Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 33 Trompetleikur á Háskólatónleikum Frá frumsýningu leikdeildar Ungmennaféiagsins íslendings í Brún SÍ. fÖStudag. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Frumsýning í Brún í Bæjarsveit Á FJÓRÐU Háskólatónleikum haustmisseris sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12.30 leika Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir H. Steingrímsson og Lárus Sveins- son á trompeta. Eiríkur Om Pálsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám í trompetleik og tónsmíðum í Banda- ríkjunum. Hann lauk MFA prófi frá Califomia Institue of the Arts. I Bandaríkjunum hefur Eiríkur Öm leikið með ýmsum hljómsveitum og Nafh féll niður Vegna mistaka féll niður nafn Agn- esar Bragadóttur, höfundar grein- arinnar Ráðherrar em líka menn, sem birtist í síðasta sunnudags- blaði. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Tónlistarskóli Garðabæjar gengst fyrir tónleikum í Hafhar- Qarðarkirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Sveinn Eyþórsson gítarleikari leikur verk eftir H. Villa-Lobos og Augustin Barrios og einnig verður flutt píanótríó opus 1 nr. 3 eftir L. van Beethoven. Flytjendur em Halldór Hauksson píanóleikari, Sigubjöm Bemharðsson fiðluleikari og Stefán Öm Amarson sellóleikari. hljóðfærahópum svo sem MIT brass Ensemble og The 20th Century Players. Ásgeir Hermann Steingrímsson stundaði tónlistarnám sitt á Húsavík og í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan blásara- kennaraprófí og einleikaraprófi. Síðan lá leiðin vestur um haf í Mannes College of Music í New York. Hann er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur komið fram sem einleikari við ýmis tækifæri. Láms Sveinsson nam fyrst trompetleik á Norðfirði en síðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófí. Framhaldsnám stundaði hann í Vín og lék það með ýmsum hljómsveitum. Hann hefur um árabil verið fyrsti trompetleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands og oft leikið einleik með hljómsveitinni svo og á ýmsum öðmm tónleikum. Á síðastliðnu ári starfaði hann sem kennari og einleikari í Þessalóníku á Grikklandi. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur í Listasjóð Tónlistarskóla Garða- bæjar, en hann var stofnaður fyrir þremur ámm. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og verðlauna efnilega nemendur, svo og til ýmiss konar listastarfsemi innan skólans. Þegar hafa fimm nemendur hlotið styrki úr sjóðnum, kennarar hafa fengið styrki til námsferða erlendis og keypt hafa verið myndverk til skreytingar 5 skólanum. Hvannatúni í Andakíl. LEIKDEILD Ungmennafélags íslendings í Borgarfirði firum- sýndi leikritið „Um hið átakan- lega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríð- ar daginn eftir brúðkaupið og leitinga að þeim“ síðastliðinn föstudag fyrir fullu húsi við hin- ar bestu undirtektir. Á sýningunni koma fram 17 leik- arar og hefur leikstjóranum, Há- koni Waage, tekist frábærlega vel „að koma til skila hinum sanna, djúpa boðskap verksins", svo vitnað sé í ávarp höfunda í leikskrá, en þeir em Hjördís Hjartardóttir, Ingi- björg Hjartardóttir, Sigrún Óskars- dóttir og Unnur Guttormsdóttir. Margir leikaranna hafa aldrei á lei- fjalir stigið en einn þeirra, Snorri Hjálmarsson hefur leikið aðalhlut- verk í öllum sjö verkefnum leik- deildarinnar undanfarin 12 ár. Fmmsýningargestir hylltu leik- endur, leikstjóra