Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Frjálslyndi gegn forsjárhyggju Ræða Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins á flokksráðsfiindi 12. nóvember Við lifum nú tíma mikilla breyt- inga. Samvinna þjóða í milli fer vaxandi. Hvarvetna er verið að ryðja úr vegi hindrunum fyrir sam- skiptum, samvinnu og viðskiptum. Ný tækni hefur ekki aðeins áhrif á fjarskipti, samgöngur og atvinnu- hætti, heldur mótar hún einnig nýj- ar aðstæður á heimilum og í menn- ingarlífí þjóðanna. Jafnvel múrar svonefndra félagshyggjuþjóða þar sem alræði og ógnarstjómin hefur orðið mest eru að bresta. Við erum sjálfstæð þjóð, sem hefur sett sér það markmið að búa við lífskjör eins og þau gerast best með öðrum þjóðum. Við eigum því að vera þátttakendur í hinni nýju þróun sem er að eiga sér stað. En það er ekki þróun til aukinn- ar miðstýringar og hafta. Kall hins nýja tíma er frelsi, mannréttindi og aukin alþjóðleg samvinna. Því marki verður ekki náð með vald- boði ríkisstjóma, heldur með því að auka athafna- og samskipta- frelsi einstaklinga. Ætli íslendingar að fylgjast með í þessari þróun verður það aðeins gert á grundvelli þeirrar frjálslyndu umbótastefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur boðað í nærfellt 60 ár. Stjómmálin felast ekki í því, að okkar áliti, að gefa sem stærst loforð um það, hvað ríkisvaldið geti gert fyrir fólkið. Stjómmálin eru þvert á móti fólg- in í því að stjóma landinu á þann veg að fólkinu sé gert kleift að vinna verk sín og gera meira fyrir sjálft sig. Þau eru ennfremur fólgin í því að veija þá sem höllum fæti standa og beijast fyrir þann málstað sem við trúum á. Deilur um grundvallarviðhorf Það eru í raun og veru deilur um þessi grundvallarviðhorf sem leiddu til stjómarslitanna nú í haust. ís- land er að vísu eyja í skilningi landa- fræðinnar. En í samfélagi þjóðanna eigum við ekki að vera eyland og megum ekki vera það. Við höfum sett okkur það mark að búa hér í miðju Norður-Atlantshafí við sömu lífskjör og þær þjóðir sem best búa. Til þess að ná því marki þurfum við að búa íslensku atvinnulífí sömu starfsskilyrði og tryggja því sömu leikreglur og þær þjóðir búa við. Við ætlum okkur þó ekki að ánetj- ast nýjum reglugerðarfrumskógi í einhveiju yfírríkjabandalagi, heldur að taka þátt í alþjóðlegri þróun valddreifíngar og aukins athafna- frelsis. Einmitt þegar þessi.nýju verkefni blasa við er mynduð hér vinstri stjóm, sem les í nútímann með sama hætti og sá í neðra þegar hann les helga bók. Þessi vinstri stjóm hefur sjálf valið forsjárstefnu sinni heitið fé- lagshyggja. Það eru dapurleg örlög fyrir þetta hugtak. Þessi félags- hyggjuríkisstjóm hefur það að yfir- lýstu markmiði að hverfa frá al- mennum vestrænum leikreglum við stjóm efnahagsmála og uppbygg- ingu atvinnulífs. I félagshyggjuboðskapnum felst opinber forsjá fyrir atvinnufyrir- tækjum og að því er margir óttast, flokkspólitískt eftirlit með skóla- starfí og menningarmálum. Fráhvarf Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks frá fijálslyndum við- horfum til afturhaldssamrar félags- hyggju réð því að samstaða gat ekki tekist í fyrrverandi ríkisstjóm um raunhæfar aðgerðir gagnvart aðsteðjandi efnahagsvanda. Þar voru brýnir hagsmunir atvinnuveg- anna í húfí, en ekki síður þeir fram- tíðarhagsmunir, sem felast í því að hér verði fylgt fijálslyndri umbóta- stefnu. Þátttaka sjálfstæðismanna í frá- farandi ríkisstjóm var byggð á sömu grundvallaratriðum og við- reisnarstjóm Ólafs Thors, Bjama Benediktssonar og Jóhanns Haf- stein og síðar stjóm Geirs Hall- grímssonar. Hafa ber þó í huga að nú vorum við aðilar að þriggja flokka stjórn, en þær hafa aldrei lánast vel. Árangur náðist Sá árangur varð af stjómarsam- starfínu, þótt stutt væri, að verð- bólga náðist niður úr u.