Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Hlutverk Hótels Arkar eftir Sverri Schopka Rekstrarörðugleikar íslenzkra fyrirtækja hafa verið ofarlega á dagskrá í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Fjárfesting í ýmsum grein- um hefur ekki skilað sér sem skyldi og óhætt er að fullyrða, að mörg fyrirtæki hafi lagt i offjárfestingu, sem valdið hefur greiðsluörðugleik- um og í mörgum tilfellum gjald- þroti. Eitt þeirra fyrirtækja, sem átt hefur undir högg að sækja, er Hót- el Örk í Hveragerði. Sú ákvörðun Helga Þórs Jonssonar að opna glæsilegt heilsuhótel í Hveragerði í júnímánuði 1986 ber vott um framsýni og stórhug. Mikilvægi ferðaiðnaðarins fer stöðugt vaxandi enda ein þeirra atvinnugreina, sem í æ ríkari mæli skila gjaldeyri í þjóðarbúið. Almenn velmegun og aukinn frítími fólks er ástæðan fyrir vaxandi ferða- mannastraumi landa á milli. Einn stærsti markaður ferðaiðn- aðarins er Sambandslýðveldið Þýskaland. Það er því rökrétt stefna flugfélaganna, Arnarflugs og Flug- leiða, að beita sér að þessum mark- aði. Ennfremur hefur íslenzka land- kynningarskrifstofan í Frankfurt unnið skipulega að því að auglýsa ísland á meginlandinu. Og ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu ferðaskrifstofum, sem lagt hafa hönd á plóginn með góðum ár- angri. Nýjustu tölur sýna það, að við erum á réttri leið. I fyrra komu um 14.000 Þjóðveijar til landsins og í lok október sl. voru þeir orðnir 15.500, þrátt fyrir það að ferða- mannafjöldinn í heild hafi minnkað um 600 manns. Þess má geta hér að fullbókað hefur verið í ferðir Arnarflugs um Hamborg. Sú kynningarstarfsemi, sem unn- ið hefur verið að í Þýskalandi und- anfarin ár, skilar æ betri árangri. En nú eru blikur á lofti. Hótel Örk og nokkur önnur hótel eiga við fjárhagsörðugleika að etja. Ef það spyrst út fyrir landsteinana, að vafasamt sé um rekstur þessara hótela, má búast við því, að mikill afturkippur komi í ferðamanna- strauminn til landsins. Hér er því hætta á ferðum. Hótel Örk er byggt sem heilsu- hótel, fyrsta heilsuhótel landsins. Það laðar til sín nýja tegund ferða- manna, sem ráðgera að dvelja 2-3 vikur á sama stað. Slík dvöl kæmi ekki eingöngu Hveragerði til góða, heidur og öllu Suðurlandsundirlend- inu. Samkvæmt áliti þýskra lækna, sem skoðuðu hótelið í sumar, er þar ágætis aðstaða fyrir gesti til hótel- dvalar. Nú er unnið að því að mark- aðssetja hótelið í Þýskalandi og hefur það starf gengið vel. Stefnt er að því að fá 750 gesti til heilsu- dvalar á næsta ári og auka þann fjölda síðan jafnt og þétt. Sölubækl- ingar þeirra ferðaskrifstofa, sem auglýsa hótelið sérstaklega sem heilsuhótel, eru að koma út þessa dagana, og nú þegar eru bókanir famar að berast. Ferðaiðnaðurinn hefur verið í stöðugum vexti og aukið gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar. Hann hefur brotizt áfram án verulegs stuðnings hins opinbera. Góðar samgöngur við landið á sjó og í lofti svo og góð hótel eru forsenda fyrir áfram- haldandi vexti hans. En hættur steðja víða að. Út- flutningsvegir okkar eiga í vök að veijast vegna ytri áhrifa. Hvalamál- ið svokallað er að stefna íslenzkum viðskiptahagsmunum í hættu. Grænfriðungar eru að hefja stór- felldar aðgerðar gegn þeim næstu daga í Þýskalandi. Utflutnings- og ferðaiðnaður eiga það sameiginlegt, að þeir skapa þjóðinni gjaldeyristekjur. Þau vandamál, sem nú steðja að þessum Sverrir Schopka atvinnugreinum, verður að leysa undir forystu ríkisvaldsins, ef við eigum ekki að missa þá markaði, sem byggðir hafa verið upp með þrotlausu starfi undanfarin ár. Höfíindur er forstjóri í Hamborg og fréttaritari Morgunblaðsins þar. Hótel Örk í Hveragerði. Sjötugsafinæli: ÓliB. Jónsson 70 ára er í dag, 15. nóvember, Óli B. Jónsson fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins og fyrrum knattspymu- þjálfari. Óli er fæddur Vesturbæingur, í Stóra-Skipholti við Grandaveg, enda lá leiðin fljótt í KR, þar sem hann var m.a. leikmaður í meistara- flokki 1936—1949, knattspymu- þjálfari frá 1946 til 1976. 