Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Ákært í Hafskipsmálinu; Skjalafals, fjárdráttur, rangfærsla skjala og brot á lögum um hlutafélög IV. 3. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefíð að sök að hafa á árunum 1983 til og með árinu 1985 dregið sér úr sérstökum tékkareikningum hjá Hafskip hf., þ.e. hlaupareikn- ingum nr. 2878 og nr. 921, síðar 10921 við Útvegsbanka íslands, eftirtaldar greiðslur, sem ákærði lét færa í bókhald Hafskips hf. sem kostnað félagsins, þó að þær væru persónuleg útgjöld og félaginu óvið- komandi: a) kr. 13.600,00 er ákærði greiddi Emi Fr. Georgssyni með tékka nr. 1587057 af reikningi nr. 921, útgefnum 4. febrúar 1983, en þótt greiðsla þessi væri óviðkomandi Hafskip hf., lét ákærði gjaldfæra hana sem ferðakostnað hjá félaginu. b) kr. 55.563,60 með tveimur tékkum, hvorum að fjárhæð kr. 27.781,80, nr. 1587067 og 1587069 af reikningi nr. 921, er ákærði notaði til að greiða vexti vegna hlutafjáraukningar sinnar og meðákærða Ragnars í Hafskip hf. og færa sem vaxtagjöld félagsins. c) kr. 12.890,00, er ákærði greiddi Ferðaskrifstofunni Út- sýn fyrir utanlandsferð sonar síns„ Björgólfs Björgólfssonar, með tékka nr. 1629555 af reikningi nr. 10921, útgefnum 29. júní 1983, og lét færa í bókhald Hafskips hf. sem ferðakostnað, þótt ferðin væri félaginu óviðkomandi. d) kr. 211.000,00, er ákærði fékk greiddar með tékka nr. 1629568 af reikningi nr. 1092, útgefnum 29. nóvember 1983, en fé þetta rann til ákærða sjálfs, þótt það væri fært sem afslættir í bókhaldi Hafskips hf. e) kr. 13.500,00, er ákærði greiddi Jóni Kjartanssyni með tékka nr. 1629570 af reikningi nr. 10921, útgefnum 21. des- ember 1983, fyrir hreinsun á teppum í sinni eigu, en lét færa greiðsluna sem tjón í bók- haldi Hafskips hf. f) kr. 13.000,00, er ákærði greiddi Antik Gallerí með tékka nr. 1629579 af reikningi nr. 10921, útgefnum 6. febrúar 1984, vegna eigin viðskipta, en lét gjaldfæra í bókhald Haf- skips hf. undir liðnum: „Risna, styrkir, auglýsingar, sími“. g) kr. 369.000,00, er ákærði greiddi Kristni Sophusi Krist- inssyni með tékka nr. 1629598 af reikningi nr. 10921, útgefn- um 1. ágúst 1984, stíluðum á Sjöstjömuna hf., vegna per- sónulegra viðskipta ákærða og Kristins en greiðsluna lét ákærði færa í bókhald Hafskips hf. sem tjón. h) kr. 72.250,00, er ákærði greiddi sér með tékka nr. 2263627 af reikningi nr. 10921, útgefnum 12. nóvem- ber 1984, og lét færa í bók- hald Hafskips hf. sem ferða- kostnað á grundvelli reiknings frá Ferðaskrifstofunni Útsýn, dagsettum 27. september 1984, vegna ferðar óviðkom- andi félaginu. i) kr. 157.844,00, sem hluta af tékka nr. 2263629 af reikningi nr. 10921, útgefnum 19. des- ember 1984, er ákærði greiddi Reykvískri endurtryggingu hf. vegna iðgjalda af persónuleg- um vátryggingum ákærða og fjölskyldu hans, en lét gjald- færa í bókhaldi Hafskips hf. sem kostnað við tryggingar. j) kr. 12.050,00, sem hluta af tékka nr. 2263630 af reikningi nr. 10921, útgefnum 21. des- ember 1984, er ákærði greiddi sér og lét færa í bókhald Haf- skips hf. undir liðnum: „Risna, styrkir, auglýsingar, sími,“ þótt um persónuleg útgjöld •væri að ræða, þ.e. kr. 6.538,00 vegna kaupa á vegglömpum o.fl., kr. 1.200,00 vegna sektar fyrir umferðarlagabrot og kr. 4.314,00 vegna hljóðupptöku af sjónvarpsþætti. k) kr. 65.000,00, er ákærði greiddi sér með tékka nr. 2263642, útgefnum 1. ágúst 1985, og áritaði með reikn- ingsnr. 