þ.b. 30% í 10%, nafnvextir lækkuðu úr 40% niður í 25% og hinni miklu um- frameftirspum eftir vinnuafli var komið í jafnvægi. Þetta er árangur sem skiptir.máli og ástæða er til að rninna á. Á hinn bóginn tókst ekki á þess- um fjórtán mánuðum að draga úr viðskiptahalla né heldur að ná sam- stöðu um aðgerðir til þess að treysta undirstöðu sjávarútvegs og iðnaðar í kjölfar verulegra ytri áfalla og kostnaðarhækkana hér innanlands. í gengismálum fylgdum við að- haldssamri stefnu. Svo sem jafnan áður töldum við þó nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að horfast í augu við staðreyndir. Lækkun á gengi krónunnar varð því ekki umflúin. Um þetta urðu heiftúðleg átök inn- an ríkisstjómarinnar í maímánuði síðastliðnum. Þrátt fyrir alvarlegan skoðana- ágreining á þeim tíma taldi þing- flokkur sjálfstæðismanna rétt að reyna til þrautar yfír sumarmánuð- ina að ná víðtæku samkomulagi um raunhæfar aðgerðir. Ágreiningur um gmndvallaratriði fór hins vegar vaxandi og leiddi að lokum til þess að engar málefnalegar forsendur vom fyrir áframhaldandi samstarfi þessara þriggja flokka við svo búið. í fyrstu var reynt að byggja brú milli atvinnulífsins og stjórnvalda með því að kalla nokkra virta for- ystumenn úr atvinnulífi til ráðgjafar um lausn á aðsteðjandi vanda. Ríkisstjómin fór að óskum nefndar- innar um athugun á svonefndri nið- urfærsluleið. Sú athugun leiddi í ljós að enginn vegur var að koma til móts við at- vinnulífið með þessum hætti. Niður- færslan hefði leitt til sprengingar á vinnumarkaði og þannig aukið á vanda atvinnuveganna en ekki bætt úr honum. Mat forystumanna verkalýðsfélaganna um þetta efni var rétt og það var skylda forystu- manna Sjálfstæðisflokksins að taka tillit til heildarhagsmuna, um leið og óhjákvæmilegt var að velta auknum byrðum yfir á alla lands- menn. Uppistaðan í endanlegum tillög- um Sjálfstæðisflokksins fólst í al- mennum ráðstöfunum, fyrst og fremst með því að breyta raun- gengi krónunnar í þágu atvinnuveg- anna. Þannig mátti ná til allra þátta atvinnulífsins án mismununar. ívafíð var fólgið í tilraun til mála- miðlunar um minniháttar milli- færslu í gegnum verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Almennar ráðstaf- anir fólust svo í lækkun neyslu- skatta, til þess að tryggja áfram- haldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Jafnframt var gert ráð fyrir því að gera sérstakt átak með sjóðs- myndun í þeim tilgangi að treysta eiginflárstöðu íslenskra atvinnufyr- irtækja. Með Framsókn tii fortíðar Þessum tillögum var hafnað af hálfu Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Þeir töldu að ekki mætti beita almennum hagstjómaraðferð- um við núverandi aðstæður og hverfa yrði frá viðurkenndum vest- rænum stjómunaraðferðum í efna- hags- og atvinnumálum. Með öðrum orðum, þeir vildu ein- angra ísland og íslenskt atvinnulíf og þar með draga úr samkeppnis- hæfni þess. Það er því ekki að ástæðulausu að menn hafa kallað þessi umskipti: „Með Framsókn til fortíðar". I stefnuræðu forsætisráðherra kemur berum orðum fram að það er ákvörðun ríkisstjómarinnar að bíða og láta vanda atvinnuveganna leysast af sjálfu sér þegar verðlag