Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 I* Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið gómsætum réttum þannig að allirfinna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi. Þegarþú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnarÞXJ þjónustuhraðanum. MWlaðborðið samanstendurafeftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapaté, sjávarr- éttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruðum hörpudiski, ostafylltum silungsflökum, reyksoðnum laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, laxasalati í brauð- kollum, hangikjöti, pottrétti, hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávarréttum íhvítvínssósu, hrúts- pungum, sviðasultu, lifrarpylsu og blóðmör, lunda- böggum, hákarli, ostabakka, ananastertu, harðfiski, úrvali af meðlæti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxt- um o.fl.,o.fl. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga bjóðum við auk þess gómsæta íslenska heiðalambið af silfurvagni. Verð pr. mann aðeins kr. 995,- VÍKINGABÁTURINN Barnahlaðborðið, þar sem börnin velja sér að vild um helgar: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lambakjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.- Frítt fyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælkerar ættu að bragða. Hafið samband við veitingastjóra og pantið borð í síma 2 23 22. P.S. Og auðvltað kynnast útlendlngar íslenskum mat best af Vfklngasklplnu. Vió hótelið, sem er í alfaraleió, er ávallt fjöldi bílastsaAa. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA fiZ HOIEL „H&lmur ú* af fyrir sig“ Pólarpels fær greiðslustöðvun: Refiirinn skorinn niður sam- hliða stofiiun hlutafélags — segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson eigandi Pólarpels Loðdýrabúið Pólarpels á Dalvík hefúr fengið greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Búið fór fram á greiðslustöðvun hjá bæjarfó- eta þann 3. nóvember sl., og var hún veitt samdægurs. Þorsteinn Már Aðalsteinsson er eigandi búsins. Hann hefúr i hyggju að stofina hlutafélag um reksturinn og eru viðræður í gangi um það. Ekki vildi hann þó tOgreina þá aðila, sem hugsanlega kæmu inn í reksturinn. Þorsteinn setti fyrirtækið á fót árið 1971. „Ég hef lengi hugsað mér að breyta fyrirtækinu í hlutafé- lag og bind ég vonir við að það takist á næstu dögum. Því samfara myndi ég skera niður allan refínn og breyta refabúinu alfarið yfir í minkabú með aukinni rekstrar- hagræðingu. Ef þetta gengur eftir, tel ég að yfír búinu sé mjög bjart. Þorsteinn er með rúmar 3.000 minkalæður og 840 refalæður. A síðasta ári nam hagnaðurinn af minkabúinu sex milljónum króna. Hinsvegar nam tap af refabúinu átta milljónum króna fyrir fjár- magnskostnað í báðum tilvikum sem er gífurlegur vegna taps und- anfarinna ára í refaræktinni, að sögn Þorsteins. „Þegar framleiðslukostnaður eykst sífellt innanlands, sama verð fæst fyrir útflutninginn miðað við fast gengi að ekki sé nú talað um tímabundið verðfall atvinnugreinar- innar, þá er ekki von á neinu nema taprekstri. Bilið verður því að brúa með lánum, vöxtum og dráttarvöxt- um, sem hafa verið þeir hæstu í heimi. Það er ekki hægt að reka fyrirtæki undir svona kringumstæð- um. Þetta stóð nokkuð þokkalega hjá mér fyrir nokkrum árum og horfur voru ágætar. Þróunin hefur hinsvegar öll verið frekar neikvæð. Ég vil síst kenna einum né neinum um hvemig komið er og sjálfur er ég ekki með geislabauginn yfir mér. Ytri og innri aðstæður hafa verið hvers kyns útflutningi mjög óhagstæðar, það verður að segjast eins og er. Það er sama hvað mað- ur leggur af mörkum sjálfur, það er eins og dropi í hafíð þegar rekstr- argrundvöllurinn er ekki lengur fyr- ir hendi,“ sagði Þorsteinn Már. Hann sagði að burtséð frá því hvemig Pólarpels famaðist, væri hann á þeirri skoðun að menn ættu að gefa loðdýraræktinni gaum eins og reyndar öllum útflutningi. „Við eigum að leggja áherslu á útflutn- ing þó spuming