Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 60
Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Bandaríkjamarkaður: Hækkun á ýsu og þorskblokk VEM) á þorskblokk og ýsu i Bandaríkjunum hefur að undan- förnu hækkað um 10 sent pundið og telja stjórnendur íslenzku fisksölufyrirtækjanna að verð- lækkunin sé úr sögunni um sinn og betur horfi nú en fyrr á þessu ári. Þeir hafa hins vegar áhyggj- ur af fallandi gengi dalsins, sem verður til þess að minna framboð verður á fiski fyrir Bandaríkin. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að salan væri á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra. Nú væri botninum náð og málin þokuð- ust heldur í rétta átt. Verð á ýsu og þorskblokk hefði hækkað. Norð- menn hefðu reyndar lækkað sína ýsu í haust enda væri hún ekki eins góð og okkar. Töluvert framboð væri á Alaskablokk og einnig af slakri þorskblokk og væri verð á henni lágt, en betri blokkin hefði hækkað í verði. Menn yrðu nú að gæta þess að fara sér hægt svo ábatinn glataðist ekki með of örum verðhækkunum. Sem dæmi um slíkt mætti nefna að fyrir nokkrum árum hefði mikið verið unnið úr þorsk- blokk fyrir smásölu, en með hækk- andi verði á blokkinni hefði þessi vinnsla færzt yfir í Alaskaufsa. Magnús Friðgeirsson, forstjóri Iceland Seafood, sagðist hafa áhyggjur af lækkandi gengi dals- ins. Það væri eiginlega það eina neikvæða núna því þess vegna drægi úr ávinningnum við verð- hækkunina á blokk og ýsu, sem væri um 10 sent á pundið. Vaxandi hreyfing væri komin í þorskflaka- söluna svo allt liti þetta þokkalega út. Þungt haldinn eftir hnífestungu MAÐUR um fertugt liggur mjog þungt haldinn í sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að 24 ára maður, sem var gestkomandi i íbúð hans, stakk hann með hnífi í kviðarhol á sunnudagsmorgun. Sá sem stakk manninn var handtekinn síðdegis á sunnudag og í gær lagði Rannsóknarlögregla ríkis- ins fram kröfu fyrir sakadómi Reykjavíkur um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. desember og gert að sæta "geðrannsókn. Þegar yngri maðurinn hafði stungið þann eldri fór hann á brott, en íbúðareigandinn gat gert lög- reglu viðvart um kl. 8 um morgun- inn. Lögreglan hafði síðan upp á unga manninum síðdegis á sunnu- dag. I gær var lögð fram krafa um að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. desember og gert að sæta geðrannsókn. Dómari tók sér sólarhringsfrest til að úr- skurða í málinu. . Morgunblaðið/David Ranns Fegurðardrottmngar Norðurlandanna í keppninni Ungfrú heimur. Fremst situr Linda Pétursdóttir en í aftari röð eru frá vinstri: Cecilia Horberg, Svíþjóð, Nina Anderson, Finnlandi, Susanna Johan- sen, Danmörku og Rita Paulsen, Noreari. Lindu spáð góðu gengi VEÐBANKAR í London birtu i gær fyrstu tölur vegna veðmála fyrir fegurðarkeppnina Ungfrú heimur, sem fram fer á fimmtudagskvöld. Lindu Pétursdóttur, fiilltrúa íslands, er spáð góðu gengi og sérfræðingar telja hana í hópi fimm stúlkna, sem mesta möguleika eiga á sigri. Veðbankar telja möguleika Lindu 1:6, sem þýðir að sá sem veðjar einu sterlingspundi fær 6 til baka ef Linda vinnur. Aðeins ungfrú Venesúela er hærri, 1:4. Sérfræðingar telja fimm stúlkur eiga mesta möguleika á sigri en þær eru auk Lindu fegurðardrottningar Venesúela, Bretlands, Svíþjóðar og Austurríkis. Keppnin á fimmtudagskvöldið verður sýnd beint í sjónvarpsstöðvum um víða veröld, m.a. á Stöð 2. í fyrra varð fulltrúi íslands, Anna Margrét Jónsdóttir, í þriðja sæti. 16 ákærur birtar í Hafskipsmálum: Bankaráðsmenn Útvegs- bankans meðal ákærðra Óskað eftir að þingmaður verði sviptur þinghelgi JÓNATAN Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknarl, hefúr ákært 16 menn fyrir ætluð lögbrot í tengslum við gjaldþrot Hafskips h.f. Fjórir þeirra sátu í bankaráði, Útvegsbanka Islands þegar bú