Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 39 BARRÓNAR Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn ★ ★ ★ Barflugur — “Barfly" Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Charles Bukowski, eftir eigin sögu. Tónlist: Paula Ericson. Kvikmyndatökustjóri: Robby Mull- er. Aðalleikendur: Mickey Rourke, Faye Dunaway, Alice Krige, Frank Stallone, J.C. Quinn. Bandarísk. Cannon 1988. Það er kunnara en frá þurfi að segja að tilfínningamönnum, skáldum og listamönnum er hættara við að gerast ötulir liðsmenn Bakkusar en öðrum. Myndin Barflugur fjallar ein- mitt um einn slíkan, Henry Chinask- is, (Rourke), persónu sem handrits- höfundurinn og skáldið Charles Bukowski byggir á eigin reynslu sem b.-ennivínsmaður og bölsýnt skáld. Chinaskis er dykkjurútur sem eyð- ir lífínu mestmegnis í sóðalegum leiguhjöllum og lélegum krám. Þegar andinn blæs honum í brjóst yrkir hann og sendir frá sér sögu og sögu til birtingar. Annars er lífíð og tilver- an brennivín og aftur brennivín, slagsmál og stólpakjaftur. Inní grá- móskulegan raunveruleika byttunnar slæðast tveir kvenmenn; Wanda (Dunaway), sem er álíka illa komin í víninu og Chinaskis, svo og ljósið í myrkrinu, farseðill skáldsins til betra lífs, útgefandinn Sorenson (Krige). Sorenson tekur Chinaskis uppá arma sína um stund, en hann finnur að þetta er ekki hans rétta umhverfí, heldur líður honum sem fanga í búri með rimlum úr gulli. Hann snýr til baka á knæpuna, til grútartýrunnar, Wöndu. Mönnum getur ekki verið sjálfrátt ef þeir fínna frelsið og sæluna á aflóga drykkjubúlum í félagsskap utangarðsmanna og hressa uppá til- veruna með því að láta berja sig ein- sog harðfísk. Enda er Chinaskis hald- inn ólæknandi sjálfseyðingarhvöt, skáld í mikilli kreppu, bölsýnismaður sem kraflar sig niður í ræsið í stað þess að klóra í bakkann. Hótfýndnin og andlegir yfírburðir gagnvart fé- lagsskapnum og eitt og eitt velheppn- að kjaftshögg hjálpar uppá sakirnar. Hér, í afskiptaleysi botnsfallsins, líkar honum lífíð — hér vill hann vera. Barróninn og skáldið Bukowski fjallar um þetta volaða lífemi af kunnáttusemi, hann átti það sjálfur. Maður fínnur líka fyrir því hvað hélt honum gangandi. Það var viss virðing fyrir hlutskiptinu og sjálfum sér í öllu kraðakinu. Áhyggjuleysi fyrir morgundeginum og algjört, siðferði- legt ábyrgðarleysi. Menn einsog hann telja vafalaust ákaflegá lítinn hluta barróna, en þeir gefa þessu þjóð- félagi utangarðsfólks vissan sjarma. Rourke og Dunaway eru trúverð- ugir barrónar í Barflugum, óvenju forvitnilegfri mynd, fyrir margra hluta sakir. Þeir hafa ekki einusinni áhyggjur af tremma né timburmönnum, fá and- legan innblástur undir örgustu kring- umstæðum. Bukowski leiðir mann því um aðra stigu en t.d. Miller og Ed- wards í Dögum víns og rósa, að vísu hinn breiða veg til vesaldóms, en það eru fríir diykkir á vissu millibili og barinn lokar aldrei. Rourke er í essinu sínu í hrikalegu gervi rónans og hefur að auki tamið sér brennivínsfas þeirra og fálmandi, hálflamaðar líkamshreyfíngar. Dunaway sýnir á sér nýja hlið ogt_ sinn besta leik um langa hríð. Bar- flugur á vonandi eftir að verða þess- ari hæfíleikaríku leikkonu andleg hundahreinsun, á löngu tímabili var ekkert hlutverk hennar ofurmann- legu hæfíleikum bjóðandi (að eigin mati), sem leiddi til þess að uppá síðkastið hefur hún orðið að taka því sem til hefur fallið. Handritið og leik- stjórnin era tilgerðarlaus og raunsæ, afraksturinn er kaldhæðnisleg, oft gráglettin (sbr. nágrannahjónin, morðingjann og masókistann, oft meinfyndin tilsvör Chinaskis), skoðun á forvitnilegri hlið á lífinu í strætinu.^r Kjörin fyrir alla þá sem áhuga hafa á óvenjulegu og eftirtektarverðu umfjöllunarefni og persónum, góðum leik og kvikmyndagerð. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar þjónusta Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. National olíuofnar Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauðarárstig 1, s. 11141. Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. félagslíf l t úA AA_lA_*. □ Helgafell 598815117 IVAf -2 □ HAMAR 598811157 - Frl. I.O.O.F. 8 = 17011168'/2 = Fl. I.O.O.F. Rb. 4= 138.11158-8'/2 M.I.S. □ Fjölnir 598811157 - 1 Frt. Atk. □ EDDA 598815117 = 7 Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Samverustund fyrir eldri meölimi safnaðarins kl. 15.00. Kaffi og meðlæti. Tryggvi Ólafsson Boðberi Fagnaðarerindis Jesú Krists. Bið fyrir sjúku fólki til lækninga. Gjörið svo vel að skrifa mér i pósthólf 1518, 121 Reykjavik. Ministries Mr. Olafsson. I pray for people some are sickness at God touch the people. Amen. Fimir fætur Dansæfing verður i Hreyfilshús- inu sunnudaginn 20. nóvember kl. 21.00. Mætið tímanlega. Nýir félagar ávallt velkomnir. Upplýsingar í síma 54366. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19531 Þórsmörk - aðventuferð Helgina 25.-27. nóv. verður farin „aðventuferð" til Þórsmerkur. Gist i Skagfjörðsskála Langadal og er aðstaðan þar fyrir ferða- fólk sú besta sem gerist i óbyggöum. Stór setustofa fyrir kvöldvökur, stúkað svefnpláss, tvö eldhús með nauðsynlegum áhöldum og miðstöðvarhitun svo að inni er alltaf hlýtt og nota- legt. Fararstjóri skipuleggur gönguferðir. Á laugardag verður kvöldvaka og jólaglögg. Ferðir í islensku skammdegi eru öðru- vísi, missið ekki af þessari ferð. Fararstjóri: Kristján Sigurösson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag (slands. AD-KFUK Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. „Fyrirburar, Iffsvon þeirra og framtiðar- horfur". Sigriður S. Friðgeirs- dóttir sér um fundinn. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Birna Jónsdóttir endar fundinn með nokkrum orðum og bæn. Munið bænastundina kl. 20.00. Allar konur velkomnar. J Fyrirlestur um talnaspeki Lynne Heertsgard heldur fyrir- lestur um talnaspeki (numero- logy) þar sem hún mun m.a. leið- beina fólki við að lesa úr nafni og fæðingardegi þess. Túlkur verður Þórhallur Guðmundsson. Fyrirlesturinn fer fram í húsi Murarafélagsins Síöumúla 25 í kvöld kl. 20.30. Miðasala við inn- ganginn. Ljósgeislinn (áður Ljósgjafinn). raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 21.00 stund- víslega. Góð verðlaun, mætum öll. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Akureyrar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 19. nóvember nk. kl. 14.00 i Kaupangi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Stjórnin. Selfoss - Selfoss Bæjarmálafundur verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember nk. að Tryggvagötu 8, Selfossi kl. 20.30. Málshefjendur verða bæjarfulltrúarn- ir Bryndís Brynjólfsdóttir, Haukur Gislason og Valdimar Þorsteinsson. Félagar fjölmenniö. Bæjarmáianefnd Sjálfstæðisfélagsins Óðins. Félag Sjálfstæðismanna í Langholti - aðalfundur Aðalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Gestur fundarins verður Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Ræöa, Styrmir Gunnarsson: „Sjálfstæðis- flokkurinn - stjómarslitin - framtiðinV 3. Almennar umræður. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö - kaffiveitingar. Stjórnin. Hverfafélagið í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Félagar vinsamlega greiðið heimsenda gíróseöla fyrir árgjaldið 1988 sem fyrst. Stjórnin. ísafjörður Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags (sa- fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 15. nóv- ember kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kaffiveitingar. 3. Önnur mál. 4. Gestur fundarins, Einar Kr. Guðfinns- son, raeðir stjórnmálaviðhorfin. Stjómin. Sjálfstæðisfélagið Hug- inn, Árnessýslu Aöalfundur Sjálfstæðisfélagsins Hugins, Árnessýslu, verður i Ara- tungu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 21.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf 2. Alþingismennirnir Þorsteinn Pálsson, Eggert Haukdal og formað- ur kjördæmisráðs, Árni Johnsen koma á fundinn og ræða lands- og héraðsmál. Stjórnin. Stjórnmálaástandið í ísrael að nýafstöðnum þingkosningum Utanríkismálanefnd SUS, Heimdallar og Týs efna til fundar næstkom- andi þriðjudagskvöld um stöðu mála i (srael nú að lokum þing- kosningum þar í landi. Gestur fundarins verður Yehiel Yativ sendiherra fsraels á fslandi með aösetur í Noregi. Mun hann hafa framsögu á ensku um stjórn- málaástandiö í ísrael, en taka siöan þátt í umræðum og svara fyrir- spurnum. Fundurinn sem veröur haldinn á þriðjudagskvöld 15. nóvember kl. 20.30 í Valhöll er opinn öllu áhugafólki um utanrikismál. Utanrikismálanefnd SUS. Aðalfundur Hvatar verður þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í Valhöll. Dagskrá: - Venjuleg aöalfundarstörf. - Ávörp: Maria E. Ingvadóttir, fráfarandi formaður Hvatar og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstaeðisflokksins. Fundarstjóri: Margrét S. Einarsdóttir. Fundarritari: Hallveig J. Kolsöe. Hvatarkonur, fjölmennið á aðalfundinn. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.