Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 útgefinn 9. ágúst 1983, og framseldi sjálfur til eigin ráð- stöfunar, en greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi Hafskips hf. sem „innlenda sérfræðiaðstoð" gegn framví- sun á tilbúnu fylgiskjali með árituninni „v/úttekt reikn. hjá B.G.“. g) kr. 60.571,00, er ákærði lét greiða sér með tékka, útgefn- um 28. nóvember 1983, og gjaldfæra í bókhaldi Hafskips hf. sem „ýmis kostnaður v/starfsm.“ gegn framvísun á tilbúnu fylgiskjali með áritun- inni „v/ýmissa reikninga hjá B.G.“. VI. 2. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefið að sök að hafa dregið sér kr. 302.386,00 sem hluta af kaup- verði bifreiðarinnar R-4679, Chiysler New Yorker 4D, sem ákærði keypti samkvæmt kaupnótu 1. desember 1983 hjá Jöfri hf., með því að láta skuldfæra fjárhæðina hjá Hafskip hf. og félagið síðan endanlega greiða hana með eftir- gjöf flutningsgjalda til Jöfurs hf. samkvæmt kreditnótu, dagsettri 19. september 1985. VI. 3. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefíð að sök að hafa dregið sér kr. 500.000,00 til greiðslu eigin loforðs um lán til Bláskóga hf. með því að hafa á árinu 1983 látið skuld- færa þessa fjárhæð á sérstakan biðreikning hjá Hafskip hf. til lækk- unar á skuld Bláskóga hf. við Haf- skip hf. og síðar, í nóvember 1985, látið gjaldfæra flárhæðina í bók- haldi Hafskips hf. sem afslætti á flutningsgjaldatekjum fjögurra skipa félagsins, kl. 125.000,00 á hvert skip. VI. 4. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefið að sök að hafa hinn 14. nóvember 1985 látið meðákærða Áma Árnason afhenda sér eftir- talda níu víxla af víxileign Hafskips hf., samtals að fjárhæð kr. 1.442.214,00, alla útgefna af Haf- skip hf. og samþykkta til greiðslu í Utvegsbanka Islands, og hafa síðan fénýtt víxla þessa í eigin þágu: 1. Efnagerð Laugamess til greiðslu 24. janúar 1986, kr. 215.037,00 2. Standberg hf. til greiðslu 25. janúar 1986, kr. 247.387,00. 3. Standberg hf. til greiðslu 10. febrúar 1986, kr. 275.597,00 4. Eyðublaðatækni hf. til greiðslu 10. febrúar 1986, kr. 33.163,00. 5. Línan hf. til greiðslu 10. febrú- ar 1986, kr. 34.748,00. 6. Línan hf. til greiðslu 10. febrú- ar 1986, kr. 10.811,00. 7. Krít hf. til greiðslu 10. febrúar 1986, kr. 40.549,00. 8. Ásbjöm Ólafsson hf. til greiðslu 15. febrúar 1986, kr. 275.000,00. 9. Ásbjöm Ólafsson hf. til greiðslu 25. febrúar 1986, kr. 282.922,00. VI. 5. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefíð að sök að hafa hinn 30. nóvember 1984 misnotaði aðstöðu sína í starfi hjá Hafskip hf. með því að láta meðákærða Pál Braga Kristjónsson gefa út þijár kredit- nótur í því skyni að gefa eftir við- skiptaskuld Bláskóga hf. við Haf- skip hf., samtals kr. 1.613.596,00 og nota eftirgjöf þessa þannig í þágu annars félags, sem ákærði átti hlut í. Eftirgjöf skuldarinnar var með þessum hætti: VI. 6. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefíð að sök að hafa hinn 13. nóvember 1985 misnotað aðstöðu sína hjá Hafskip hf. með því að gefa út kreditnótu í því skyni að gefa eftir höfðustól skuldar Kristins Sophusar Kristinssonar, kr. 337.298,00 ásamt dráttarvöxtum kr. 109.527,00, samtals kr. 446.825,00 og nýta eftirgjöf þessa í persónulegum viðskiptum sínum við nefndan Krisin Sophus. VI. 7. Öll framangreind brot ákærða Björgólfs Guðmundssonar sam- kvæmt ákæruliðum VI.1. til VI.6. teljast varða við 1 mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot hans samkvæmt ákæruliðum VI.5. og VI.6. teljast til vara vera umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VILkafli Skilasvik. Ákærðu Árna Árnasyni, Björg- ólfi Guðmundssyni og Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa á þeim tíma, er þeim gat ekki dulist, að greiðsluþrot eða gjaldþrot vofði yfír Hafskip hf., greitt 20.000 Bandaríkjadali nær vikulega frá byijun ágústmánaðar 1985 og fram í nóvember sama ár, í fyrsta sinn 6. ágúst og síðast 11. nóvember, alls 280.000 Bandaríkjadali inn á viðskiptareikning Hafskips, hf. hjá Reykvískri endurtryggingu hf. og þannig dregið taum eins lánardrott- ins félagsins öðrum til tjóns, en ákærðu Björgólfur og Rangar voru á þessum tíma hluthafar og stjóm- armenn í Reykvískri endurtrygg- ingu hf. Brot ákærðu Áma, Björgólfs og Ragnars samkvæmt þessum kafla ákæru telst varða við 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VIII. kafli Brot bankastjóra og aðstoðar- bankastjóra í opinberu starfi. VIII. 1. Ákærðu Halldóri Ágústi Guð- bjamasyni, Lárusi Jónssyni, Ólafi Helgasyni og Axel Kristjánssyni er gefíð að sök að hafa í störfum sínum hjá Útvegsbanka íslands gerst sek- ir um brot í opinberu starfí, þrír fyrstnefndu með því að hafa óhlýðn- ast fyrirmælum bankaráðs, en ákærði Axel fyrirmælum banka- stjómar, og allir ákærðu með stór- felldri og ítrekaðri vanrækslu og hirðuleysi að því er tók til viðskipta bankans við Hafskip hf., m.a. með langvarandi vanrækslu um öflun fullnægjandi trygginga fyrir lánum og annarri íjárhagslegri fyrir- greiðslu til félagsins og um eftirlit með því, að verðmæti trygginganna héldist, og ennfremur með því að vanrækja athugun þeirra jgagna, sem tengdust fyrirgreiðslu Utvegs- bankans í þágu Hafskips hf., svo sem nánar verður rakið í ákæmlið- um VIII.2 til VIII.4, á því tímabili, er að neðan greinir um hvem hinna ákærðu, og allt til 6. desember 1985; er bú Hafskips hf. var tekið til gjaldþrotaskipta, en þau leiddu af sér stórfellt fjártjón fyrir Útvegs- bankann, sem þegar var orðið kr. 422.000.000,00 samkvæmt árs- reikningi bankans 1985. Ákærði Halldóm Ágúst var bankastjóri frá því í maí 1983, ákæðm Láms og Ólafur vom bankastjórnar frá 1. júní 1984, og ákærði Axel var for- stöðumaður lögfræðingadeildar og frá 1. júní 1984 aðstoðarbanka- stjóri, en honum var frá ársbyijun 1987 falið að sinna sérstaklega við- skiptum Hafskips hf. og Útvegs- bankans. VIII. 2. Málið er höfðað gegn ákærða Axel Kristjánssyni fyrir að láta undir höfuð leggjast að rækja starfsskyldur sínar samkvæmt þeim fyrirmælum, sem honum vom gefín af bankastjóm Útvegsbanka Is- lands í ársbyijun 1978, um að fylgj- ast með rekstri Hafskips hf. og hafa eftirlit með því, að nægar tryggingar væm ætíð fyrir skuld- bindingum félagsins gagnvart bankanum, m.a. með svofelldri van- rækslu við gerð yfirlita vegna þess- ara viðskipta á tímabilinu 8. maí 1979 til 3. júní 1985: a) Að styðjast við við gögn og upplýsingar, sem starfsmenn Hafskips hf. létu honum í té, í stað þess að afla sjálfur upp- lýsipga um raunvemlegt verð- mæti hinna veðsettu eigna. b) Að tilgreina verðmæti trygg- inga í skipum Hafskips hf. að vemlegu leyti sem nafnverð tryggingaréttindanna án tillits til markaðsverðs skipanna og þar með þess verðfalls á kaup- skipum, sem varð á alþjóðleg- um markaði á þessum tíma. c) Að hækka að ófyrirsynju hinn 1. mars 1981 tryggingargildi skipa Hafskips hf. úr 70% í 85% af áætluðu markaðsverði. d) Að telja meðal trygginga fyrir skuldbindingum bankans vegna Hafskips hf. ýmis veð- andlög, sem vom verðlaus eða lítils virði sem trygging, svo sem ódagsettan tryggingavixil að