1946 útskrifaðist Óli B. frá íþróttakenn- araskóla íslands. Síðustu árin sem knattspymuþjálfari æfði Óli knatt- spymulið Vestmanneyinga, Kefl- víkinga og Val. Óli lék um nokkurra ára skeið með landsliði íslendinga, var lands- liðsþjálfari, átti sæti í tækninefnd KSI í 12 ár og í nokkur ár sem formaður þeirrar nefndar og stjóm- aði útvarpsþáttum um knattspymu- mál. óli B. hefur stundað golf síðan 1964 og gerir enn af fullum krafti, íþróttaferillinn er orðin langur eða allt frá 1931. Óli kvæntist Guðnýju Guðbergs- dóttur frá Hafnarfírði 1946 og eiga þau þijú böm. Óli og Guðný eru nú stödd í Bandaríkjunum hjá vinafólki sínu. Heimilisfangið þar er: Ásta Eaton, 16 Thomson Street, Annapolis MD. N.N. Um loðnuveiðar og vinnslu eftirSverri Sveinsson í Morgunblaðinu 28. okt. sl. er grein eftir Hjört Gíslason, þar sem vakin er athygli á vaxandi tengslum loðnuskipa og verksmiðja. Kemur þar m.a. fram að 80% loðnuflotans eru nú þegar í eigu vinnslunnar eða eigendur loðnuskipa eiga ítök í loðnubræðslum. Einnig koma fram í greininni sjónarmið Jóns Rejmis Magnússon- ar, framkv.stj. Síldarverksmiðja ríkisins, en hann hefur vaxandi áhyggjur af þessari þróun og telur hann að hlutur SR hljóti að skerð- ast mjög á næstunni ef ekkert verð- ur að gert. Jón segir að það sé ekki stefna stjómar SR að fara í útgerð loðnu- skipa enda hamli lögin um verk- smiðjumar þeim það verkefni. Ég vek athygli á að flutt var frumvarp á Alþingi síðastliðinn vet- ur þess efnis að úr lögunum yrði ein málsgrein felld niður og væri það þá í valdi stjómarinnar á hveij- um tíma á hvem veg hún tryggði verksmiðjunum hráefni. Að flutningi að þessu fmmvarpi stóðu allir þingmenn í Norðurlands- kjördæmi vestra. Bæjarstjóm Siglufjarðar fór þess á leit við þingmennina fyrir nokkr- um ámm að þeir stæðu að breyt- ingu á lögunum þannig að verk- smiðjumar gætu gert út skip. Þegar þetta er skrifað er að ljúka nokkurra daga bræðslu í SR 46, og ekki vitað um væntanleg skip með afla. Verksmiðja SR á Raufar- höfn hefur fengið einn farm sem af er vertíðinni og SR á Seyðisfírði og Reyðarfirði engan. Bræðsla í Norðfirði, Eskifirði og Vestmannaeyjum er hins vegar í fullum gangi svo og á Akranesi, Bolungarvík og Reykjavík. Ég tel að SR verði að taka þátt í þeirri samkeppni sem er nú um takmarkað hráefni með því að eign- ast skip sem veiði fyrir þeirra verk- smiðjur og jaftii nýtingartímann, annars getur farið svo að þessar verksmiðjur standi ónotaðar eftir nokkur ár. Á Siglufirði hagar svo til að Síldarverksmiðjur ríkisins em ann- að stærsta atvinnufyrirtæki kaup- staðarins. Hljóta því bæjaryfírvöld og þingmenn að þiýsta mjög á að „Það er von margra að stjórnvöld sem bera ábyrgð á rekstri SR geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að setja þessari starf- semi ytri skilyrði þann- ig að verksmiðjurnar hafi sömu rekstrarskil- yrði þrátt fyrir mis- munandi eignarform.“ rekstrargrandvöllur þessa atvinnu- fyrirtækis verði tryggður sem best. Á undanfomum ámm hafa loðnuverksmiðjur í vaxandi mæli farið að framleiða svokallað gæða- mjöl sem hægt er að vinna úr fisk- eldisfóður. Fjórar loðnuverksmiðjur á Krossanesi, Þórshöfn, Grindavík og Hafnarfírði geta nú framleitt þetta mjöl. En samkvæmt fréttum frá EWOS hf. í Reykjavík og ístess hf. á Akureyri, er ljóst að fleiri verksmiðjur verða að fara að fram- leiða þetta mjöl svo að hægt verði að anna þeim mörkuðum sem þegar em fyrir hendi í Færeyjum og Nor- egi, svo og til þess að mæta upp- byggingu fískeldis hér á landi, sem stefhir f 10—12 þúsund tonn innan fárra ára. Þegar SR 46 var endurbyggð árið 1985 þannig að hún er ein fullkomnasta verksmiðja á Norður- löndum, hljóta menn að hafa hugs- að fyrir því að framleiða slíkt gæða- mjöl og jafnvel úrvinnslu úr því með fiskfóðurframleiðslu. Atvinnumálanefnd Siglufjarðar beindi fyrir nokkmm ámm því til stjómar SR að þessi starfsemi yrði sett af stað hjá verksmiðjunni á staðnum, en því miður varð ekki af því þá. Éins og horfír í uppbyggingu fískeldisstöðva hérlendis er ört vax- andi markaður innanlands fyrir þessa framleiðslu auk útflutnings. Mikil verðmætaaukning loðnu- mjölsins er við þessa framleiðslu. Einnig má benda á aukna atvinnu- möguleika, t.d. vinna 23—31 maður hjá ístess hf. við þessa framleiðslu sem hófst ekki fyrr en vorið 1987. Það er von margra að stjómvöld sem bera ábyrgð á rekstri SR geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að setja þessari starfsemi ytri skilyrði þannig að verksmiðjumar hafí sömu rekstrarskilyrði þrátt fyr- ir mismunandi eignarform. Fram hefur komið hjá Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, að á næsta ári verði að draga úr veiðum á þorski, karfa og rækju, þar sé um mjög vandasamt verk- efni að ræða sem menn hafí mjög miklar áhyggjur af. Án efa er um umtalsverðan hag fyrir okkur að nýta loðnumjölið til aukinnar verðmætasköpunar, þann- ig að þeir möguleikar sem í þessu felast fyrir ríkisverksmiðjumar verði skoðaðir I alvöm, jafnframt því sem einkaverksmiðjur og verk- smiðjur í sameignarformi takist á við þetta verkefni. Höfundur er veitustjóri á Siglu- Srði og varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.