Haf- skips var tekið til gjaldþrotaskipta, 6. desember, 1985. Ekki voru gefiiar út ákærur gegn þeim sem áður höfðu átt sæti í ráðinu. Sér- stakur ríkissaksóknari hefúr einnig óskað eftir við forseta efri deild- ar Alþingis að deildin veiti leyfi til málshöfðunar gegn fimmta bankaráðsmanninum, Jóhanni Einvarðssyni, 8. þingmanni Reylganes- kjördæmis. Þetta er í fyrsta skipti sem handhafi ákæruvalds hér á landi ber slíka ósk fram. Mennimir tveir hittust seint á laugardagsnótt í miðbæ Reykjavík- ur og bauð sá eldri hinum með sér heim, í íbúð í vesturbæ Reykjavík- ur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerð- ist, en snemma á sunnudagsmorgun urðu mennimir ósáttir. Sá yngri lagði þá til þess eldri með stórum hníf og stakk hann í kviðarholið vinstra megin, neðan við rifbein. Hlaut hann af mikið sár, enda var hnífsblaðið um 20 sm langt og 4-5 sm breitt. Smyg'l í Barða NOKKURT magn af smygl- vamingi, kjöti, bjór og öðm áfengi, fannst um borð í tog- aranum Barða þegar skipið kom til Neskaupstaðar á laugardagsk völd. Togarinn var að koma úr söluferð frá Þýskalandi. Starfs- menn Tollgæslunnar fóru um borð og fundu um 200 kíló af kjöti, nokkra tugi bjórkassa og flöskur af áfengi. Vamingurinn var falinn á ýmsum stöðum í skipinu og áttu flestir skip- verjar hlut að máli. Jónatan Þórmundsson ákærir einnig fjóra bankastjóra Útvegs- bankans en staðfesti ekki ákæru Hallvarðs Einvarðssonar ríkissak- sóknara gegn þremur fyrrum bankastjómm, þeim Ármanni Jak- obssyni, Jónasi Rafnar og Bjama Guðbjömssyni. Enginn bankaráðsmaður var ákærður viö meðferð Hallvarðar Einvarðsonar ríkissaksóknara á málinu á liðnu ári. Þá komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að skyld- leiki Hallvarðar við Jóhann Ein- varðsson, en þeir eru bræður, gerði hann óhæfan til að fara með ákæm- vald í málinu. Jónatan Þórmunds- son dvelst nú erlendis og fengust þvi ekki svör við því hvers vegna ekki þótti nú ástæða til að ákæra bankastjórana þijá eða hvers vegna aðeins þeir bankaráðsmenn sem áttu sæti í ráðinu við gjaldþrot fyrir- tækisins vom ákærðir. Lögfræðing- ar sem rætt var við í gær töldu tvennt koma einkum til greina. Annars vegar fymingu saka, en brot í opinberu starfi sæta aðeins sektum eða varðhaldi og fymast á tveimur ámm, eða þá að saksókn- ari teldi ekki að framkomin gögn bentu til sektar. Bankaráðsmennimir fjórir, sem ákærðir hafa verið em: Valdimar Indriðason, Arnbjöm Kristinsson, Garðar Sigurðsson og Kristmann Karlsson. Þeir em sakaðir um brot í opinberu starfi. Sex úr hópi ákærðu em fyrrum starfsmenn og forsvarsmenn Haf- skips h.f., þeir Björgólfur Guð- mundsson, Ragnar Kjartansson, Páll Bragi Kristjónsson, Ámi Árna- son, Sigurþór Charles Guðmunds- son og Þórður Hafsteinn Hilmars- son. Einnig fyrrverandi löggiltur endurskoðandi fyrirtækisins, Helgi Magnússon. Meðal brota sem þess- um mönnum er gefíð að sök má nefna skilasvik, rangfærslu skjala, fjársvik, fjárdrátt, bókhaldsóregla, svo og brot á ýmsum greinum laga um hlutafélög. Sum brotanna geta varðað fangelsi í 6-8 ár. Þá er þess krafflst að Helgi Magnússon verði sviptur réttindum löggilts endur- skoðanda. Fjórir fyrmm starfsmenn Út- vegsbanka íslands em sakaðir um brot í opinbem starfí og brot á lög- um og reglugerðum um starfsemi bankans._ Þeir em bankastjórarnir Halldór Ágúst Guðbjamason, Láms Jónsson og Ólafur Helgason; Axel Kristjánsson aðstoðarbankastjóri og endurskoðandi bankans, Ingi R. Jóhannsson. Mál þetta verður rekið fyrir Sakadómi Reykjavíkur og munu þrír sakadómarar, Haraldur Henr- ýsson, Pétur Guðgeirsson og Am- grímur ísberg, skipa dóminn undir forsæti þess fyrstnefnda. Jónatan Þórmundsson sækir málið fyrir dómstólum. Sjá ákæruna i heild á bls. 57-59 og frétt um sviptingu þinghelgi á bls. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.