hækkar á erlendum mörkuðum á ný. Og forsætisráðherrann hefur sagt að aðgerðir stjómarinnar dugi ekki til skamms tíma og alls ekki til langs tíma. Nýja félagshyggjuríkisstjómin tók ákvörðun um það að stórauka útgjöld ríkisins með nýjum milli- færsluákvörðunum. Þetta hefur leitt af sér áform um stóraukna skattheimtu á atvinnufyrirtækin, allan almenning og heimilin í landinu. Svo ekki sé talað um öryrkja- skattinn, menntamannaskattinn og íþróttaskattinn, sem nú á að leggja á þau fijálsu félagasamtök, sem unnið hafa að velferðar- og æsku- lýðsmálum á íslandi með svo mikl- um árangri að aðdáun og virðingu hefur vakið. Ríkisstjómin hefur tekið ákvörð- un um að hækka skatta um fleiri milljarða króna. Enn sýnist þó vera verulegur ágreiningur á milli stjóm- arflokkanna um leiðir í þeim efnum. Þá hefur verið komið upp miklum lána- og millifærslusjóði, sem kenndur hefur verið við sjóðsstjóra félagshyggjustjórnarinnar, Stefán Valgeirsson. Þar eiga kommissarar ríkisstjómarflokkanna að hafa putt- ann á atvinnufyrirtækjunum, eins og sjóðsstjórinn orðar það, og stýra fjármagninu til þeirra sem þeir hafa velþóknun á. Öllum ber saman um, ekki síst forystumönnum atvinnu- lífsins, að með þessu sé verið að hverfa áratugi aftur í tímann. Kjarni félagshyggjunnar í forystugrein Þjóðviljans sl. fimmtudag er grundvallarviðhorf- um félagshyggjustefnunnar lýst með þessum orðum: „Því er fráleitt að leysa vanda fískvinnslunnar með almennum að- gerðum á borð við gengisfellingu. Þvert á móti verður að skoða og skilgreina hvert sjúkdómstilfelli fyr- ir sig og beita síðan einstakiings- bundinni lyíjameðferð, ef þeir sem ferðinni ráða vilja á annað borð að viðkomandi sjúklingur lifí.“ Hér er félagshyggjustefnunni skilmerkilega lýst. Ef þeir sem ferð- inni ráða vilja að fyrirtækin lifi, þá lifa þau, annars ekki. En bannorðið er almennar aðgerðir, því þá gætu þau fyrirtæki lifað, sem þeir hafa vanþóknun á, er ferðinni ráða. Það er með öðrum orðum ekki framtak og áræði einstaklinganna, sem á að ráða uppbyggingu at- vinnulífsins, heldur geðþótti skömmtunarstjóranna, þeirra sem ferðinni ráða. Á fundum mínum um landið að undanförnu hef ég orðið glöggt var við áhyggjur manna um að skoðanir stjómenda atvinnufyr- irtækja eða starfsfólksins geti haft áhrif á það hvaða fyrirtæki þeir, sem ferðinni ráða, ætla að láta lifa. Fátt lýsir því betur en þetta, hversu varasamt það er fyrir heilbrigt og framsækið þjóðfélag að taka sér ferð á hendur með Framsókn til fortíðar. Alþýðubandalagið hefur á und- anfömum mánuðum dregið bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn til þessarar ríkisforsjár- stefnu í nafni félagshyggjunnar. Við sjálfstæðismenn settum það ekki einasta sem skilyrði fyrir sam- starfí við Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk, að það færi fram á grundvelli fijálslyndrar umbóta- stefnu, heldur væri óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir í þágu atvinnu- veganna eigi síðar en í ágúst eða byrjun september. En samstarfsflokkamir kusu að gera hvort tveggja, að ganga í björg félagshyggjunnar með Alþýðu- bandalaginu og bíða með allar raun- hæfar aðgerðir í þágu atvinnuveg- anna. Þjóðin er í framfarasókn en stjómendumir snúa höfðum sínum aftur. Hætt er því við að lífskjörin versni og vandi landsbyggðarinnar magnist til mikilla muna. Meðan allar aðrar þjóðir í fram- farasókn leggja áherslu á að draga úr ríkisafskiptum á nú að auka opinbera forsjá. Meðan aðrar þjóðir stefna að því að lækka skatta af hverri viðbótar- krónu sem menn vinna sér inn með dugnaði eða aukinni vinnu stefnir félagshyggjustjórnin á íslandi að því að hækka slíka skatta. Meðan aðrar þjóðir hverfa frá sköttum á dugnað, hugkvæmni og atorku stefnir félagshyggjustjórn íslands að því að auka slíka skattheimtu. Meðan aðrar þjóðir stefna að því að örva spamað, stefnir félags- hyggjustjómin á Islandi að því að draga úr sparnaði. