Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Við höfum ekki sagt upp störfum á Stöð 2 - segir Hans Kristján Arnason HANS Krislján Árnason segir að þeir Jón Óttar Ragnarsson hafi ekki sagt upp störfum á Stöð 2, og yfirlýsing þeirra á miðvikudags- kvöld, um að forsendur hlutaQárloforðs þeirra séu gerbreyttar, þýði ekki að þær séu brostnar. Þorvarður Elíasson varaformaður Eignarhaldsfélags Verslunarbankans vísar á bug fullyrðingum Hans Kristjáns og Jóns Ottars um samningsrof. Eftir að Eignarhaldsfélag Versl- stöðvarinnar því yfir, að Verslun- unarbankans seldi á miðvikudag Fjölmiðlun sf. 100 milljóna hlut í Stöð 2 og samdi við Fjölmiðlun um meirihluta í stjóm stöðvarinn- ar, lýstu Jón Óttar Ragnarsson forstjóri Stöðvar 2 og Hans Kristján Ámason ritari stjómar * Ottast um Bretaá Öræfajökli ÓTTAST er um 25 ára gamlan Breta, sem hélt frá Hofi í Hofshreppi, Austur-Skafta- fellssýslu, á mánudagsmorg- un og ætlaði að ganga á Hvannadalshnúk. Maðurinn ráðgerði að koma afltur að Hofi á þriðjudagskvöld, en ekkert hefúr spurst til hans og leit í gær var árangurs- laus, en henni varð að hætta vegna veðurs. Að sögn Ara Magnússonar, bónda á Hofi, kom Bretinn til landsins 11. janúar sl. í þeim tilgangi einum að ganga á Hvannadalshnúk. Hann kom að Hofi á sunnudag og reyndi heimilisfólk að tala um fyrir honum, en allt kom fyrir ekki. Bretinn hélt af stað um sjö- leytið á mánudagsmorgun og gerði ráð fyrir að koma til baka á þriðjudagskvöld. Farið var að svipast um eftir honum í gær. Flugvél flaug yfir svæðið skömmu eftir hádegið, en varð að snúa við vegna ókyrrðar í lofti. Seinni partinn var brostinn á blindbylur og því hætt við skipulagða leit, en björgunar- sveitir slysavamarfélaganna á Kirkjubæjarklaustri, í Öræfum og Höfn, milli 20 og 30 manns, höfðu lagt af stað. Svo slæmt var veðrið að mennimir frá Höfn voru í björgunarskýli á Fagurhólsmýri og treystu sér ekki áfram á milli bæja fýrr en undir kvöld. Leit verður haldið áfram í dag. Ari sagði að maðurinn hefði verið með lítinn farangur og fólkið á Hofi lét hann fá nesti, þegar ljóst var að hann yrði ekki stöðvaður. arbankinn hefði afhent einum að- ila meirihlutavald í Stöð 2. Það sé í ósamræmi við samning sem þeir hefðu gert við bankann um síðustu áramót og forsendur hlutafjárlof- orðs þeirra því gerbreyttar. Þeir Jón Óttar, Hans Kristján og Ólaf- ur H. Jónsson skrifuðu sig fyrir 150 milljóna króna hlut í Stöð 2. Þorvarður Elíasson varafor- maður Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans sagði við Morgunblað- ið, að hver stafur stæði af hálfu Eignarhaldsfélagsins í samningi þess við þremenningana. Hins veg- ar hefðu þeir ekki enn greitt inn sinn hlut. I yfirlýsingu Jóns Óttars og Hans Kristjáns segjast þeir hafa tilkynnt bankanum að þeir myndu efna hlutafjárloforð sitt í þessari viku, en Þorvarður sagðist ekki kannast við þá tilkynningu. Hans Kristján Ámason sagði við Morgunblaðið að eins og þeir Jón Óttar hefðu sagt í yfirlýsingu sinni væru forsendur fyrir hluta- fjárloforði þeirra gerbreyttar. Hins vegar væru þær ekki brostnar, og hvað þeir gerðu yrði að koma í ljós síðar. Þegar hann var spurður hvort þeir væru ekki að lýsa því yfir að þeir teldu sig vera leysta