Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15' NÓVEMBER 1988 HFÍ HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS ISLANDS RATIONALISERINGS FORENING Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 16. nóvemb- er nk. kl. 16.00-18.00 á Holiday Inn við Sigtún. Málefni fundarins er kynning á þeim árangri sem náðst hefur í hagræðingu hjá íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Erindi fiytur Jón Hálfdánarson forstöðumaöur rannsókna. Á fundinum verður m.a. fjallað um: - Hagræðingarstefna og árangur hagræðingaraðgerða. - Nýting fjármagns, innkaupa- og birgðastefnu. - Framleiðni, breytingar á undanförnum árum. - Sjálfvirkni og stýritækni. — Gæði. - Nýtingu undirverktaka við viðhald. Kröfur til undirverktaka. Stærð, tækni og gæði. Að lokinni framsögu verða almennar umræður um fram- angreind atriðí og gefst fundarmönnum kostur á að fræðast um það nýjasta á þessu sviði, hér á landi og víðar. Félagsmenn og aðrir áhugaaðilar eru hvattir til að mæta stundvíslega, fundurinn hefst kl. 16.00. Stjórnin Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin Um valddreifingu og vinnubrögð á Alþingi eftír Guðrúnu Agnarsdóttur Árlegur landsfundur Kvennalist- ans var haldinn að Lýsuhóli 4. og 5. nóvember sl. Þangað komu meira en 80 konur víða að á landinu til vinnu og samvista, en fundahöld einkenndust af krafti og gleði. Að vanda fór fram endurskoðun á starfsháttum og stefnumótun Kvennalistans og gerðar tillögur um breytingar. Þar var þó hvergi um grundvallarbreytingar að ræða. Talsvert var fjallað um skipulag og starfshætti og framkvæmd hug- myndafræðinnar, en einnig var lögð mikil áhersla á umfjöllun um efna- hagsmál. Landsfundaformið var upphaf- lega tekið upp af kvennalistakonum sem sjálfsagt og hefðbundið funda- form stjómmálasamtaka þar sem klykkt er út með ályktun í lokin. Þetta fundaform höfum við smám saman aðlagað okkar eigin þörfum og valið þær áherslur sem henta starfsháttum okkar. Fyrstu árin var t.d. gefin út yfirgripsmikil ályktun sem unnin var í hópvinnu á fundin- um. í þetta fór mikill tími og vegna þess hve stefnumótun og endurskoð- un er í raun sívirk meðal allra anga Kvennalistans höfum við hafnað þessari áherslu og sendum ekki frá okkur hefðbundna ályktun. Allir landsfundir okkar hafa jafnan verið opnir þeim sem vilja sækja þá, þar á meðal fréttamönnum. Heilbrigð sjálfsgagnrýni Það er merki um styrkleika, ekki veikleika að beita sjálfsgagnrýni en ,hún styrkir jafnframt hreyfinguna. Sú opinskáa og nauðsynlega sjálfs- gagnrýni og endurskoðun sem sífellt fer fram innan Kvennalistans fer því fram þar fyrir opnun tjöld- um. Slíkt getur auðvitað bæði verið þvingandi og jafnframt boðið heim mistúlkun. Fréttamönnum og öðr- um virðist koma hún á óvart og halda að sú eindrægni og samstaða sem ríkt hefur innan Kvennalistans hafí ævinlega fengist fyrirhafnar- laust, lfkast því að hún hafí stokkið alsköpuð út á vettvanginn. Umræð- ur hafa ávallt verið miklar innan Kvennalistans og stundum skiptar skoðanir um einstök mál. Slíkt er eðlilegt, og í raun kveikja að frjórri stefnumótun og breytingu á starfs- háttum til þess sem best hentar. Öllu hefur þó jafnan ráðið sá ótví- ræði vilji sem konur hafa sýnt til að leggja megináherslu á það sem sameinar í stað þess sem sundrar. Varamenn og vinnulag Kvennalistans Miklar umræður hafa spunnist Guðrún Agnarsdóttir „Nú standa hins vegar ýmsir fulltrúar hinna eldri og ráðsettari stjórnmálaflokka ginn- heilagir í glerhúsum sínum, og hneykslast óspart á kvennalista- konum fyrir þá iðju sem þeir hafa sjálfír stund- að stífar en þær.