Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 fólk f fréttum STEINAR H.F. Sex íslenskar hljóm- plötur fyrir jól Ó-ó-ó-ó-ó-ógeðslega ríkur, syng- ur Valgeir Guðjónsson. Hann fékk alla poppara í salnum til þess að taka undir með sér og lofaði því að söngurinn mundi auka möguleika þeirra á þvi að verða ríkir af flutningi popptón- listar á íslandi. Morgu nblaðið/KAE Steinar h.f. kynnti nýlega útg- áfu fyrirtækisins á hljómplöt- um í nóvember og desember. Fjöl- menni sótti kynninguna. Þar voru auðvitað tónlistarmenn og söngv- arar á þeim hljómplötum sem fyr- irtækið gefur út. Auk þeirra voru þar fulltrúar allra þeirra, sem vinna að því að miðla og koma tónlist á framfæri á íslandi: dag- skrárgerðarfólk af útvarps- og sjónvarpsstöðvum, afgreiðslufólk í plötuverslunum og þeir sem hanna umslög eða markaðssetja plötur á einn eða annan hátt. Steinar h.f. gefur út 6 hljóm- plötur fyrir þessi jól. Þar er að finna 72 lög, þar af eru 71 íslensk. Við gerð þessara laga tóku þátt á annað hundrað íslenskir hljóð- færaleikarar og söngvarar, þar af 17 einstaklingar eða sveitir, sem hafa tónlist að aðal- eða hlutastarfí. Á kynningarfundinum var flutt tónlist af segulböndum, myndbandsspólum og auk þess sem nokkrir flytjendur stigu á svið og fluttu lifandi tónlist við góðar undirtektir áheyrenda. Stund milli stríða. Ólafur Hauks- son útvarpsstjóri Stjörnunnar og Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar gleyma samkeppni og skoðanakönnunum í bili og hlýða á nýja islenska tónlist sem væntanlega mun hljóma á stöðv- um beggja fyrir þessi jól. It’s a-a-a-alright. Pétur Kristjánsson og Daníel Ágúst Har- aldsson, söngvari í hljómsveitinni Ný dönsk, gátu ekki á sér setið að taka undir með Bítlavinfélaginu í „Jumping Jack FIash“. Steinar Berg ísleifsson og Pétur Kristjánsson afhenda meðeiganda sínum i Steinari h.f., Jónatani Garðarssyni brúðkaupsgjöf. En Jónatan hafði kvænst án vitundar þeirra og annarra þrem dögum fyrir kynningarfúndinn. Okkur tókst að bjarga einu borði.þremur stólum og tveimur rauðvinsflöskum. örbylgjuofnaeigendur Innritun á hin vinsælu örbylgjuofnanáskeið sem haldin eru í Holliday-lnn hótelinu eru í síma 689398 mánudag til fimmtudag frá kl. 14-16 (aðeins). Innflytjandi. FJÖLMIÐLANÁM NEFND SETT f MÁLIÐ Aætlanir eru um uppbygg- ingu eins árs háskólanáms í fjölmiðlafræði sem kæmi til við- bótar BA prófi. Menntamálaráð- herra hefúr lýst áhuga sínum á því að skipa nefnd til að fjalla um uppbyggingu þess náms og einnig fjölmiðlakennslu í grunn- skólum og framhaldsskólum. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Blaðamannafélag íslands hélt nýlega um Qölmiðlakennslu á Islandi. „Aðilar eru sammála um að það þarf að taka skipulega á menntun fjölmiðlafólks, og hvemig eigi að byggja slíka menntun upp innan skólakerfisins. Og slík menntun verður ekki af neinni alvöru hér nema hún sem sé skipulögð í fullu samráði við stéttarfélög blaða- manna og útgefenda," sagði Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafél- ags íslands eftir ráðstefnuna. Þar fluttu Lúðvík Geirsson, Svav- ar Gestsson menntamálaráðherra, Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræð- ingur, Siguijón Jóhannsson blaða- maður, Vjlborg Harðardóttir skóla- stjóri og Öm Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarins framsöguerindi og að þeim loknum voru pallborðsumræður og svör við fyrirspumum. „Ég held að allir hafí verið sam- mála um að það sé tímabært að taka af alvöru á þessum málum og flytja eitthvað af þessu námi hingað heim. Það em um 60 íslendingar í einhverskonar fjölmiðlanámi út um allan heim,“ sagði Lúðvík. Á ráðstefnunni lögðu margir áherslu á að starfandi blaða- og fréttamönnum gæfíst kostur á stunda það nám sem háskólinn kann að bjóða upp á í framtíðinni. Einnig komu fram þær skoðanir að fjölmiðlanám gæti aldrei komið í staðinn fyrir þá reynslu sem vinna á ritstjómum og fréttastofum veit- ir, eða fjölþætt reynsla úr þjóð- félaginu og því mætti ekki loka blaðamannastéttinni með kröfum um ákveðna menntun. Morgunblaðið/Þorkcll Frá ráðstefiiu Blaðamannafélagsins um Qölmiðlakennsju á íslandi. Fremstir sitja Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Sigurjón Jóhannsson blaðamaður, Örn Jóhannsson formaður FÍP og Lúðvík Geirs- son formaður BÍ, en þeir fluttu allir erindi á ráðstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.