og tæknimenn vel og lengi í leikslok. Það er mikið átak að komka upþ verki með 17 leikurum og öðm eins af aðstoðarfólki í 2 sveitarfélögum, því nærri mun liggja, að tíundi hver íbúði leggi hönd á plóginn. Formað- ur leikdeildarinnar er Ragnheiður Sauðárkrókur: Ekið á hesta Sauðárkróki. Afiifa varð tvo hesta sem ekið hafði verið á við bæinn Vík í Staðarhreppi aðfaranótt sunnu- dags. Fólksbifreið sem var á leið til Sauðárkróks rétt eftir miðnætti ók inn í hóp hrossa sem vom á vegin- um og eftir að bifreiðastjóri hafði kallað til aðstoð af næsta bæ vom tvö hrossanna aflífuð á staðnum. Bíllinn skemmdist mikið en var þó ökufær. Bflstjórinn sem var einn á ferð slapp ómeiddur. Mikil hálka og slæm aksturskilyrði vom þegar óhappið varð. FYRIR framan Fjölbrautar- skólann í Breiðholti hefúr verið komið fyrir bíl sem skemmst hefúr í alvarlegu umferðaró- happi. Er þetta gert til að minna nemendur skólans á öll þau alvarlegu slys sem orðið hafa í umferðinni. Á næstunni verða jafriframt haldnir fúndir um umferðarmál í skólanum, og verður sá fyrsti haldinn í hádeginu í dag. Thorlacius, með henni í stjóm em Svava Kristjánsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir. Lýsing í leikritinu var einkar skemmtileg, enda hefur samkomu- húsið yfír mjög fullkomnum búnaði að ráða, sem leikstjórinn nýtti vel á ýmsan hátt. Sviðsmynd, búningar og förðun var unnið í hópvinnu. Tónlist er eftir Árna Hjartarson. Fmmsýningin var framlag leik- deildarinnar á Bandalagsdeginum, kynningardegi Bandalags íslenskra leikfélaga. Leikendur bmgu á leik daginn fyrir frumsýningu'og fóm syngj- andi með undirleik um götu og verslanir í Borgamesi. Uppátak þetta vakti athygli og kátínu þeirra er til sáu. Næstu sýningar em í kvöld, þriðjudag, fímmtudag, laugardag og sunnudag. Eina sýningin utan heimasviðs verður í Hlégarði laug- ardaginn 3. desember. LEIKRITIÐ Óvinurinn, eftir Hörð Torfa verður frumsýnt í Djúpinu í kvöld. Hörður Torfa er einnig leikstjóri, semur og flytur tónlist og hannaði leik- Aftan á aðgöngumiða að dans- leik sem Nemendafélag Fjölbraut- arskólans í Breiðholti heldur á Hótel Borg í kvöld hefur verið prentuð áskomn til ballgesta um að aka ekki undir áhrifum áfeng- is. Með þessu framtaki vill Nem- endafélagið færa áróður gegn ölv- unarakstri nær skemmtistöðunum og jafnframt veita þeim fordæmi sem reka skemmtistaði. Fyrirlestur um talnaspeki LJÓSGEISLINN, félag áhuga- manna um andleg málefiii, gengst fyrir fyrirlestri um talna- speki í kvöld, þriðjudag 15. nóv- ember, kl. 20.30 í húsi Múrara- meistarafélags Reykjavíkur í Síðumúla 25. Lynne Hertsgaard, fjallar um talnaspeki (numerology) og leið- beinir fólki við að lesa úr nafni og fæðingardegi þess. Túlkur verður Þórhallur Guðmundsson miðill. Lynne útskrifaðist frá Towson State-háskólanum árið 1978 með BA-gráðu í sálarfræði og hefur stundað framhaldsnám við Wesley- guðfræðiháskólann í Washington D.C. og við Towson State-háskól- ann. Hún hefur fengist við dulsálar- fræði, heilun og ráðgjöf um margra ára skeið og hefur tekið þátt í að skipuleggja námskeið, vinnuhópa, hugleiðsluhringi og árlegar ráð- stefnur fyrir bandarískt sálarrann- sóknafélag. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Lynne Hertsgaard hettdur í kvöld, þriðjudag, fyrirlestur á vegum Ljósgeislans (áður Ljós- gjafans) í húsi Múrarameistara- félagsins i Síðumúla 25. mynd. Eina hlutverkið í Óvinin- um er leikið af Þresti Guðbjarts- syni. Leikritið er skrifað á árunum 1980 — 81 og var sett upp í Kaup- mannahöfn vorið 1981 í leikstjóm Harðar. Búninga hannaði Gerla, um lýsingu sér Lárus Bjömsson og aðstoðarleikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Sýningar verða í Djúpinu á sunnudags-, mánudags- þriðju- dags- miðvikudags- og fímmtu- dagskvöldum og he^'ast klukkan 21.00. Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að árekstri mótorhjóls og fólksbils á mótum Lækjargötu og Vonarstrætís, um klukkan hálfeitt mánudaginn 17. október síðastliðinn. Þeir sem gætu gefíð upplýsingar um aðdraganda slyssins, eru beðnir að hafa samband við tryggingafé- ’-'ríð Ábyrgð. Tónleikar Tónlistar- skóla Garðabæjar (Fréttatilkynning) Fiskverð á uppboAsmörkuðum 14. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Leegsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 52,00 44,00 45,22 101,290 4.580.379 Undirmál 19,00 18,00 18,23 7,091 129.260 Ýsa 67,00 35,00 59,98 10,412 624,580 Undirmálsýsa 15,00 15,00 15,00 1,857 27.860 Steinbítur 32,00 32,00 32,00 1,179 37.728 Hlýri 25,00 25,00 25,00 1,234 30.844 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,703 10.551 Ufsi 24,00 24,00 24,00 1,408 33.804 Lúða 230,00 160,00 201,73 0,305 61.448 Langa 24,00 24,00 24,00 0,141 3.396 Keila 17,00 17,00 17,00 0,305 5.181 Svartfugl 31,00 29,00 30,04 0,517 15.544 Samtals 43,98 126,445 5.560.575 Selt var aðallega úr Otri HF og Stakkavík ÁR. ( dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 48,00 30,00 38,50 4,618 177.810 Þorskur(ósL) 40,00 30,00 33,29 1,528 50.860 Ýsa 56,00 25,00 45,47 5,908 268.638 Ýsa(ósl.) 65,00 28,00 44,61 7,871 351.126 Smáýsa 18,00 18,00 18,00 0,247 4.446 Smáýsa(ósL) 18,00 18,00 18,00 0,384 6.912 Karfi 20,50 15,00 19,15 27,195 520.797 Ufsi 25,50 20,00 24,29 15,216 369.606+ Lúða 230,00 145,00 185,34 0,118 21.870 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 1,184 30.784 Hlýri 23,00 23,00 23,00 0,342 7.866 Langa 23,50 23,50 23,50 0,432 10.152 Sólkoli 61,00 61,00 61,00 0,040 2.440 Skarkoli 59,00 59,00 59,00 0,050 2.950 Skata 260,00 260,00 260,00 0,021 260 Blandað 12,00 12,00 12,00 0,020 240 Samtals 28,11 65,197 1.832.371 Selt var úr Gnúpi GK og bátum. I dag verða meðal annars seld 10 tonn af þorski úr Jóni Vídalin ÁR og linuýsa. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 46,00 36,50 41,26 118,410 4.885.345 Undirmál 16,00 16,00 16,00 6,160 98.560 Ýsa 80,00 35,00 54,86 14,236 781.014 Karfi 25,00 11,00 11,65 1,129 13.153 Ufsi 15,00 13,00 14,70 11,045 162.409 Steihbítur 27,50 15,00 16,18 0,106 1.715 Hlýri 14,00 14,00 14,00 0,144 2.016 Lúöa 214,00 130,00 172,98 0,296 51.203 Langa 29,00 15,00 . 23,42 0,477 11.137 Blálanga 20,00 20,00 20,00 0,218 4.360 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,025 375 Keila 18,00 9,00 14,45 1,610 23.270 Keila+bland 1^00 12,00 12,00 0,550 6,600 SHd 8,48 8,07 8,36 241,310 2.018.463 Öfugkjafta 8,00 8,00 8,00 0,108 864 Skata 80,00 80,00 80,00 0,087 6.960 Skötuselur 315,00 315,00 315,00 0,022 6.930 Samtals 20,39 395,933 8.074.410 Selt var aðallega úr Hauki GK, Kópi GK, Guðfinni KE, Sighvati GK, Gauki GK og Höfrungi II GK I dag verður selt úr dagróöra- bátum. - BB Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: Atak nemenda gegn ölvunarakstri - D.J. Þröstur Guðbjartsson í hlutverki sínu í Óvininum. Ovinurinn í Djúpinu Leikrit eftir Hörð Torfa frumsýnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.