frá loforðinu, sagði hann að þetta þýddi aðeins það sem þama stæði. Hluthafafundur í Stöð 2 verður á laugardag þar sem kosin verður ný stjóm félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er búist við að fulltrúar Fjölmiðlunar sf. verði Jón Ólafsson forstjóri, Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunarráðs og Haraldur Har- aldsson forstjóri Andra hf. Þá er talið að fulltrúi Eignarhaldsfélags- ins verði Orri Vigfússon forstjóri. Gert er ráð fyrir að Jóhann J. Ólafsson eða Haraldur Haraldsson verði formaður stjórnar, en Jón Ólafsson hefur hafnað boði um það. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Þorvarði Elías- syni verið boðið að fara til starfa á Stöð 2 til að tryggja hagsmuni Verslunarbankans og nýrra hlut- hafa. Þegar þetta var borið undir Þorvarð sagði hann að það yrði örugglega enginn starfsmaður ráðinn af nýju stjórninni fyrr en sú stjóm yrði til. Morgunblaðið/Rax Það var kalsalegt á Arnaneshæðinni í gær er tveir verkstjórar hjá Pósti og síma hófú viðgerð á símstrengnum, sem þar hefúr verið bilaður í nokkra daga. Fundur símsmíða með Pósti og síma ákveðinn SÍMSMIÐIR, sem hætt hafa störfúm hjá Pósti og síma, leyfðu átölu- laust að í gær hæfíst viðgerð á slitnum jarðsímastreng á Arnarnes- hæð. Jafnframt var ákveðinn fúndur fúlltrúa Félags símsmiða og yfirmíinna Pósts og síma í dag klukkan hálf ellefú, þar sem reynt verður að finna lausn á deilu þessara aðila, en rúmlega sjötíu símsmiðir hafa hætt hjá stofnuninni og þrjátíu til viðbótar sagt upp störfúm. Símsmiðir hafa staðið verkfalls- vörð við strenginn á Amarneshæð frá því hann slitnaði í vikunni, en þeir boðuðu verkfall frá 16. janúar til að koma í veg fyrir að gengið yrði í störf þeirra. Ríkisvaldið viður- kennir ekki lögmæti verkfallsins eða Félag símsmiða sem samnings- aðila. Það vom tveir símverkstjórar sem hófu viðgerð á strengnum. Vonast var til að tækist að ljúka henni í gærkvöldi eða nótt. Mikið hefur verið um forföll þeirra símsmiða sem enn eru í starfi hjá stofnuninni undanfarna tvo daga. Að sögn er um veikindi að ræða. Störf og nám símsmiða vom aug- lýst laus til umsóknar um helgina og í vikunni og hafa um 100 um- sóknir borist, samkvæmt upplýsing- um Pósts og síma. Sjá ennfremur flrétt á bls. 16. Magnús Thor- oddsen ráð- inn til EFTA MAGNÚS Thoroddsen fyrrum hæstaréttardómari hefúr verið ráðinn til starfa við lagadeild EFTA í Genf. Magnús sagðist í samtali við Morgunblaðið mundu flytjast utan og hefja störf í byrj- un febrúar. Starf Magnúsar við lagadeild EFTA mun tengjast lögfræðilegum álitaefnum í tengslum við viðræður EFTA og EB um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði. Að sögn Magnúsar er hér ekki um að ræða embætti á vegum íslenska ríkisins. Oddur Ólafsson læknir Mtiiui ODDUR Ólafsson læknir og fyrrverandi alþingismaður lést í gærmorg- un. Hann var á 81. aldursári. Oddur lést á Reykjalundi en þar var hann lengi yfírlæknir. Hann var í stjóm SÍBS í 50 ár, síðustu árin formaður. Oddur Vigfús Gíslason Ólafsson fæddist 26. apríl 1909 að Kalmans- tjörn í Höfnum. Foreldrar hans voru Olafur Ketilsson bóndi og hrepp- stjóri að Kalmanstjöm og Steinunn Oddsdóttir kona