fjárhæð 990.000 vesturþýsk mörk, veð í fasteigninni „Tívolí“ við Njarðargötu í Reykjavík að fjárhæð 300.000 Bandaríkjadalir samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 1. febrúar 1985, almennt veð í tækjum, samtals að íjáhæð 4.400.000 Bandaríkjadalir, samkvæmt þremur tryggingar- bréfum, útgefnum 7. mars 1980, 12. ágúst 1982 og 1. febrúar 1985. e) Að telja meðal trygginga fyrir skuldbindingum Hafskips hf., í yfirlitum, dagsettum 18. apríl 1985 og 3. júní 1985, skulda- bréf vegna hlutafjáraukningar í félaginu að fjárhæð kr. 80.000.000,00, þó að Útvegs- bankinn hefði aðeins fengið hluta þeirra afhentan á nefnd- um dögum. VIII. 3. Málið er höfðað gegn ákærðu Halldóri Ágústi Guðbjamasyni, Láms Jónssyni, Ólafi Helgasyni og Axel Kristjánssyni fyrir að hafa vanrækt athugun ársreikninga, milliuppgjöra, rekstrar- og greiðsluáætlana Hafskips hf. auk annarra gagna, er fyrirsvarsmenn félagsins afhentu bankanum, eftir að ákærðu hófu störf sem banka- stjórar og Axel sem aðstoðarbanka- stjóri, í tilefni af beiðnum um fjár- hagslega fyrirgreiðslu bankans, og það þrátt fyrir vitneskju þeirra um vemlega rekstrarerfiðleika félags- ins og veika eiginfjárstöðu á þessu tímabili, en vanræksla ákærðu fólst m.a. í því að gera ekki sjálfstæðar athuganir á raunvemlegri afkomu félagsins og forsendum þeirra áætl- ana, sem Hafskip hf. lagði fyrir bankann, m.a. um Atlantshafssigl- ingar félagsins, og gæta ekki að áhrifum mismunandi reiknings- skilaaðferða, sérstaklega varðandi reiknaðar telq'ur vegna verðlags- breytinga. VIII. 4. Ákærðu Halldóri Ágústi Guð- bjamasyni, Lámsi Jónssyni og Ól- afi Helgasyni er fengið að sök að hafa á starfstíma sínum sem banka- stjórar vanrækt eftirlit moð því, að tryggingar þær, sem Útvegsbank- inn hafði fyrir skuldbindingum sínum vegna Hafskips hf. héldu verðgildi sínu eða hefði yfirleitt það verðgildi, sem þær vom skráðar fyrir, og að gerðar væm fullnægj- andi ráðstafanir til þess, að ávallt væm fullnægjandi tryggingar fyrir þessum skuldbindingum. Ákærðu er þannig gefið að sök að hafa tek- ið góð og gild ýmis veðandlög, án þess að fyrir lægi fullnægjandi at- hugun á verðmæti trygginganna, og byggt að stómm hluta á nafn- verði tryggingarréttindanna án til- lits til verðmætis þeirra, svo sem nánar er lýst í stafliðum a,b,d og e í ákæmlið VIII.2, að því er með- ákærða Axel varðar. Þá er ákærðu gefið að sök að hafa, til viðbótar því að leggja nafn- verð tryggingarréttindanna eitt til gmndvallar, veitt Hafskip hf. fjár- hagslega fyrirgreiðslu, eftir að fram var komið yfirlit um skuldbindingar og tryggingar vegna Hafskips hf. hinn 10. október 1984, er sýndi að skuldbindingamar vom kr. 17.326.000,00 hærri en trygging- um nam. Ákærðu héldu enn áfram að veita félaginu fjárhagslega fyrir- greiðslu þrátt fyrir síversnandi stöðu tiygginga að þessu leyti, þannig að skuldbindingar námu kr. 23.353.000,00 umfram tryggingar samkvæmt yfírliti, dagsettu 11. febrúar 1985, kr. 18.334.000,00 samkvæmt yfirliti, dagsettu 3. júní 1985. Ákærðu er gefið að sök að hafa með þeim hætti, er greinir í ákæra- lið þessum, vísvitandi látið farast fyrir að hlíta fyrirmælum 2. mgr. 2. gr. í erindisbréfum fyrir banka- stjóra, samþykktum af bankaráði Útvegsbanka íslands 24. febrúar 1983 og 28. desember 1984. VIII. 5. Háttsemi ákærðu Halldórs Ágústs Guðbjamasonar, Lámsar Jónssonar, Ólafs Helgasonar og Axels Kristjánssonar telst varða við 140. gr. og 141. gr. almennra hegn- 1. Umsaminn afsláttur kr. 969.134,00 2. Eftirgjöf á pakkhúsleigu samkv. 