11284, en tékkinn var tekinn út af reikningi nr. 10921. Ákærði lét færa fjár- hæðina sem auglýsingakostnað við bókhald Hafskips hf. l) kr. 4.200,00, er ákærði greiddi Ragnari Aðalsteinssyni, hrl., með tékka nr. 2263644 af reikningi nr. 10921, útgefnum 21. ágúst 1985, sem þóknun fyrir lögfræðiaðstoð óviðkom- andi Hafskip hf., en lét færa í bókhald Hafskips hf. sem kostnað við lögfræðiaðstoð. IV. 4. Ákærða Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa á árunum 1981 til og með árinu 1984 dregið sér úr sérstökum tékkareikningi hjá Hafskip hf., þ.e. hlaupareikningi nr. 2878 og síðar nr. 12878 við Útvegsbanka íslands, eftirtaldar greiðslur, sem ákærði lét færa í bókhald Hafskips hf. sem kostnað félagsins, þó að þær væru persónu- leg útgjöld og félaginu óviðkom- andi: a) kr. 22.356,60 sem hluta af tékka nr. 0761838 af reikningi nr. 2878, útgefnum 27. mars 1981, en með þessari greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endur- greiða sér vexti vegna hluta- fjáraukningar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félags- ins. b) kr. 22.356,60 sem hluta af tékka nr. 0761839 af reikningi nr. 2878, útgefnum 28. mars 1981, en með greiðslu þessari lét ákærði Hafskip hf. endur- greiða Björgólfí Guðmundssyni vexti vegna hlutafjáraukningar hans í félaginu og færa sem vaxtagjöld félagsins. c) kr. 15.087,00, sem ákærði greiddi sér með tékka nr. 0858203 af reikningi nr. 2878, útgefnum 14. desember 1981, en vegna þessara greiðslu skil- aði ákærði í bókhald Hafskips hf. reikningi frá Ferðaskrif- stofunni Útsýn, dagsettum 6. maí 1981, þótt reikningur þessi hefði áður verið greiddur ferða- skrifstofunni og fylgibréf með honum notað sem fylgiskjal í bókhaldi félagsins. d) kr. 19.347,00, sem ákærði greiddi sér með tékka nr. 0858204 af reikningi nr. 2878, útgefnum 17. desember 1981, en með þessari greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endurgreiða sér vexti vegna hlutafjáraukn- ingar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félagsins. e) kr. 17.810,10 sem ákærði greiddi með tékka nr. 0858219 af reikningi nr. 2878, útgefn- um 16. apríl 1982, en með þessari greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endurgeiða sér vexti vegna hlutafjáraukningar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félagsins. f) kr. 16.115,55, sem hluta af tékka nr. 0998189 af reikningi nr. 2878, útgefnum 11. október 1982, en með þessari greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endur- greiða sér vexti vegna hluta- ijáraukningar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félags- ins. g) kr. 78.888,00, sem ákærði greiddi í Landsbanka íslands með tékka nr. 11712986 af reikningi nr. 12878, útgefnum 12. september 1983, og notaði til að geiða víxil vegna ferða- kostnaðar aðila tengdra honum en óviðkomandi Hafskip hf., en greiðsluna lét ákærði færa á ferðakostnað í bókhaldi Haf- skips hf. h) kr. 298.000,00 sem ákærði greiddi sér með tékka nr. 1712988 af reikningi nr. 