hans. Oddur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929, læknisfræðiprófi frá Háskóla íslands 1936 og stund- aði framhaldsnám í Bandaríkjunum á árunum 1942-43. Hann fékk al- mennt lækningaleyfi 1940 og viður- kenningu sem sérfræðingur í berkla- lækningum 1943. Oddur var aðstoðarlæknir á Vjfilsstöðum 1936-45 og yfirlæknir Vinnuheimilisins á Reykjalundi í Mosfellsbæ 1945 til 1972. Samhliða þessum störfum vann hann á ýmsum sjúkrahúsum, var meðal annars læknir öryrkjavinnustöðvar Sam- bands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi frástofnun 1959 til 1972. Oddur var í stjóm Sambands íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) frá 1940 og formaður frá 1988 til dauðadags. Hann vann að stofnun Vinnuheimilisins á Reykjalundi, vár framkvæmdastjóri þess fyrst einn og síðar með öðrum 1945-63 og stjórnarformaður 1982-88. Hann var stjórnarformaður Öryrkjasam- bands íslands frá stofnun 1961 til 1963 og síðar Hússjóðs þess frá stofnun hans. Hann sat i stjórn Berklavarnarsambands Norðurlanda um árabil og um tíma í stjórn AI- þjóðasambands brjóstholssjúklinga. Þá var hann í 20 ár í stjórn Öryrkja- sambands Norðurlanda. Oddur sat í stjóm Rauða kross íslands 1952-58 og var um tíma formaður fram- kvæmdaráðs. Honum hafa verið fal- in ýmis önnur trúnaðarstörf og hann hefur fengið viðurkenningar fyrir störf sín. Oddur Ólafsson var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi 1971-79 og var forseti sameinaðs þings á haustþingi 1979. Morgunblaðið/Þorkell Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, heilsar Kristínu Sigurðardóttur, fyrstu konunni, sem kjörin er í bankaráð Lands- bankans. Bankaráð Landsbankans: Vextir lækka um 1,5 til 3% á sunnudag BANKARÁÐ Landsbankans ákvað á fúndi sínum í gær að lækka vexti á inn- og útlánum um 1,5 til 3%. Nýtt vaxtatímabil hefst á sunnudag, þann 21. janúar. Búist er við að viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir almennt lækki vexti sína svipað. Oddur Ólafsson Hann sat í sýslunefnd Kjósarsýslu í 25 ár. Eftirlifandi eiginkona Odds er Ragnheiður Jóhannesdóttir hár- greiðslukona frá Kvennabrekku í Dölum. Þau bjuggu í Mosfellsbæ frá árinu 1945. Börn þeirra eru Vífill, Ketill, Þengill, Ólafur Hergill, Guðríður Steinunn og Jóhannes Vandill. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var á þessum fundi lítt eða ekkert fjallað um kaup Lands- bankans á meirihluta Sambandsins í Samvinnubankanum. Þess hafði verið vænst að bankaráðið myndi fjalla um það hvort Landsbankinn greiði Sambandinu um 60 milljónir kr.'í vexti af kaupverðinu frá 1. september síðastliðinn. í svari stjórnar Sambandsins við tilboði Landsbankans segir að Sambandið taki kauptilboðinu upp á 605 millj- ónir kr. í trausti þess að bankaráð Landsbankans ákveði að greiða Sambandinu ofangreinda vexti. Friðrik Sophusson alþingismað- ur, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Landsbankans, hefur rit- að bankastjórninni bréf þar sem hann óskar eftir ýmsum upplýsing- um í tengslum við kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var ekki fjallað sérstaklega um bréf Friðriks á fundinum í gær, heldur var ákveðið að ræða það síðar. ____________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.