14reikningum kr. 440.085,00 3. Bakfærðir vextir vegna ýmissa reikninga kr. 204.377,00 ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 14. gr. laga nr. 12/1961 um Útvegsbanka íslands, sbr. nú 23. gr. laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka, sbr. og 22. gr. og 37. j*r. reglugerðar nr. 31/1962 fyrir Utvegsbanka ís- lands. IX. kafli Brot bankaráðsmanna í opinberu starfi. Ákærðu Valdimar Indriðasyni, Arnbnirni Kristinssyni, Garðari Sig- urðssyni og Kristmanni Karlssyni, sem allir áttu sæti í bankaráði Út- vegsbanka íslands á ámnum 1981 til 1985, um lengri eða skemmri tíma, allt þar til bú Hafskips hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 6. desember 1985, er gefíð að sök að hafa sem bankaráðsmenn sýnt af sér saknæma vanrækslu við yfir-1-^ stjóm bankans og við eftirlit með starfsemi hans og þannig látið hjá líða að fylgjast með skuldbindingum og tryggingum vegna viðskipta bankans við Hafskip hf., sem var einn af helstu viðskiptaaðilum hans, en samkvæmt fundargerðum bank- aráðsins var ekki fjallað um mál- efni Hafskips hf. á starfstíma ákærðu í ráðinu fyrr en 1. mars 1985. Málið er höfðað gegn ákærða Valdimar sem bankaráðsmanni frá 14. júní 1983 og formanni banka- ráðs Útvegsbanka íslands frá 1. janúar 1985, ákærðu Ambimi og Garðari sem bankaráðsmönnum frá 1. janúar 1981 og ákærða Krist-^ manni sem bankaráðsmanni frá 1. janúar 1985. Háttsemi ákærðu Valdimars, Ambjöms, Garðars og Kristmanns telst varða við 141 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 8. gr. og 12 gr. laga nr. 12/1961 um Útvegsbanka Islands, sbr. nú 9. gr. og 18. gr. laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka, sbr. og 32. gr. og g- og i-liði 35._ gr. reglugerðar nr. 31/1962 fyrir Útvegsbanka íslands. X. kafli Brot endurskoðanda Útvegs- bankans í opniberu starfi. Ákærða Inga Randveri Jóhanns- syni er gefið að sök að hafa látið undir höfðu leggjast í störfum sínum sem kjörinn endurskoðandi Útvegsbanka íslands og jafnframt sem löggiltur endurskoðandi, allt frá árinu 1981 og þar til bú Haf- skips hf. var tekið til gjaldþrota- skipta 6. desember 1985, að rækja eftirlitsskyldu sína vegna viðskipta bankans við Hafskip hf., sérstak- lega að því er varðaði tryggingar vegna skuldbindinga bankans gagnvart félaginu, og að hafa ekki komið á framfæri við stjórnendur Útvegsbankans aðfinnslum og ábendingum um þær misfellur, sem honum var kunnugt um í þessum viðskiptum, en ársreikninga bank- ans frá og með árinu 1981 hefur ákærði áritað sem löggiltur endur- skoðandi. Háttsemi ákærða Inga Randvers Jóhannssonar telst varða við 141. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. og 10. gr. laga ! nr. 67/1976 um löggilta endurskoð- endur, sbr. 12. gr. og 4. mgr. 15. gr. laga nr. 12/1961 um Utvegs- banka íslands, sbr. nú 42. og 43. gr. laga nr. 86/1985 um viðskipta- banka, sbr. og IV. kafla reglugerð- ar nr. 31/1962 fyrir Útvegsbanka,^- íslands. XI. kafli Dómkröfur. Þess er krafíst, að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og að ákærði Helgi Magnússon verði auk þess með dómi sviptur réttindum löggilts endurskoðanda samkvæmt 1. mgr. 15. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðend- ur, sbr. 68. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 með áorðnum* breytingum. Úndirritaður gefur út ákæm þessa með heimild í skipunarbréfi dómsmálaráðherra, dagsettu 6. ágúst 1987, sbr. 22. gr. laga nr. 74/1974, um meðferð opinberra mála. Reykjavík 11. nóvember 1988. Jónatan Þórmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.