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Fólk fer að missa trúna á eigin mátt og megin. Óvissa og jafn- vel öryggisleysi verða ráðandi. Sala á spariskírteinum ríkissjóðs er að detta niður. Stjómendur banka, íjármálastofnana og sveitar- félaga eru famir að velta vöngum yfír því, að affallaviðskipti kunni að blómstra með skuldabréfin úr lánasjóði Stefáns Valgeirssonar. Skammsýni Framsóknar og krata Stjómarandstaða Framsóknar innan ríkisstjómarinnar hófst með þeim hætti í janúarmánuði á þessu ári að engum gat dulist hvert stefnt var. Góðærinu var lokið. Flokks- forystan ætlaði að komast hjá því að horfast í augu við raunvemleik- ann. í maímánuði höfðu skoðanakann- anir vikum saman sýnt minnkandi fylgi Alþýðuflokksins svo um mun- aði. Það leiddi til þess að forystu- menn Alþýðuflokksins urðu smeyk- ir og viku sér einnig undan því að horfast í augu við þær ráðstafanir sem gera þurfti. Forystumenn beggja flokkanna „Baráttan stendur ann- ars vegar á milli aftur- haldssamrar félags- hyggju vinstri flokk- anna, félagshyggju sem felur í sér miðstýringu og opinbera forsjá á öllum sviðum og hins vegar fijálslyndrar og firamsýnnar umbóta- steftiu Sjálfstæðis- flokksins, stefhu sem sameinar firelsi og vel- ferð.“ héldu að það væri pólitískt auðveld- ara að komast fram hjá vandamál- inu með forsjárstefnu í nafni félags- hyggju í stað almennra ráðstafana á grundvelli fijálslyndra viðhorfa. Eg óttast að sú skammsýni eigi eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt. Sumir halda því fram að forystu- menn Framsóknar og Alþýðuflokks hafí með þessari framgöngu sýnt snjalla leiki í pólitískri leikfléttu. Það er mikill misskilningur, enda á málefnaleg uppgjöf ekkert skylt við snilli. Hitt er svo annað að framsóknar- forystan hefur markvisst nýtt sér aðstöðu sína til að semja til hægri og vinstri í þeim tilgangi að þvo af sér alla ábyrgð af samfellt 17 ára stjómarsetu. Ýmsum þótti sem tvöfeldnin og fláræðið hafí keyrt úr hófí í fráfarandi ríkisstjórn. En svo virðist sem þessir eiginleikar framsóknarforystunnar hafi magn- ast til muna það sem af er núver- andi stjórnarsamstarfi. Þannig stefnir forystuflokkurinn í núverandi ríkisstjóm í tvær áttir í hvalveiðimálum, í tvær áttir varð- andi leiðir til aukinnar skattheimtu, í tvær áttir varðandi skerðingu námslána, í tvær áttir varðandi lánskjaravísitölu, í tvær áttir varð- andi skipasölumál á Reykjanesi og svo mætti lengi telja. Og er þá ekki verið að tala um sundurlyndi stjórnarflokkanna inn- byrðis m.a. um utnaríkismálastefn- una, heldur einungis tvískinnung forystuflokksins, framsóknar- manna. Litróf stjórnmála gjörbreytt Góðir samheijar. Myndun félagshyggjustjómar- innar hefur gjörbreytt litrófi íslenskra stjómmála. FVamsóknar- flokkurinn hefur lengi flökt frá hægri til vinstri, en jafnan staðið vörð um hagsmuni SIS. Hin síðari árin hefur flokkurinn þó í vaxandi mæli tileinkað sér fijálslynd viðhorf. Alþýðuflokkur- inn hafði í hátt við stefnu sósíal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.