Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFn/AlVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 35 Heimsverslun Bandaríkjamenn óttast vemd- arsteíhu Evrópubandalagsins BANDARÍKJAMENN og Japanir, langstærstu viðskiptalðnd Evr- ópubandalagsins, virðast hafa töluverðar áhyggjur af því að með tilkomu sameiginlegs innri mark- aðar EB-ríkjanna árið 1992 verði erfiðara fyrir fyrirtæki i þessum löndum að komast inn á Evrópu- markað. Astæðuna segja þeir til- hneigingu ráðamanna í þessum ríkjum til að vernda innlendan iðnað með tollmúrum og innflutn- ingshömlum. Hugmyndin að baki sameiginleg- um innri markaði EB-ríkjanna er einföld, ætlunin er að reyna að auka hagvöxt í löndunum tólf með því að ýta undir aukna samkeppni fyrir- tækja í þeim. Ótti fyrirtækja utan EB um að í kjölfarið verði þeim gert erfitt fyrir með viðskiptahömlum virðist hins vegar vera mikill. Það mikill að í síðasta mánuði sáu hátt- settir aðilar í framkvæmdanefnd EB sig tilneydda tii að halda blaða- mannafund til að fullvissa þessi fyrir- tæki og erlendar ríkisstjómir um að ótti þeirra væri ástæðulaus. Kröfiir um gagnkvæm réttindi Embættismenn í Bandaríkjunum og Japan telja margir hveijir að þrátt fyrir þessa yfirlýsingu séu mörg teikn á lofti um vemdarstefnu innan EB. Þeir benda meðal annars á til- lögu að reglugerð um bankamál sem framkvæmdanefndin hefur látið semja. Þar er lagt til að erlendir bankar fái ekki að starfa innan EB nema heimalönd bankanna veiti evr- ópskum bönkum samsvarandi rétt- indi. Þetta telja Bandaríkjamenn að verði til þess að bandarískum bönk- um verði meinað að opna útibú innan EB. Astæðan er að evrópskir bankar fá ekki frekar en innlendir bankar að reka útibú í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þá benda Japanir á að forsvars- menn evrópska bifreiðaiðnaðarins hafi uppi kröfur um að innflutningur japanskra bíla til EB-ríkjanna sem heildar verði takmarkaður með kvóta. Nú banna Frakkar, ítalir, Spánveijar, Bretar og Portúgalir Japönum að flýtja meira en ákveðinn fjölda bíla til hvers lands. Verði orð- ið við kröfum bílaframleiðandanna mun innflutningur japanskra bíla dragast saman um 100 þúsund bíla á ári. Vestur-þýskir bílaframleiðendur óttast þó viðbrögð Japana töluvert enda hefur þeim gengið langskást af evrópskum framleiðendum að komast inn á japanska bílamarkað- inn. Einnig vilja Grikkir, írar og Danir, sem ekki framleiða bíla, gjarn- an leyfa Japönum að selja bíla til EB þar eð þeir telja að það muni verða til þess að lækka verð á bílum í Evrópu. Refsitollar í haust voru settir sérstakir tollar á innflutning margra tegunda japan- skra og suður-kóreskra myndbands- tækja til EB-landa í kjölfar ásakana framleiðenda innan EB á hendur framleiðendum tækjanna um óheið- arlega viðskiptahætti. Þessi tollur er raunar bara eitt af mörgum dæmum um tolla sem EB hefur sett á fram- leiðslu japanskra fyrirtækja. Jafnvel hafa verið settir tollar á vörur sem Japanir framleiða í löndum EB. Þá stefnir í rimmu á milli EB og Bandaríkjanna vegna banns þeirra fyrmefndu á innflutningi á kjöti frá hinum síðamefndu. Ráðamenn hjá EB bera fyrir sig að bandarískt kjöt sé óheilnæmt vegna ótæpilegrar notkunar bandarískra bænda á vaxt- arhormónum við ræktunina. Þetta vilja Bandaríkjamenn ekki fallast á og hafa hótað að svara fyrir sig með svipuðum aðgerðum gegn evrópskum matvælaútflytjendum frá og með næstu áramótum. Styrkir til bænda í EB-ríkjunum fara líka í taugarnar á Bandaríkja- mönnum sem hafa lagt til að dregið verði úr styrkveitingum til land- búnaðar og þeim alveg hætt eftir áratug. Evrópskir ráðamenn hafa