Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 38
TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ Sovéska parið úr leik Sovéska parið, Andrej Tsjesnó- kov og Natalía Zvereva, eru úr leik á opna ástralska meistara- mótinu í tennis eftir töp í 3. umferð. Tjesnókov tapaði fyrir heima- manninum Mark Woodforde, 2:6, 2:6, 5:7, en Zvereva fyrir Söndru Wasserman frá Belgíu, 5:7, 1:6. Bæði áttu þau erfíða leiki í 1. og 2. umferð og Tjesnókov vann báða leiki sína í fímm lotum. Boris Becker, sem talinn er sigur- stranglegastur, átti í vandræðum með Bandaríkjamanninn Scott Dav- is, vann fyrstu lotuna naumlega og tapaði þeirri þriðju. En Becker náði sér á strik og vann síðustu lotuma. Stefan Edberg hefur leikið mjög vel og sigraði í gær Þjóðveijann Patrick Kuhnen örugglega. Steffí Graf átt í basli en búist er við að hún mæti Gabrielu Sabat- ini í úrslitum. „Ég er í mjög ggóðu formi og hefur gengið vel og hræð- ist ekki Steffí. Ég held að það sé kominn tími til að sigra hana á stór- móti,“ sagði Sabatini. Reuter Boris Becker átti í vandræðum með Scott Davis, í 3. umferð, en sigraði. GETRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 19. JANUAR 1990 Ufúm FOLK ■ MARC Girardelli, heimsbikar- hafí frá í fyrra, hefur gefíð upp alla von um að verja titilinn í ár. Hann verður að gangast undir þriðju aðgerðina vegna innvortis blæðinga sem hann hlaut er hann féll illa í risasviginu í Sestriere á Italíu fyrir jólin. Hann er nú á sjúkrahúsi í heimabæ sínum, Schrusn í Austurríki. „Ég heí misst um fjóra lítra af blóði í allt og þeir þrír læknar, sem hafa rann- sakað mig, eru ekki á eitt sáttir um orskirnar," sagði Girardelli. Hann keppir fyrir Luxemborg og á síðasta ári sigraði hann á níu heimsbikarmótum og vann keppn- ina samanlagt. „Sigur í heimsbikar- keppninni er ekki lengur inn í mynd- inni hjá mér, en ég græt það ekki. Ég var heppinn og er ánægður með að vera á lífi eftir fallið því þetta hefði getað verið verra,“ sagði skíðakappinn. Hann sagðist vonast til að geta farið að keppa aftur í febrúar. ■ BELGÍSKI' landsliðsmaðurinn Enzo Scifo, var settur út úr belgíska landsliðinu fyrir leikinn gegn Grikkjum í gær í Aþenu, eftir að hann mætti ekki á æfingu sl. mánudag. Scifo, sem hefur farið sínar eigin leiðir, sagði á mánudag- inn að hann hafí ekki áhuga á leikn- um í Aþenu, þar sem Meeuws, landsliðsþjálfari Belgíu, var búinn að tilkynna honum að hann yrði á varamannabekknum í fyrri hálfleik, en myndi síðan koma inn á fyrir Degryse frá Anderlecht í seinni hálfleik. „Shifo er frábær leikmað- ur, en Degryse er þýðingameiri fyr- ir lið mitt,“ sagði Meeuws. Koemann. Maradona. ■ MARADONA er ávallt í sviðs- ljósinu á Italíu. Hann var mjög óánægður með þá einkunn sem ítalski íþróttafréttamaðurinn, Gius eppe Pacileo hjá blaðinu Mattino, gaf honum fyrir frammistöðuna í leiknum gegn Udinese síðasta sunnudag. Maradona fékk 3,5 einkunn af tíu mögulegum. „Þú ættir að skammast þín, það er að segja ef þú kannt það