Morgunblaðið - 15.11.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 15.11.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Sovétríkin: Byl skotið á loft Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN reyndu í annað sinn að koma geimskutlunni Byl á braut umhverfis jörðu frá Bai- konur-geimstöðinni i Mið-Asíu- hluta Sovétríkjanna klukkan þijú að íslenskum tíma aðfaranótt þriðjudags. Geimskoti Byls var frestað fyrir tveimur vikum vegna bilana i skotpalli. Atta vélar knýja geimskutluna sem er ómönnuð í þessari ferð. Ráðgert er að eldflaugin Energia, sem er stærsta eldflaug sem smíðuð hefur verið, stýri Byl aftur til jarð- ar fari eitthvað úrskeiðis í ferðinni. HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR Áformað er að geimskutlan fari tvisvar umhverfis jörðu og á ferðin að taka 90 mínútur. Gangi allt að óskum markar geimskotið kaflaskipti í geimvís- indakapphlaupi stórveldanna. Fram til þessa hafa Bandaríkjamenn haft ótvírætt forskot á þessu sviði geimvísindanna. Portúgal og Spánn ganga í V-Evrópu- sambandið HAMAX <ss* SNJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPOR7VÖRUVERSLUNUM VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM SÍMI 6812 66 VJterkurog V3 hagkvæmur auglýsingamióill! Daily Telegraph. SPÁNN og Portúgal gengu í Vestur-Evrópusambandið í gær. Utanríkisráðherrar sjö aðild- arríkja og þeirra tveggja sem nú gengu í sambandið, undirrituðu inngönguheimildina á fundi sam- bandsins í London i gær. Vest- ur-Evrópusambandið var stofnað árið 1954 til að efla vamarsam- vinnu Evrópuríkja og auka þátt þeirra í hinum sameiginlegu vörun- um ríkja Atlantshafsbandalagsins. Þetta í fyrsta sinn frá stofnun Vest- ur-Evrópusambandsins að nýjum ríkjum er veitt innganga. Samnin- gaumleitanir tóku um fjóra mánuði eða mun skemmri tíma en búist hafði verið við. Tiltrú Vestur-Evr- ópusambandsins á kjamorkufæl- ingu er í beinni mótsögn við þá stefnu Spánveija að leyfa ekki geymslu kjamorkuvopna á spænsku landssvæði. Niðurstaða samninganna var hins vegar mála- miðlunartillaga þar sem Spánveij- um er gert skylt að hlíta sam- þykktum sambandsins en jafnframt leyft að fylgja afstöðu sinni til kjamorkuvopna fyrst um sinn. Innganga Portúgala, sem voru meðal stofnþjóða Atlantshafs- bandalagsins, var vandkvæðalaus. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, þiggur ráð hjá bróður sínum Fethi en hann er formað- ur Rauða hálfinánans, hjálparstofiiunar Palestínumanna, með svipað starfsvið og Rauði krossinn. Fundur Þjóðarráðs Palestínu: Harðlínumenn og Arafat greinir á um samþykkt SÞ Algeirsborg. Reuter. MEIRIHLUTI fulltrúa á fundi Þjóðarráðs Palestínu, hins útlæga þings Palestínumanna, er reiðubúinn til að fhllast á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 frá árinu 1967, sem felur í sér viður- kenningu á tilverurétti ísraelsrfkis. Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissam- taka Palestínu, og fylgismönnum hans hafði í gær ekki tekist að telja harðlínumenn innan samtakanna á að fallast á samþykkt þessa. Fund- ur Þjóðarráðsins hófst á laugardag en fastlega er búist við þvi að lýst verði yfir stofiiun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á vesturbakka Jórdanár er fundinum Iýkur f dag, þriðjudag. Arafat og fylgismenn hans innan Fatah-hreyfingarinnar hafa hvatt fulltrúana til að lýsa yfir stuðningi við samþykkt Öryggisráðsins í því skyni að unnt verði að hefja friðarvið- ræður við ísraela. