hef- ur verið mjög tillitssamt og athug- að skóhæla til að fullvissa sig um að naglar stæðu ekki niður úr þeim. En fyrir nokkrum dögum héldum við hér afmælisfagnað og var til hans boðið um 30 manns. Þar sem ég taldi mig ekki geta nefnt þetta við allt þetta fólk tíndi ég til allar lausar mottur og teppi sem tiltæk voru og breiddi yfir bænda hafa orðið til þess að menn- ingin varðveittist, og grein Péturs Más Ólafssonar; Ulir verslunar- hættir. — Sem segir frá því þegar Árni Magnússon varði illa verslun- arhætti forðum. Grein Sigrúnar Ástu Jónsdóttur; Innlifunarkenn- ing Collingwoods. — Sem er Stuttleg' kynning á hugmyndum sagnfræðingsins og heimspekings- ins Collingwoods um þær aðferðir sem gera okkur kleift að skilja söguna, og að lokum grein Ólafs Elímundarsonar; Bænaskrár og umræður um verslunarfrelsi 1845. — Þar sem skoðaðar eru bænaskrár kandidata og stúdenta fyrir bættum hag þjóðarinnar á þessum tíma. Sagnir eru eins og áður sagði gefið út af Félagi Sagnfræðinema við HÍ, pósthólfi 7182, 127 Reykjavík. Ritsjóri Sagna er The- ódóra Þ. Kristinsdóttir í síma 24576. Til að nefna einhveijar af fimmt- án greinum úr 1988 árgangi Nýrr- ar Sögu bendi ég aðeins á fjórar þeirra. En þær eru jgreinar Auðar G. Magnúsdóttur; Astir og völd. Frillulífi á íslandi á þjóðveldisöld. Grein Sigurðar G. Magnússonar; Hugarfarið og Samtíminn. — gólfin milli teppa sem fyrir voru. Samt sem áður var það ekki nóg, því þar sem motturnar náðu ekki yfir var allt í smáholum eftir skó- hælanagla. Því vil ég eindregið minna konur á að athuga hælana á spariskónum sínum. Nú er sá árstími kominn sem fólk hefur al- mennt mörg heimboð og ekkert okkar vill verða þess valdandi að eyðiléggja parkettgólf fyrir vinum og skyldmennum. Skósmiðurinn gerir við þetta á meðan við bíðum. E.G. Framþróunarkenningin og vestræn samfélög. Þijár stuttar en mjög skemmtilegar greinar um Við- reisnarsljórnina, eftir þá Gísla Gunnarsson hagsögufræðing, Stefán Ólafsson félagsfræðing og Hannes H. Gissurarson stjóm- málaheimspeking og að lokum grein Gísla Ágústs Gunnlaugsson- ar; Ástir og hjónabönd á fyrri öldum. — Um ástina og hjóna- bandið í erlendum sagnfræðirann- sóknum og íslensku samfélagi 1780-1900. Er það mat mitt að mjög fáir mörlandar sem láta sig þessi áhugamál einhveiju varða lesi eða kaupi þessi rit. Er því upplagt að stuðla að þessum rannsóknum enn frekar í framtíðinni og gerast t.d. áskrifandi að þessum ársritum sem fyrst. Á fáum ef nokkrum stöðum öðrum er þjóðlegri og alþýðlegri fróðleik að finna í dag en eimitt í þessum blöðum sem eru að mati flestra sem til þekkja með allra menningarlegustu tímaritum samtímans. Magnús H. Skarphéðinsson, nemi í sagnfræði við HI. Skrifið eða hringið ti! Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Parkett og hælaskór Víkverji skrifar Víkveiji sá það í dálkum Vel- vakanda á dögunum, að mað- ur hafði orðið fyrir því að verða krafinn um greiðslu á stöðumæla- sekt, sem hann hafði þegar innt af hendi. Kvatti hann lesendur til að gæta kvittana fyrir stöðumæla- sektir. Víkveiji tekur undir þetta og talar þar af eigin reynslu. Samkvæmt gíróseðli var bifreið Víkveija hinn 19. júlí við stöðu- mæli 401 á Skólavörðustíg í Reykjavík kl. 16.44 án þess að greitt væri í mælinn. Var sekt Víkveija greidd sama dag og gíró- seðillinn var festur á bílinn ef marka má dagsetningu stöðu- mælavarðar og stimpil á seðlinum sjálfum. Þegar Víkveiji sneri heim úr sumarleyfi beið hans nýr gíró- seðill vegna þessa máls og var hann frá Bílastæðasjóði Reykjavík- ur og stóð á honum: Aukastöðu- gjald með álagi. Víkveiji dró fram kvittunina frá 19. júlí og hringdi hinn 22. ágúst í fulltrúa bílastæða- sjóðsins, sem sagðist ætla að sjá um að þessi mistök í innheimtunni yrðu leiðrétt. xxx Víkveiji átti sér því ekki ills von, þegar hann í byijun nóv- ember fékk bréf frá lögfræðingi. Þar stóð hins vegar: „Þar sem þé hafið ekki sinnt ítrekuðum greiðsl- utilmælum hefur Bílastæðasjóður Reykjavíkur falið skrifstofunni að innheimta hjá yður gjald vegna neðangreindra stöðvunar- brota: . . Vegna nýrra hátta á innheimtu stöðvunarbrota í Reykjavík skv. umferðalögum nr. 50/1987, er yður hér með gefinn aðlögunartími með því að nýr 14 daga frestur er veittur til greiðslu kröfunnar frá dagsetningu innheimtubréfs þessa og án þess að bætt sé aukaálagi á kröfiina. Verði áfastur gíróseðill ekki greiddur innan þess frests mun verða beðið um uppboð á bifreið yðar án frekari viðvörunar, en krafan skv. framangreindu(m) broti (um) er tryggð með lögveði í bifreið yðar. Auk þess er þá áskil- inn réttur til töku dráttarvaxta af framangreindri kröfu. Beiðni um uppboð ásamt eftir- farandi vörslusviptingu bifreiðar hefur í för með sér verulegan auka- kostnað og óþægindi." Nýlega sá Víkveiji í sjónvarpi, þegar lögmenn fóru um götur borgarinnar í fylgd kranabíls og hirtu bifreiðar þeirra, sem ekki höfðu greitt stöðvunarsektir. Fór hrollur um hann, þegar hann hugs- aði til þess, að vegna 750 kr. skuld- ar yrði bíll hans kannski hirtur af stæði einhvers staðar í borginni. Þegar betur var að gáð, kom hins vegar í ljós, að hér var enn um gömlu sektina frá Skólavörðu- stígnum að ræða, sektina, sem þegar hafði verið greidd og rætt hafði verið um í síma við fulltrúa bílastæðasjóðsins. Hafði „ítrekuð- um greiðslutilmælum“ svo sann- aralega verið sinnt. Taldi Víkveiji nú skynsamlegast að skrifa lög- manni bílastæðasjóðs og senda honum ljósrit af kvittuninni frá 19. júlí. XXX egar þetta er ritað hefur Víkveiji ekki heyrt frá lög- manni bílastæðasjóðs. Vonandi á hann stöðluð bréf sem hann getur sent þeim, er verða fyrir óþægind- \ um af þessu tagi. Einu málsbæ- turnar sem Víkveiji getur fundið eru þær, að á gíróseðlum bíla- stæðasjóðs og lögmannsins stend- ur að bifreið Víkveija hafi verið við stöðumæli 401 á Skólavörð- ustíg kl. 16.44 hinn 18. júlí en ekki hinn 19. eins og stöðumæla- vörðurinn sjálfur skráði á sektar- miðann. Varla á þó Víkveiji að sæta ítrekuðum innheimtuaðgerð- um og hótunum um uppboð á bif- reið sinni vegna slíkra mistaka. Lærdómurinn er einfaldur og skýr: Geymið kvittanir vegna stöðu- mælasekta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.