Morgunblaðið - 15.11.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 15.11.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 fólk f fréttum STEINAR H.F. Sex íslenskar hljóm- plötur fyrir jól Ó-ó-ó-ó-ó-ógeðslega ríkur, syng- ur Valgeir Guðjónsson. Hann fékk alla poppara í salnum til þess að taka undir með sér og lofaði því að söngurinn mundi auka möguleika þeirra á þvi að verða ríkir af flutningi popptón- listar á íslandi. Morgu nblaðið/KAE Steinar h.f. kynnti nýlega útg- áfu fyrirtækisins á hljómplöt- um í nóvember og desember. Fjöl- menni sótti kynninguna. Þar voru auðvitað tónlistarmenn og söngv- arar á þeim hljómplötum sem fyr- irtækið gefur út. Auk þeirra voru þar fulltrúar allra þeirra, sem vinna að því að miðla og koma tónlist á framfæri á íslandi: dag- skrárgerðarfólk af útvarps- og sjónvarpsstöðvum, afgreiðslufólk í plötuverslunum og þeir sem hanna umslög eða markaðssetja plötur á einn eða annan hátt. Steinar h.f. gefur út 6 hljóm- plötur fyrir þessi jól. Þar er að finna 72 lög, þar af eru 71 íslensk. Við gerð þessara laga tóku þátt á annað hundrað íslenskir hljóð- færaleikarar og söngvarar, þar af 17 einstaklingar eða sveitir, sem hafa tónlist að aðal- eða hlutastarfí. Á kynningarfundinum var flutt tónlist af segulböndum, myndbandsspólum og auk þess sem nokkrir flytjendur stigu á svið og fluttu lifandi tónlist við góðar undirtektir áheyrenda. Stund milli stríða. Ólafur Hauks- son útvarpsstjóri Stjörnunnar og Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar gleyma samkeppni og skoðanakönnunum í bili og hlýða á nýja islenska tónlist sem væntanlega mun hljóma á stöðv- um beggja fyrir þessi jól. It’s a-a-a-alright. Pétur Kristjánsson og Daníel Ágúst Har- aldsson, söngvari í hljómsveitinni Ný dönsk, gátu ekki á sér setið að taka undir með Bítlavinfélaginu í „Jumping Jack FIash“. Steinar Berg ísleifsson og Pétur Kristjánsson afhenda meðeiganda sínum i Steinari h.f., Jónatani Garðarssyni brúðkaupsgjöf. En Jónatan hafði kvænst án vitundar þeirra og annarra þrem dögum fyrir kynningarfúndinn. Okkur tókst að bjarga einu borði.þremur stólum og tveimur rauðvinsflöskum. örbylgjuofnaeigendur Innritun á hin vinsælu örbylgjuofnanáskeið sem haldin eru í Holliday-lnn hótelinu eru í síma 689398 mánudag til fimmtudag frá kl. 14-16 (aðeins). Innflytjandi. FJÖLMIÐLANÁM NEFND SETT f MÁLIÐ Aætlanir eru um uppbygg- ingu eins árs háskólanáms í fjölmiðlafræði sem kæmi til við- bótar BA prófi. Menntamálaráð- herra hefúr lýst áhuga sínum á því að skipa nefnd til að fjalla um uppbyggingu þess náms og einnig fjölmiðlakennslu í grunn- skólum og framhaldsskólum. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Blaðamannafélag íslands hélt nýlega um Qölmiðlakennslu á Islandi. „Aðilar eru sammála um að það þarf að taka skipulega á menntun fjölmiðlafólks, og hvemig eigi að byggja slíka menntun upp innan skólakerfisins. Og slík menntun verður ekki af neinni alvöru hér nema hún sem sé skipulögð í fullu samráði við stéttarfélög blaða- manna og útgefenda," sagði Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafél- ags íslands eftir ráðstefnuna. Þar fluttu Lúðvík Geirsson, Svav- ar Gestsson menntamálaráðherra, Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræð- ingur, Siguijón Jóhannsson blaða- maður, Vjlborg Harðardóttir skóla- stjóri og Öm Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarins framsöguerindi og að þeim loknum voru pallborðsumræður og svör við fyrirspumum. „Ég held að allir hafí verið sam- mála um að það sé tímabært að taka af alvöru á þessum málum og flytja eitthvað af þessu námi hingað heim. Það em um 60 íslendingar í einhverskonar fjölmiðlanámi út um allan heim,“ sagði Lúðvík. Á ráðstefnunni lögðu margir áherslu á að starfandi blaða- og fréttamönnum gæfíst kostur á stunda það nám sem háskólinn kann að bjóða upp á í framtíðinni. Einnig komu fram þær skoðanir að fjölmiðlanám gæti aldrei komið í staðinn fyrir þá reynslu sem vinna á ritstjómum og fréttastofum veit- ir, eða fjölþætt reynsla úr þjóð- félaginu og því mætti ekki loka blaðamannastéttinni með kröfum um ákveðna menntun. Morgunblaðið/Þorkcll Frá ráðstefiiu Blaðamannafélagsins um Qölmiðlakennsju á íslandi. Fremstir sitja Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Sigurjón Jóhannsson blaðamaður, Örn Jóhannsson formaður FÍP og Lúðvík Geirs- son formaður BÍ, en þeir fluttu allir erindi á ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.