Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 49 eru: Guðmunda, ógift; Þórður, kvæntur Ingibjörgu Auði Óskars- dóttur; Guðný, ekkja Ingólfs Eð- varðssonar; Jóhanna (látin), var gift Nikulás Jenssyni; Guðrún, gift Guð- mundi H. Sigurðssyni; Elín, ekkja Ólafs H. Jónssonar; og yngstur var Jónas (látinn) en hann var kvæntur Maríu E. Ingvadóttur. Afkomendur Þórarins og Guðrún- ar eru nú milli 80 og 90. Þau ólu upp dótturson sinn, Jón, en eftir að hún lést árið 1963 gekk Þórarinn öðrum dóttursyni sinum, Hilmari, í föðurstað og ól hann upp ásamt Guðmundu móður hans. Þau héldu heimili að Hlíðargerði 16 í Reykjavík — þar til hann fór á Hrafnistu. Þórarinn, afi minn, er líklega er einn af fáum karlmönnum hérlendis sem hafa orðið fyrir þeirri sérkenni- legu reynslu að verða að koma í ljós- móður stað. Hann tók á móti tveim dóttursonum sínum við fæðingu, Jóni fóstursyni sínum og þeim sem þetta ritar. Ekki er vafamál að hann bjarg- aði lífí þess síðarnefnda á elleftu stundu; ljósmóðirin ókomin og nafla- strengurinn tvívafinn um hálsinn svo að lá við köfnun. Á þessum stundum naut hann góðs af því að hafa fylgst með nokkrum af bömum sínum koma í heiminn og gat því komið við réttum og snörum handtökum. Oftar en einu sinni lýsti hann fæðingu minni fyrir mér og það er ekki vafamál að þessi lífgjöf tengdi okkur sterkari böndum en ella hefði orðið. Þórarinn var fríður sýnum, hávax- inn og ljós yfirlitum. Hann orkaði traustvekjandi á aðra strax við fyrstu kynni, var vandaður til orðs og æðis og hugsaði hlýtt til allra. Aldrei heyrði ég hann hallmæla eða hæðast að nokkmm manni og það segir mik- ið um manngerð hans. Sakir mann- kosta sinna báru þeir sem þekktu hann mikla virðingu fyrir honum. Þó að ýmislegt blési á móti honum í lífinu, svo sem að missa tvær eigin- konur, bam við fæðingu og tvö upp- komin böm, bjó hann yfir þeim mik- ilsverða eiginleika að ergja sig ekki yfir því sem liðið var heldur horfa alltaf hnarreistur fram veginn. Hann var sterkur einstaklingur. Þegar ég, Snæfellingurinn, var á ferð í Reykjavík á bemskuárunum og dvaldist hjá afa í Hlíðargerði fannst mér hann eilítið strangur og fastur fyrir ef því var að. skipta. Hann vildi hafa reglu á hlutunum en ef farið var eftir þeim var hann hinn blíðasti í viðkynningu. Líklega hefur þessi skapgerð hans mótast mest af brauðstriti og áhyggjum enda hefur hann oft þurft að gera miklar kröfur til sjálfs sín þegar hann framfleytti stórri fjölskyldu og aurar lágu sjaldan á lausu. En þ'að var eins með Þórarin og marga aðra að hann mýktist mikið þegar aldurinn færðist yfir enda da- gamir ólíkt rólegri og minna sem kallaði á. Eiginlega var það ekki fyrr en hann fluttist inn á Hrafnistu sem ég kynntist honum að einhveiju marki enda var ég þá orðinn eldri og þroskaðri en áður og gat talað við hann sem jafningja. Þegar ég hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman fínn ég glöggt hvað þær vom dýrmætar, einkum vegna þess að slíkar stundir koma aldrei aftur. Afí hafði róandi áhrif á alla sem komu til hans með hlýlegri og hæverskri framkomu sinni. Eg heyrði hann sjaldan eða aldrei kvarta þau 14 ár sem hann dvaldist á Hrafnistu og var hann þó orðinn lasburða síðustu ár. Fyrir áratug eða svo dró mátt úr fótum hans og hann varð að fara allra sinna ferða í hjólastól eftir það. Það voru slæmir fjötrar og komu eiginlega í veg fyrir að hann kæmist út fyrir hússins dyr. En hann lét það þó ekki á sig fá. Hann sagði bara sem svo að hann væri orðinn gamall og við þessu væri ekkert að gera. Og nú er komið að leiðarlokum. í dag verður þessi góði vinur borinn til grafar í Fossvogskirkjugarði og mun hvíla þar við hlið Guðrúnar, konu sinnar. Það er skrítið að geta ekki lengur talað í nútíð um hann afa á Hrafnistu. Hann er genginn á vit feðra sinna, laus við helsi sitt. Eftir lifa minningar um öðlingsdreng sem hafði margt að gefa þeim sem kynntust honum. Erfitt er að sætta sig við að hann sé horfinn sjónum en hugur okkar er fullur þakklætis fyrir þær minningar sem hann skilur eftir. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi." Eðvarð Ingólfsson Blomberq Frystiskápar 120-308 lítra. Einstaklega hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 sími 16995. Leið 4 stoppar við dyrnar. Útsölustaðir: Málningarþjónustan Akranesi, Atlabúðin Akureyri, Valberg Ólafsfirði, Kaupfélag Þing. Húsavík, K.A.S.K. Hornafirði, Kaupfélag Skagfirðinga. Poulseti Sudurlandsbraut 10, simi 68 64 99 BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 15 SÍMI: 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.