12878, útgefnum 12. septem- ber 1983, en fé þetta rann til ákærða sjálfs, þótt það væri fært sem afslættir í bókhaldi Hafskips hf. i) kr. 13.866,00 sem hluta af tékka nr. 1712990 af reikningi nr. 12878, útgefnum 4. október 1983, en með þessri greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endur- geiða sér vexti vegna hlutafjár- aukningar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félagsins. j) kr. 24.849,00, sem ákærði greiddi sér með tékka nr. 1712999 af reikningi nr. 12878, útgefnum 15. desember 1983, og lét færa í bókhald Hafskips hf. sem risnu, þótt um væri að ræða greiðslu á hluta kostnaðar við brúðkaups- veislu dóttur hans. k) kr. 64.751,10, sem ákærði greiddi Bláskógum hf. með tékka nr. 1712956 af reikningi nr. 12878, útgefnum 16. febrú- ar 1984, og lét færa í bókhald Hafskips hf. sem tjón og af- slætti, þótt um væri að ræða greiðslu fyrir húsgögn, sem Bláskógar hf. fluttu inn fyrir ákærða persónulega. l) kr. 18.357,00, sem ákærði greiddi Bláskógum hf. með tékka nr. 1712961 af reikningi nr. 12878, útgefnum 16. febrú- ar 1984, og lét færa í bókhald Hafskips hf. sem tjón og af- slætti, þótt um væri að ræða greiðslu aðflutningsjalda fyrir húsgögn, sem Bláskógar hf. fluttu inn fyrir ákærða per- sónulega. m) kr. 5.827,50, sem hluta af tékka nr. 1712969 af reikningi nr. 12878, útgefnum 13. mars 1984, er ákærði greiddi í Út- vegsbanka íslands og notaði til að greiða vexti vegna hluta- fjáraukningar sinnar í félaginu, en lét færa sem vaxtagjöld fé- lagsins. n) kr. 17.000,00, sem ákærði greiddi Konráði Guðmundssyni með tékka nr. 2023552 af reikningi nr. 12878, útgefnum 12. október 1984, og lét færa í bókhald Hafskips hf. sem ráðgjöf undir liðnum: „Erlend sérfræðiaðstoð,“ þótt um væri að ræða viðgerð á sumarbústað ákærða. o) kr. 4.976,00 sem hluta af tékka nr. 2023554 af reikningi nr. 12878, útgefnum 2. nóvember 1984, en með þessari greiðslu lét ákærði Hafskip hf. endur- greiða sér vexti vegna hluta- fjáraukningar sinnar í félaginu og færa sem vaxtagjöld félags- ins. IV. 5. Ákærðu Björgólfi Guðmundssyni og Páli Braga Kristjónssyni er gef- ið að sök að hafa dregið sér og fénýtt í eigin þágu eða annarra aðila, óviðkomandi Hafskip hf., kr. 163.000,00, sem ákærði Páll Bragi, að fyrirlagi meðákærða Björgólfs, greiddi sér með handhafatékka nr. 1772040, útgefnum 27. október 1983, af sérstökum tékkareikningi nr. 10903 við Útvegsbanka íslands, sem ákærði Páll Bragi hafði í vörslu sinni, og lét gjaldfæra greiðsluna í bókhald Hafskips hf. gegn framvís- un á tilbúnu fylgiskjali með textan- um: „Afsláttur vegna vskm.“ og áritunin „Rétt B.G.“. IV. 6. Ákærða Björgólfi Guðmundssyni er gefið að sök að hafa dregið sér kr. 23.500,00, sem ákærði lét með- ákærða Pál Braga greiða með tékka nr. 1772046 af reikningi nr. 10903 við Útvegsbanka íslands, útgefnum 9. nóvember 1983, og afhenti Jóni Ágústi Eggertssyni sem ferðastyrk félaginu óviðkomandi gegn fram- vísun á tilbúnum reikningi frá Þor- steini Eggertssyni, hdl., dagsettum 8. nóvember 1983, að sömu Ijárhæð fyirr lögmannsaðstoð við samnings- gerð og lét gjaldfæra hjá Hafskip hf. sem „innlenda sérfræðiaðstoð". IV. 7. Ákærðu Björgólfi Guðmunds- syni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa dregið sér kr. 120.000,00, sem ákærði Páll Bragi, að fyrirlagi meðákærðu Björgólfs og Ragnars, greiddi sér með tékka nr. 1772049, útgefnum 23. nóvem- ber 1983, af sérstökum tékkareikn- ingi nr. 10903 við Útvegsbanka íslands, sem ákærði Páll Bragi hafði í vörslu sinni, en greiðslu þessa fénýttu ákærðu fyrir milligöngu Alberts Guðmundssonar til greiðslu sjúkrakostnaðar í þágu aðila, óvið- komandi Hafskip hf., Guðmundar Jóhanns Guðmundssonar, og létu gjaldfæra í bókhaldi félagsins undir liðnum: „gjafír og styrkir". Jafnframt er ákærðu Björgólfi og Páli Braga gefið að sök að hafa dregið sér kr. 60.000,00 sem and- virði tékka nr. 3562956 af hlaupa- reikningi nr. 250 við Landsbanka Islands, sem gefinn var út til Haf- skips hf., en tékki þessi var endur- geiðsla Hf. Eimskipafélags íslands á helmingi ofangreinds sjúkra- kostnaðar. 'IV. 8. Ákærðu Björgólfí Guðmunds- syni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa við vörslu og meðferð sérstakra tékkareikninga, þ.e. hlaupareikr.inga nr. 2878, síðar nr. 12878, nr. 921, síðar 10921 og nr. 903, síðar 10903 við Útvegsbanka islands, sýnt af sér stórfellda óreglusemi í bókhaldi með því að vanrækja skil á fylgiskjölum, styðja færslur við ófullnægjandi eða vill- andi fylgiskjöl, færa til gjalda ýmis persónuleg útgjöld ákærðu sjálfra og annarra starfsmanna Hafskips hf. og sjá ekki til þess, að lokafærsl- ur í bókhaldi Hafskips hf. væru í samræmi við raunverulegar greiðsl- ur af reikningum þessum. IV. 9. Ákærði Helgi Magnússon er sótt- ur til saka fyrir hylmingu með því að hafa í starfí sínu sem löggiltur endurskoðandi Hafskips hf. látið færa nokkurn hluta þeirra ijár- hæða, sem meðákærðu Björgólfur, Páll Bragi og Ragnar höfðu á hveiju rekstrarári ráðstafað af hinum sér- stöku tékkareikningum, sem þeir höfðu í vörslu sinni, á tiltekna kostnaðarliði í bókhaldi félagsins, án þess að kreíja meðákærðu um viðeigandi fylgiskjöl fyrir þeim greiðslum í þvf skyni að sannreyna, að kostnaðarfærslur vörðuðu félag- ið og að úttektir ákærðu Björgólfs og Ragnars að öðru leyti væru inn- an marka þeirrar heimildar, sem stjóm félagsins hafði samþykkt, og fyrir að hafa þannig aðstoðað með- ákærðu við að leyna fjárdráttar- brotum þeirra, sem að framan er lýst, og að halda ólöglegum ávinn- ingi af þeim brotum. IV. 10. Öll framangreind brot ákærðu Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Ragnars Kjartanssonar samkvæmt ákæru- liðum IV. 1 til IV. 7 teljast varða við 247. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 og brot sam- kvæmt ákærulið IV. 8 teljast varða við 262. gr. sömu laga. Háttsemi ákærða Helga Magnús- sonar samkvæmt ákærulið IV. 9 telst varða við 1. mgr. 254. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 og 7. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðend- ur. V.kafli Skjalafals Ákærða Páli Braga Kristjónssyni er gefið að sök að hafa á árinu 1983 notað til gjaldfærslu í bók- haldi Hafskips hf. eftirtaldar fals- aða reikninga: a) Ejóra reikninga, samtals að flárhæð kr. 43.320,00, sem rit- aðir voru á reikningseyðublöð frá Slippfélaginu í Reykjavík hf., með tilbúnum greiðsluund- irritunum, þar sem látið var líta svo út sem um greiðslu fyrir vinnu í þágu Hafskips hf. væri að ræða, en samsvarandi fjárhæðir greiddi ákærði Jóni Sævari Jónssyni af sérstökum tékkareikningj nr. 903, síðar 10903 við Útvegsbanka ís- lands, eins og hér greinir: Reikningur dagsettur 20. febrúar kr. 15.000,00 Reikningur dagsettur 8. ágúst kr. 13.500,00 Reikningur dagsettur 19. sept- ember kr. 10.500,00 Reikningur dagsettur 20. nóv- ember kr. 4.320,00 b) Reikning, dags. 30. sept- ember, að ijárhæð kr. 60.000,00, sem ritaður var á reikningseyðublað frá Slipp- félaginu í Reykjavík hf., með stimpli félagsins sem greiðslu- undirritun, þar sem látið var líta svo út sem um greiðslu fyrir vinnu í þágu Hafskips hf. væri að ræða, en ákærði notaði reikning þennan til að greiða sér samsavarandi járhæð af sérstökum télckareikningi nr. 10903 við Útvegsbanka ís- lands. c) Reikning að fjárhæð kr. 30.000,00, sem ritaður var á reikningseyðublað frá Svani Lárussyni, Asparlundi 2, Garðabæ, fyrir 240 rúmmetra af grús, með tilbúinni greiðslu- undirritun, þar sem látið var líta svo út sem þar væri um greiðslu fyrir vörukaup af hálfu Hafskips hf. að ræða, en ákærði notaði reikning þennan til að geiða Þórunni Lúðvíks- dóttur fyurir kandídatsritgerð í viðskiptafræði með tveimur tékkum af sérstökum tékka- reikningi nr. 10903, tékka nr. 1648733, útgefnum 4. júlí, kr. 15.000,00, og tékka nr. 1772026, útgefnum 9. septem- ber 1983, kr. 15.000,00. Ákærði Páll Bragi telst með framangreindri háttsemi hafa gerst sekur um skjalafals, sem varðar við 1. mgr. 155. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940. VI. kafli Ýmis fjárdráttarbrot . VI. 1. Ákærða Björgólfí Guðmundssyni er gefið að sök að hafa á árinu 1983 dregið sér eftirtaldar greiðsl- ur, sem ákærði lét greiða sér af aðalbankareikningi Hafskips hf., þ.e. hlaupreikningi nr. 1180 við IJtvegsbanka íslands, og ráðstafaði í eigin þágu eða annarra án þess að þær vörðuðu félagið: a) kr. 20.800,00, er ákærði af- henti Jóni S. Alexanderssyni með tékka, útgefnum 10. febr- úar 1983, sem ferðastyrk fé- laginu með öllu óviðkomandi og lét gjaldfæra í bókhald Haf- skips sem „innlend sérfræðiað- stoð“. b) kr. 12.453,00, er ákærði lét greiða til Pan Am með tékka, útgefnum 21. mars 1983, sem greiðslu á fargjaldi Jóns S. Alexanderssonar til Kaup- mannahafnar og til baka og lét gjaldfæra sem ferðakostnað félagins, þótt ferðin væri félag- inu með öllu óviðkomandi. c) kr. 121.030,00, er ákærði fékk afhenta sem handhafatékka, útgefinn 18. apríl 1983, og framseldi sjálfur til eigin ráð- stöfunar, en fyrir greiðslunni afhenti ákærði tilbúna greiðslukvittun „v/kaupa á brettum" og lét eignafæra í bókhald Hafskips hf. sem bretti. f) kr. 12.778,00, er ákærði fékk afhenta sem handhafatékka, útgefinn 11. maí 1983, og framseldi sjálfur til eigin ráð- una lét ákærði gjaldfæra í bók- haldi Hafskips hf. sem „ýmis kostnaður v/starfsm.“. e) kr. 28.885,00, er ákærði lét greiða sér með tékka, útgefn- um 6. júlí 1983, en greiðsluna lét ákærði gjaldfæra í bókhaldi Hafskips hf. sem „risna/mót- taka gesta“ gegn framvísun á tilbúnu fylgiskjali með áritun- inni „reikn, hjá B.G.“. f) kr. 26.767,00, er ákærði fékk afhenta sem handhafatékka,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.