“ um komu varamanna inn á Alþingi og reglur þar að lútandi í kjölfar landsfundarins. Tilefnið voru tillögur sem lands- fundurinn samþykkti varðandi hlut- verk varaþiúgkvenna þar sem verið var að skipuleggja betur þær vinnu- reglur sem við höfum stuðst við sem eru lýðræðislegar og gera konum jafnframt kleift að verða virkari í stjómmálum. Mét þóttu afar undarlegar þær áherslur sem voru í fréttaflutningi af þessum tillögum. Þar var lögð megináhersla á atriði sem öllum ættu að vera löngu kunn, þ.e. að kvennalistakonur hafa stundað og stunda valddreifíngu. Hins vegar hurfu í skuggann áhersluatriði okk- ar í tillögunum og það sem hefði í raun átt að vera fréttnæmt. Það er annars vegar að ákveðið yrði fyrir hvert þing að ákveðnar vara- þingkonur myndu gegna því hlut- verki að leysa þingkonur af á þingtímabilinu. Þær myndu starfa náið með þingflokknum allt þingið, fylgjast með öllum þingmálum og vera því ætíð viðbúnar. Þetta undir- búningsstarf sem að sjálfsögðu er tímafrekt og krefjandi til viðbótar við aðra vinnu þeirra er sjálfboða- vinna. Þessi ráðstöfun er ekki síst sprottin af tillitssemi við störf þingsins þannig að sem minnst truflun verði á þeim og dvöl vara- þingkvenna nýtist betur þinginu, þeim sjálfum og málstað Kvenna- listans. Hins vegar var einnig ákveðið að stofna vinnuhóp kvenna til að gera tillögur um fjármögnun þeirra útskiptinga sem verða hjá Kvenna- listanum á Alþingi. í umræðum um þessi mál undan- fama daga hefur mér þótt gæta misskllnings og jafnvel að rangar eða villandi upplýsingar hafi verið gefnar. Einnig hafa sum mikilvæg málsatriði legið í láginni eða verið látin ósögð. Grjótkast úr glerhúsum Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis tóku alls 44 þingmenn sér varamenn á þinginu á sl. ári eða um 70% og sumir oft- ar en einu sinni þannig að vara- menn.tóku sæti 56 sinnum. Inn- koma varamanna dreifðist þannig milli flokka: Varaþm.: Þingmenn: Alþfl. 10 (18%) 10(16%) Framsfl. 12(21%) 13(21%) Sjálfstfl. 18 (32%) 18 (29%) Alþbl. 7 (13%) 8 (13%) SJF 1( 2%) 1( 2%) Borgarafl. 4 ( 7%) 7(11%) Kvennal. 4 ( 7%) 6(10%) Af þessu má sjá að þrátt fyrir valddreifingarboðskap sinn hefur Kvennalistinn gætt hófsemdar í útskiptingum á þingi. Umkvartanir vegna fjölda vara- þingmanna sem þótti keyra úr hófí á sl. ári og aðgerðir til að draga úr honum geta því ekki verið sprottnar vegna Kvennalistans. Á sl. kjörtímabili gætti Kvenna- listinn einnig hófsemdar í því að kalla inn varaþingmenn en þá köll- uðum við 8 sinnum inn varaþing- konu á 4 árum. Þess ber einnig að geta að í 6 skipti af þeim 12 þegar Kvennalistinn hefur kallað inn vara- þingkonur á sl. 5 árum hafa þing- konur verið án launa frá ríkinu, en 6 sinnum höfum við þurft að gegna opinberum erindum og því þegið laun. Vinnureglur Kvennalistans hafa því ekki valdið ríkinu auknum kostnaði. Ýmsir þeir alþingismenn sem hafa tjáð sig í umræðunni undan- fama daga og telja vinnureglur Kvennalistans fráleitar hafa einnig lagt áherslu á það, að Alþingi sé ekki æfíngabúðir eða stjórnmála- skóli fyrir verðandi þingmenn. Samt hefur það tíðkast meðal hinna hefð- bundnu stjómmálaflokka um ára- tugaskeið að hleypa inn varaþing- mönnum eins og það er kaltað, ein- mitt til þess að kynna þeim starfs- vettvanginn og leyfa þeim að viðra sig. Þetta er auðvitað löngu viður- kennt meðal flokkanna þó ekki sé haft hátt um það. Munurinn er I raun sá að Kvenna- listakonur eru hreinskilnar og op- inskáar um fyrirætlanir sínar. Nú standa hins vegar ýmsir full- trúar hinna eldri og ráðsettari stjómmálaflokka ginnheilagir í glerhúsum sínum, og hneykslast óspart á kvennalistakonum fyrir þá iðju sem þeir hafa sjálfír stundað stífar en þær. Þingmenn sinna margvíslegum störfum og skyldum og þurfa þeirra vegna m.a. að sinna erindagjörðum erlehdis. Þá eru oft kallaðir inn varamenn til þess að trufla ekki störf þingsins. Þegar minnst er á truflun á þingstörfum, þrátt fyrir eða e.t.v. végna umræðu undanfarinna daga, má geta þess að nú er svo komið störfum Al- þingis að fundir sameinaðs Alþingis leggjast niður á næstunni vegna utanferða forseta þingsins. Villandi fréttaflutningxir Á forsíðu Þjóðviljans 9. nóvember ÚTGERÐARMENN-SKIPSTJÓRAR NÓTASKIP-TOGARI Höfum verið beðnir að selja nc er í smíðum hjá þekktri skipasr Skipið verður búið 2500 hes möguleikar á breytingum á fyr þar sem smíði er rétt hafin. Afgreiðslutími getur verið jún Hugsanlegt er að taka skip u Teikningar liggja frammi hjá Gjörið svo vel og leitið upplý t itaskip-t( níðastöð tafla aðal irkomulac í 1989. pp í kauf akkur. singa. M jgara, sem ‘Noregi. vél og eru }i um borð, )in. ú Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚNI 28, SÍMI 91-622900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.