að þýðir. Ég læt þig éta þetta blað,“ sagði Mara- dona við Pacileo er þeir hittust á lítilli sjónvargsstöð og fleygði blað- inu til hans. í umræddum leik náði Udinese tveggja marka forystu áður en Maradona minnkaði mun inn úr vítaspyrnu og átti síðan heið- urinn af jöfnunarmarki Napólí á síðustu mínútu leiksins. „Fólk er alltaf að tala um mig og segir að Napolí hafí unnið þrátt fyrir Mara- dona eða þá aðNapolí tapaði vegna Maradona," sagði argentíski fyrir- liðinn í vikunni. Hann sagði að ef þetta héldi svona áfram mundi hann fara aftur heim til Argentínu Marc Girardelli. Hann hefur nú verið sex ár hjá Napólí, en samningur hans rennur ekki út fyrr en 1993. Femando Signorini, þjálfari hans, segist ekki trúa öðru en að Maradona standi við samning sinn við félagið og fari hvergi. B DERBY keypti í gær Mick Ilarford, miðheija Luton á 48,8 millj. ísl. króna. Harford, sem er 30 ára, hefur þurft að fara í fjórar aðgerðir á hné og ökkla sl. fjögur ár. Hann lék sinn fyrsta heila leik fyrir Luton í vetur gegn Liverpool sl. laugardag. Luton vildi halda í Harford, en hann óskaði eftir að fara frá Hattaborginni. ■ BIRMINGHAMBORG sótti í gær um að fá að halda heimsbikar- keppnina í fijálsum íþróttum 1993. ■ KOEMAN-bræðurnir í hol- lenska landsliðinu í knattspymu hafa ákveðið að gera sitt til að hjálpa sínu gamla félagi Groningen í fjárhagsvandræðum félagsins. Ronald, sem leikur með Barcelona og Erwein, sem leikur með Mec- helen í Belgíu, keyptu í gær 1.500 aðgöngumiða í stúku á leik Gron- ingen og RKC um næstu helgi. Þeir keyptu miðana á 229 þús. ísl. króna. Miðana hafa þeir ákveðið að gefa unglingum í Groningen. Félagið skuldar 244 millj. ísl. kr. og verður að greiða 610 þús. kr. á næstu vikum. ■ AUSTURRÍKISMENN gera nú allt til að heimsbikarmótið í bruni geti farið fram í Kitzbiihel á morg- un. Búið að að flytja snjó á keppnis- stað með þyrlum síðustu tíu daga, en kostnaðurinn við snjóflutningana er nú orðinn 72 millj. ísl. króna. Fresta varð æfíngum í Hahnenk- amm-brunbrautinni síðustu tvo daga af öryggisástæðum þar sem snjórinn var of blautur og reyndar farinn úr efri hluta brautarinnar. Ákveðið hefur verið að fara tvær ferðir þar sem brautin er styttri en venjulega. Slíkt hefur ekki gerst í 24 ára sögu heimsbikarkeppninnar. Rásmarkið verður á svipuðum stað og risasvig kvenna hefur byijað. ■ STJÖRNULEIKURINN í NBA-deildinni fer fram í Miami 11. febrúar. Áhorfendur velja byij- unarliðið og hafa þegar verið greidd hundruð þúsunda atkvæða. Ef farið yrði eftir stöðunni eins og hún er í dag, yrðu byijunarliðin skipuð þessum leikmönnum. Austurdeild: Patrick Ewing (New York), Mark Aguierra (Detroit), Larry Bird (Boston), Michael Jordan (Chicago) og Isiah Thomas (Detroit). Byijunarlið vesturdeildar- innarinnar yrði hinsvegar skipað: Akeem Olajuwon (Houston), Jam- es Worthy (LA Lakers), Kelly Tripuka (Chariotte), Magic John- son (LA Lakers) og Derik Harper (Dallas). Póstur og sími Afturelding Jón Kristjánsson. Júgóslavnesk