Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 55 ■ Launahækkun í verðstöðvun \ P. Þór skrifar: Til Velvakanda. Mikið er ég ánægður með nýju ríkisstjómina! Hvers vegna? Jú, það skal ég segja ykkur. Eg vinn hjá litlu einkafyrirtæki í höfúðborginni og þigg ekki laun samkvæmt neinum samningum, en atvinnurekandi minn var búinn að lofa mér dágóðri launahækkun þann 1. sept. sl., en .. .æ æ! Svo kom verðstöðvunin. I einfeldni minni hélt ég að verð- stöðvunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á tilvonandi hækkun mína. Eg meina hjá svona smáfyrir- tæki, hver tæki svo sem eftir því þó launin mín hækkuðu. Þar sem vinnuveitandi minn er strangheiðarlegur maður og þar að auki hlynntur ríkisstóminni tók hann ekki í mál að hækka launin mín. Hann vildi ekki fafa á bak við vin sinn Ólaf Ragnar og því síður á bak við lás og slá. Ég sat eftir með sárt ennið og enga launahækkun, en vildi samt ekki gefast upp. Með tímanum sá ég þó að engin lausn var til, var meira að segja farinn að sætta mig við ástandið og orðinn pínulítið hreykinn yfír því að fá að aðstoða ríkisstjómina í baráttunni við verð- bólgudrauginn. Því auðvitað era hefðbundnu skattamir og aragrúi af óbeinum sköttum ekki nóg og fannst mér það bara orðið sjálfsagt að sjá á eftir launahækkuninni minni í baráttunni við draugsa. Öll verðum við jú að herða ólamar þeg- ar harðnar í ári, verst þegar sumir herða hengingarólamar. Ég var sem satt farinn að sætta mig við ástandið og orðinn uppfullur af ábyrgðartilfínningu og löngu hætt- SIEMENS SIEMENS uppþvottavél LADY SN 4520 með • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Óvenjulega hljóölát og spameytin. Smith og Norland, Nóatúni 4, s. 28300. ur að minnast á launahækkun við yfirmanninn. Þá allt í einu rofaði til, lausnin kom, og frá hvetjum haldið þið öðram en snillingunum í ríkisstjóm- inni. Eitt helsta ríkisbáknið, Póstur og sími, þetta fræga einokunarfyr- irtæki, sem er þekkt fyrir allt annað en lipra og elskulega þjónustu, fékk allt í einu að hækka gjaldskrá sína, og það í miðri verðstöðvun. Það þótti okkur sem voram búin að fóma dijúgum hluta af launun- um okkar í baráttunni við draugsa merkileg tíðindi og heimtuðum skýringu. Það var auðvitað tóm frekja að fara fram á það og ég er handviss um að í Sovétríkjunum hefðu stjómvöld ekki ansað svoleið- is frekju í almúganum. Hér á landi er hins vegar allt miklu opnara og lýðræðið í hávegum haft. Að sjálf- sögðu gáfu stjómvöld skýringu og hana ekki af lakara taginu, stór- kostlega snjallt! Ég er meira að segja handviss um að allir sem enn hafa ekki náð tólf ára aldri sjá ekki í gegnum þessa stórkostlegu skýr- ingu. Það var búið að semja um hækkunina áður en verðstöðvunin skall á! Frábært! Nú, ýmislegt annað hækkaði, t.a.m. egg, kjúklingar og margt fleira. Það kom meira að segja í ljós launaskrið hjá starfsmönnum ríkisins, á sama tíma og laun ann- arra launþega i landinu stóðu í stað. Hvemig mátti það vera? Jú, eftir- vinnutímum ríkisstarfsmanna §ölg- aði gífurlega og nú fóra menn að fá greitt fyrir eftir- og næturvinnu, sem aldrei var unnin. Þetta er snilld! Ég brást skjótt við þessari óvæntu hjálp og skundaði á fund MÁLMFYLLTUR EDA DUFTFYLLTUR GÆDA SUDUVÍR Á RÚLLUM FRAESAB FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG GÓÐRI ÞJÓNUSTU. vinnuveitanda míns, minnugur þess, að hann var löngu búinn að lofa mér launahækkun áður en verðstöðvunin skall á. Nú var engin fyrirstaða lengur, fordæmið gefið, allt var löglegt. Ég fékk mína launa- hækkun möglunarlaust, þökk sé ríkisstjóminni, sem virðist hafa menn á launum við að finna leiðir til að fara fram hjá verðstöðvun- inni. En er ekki auðveldara að af- nema verðstöðvunina í stað þess að halda uppi námskeiðum í því, hvemig eigi að fara að því að leika á kerfíð og hækka allt „löglega" í verðstöðvun? Hið jákvæða viðhorf vinnuveitanda míns í garð ríkis- stjómarinnar var nú horfíð, en þess í stað tuldraði hann í barm sér eitt- hvað um bjána í ríkisstóminni sem haldnir væra sjálfseyðingarhvöt og sem væra að grafa sína eigin gröf. Fleiri ljót orð fylgdu sem ekki eru prenthæf. Hvemig er það, var ekki búið að semja um almenna launahækkun 1. sept. áður en verðstöðvunin skall á? Á þá ekki launafólk inni launa- hækkun frá og með 1. sept? Það hlýtur að vera. Til hamingju, laun- þegar! Eða eru ríkisfyrirtæki og nokkur önnur útvalin fyrirtæki und- anþegin verðstöðvun? Þetta þarf auðvitað að fá á hreint. Forráða- menn Pósts og síma (hveijir era það þegar allt kemur til alls?) hljóta að vera ánægðir með sína hækkun. Ríkisstarfsfólk hlýtur að vera ánægt með sína dulbúnu launa- hækkun. Ég er í það minnsta hæstánægður með mína. Þökk sé þeim sem grafa sínar eigin grafír. Veljið það besta FORMICA er til i hundruöun lita og mynstra serrH beygja má á borðplötur,: gluggakistur, skáphurðir eða næstum hvað sem er. ARVIK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK- SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 Óhræddur. — Ég tók hjól- hestapumpuna með ef belgurinn fer að leka — Þú ert ekki öfimdsverð. Pabbi segir að komi ég ekki heim með betri ein- kunnir, skuli einhver verða tekinn til bæna. Með morgunkaffmu HÖGNI HREKKVÍSI „ þAE> Eí2 kVATTARÓFÉTI þú VEIST HVER/ "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.