sé hversu langt á að ganga. Ég get ekki dæmt um það því ég get ekki rætt hlutlaus um málið,“ sagði Þorsteinn Már að lokum. Álafoss: Jakkasaumur og handprjón flutt til Póllands, Júgóslavíu eða Hong Kong? ÁLAFOSS hefúr íhugar að flylja út saumaskap á þeim flíkum, sem dýrastar eru í firamleiðslu hér á landi. í því sambandi hefúr verið rætt við Pólveija. Þá hefúr fyrirtækið hug á því að koma upp handpijónadeild innan fyrirtækisins og verða handpijónaðar íslenskar lopapeysur væntanlega pijónaðar i Hong Kong eða í Júgóslavíu. Að sögn Jóns Sigurðarsonar for- stjóra munu ekki koma til neinar uppsagnir ef af þessu verður. Hand- pijónið yrði aðeins viðbót við starf- semi fyrirtækisins, en þess má geta að gamli Álafoss í Mosfellsbæ lét pijóna lopapeysur í Kína. Þær kon- ur, sem nú vinna við saumaskap á jökkunum, munu færast til innan fyrirtækisins, ef af þessu verður. Kynntum Sovétmönn- um íramleiðsluvörumar - segir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss „Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að setja upp sýningu á nýjum framleiðsluvör- um okkar, eins og venjan er áður en samningaþófið sjálft hefst. Engar formlegar samningavið- ræður fóru fram að þessu sinni enda hafa Sovétmenn ekki gert neinar áætlanir um ullarvöru- kaup á næsta ári,“ sagði Aðal- steinn Helgason aðstoðarfor- stjóri Alafoss í samtali við Morg- unblaðið. Hann kom heim frá Moskvu um helgina ásamt Kol- beini Sigurbjörnssyni markaðs- fúlltrúi efitir vikudvöl í Moskvu þar sem þeir kynntu framleiðslu fyrirtækisins fyrir næsta ár. Álafossmenn halda væntanlega aftur til Moskvu í næsta mánuði og gerir Aðalsteinn sér vonir um að samningar takist fyrir jól um viðskipti næsta árs. Búist er við því að ríkisfyrirtækið Razno kaupi af Álafossi ullarvörur fyrir fímm til sex milljónir dollara á næsta ári og Sovéska samvinnusambandið fyrir um þijár milljónir dollara. Hinsveg- ar hafa engar áætlanir um fjárveit- ingar fyrir greinina litið dagsins ljós í Sovétríkjunum ennþá. Því eru við- skiptin ennþá í óvissu. Éins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu, vantar þijár milljónir dollara upp á að Razno hafí keypt fyrir þá upphæð, sem kveðið er á í rammasamningi þjóðanna. Aðal- steinn sagðist svartsýnn á að við- bótarsamningar næðust á árinu við Sovétmenn. Hann gerði ráð fyrir einhveijum hækkunum á Sovét- markaði á næsta ári þar sem verð- ið væri frekar lágt. Sæmilegur árangur náðist í samningaviðræð- unum í fyrra, að sögn Aðalsteins, en þá náðist rúmlega 25% hækkun á Sovétmarkaði. „Við höfum ekki ráðið nægilega vel við framleiðslu á allra dýrustu flíkunum, svo sem við jakkasaum- inn, á því verði sem fyrir þá fást. Því höfum við rætt við Pólveija um að taka að sér þann hluta starfsem- innar,“ sagði Jón. Aðalsteinn Helgason aðstoðar- forstjóri Álafoss sagði að aðeins væri verið að skoða þessa mögu- leika. Engin ákvörðun hefði verið tekin, en væntanlega yrði hún tekin fyrir áramót. „Taka þarf tillit til margra þátta svo sem til gæða, afgreiðsluöryggis, tolla og kvóta frá hinum mismunandi löndum. Það er margt sem þarf að skoða og ennþá er það spuming hvort þetta borgi sig. Það er ekki bara ódýra vinnu- aflið, sem við einblínum á. Við höf- um undanfarið sent band til þessara landa og látið vinna fyrir okkur flíkur til þess að reyna að meta gæðin. Gæðin hér á landi í hand- pijóninu eru mjög mikil, það vitum við. Það er hinsvegar miklu dýrara að láta pijóna peysumar hérlendis auk þess sem magnið af handpijón- uðum peysum hér er miklu tak- markaðra en það gæti orðið erlend- is,“ sagði Aðalsteinn. Fjölnýtikatlar til kyndingar með raf- magni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýting og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu með innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. Dæmi: C.T.C TOTAL kW Rafmagn..............15.75 Viöur...................15 Olía....................15 UOSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.