innrás! Fimmfélög meðjúgóslavneska leikmenn ísumar JÚGÓSLAVAR eru eftirsóttir hjá íslenskum knattspyrnulið- um, eftir að tveir Júgóslavar léku með Þór í 1. deildar- keppninni síðasta sumar og einn með Víkingum. Þórsarar og Víkingar verða áfram með Júgóslava. Luca Kostic, þjálfar og leikur með Þór, sem hefur hug á að fá annan leik- mann. Goran Micic lék með Víkingum og verður hann áfram í herbúðum Víkinga. Keflvíkingar eru nú að leita eftir miðvallarleikmanni og þá eru Eyjamenn og Selfyssingar ákveðnir að fá tvo leikmenn frá Júgóslavíu til sín. Tómas Pálsson, aðstoðarþjálfari Eyjaliðsins og Stefán Garðarsson, stjómarmað- ur hjá Selfossi, eru nú staddir í Júgóslavíu, þar sem þeir eru að ræða við leikmenn. Með þeim er Júgóslavinn Uros Ivanovic, sem er búsettur hér á landi en hann aðstoðaði Þór og Víking við að fá leikmennina frá Júgóslavíu í fyrra. Póst- og símamótið í handknattleik Luca Kostic, fagnar sigri á ÍA í lokaumferðinni í fyrra. verður haldið á Varmá dagana 26., 27. og 28. janúar. 6. flokkur 9—10 ára og 7. flokkur 7—8 ára. Vcgleg verðlaun Skráning til þriðjudags í síma 666754. Leikir21.janúar 1 Arsenal — Tottenham 1 2 Aston Villa — Southampton 1 Chelsea — Charlton X2 Crystal Palace — Liverpool 2 Derby — Nott. Forest 1 Everton — Sheff. Wed. X2 Luton — QPR 1 2 Man. City — Convetry 1 Millwall — Wimbledon 1 Oldham — Newcastle IX Oxford — Blackburn IX Wolves — Swindon KNATTSPYRNA SKIÐI Ólafsfirðingar fá sænskan þjálfara Olafsfírðingar hafa ráðið skíðaþjálfara í alpagreinum. Þjálfarinn er sænskur og heitir Viktoria Westberg og er frá Taby, sama bæ og Ingemar Stenmark. Viktoria er væntanleg til Ólafs- fjarðar í næstu viku. Kajsa Nyberg, landsliðsþjálfari SKÍ sem einnig er sænsk, hafði milligöngu um ráðningu þjálfar- ans fyrir Ólafsfírðinga. Skíðamenn em nú að undirbúa sig fyrir veturinn. Fyrsta bikar- mót SKÍ verður á ísafírði fyrstu helgina í mars. SUND Unglinga- mótKR Unglingamót KR og Arena fer fram í Sundhöll Reykjavíkur helgina 10. og 11. febrúar. Þetta verður í sjötta sinn sem þetta mót fer fram og miðað við fyrri reynslu má búast við að á sjötta hundrað keppendum víðs vegar af landinu mæti til leiks. Sundfélagið Ægir sigraði í fyrra eftir spennandi keppni og í ár er einnig búist við jafnri keppni. Skráningafrestur rennur út um helgina. Spámaðurvikunnar: Jón Krístjánsson Jón Kristjánsson, íslandsmeistari í knatt- spymu með KA og í handbolta með Val, er spámaður vikunnar. Jón hefur reyndar ákveðið að hætta í fótboltanum „að minnsta kosti í alvarlegra formi. Það er ágætt að hætta á toppnum," sagði Jón. Lið Jóns í 1. deildinni em Southampton. „Ég verð alltaf að vera svolítið öðmvísi en ég get ,ekki sagt að ég fylgist mikið með ensku deild- inni,“ sagði Jón. Einn leikur var þó öruggur, útisigur á Derby — Nottingham Forest „Toddi [Þorvaldur Örlygsson] hlýtur að vinna.“ Pétur Pétursson var spámaður síðustu viku og fékk níu rétta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.