Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Sovétríkin: Byl skotið á loft Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN reyndu í annað sinn að koma geimskutlunni Byl á braut umhverfis jörðu frá Bai- konur-geimstöðinni i Mið-Asíu- hluta Sovétríkjanna klukkan þijú að íslenskum tíma aðfaranótt þriðjudags. Geimskoti Byls var frestað fyrir tveimur vikum vegna bilana i skotpalli. Atta vélar knýja geimskutluna sem er ómönnuð í þessari ferð. Ráðgert er að eldflaugin Energia, sem er stærsta eldflaug sem smíðuð hefur verið, stýri Byl aftur til jarð- ar fari eitthvað úrskeiðis í ferðinni. HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR Áformað er að geimskutlan fari tvisvar umhverfis jörðu og á ferðin að taka 90 mínútur. Gangi allt að óskum markar geimskotið kaflaskipti í geimvís- indakapphlaupi stórveldanna. Fram til þessa hafa Bandaríkjamenn haft ótvírætt forskot á þessu sviði geimvísindanna. Portúgal og Spánn ganga í V-Evrópu- sambandið HAMAX <ss* SNJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPOR7VÖRUVERSLUNUM VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM SÍMI 6812 66 VJterkurog V3 hagkvæmur auglýsingamióill! Daily Telegraph. SPÁNN og Portúgal gengu í Vestur-Evrópusambandið í gær. Utanríkisráðherrar sjö aðild- arríkja og þeirra tveggja sem nú gengu í sambandið, undirrituðu inngönguheimildina á fundi sam- bandsins í London i gær. Vest- ur-Evrópusambandið var stofnað árið 1954 til að efla vamarsam- vinnu Evrópuríkja og auka þátt þeirra í hinum sameiginlegu vörun- um ríkja Atlantshafsbandalagsins. Þetta í fyrsta sinn frá stofnun Vest- ur-Evrópusambandsins að nýjum ríkjum er veitt innganga. Samnin- gaumleitanir tóku um fjóra mánuði eða mun skemmri tíma en búist hafði verið við. Tiltrú Vestur-Evr- ópusambandsins á kjamorkufæl- ingu er í beinni mótsögn við þá stefnu Spánveija að leyfa ekki geymslu kjamorkuvopna á spænsku landssvæði. Niðurstaða samninganna var hins vegar mála- miðlunartillaga þar sem Spánveij- um er gert skylt að hlíta sam- þykktum sambandsins en jafnframt leyft að fylgja afstöðu sinni til kjamorkuvopna fyrst um sinn. Innganga Portúgala, sem voru meðal stofnþjóða Atlantshafs- bandalagsins, var vandkvæðalaus. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, þiggur ráð hjá bróður sínum Fethi en hann er formað- ur Rauða hálfinánans, hjálparstofiiunar Palestínumanna, með svipað starfsvið og Rauði krossinn. Fundur Þjóðarráðs Palestínu: Harðlínumenn og Arafat greinir á um samþykkt SÞ Algeirsborg. Reuter. MEIRIHLUTI fulltrúa á fundi Þjóðarráðs Palestínu, hins útlæga þings Palestínumanna, er reiðubúinn til að fhllast á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 frá árinu 1967, sem felur í sér viður- kenningu á tilverurétti ísraelsrfkis. Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissam- taka Palestínu, og fylgismönnum hans hafði í gær ekki tekist að telja harðlínumenn innan samtakanna á að fallast á samþykkt þessa. Fund- ur Þjóðarráðsins hófst á laugardag en fastlega er búist við þvi að lýst verði yfir stofiiun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á vesturbakka Jórdanár er fundinum Iýkur f dag, þriðjudag. Arafat og fylgismenn hans innan Fatah-hreyfingarinnar hafa hvatt fulltrúana til að lýsa yfir stuðningi við samþykkt Öryggisráðsins í því skyni að unnt verði að hefja friðarvið- ræður við ísraela. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því að forsenda fyrir því að haldin verði alþjóðleg ráð- stefna um málefni Mið-Austurlanda sé sú að leiðtogar Palestínumanna samþykki ályktun þessa án nokkurra skilyrða. Þetta er í fyrsta skipti sem Arafat hefur lýst sig reiðubúinn til að ganga að þessari kröfu og er ta- lið að uppreisn Palestínumanna á hinum herteknu svæðum ísraels og vaxandi örvænting í þeirra röðum hafi ráðið mestu um þessa stefnu- breytingu. KOMUM HEIM, MÆLUM OG RAÐLEGGJUM í VALIÁ INNRÉTTINGUM sparar með • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. Höfum á boðstólum frábært úrval af vönduðum og fallegum eldhúsinnrétt- ingum. Allar huröir úr gegnheilum við. Verð við allra hæfi. Hafið samband strax! Við komum, teiknum upp hugmyndirog gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. éttmaar MM Veitum folki uti a landi líka sérstaka þiónustu. Sími: 680624 artíma 667556. Opiö 9—18 alla daga. Laugardaga 10—16. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER Lítil von um sættir Fram til þessa hefur Þjóðarráð Palestínu fordæmt samþykkt Örygg- isráðsins á þeim forsendum að hún feli í sér viðurkenningu á Ísraelsríki og virði að vettugi sjálfsákvörðunar- rétt palestínsku þjóðarinnar. Harðlínumenn innan PLO líta svo á að samþykktin feli einungis í sér tils- lakanir af hálfu Palestínumanna til að greiða fyrir viðræðum við ísraela og Bandaríkjamenn. Samtök harðlínumanna sem nefnast Frelsis- hreyfing Palestínu (PSNF) og hafa höfuðstöðvar sínar í Damaskus í Sýrlandi birtu I gær yfirlýsingu þar sem fulltrúar á fundi Þjóðarráðs Palestínu voru hvattir til þess að samþykkja ekki ályktun sem fæli í sér viðurkenningu á tilverurétti ísra- elsríkis. Sagði þar ennfremur að hver sá sem féllist á samþykkt Öiyggis- ráðsins gæti ekki talist réttur fulltrúi palestínsku þjóðarinnar. Yrði gripið til „viðeigandi ráðstafana" til að vemda þjóðarhagsmuni og til að tryggja áframhaldandi frelsisbaráttu Palestínumanna. Fulltrúar á fundi Þjóðarráðsins sögðu í gær að leitað yiði leiða til að ná sáttum en það myndi vafalítið reynast erfitt. í frétt- um Reutere-fréttastofunnar var á hinn bóginn fullyrt að leiðtogar harðlínumanna hefðu skuldbundið sig til að fallast á vilja meirihluta fulltrúanna ef ekki reyndist unnt að jafna ágreining þennan. Óljós samþykkt Samþykkt Öryggisráðsins er frá árinu 1967 en skömmu áður höfðu fsraelar gersigrað óvini sína í araba- heiminum í sex-daga-stríðinu svo- nefnda. Samþykktin, sem er í ijórum liðum, þykir um margt geta hentað sem grundvöllur samningaumleitana en á hinn bóginn þykir orðalag víða nokkuð óljóst. Þannig eru ísraelar hvattir til að draga herafla sinn frá „landsvæðum sem hertekin hafa ver- ið i bardögum nýlega". Landsvæði þessi eru ekki tiltekin og tímamörkin þykja óljós. Þannig greinir menn á um hvort með þessu er verið að vísa til vesturbakka Jórdanár, sem áður tilheyrði Jórdönum, Gaza-svæðisins, sem Egyptar réðu áður eða Gólan- hæða sem tilheyrðu Sýrlendingum, eða allra þessara svæða. Egyptar og Jórdanir féllust á samþykkt númer 242 en Sýrlendingar höfnuðu henni. Samþykktin var ítrekuð er Öryggis- ráðið kom saman skömmu eftir að átök brutust út á ný í Mið-Austur- löndum árið 1973 en forusta PLO hafnaði henni á sömu forsendum og áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.