Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 HVERVANN? 1.346.184 kr. Vinningsröð í 45. leikviku: 2X1 -X12-X11 -X11 SIEMENS - gæði ofar öllu! Með Siemens heimiSstækium verður Kfið léttara! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Forlagið gefur út Dag- bók góðrar grannkonu Skáldsaga eftir Doris Lessing 12 réttir = 942.329 kr. Þrír voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 314.105,- 11 réttir = 403.855 kr. 72 voru með 11 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 5.609,- -ekkibaraheppni DORIS • Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. • Rafstofan Bæ, Borgarfirði. • Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. • Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. • Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal. • Póllinn hf., ísafirði. • Rafsjá hf., Sauðárkróki. • Sír hf., Akureyri. • Grímur & Árni, Húsavík. # Raftækjaverslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. • Rafvöruverslun Stefáns N. Stefánssonar, Breiðdalsvík. • Kristall, Höfn í Hornafirði. # Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. * Árvirkinn hf., Selfossi. # Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar, Garði. * Ljósboginn, Keflavík. Bók um landgræðslu- gróðurverndarmál Landgræðsla ríkisins _ hefur gefið út bókina „Græðum ísland“ í tilefiii af 80 ára afinæli sínu árið 1987. í fréttatilkynningu útgefanda er m.a. vitnað til þess, að forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, fylgir bókinni úr hlaði og segir þá m.a.: „Of sjaldan og of stutta stund í senn höfum við þrek til að skoða gróðureyðingu og önnur náttúru- spjöll og játa: Sekur er ég, ættjörð mín góð.“ í kynningu útgefanda segir svo: Þjóðin á landinu skuld að gjalda, það hefur henni orðið æ betur ljóst og nú hefur orðið eins konar þjóðar- vakning í þessum efnum. En til þess að takast á við vandann þarf að kunna á honum skil. í bókinni Græðum Island er fjall- að um gróðursögu landsins og bar- áttuna við uppblástur og eyðingu. Brautryðjendum á sviði land- græðslu eru gerð skil og starfi Landgræðslu ríkisins. Einnig eru kynnt framtíðarmarkmið í land- græðslu- og gróðurvemdarmálum. í bókinni eru 25 greinar. Höfund- ar greinanna Landgræðslan í 80 ár og Landgræðsluframkvæmdir í Rangárvallasýslu em Sveinn Run- ólfsson, Stefán H. Sigfússon og Andrés Amalds, sem er ritstjóri útgáfunnar. Allir em þeir svo höf- undar að öðmm greinum hver um sig og auk þeirra Ámi G. Eylands, Gunnlaugur Kristmundsson, Jó- hannes G. Helgason, Jón Helgason, Jón R. Hjálmarsson, Jónas Jónsson, Páll Sveinsson, Runólfur Sveinsson, Sveinbjörn Dagfinnsson og Valtýr Stefánsson. í bókinni em 140 ljósmyndir, flestar í lit, og kort og töflur, sem varpa frekara ljósi á stöðu íslenskr- ar landgræðslu. Bókin Græðum ís- land er 236 blaðsíður að stærð. BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hef- ur gefið út skáldsöguna Dagbók góðrar grannkonu efir Doris Lessing. Þuríður Baxter þýddi söguna. Doris Lessing er Islend- ingum að góðu kunn, en áður hefiir Forlagið gefið út skáld- sögu hennar, Grasið syngur. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona I ábyrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eigin- manni sínum og móður í gröfina, rennur smám saman upp fyrir henni að samband hennar við sam- ferðamenn sína hefur verið byggt á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast sam- band þeirra í þá lund að Jane axl- ar ábyrgð á gömlu konunni og dregur um leið lærdóm af lífi henn- ar. Maudie sýnir henni veröld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvægna baráttu ungrar stúlku um aldamót- in fyrir tilveru sinni — baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn vonlausri baráttu fyrir verðugu lífi. I frétt Forlagsins segir m.a.: „Dagbók góðrar grannkonu vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita mikils rithöfundar. Á meistaralegan hátt lýsir Doris Lessing sárum tilfinningum þess sem sviptur er getu sinni og rétti til að varðveita mannlega reisn. Við kynni sín af Maudie öðlast Jane þann þroska sem hana skorti til að meta líf sitt á ný og gefa þvi tilgang — handan sýndar- mennsku og sjálfumgleði.“ Dagbók góðrar grannkonu er Séra Róbert Jack Sjálfeævisaga séra Ró- berts Jacks komin út 304 bls. Bókin er prentuð í Dan- mörku. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. (Fréttatilkynningr) Fyrirlestur ummarkvissa málörvun Foreldrafélag misþroska barna gengst fyrir fyrirlestri þriðjudag- inn 15. nóvember kl. 20.30. Helga Friðfinnsdóttir kennari heldur erindi um málþroska barna og svarar spurningum. Fyrirlesturinn er haldinn í Æfingadeild Kennarahá- skólans við Háteigsveg. Gengið er inn frá Bólstaðarhlíð. Öllum er heim- ill aðgangur. (Fréttatilkynning) ANNAÐ bindi sjálfsævisögu séra Róberts Jacks er komið út. Á bókarkápu segir:„Sennilega eru þeir fáir íslendingarnir, sem hafa ekki heyrt séra Róberts Jack getið. Hann „strandaði" á íslandi, þegar þjóðum heims laust saman í síðari heimsstyijöld. Ungi maðurinn var á heimleið til Glasgow á Skotlandi frá knattspymuþjálfun hér á landi, og notaði sér tímann hér og gekk í guðfræðideild Háskóla Islands, Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið: þrátt fyrir að hann væri ekki beys- inn í íslenzku. Síðan varð séra Róbert sveita- prestur í afskekktum byggðarlög- um Islands, jafnframt því sem hann hélt uppi nánu sambandi við heima- land sitt, Skotland, auk þess sem hann ferðaðist til margra landa og upplifði ýmislegt sem hann hefur einmitt skráð í þessa bók. Þetta er annað bindi af endur- minningum hans, og kemur hann vfða við. Hann segir á léttan og skemmtilegan hátt af samskiptum sínum við menn og málefni, en hann hefur komið ótrúlega víða við á lífsins leið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.