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir því að forsenda fyrir því að haldin verði alþjóðleg ráð- stefna um málefni Mið-Austurlanda sé sú að leiðtogar Palestínumanna samþykki ályktun þessa án nokkurra skilyrða. Þetta er í fyrsta skipti sem Arafat hefur lýst sig reiðubúinn til að ganga að þessari kröfu og er ta- lið að uppreisn Palestínumanna á hinum herteknu svæðum ísraels og vaxandi örvænting í þeirra röðum hafi ráðið mestu um þessa stefnu- breytingu. KOMUM HEIM, MÆLUM OG RAÐLEGGJUM í VALIÁ INNRÉTTINGUM sparar með • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. Höfum á boðstólum frábært úrval af vönduðum og fallegum eldhúsinnrétt- ingum. Allar huröir úr gegnheilum við. Verð við allra hæfi. Hafið samband strax! Við komum, teiknum upp hugmyndirog gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. éttmaar MM Veitum folki uti a landi líka sérstaka þiónustu. Sími: 680624 artíma 667556. Opiö 9—18 alla daga. Laugardaga 10—16. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER Lítil von um sættir Fram til þessa hefur Þjóðarráð Palestínu fordæmt samþykkt Örygg- isráðsins á þeim forsendum að hún feli í sér viðurkenningu á Ísraelsríki og virði að vettugi sjálfsákvörðunar- rétt palestínsku þjóðarinnar. Harðlínumenn innan PLO líta svo á að samþykktin feli einungis í sér tils- lakanir af hálfu Palestínumanna til að greiða fyrir viðræðum við ísraela og Bandaríkjamenn. Samtök harðlínumanna sem nefnast Frelsis- hreyfing Palestínu (PSNF) og hafa höfuðstöðvar sínar í Damaskus í Sýrlandi birtu I gær yfirlýsingu þar sem fulltrúar á fundi Þjóðarráðs Palestínu voru hvattir til þess að samþykkja ekki ályktun sem fæli í sér viðurkenningu á tilverurétti ísra- elsríkis. Sagði þar ennfremur að hver sá sem féllist á samþykkt Öiyggis- ráðsins gæti ekki talist réttur fulltrúi palestínsku þjóðarinnar. Yrði gripið til „viðeigandi ráðstafana" til að vemda þjóðarhagsmuni og til að tryggja áframhaldandi frelsisbaráttu Palestínumanna. Fulltrúar á fundi Þjóðarráðsins sögðu í gær að leitað yiði leiða til að ná sáttum en það myndi vafalítið reynast erfitt. í frétt- um Reutere-fréttastofunnar var á hinn bóginn fullyrt að leiðtogar harðlínumanna hefðu skuldbundið sig til að fallast á vilja meirihluta fulltrúanna ef ekki reyndist unnt að jafna ágreining þennan. Óljós samþykkt Samþykkt Öryggisráðsins er frá árinu 1967 en skömmu áður höfðu fsraelar gersigrað óvini sína í araba- heiminum í sex-daga-stríðinu svo- nefnda. Samþykktin, sem er í ijórum liðum, þykir um margt geta hentað sem grundvöllur samningaumleitana en á hinn bóginn þykir orðalag víða nokkuð óljóst. Þannig eru ísraelar hvattir til að draga herafla sinn frá „landsvæðum sem hertekin hafa ver- ið i bardögum nýlega". Landsvæði þessi eru ekki tiltekin og tímamörkin þykja óljós. Þannig greinir menn á um hvort með þessu er verið að vísa til vesturbakka Jórdanár, sem áður tilheyrði Jórdönum, Gaza-svæðisins, sem Egyptar réðu áður eða Gólan- hæða sem tilheyrðu Sýrlendingum, eða allra þessara svæða. Egyptar og Jórdanir féllust á samþykkt númer 242 en Sýrlendingar höfnuðu henni. Samþykktin var ítrekuð er Öryggis- ráðið kom saman skömmu eftir að átök brutust út á ný í Mið-Austur- löndum árið 1973 en forusta PLO hafnaði henni á sömu forsendum og áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.