getað fallist á að dregið verði úr styr- kveitingunum en neita að leggja þær niður með öllu. I EB-ríkjunum búa 320 milljónir manns eða fleiri en á nokkru öðru markaðssvæði í iðnvæddu löndunum. Þessi markaður skiptir því gífurlegu máli og hvorki Bandaríkjamenn né Japanir geta sætt sig við að hann sé lokaður útlendingum að hluta. Talsmenn EB telja þó ástæðulaust að óttast það og segja EB-ríkin alls ekki hneigjast meir að einangrunar- eða vemdarstefnu í viðskiptum en Bandaríkin eða Japan og að engin ástæða sé að ætla að það breytist árið 1992. „Hvers vegna ætti Evrópubanda- lagið, stærsti út- og innflytjandi í he'imi, að beita sér fyrir viðskipta- hömlum?,“ segir Willy de Clerq, við- skiptaráðherra EB. Hann telur að það myndi koma verst niður á EB- löndunum sjálfum. Á síðasta ári fluttu EB-ríkin út fyrir um 400 millj- arða bandaríkjadollara, sem er 60% meira en Bandaríkjamenn gerðu og nær tvöfalt meira en Japanir. Inn- flutningur til EB nam svipaðri upp- hæð, sem er ámóta og flutt var inn til Bandaríkjanna og þrefait meira en Japanir fluttu inn. Vonast er til þess að við breytingarnar árið 1992 muni útflutningur EB-ríkjanna auk- ast en væntanlega myndu auknar hömlur á viðskiptum landa á milli hafa þveröfug áhrif. Alfred H. Kingon, sendiherra Bandaríkjanna hjá EB telur talsverða hættu á því að verndarstefna verði ofan á í kjölfar breytinganna árið 1992 þótt ekki sé stefnt að þvi nú. „Æðstu stjórnendur EB segjast allir hlynntir sem fijálsustum milliríkja- viðskiptum," segir Kingon, „en þegar talað er við leiðtoga ýmissa sér- hagsmunahópa og frammámenn í viðskiptalíflnu heyrast aðrar raddir." Mismunandi áherslur innan EB Bretar og Vestur-Þjóðveijar leggja mesta áherslu á frelsi í við- skiptum af íbúum EB-ríkjanna en í sumum hinna landanna, einkum Frakklandi, Ítalíu og á Spáni vonast menn til að geta haldið í sumar af þeim viðskiptahömlum sem nú við- gangast, að minnsta kosti uns inn- lend fyrirtæki eru betur undir sam- keppni búin. Lykilorðið hjá forsvarsmönnum EB þegar rætt er um tolla, innflutn- ingshömlur og starfsleyfi er gagn- kvæmni. Ef erlend fyrirtæki eiga að fá einhver réttindi eða geta flutt inn til EB þá verða fyrirtæki í EB-ríkjun- um að fá að starfa við sömu skilyrði í heimalöndum erlendu fyrirtækj- anna. De Clerq hefur lýst því yfir í við- tali að Bandaríkjamenn þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af kröfum Evrópubúa um gagnkvæm réttindi því að kröfunum sé frekar beint að Japönum en Bandaríkjamönnum. Þetta hefur þó ekki dugað til að friða bandaríska ráðamenn. Þeir benda líka á að iðulega hafi Bandaríkja- menn veitt evrópskum fyrirtækjum rétt til að starfa í Bandaríkjunum þótt bandarískir starfsbræður þeirra hafí ekki getað slíkt hið sama í Evr- ópu. Sir Roy Denman, sendiherra EB í Washington bendir á að það sé í beggja hag að heimsverslun sé sem frjálsust og vill gjarnan sjá fyrir endann á ásökunum Bandaríkja- manna og EB á hendur hvorum öðr- um um það að annar aðilinn sé hneigðari til vemdarstefnu en- hinn,„Við erum bestu viðskiptavinir hvors annars," segir Denman. „Báðir aðilarnir eru hlynntir lágum tollum og takmörkunum á milliríkjaviðskipt- *> um. Það er mun fleira sem sameinar okkur en sundrar." Heimild: New York Times Á söluskrá hjá okkur eru eftirtaldar notaðar TRAKTORSGRÖFUR CAT 428, árg. ’87 JCB 3DX4, árg. ’87 JCB 3DX4, árg. ’82 CASE 580F, árg. ’82 CASE 580G, árg. ’85 CASE 580G, árg. ’86 CASE 580G, árg. ’87 CASE 680, árg. ’79 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI IhIHEKLAHF fesasBMj Laugavegi 170 172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.