Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Ráðuneyti fjármála og samgöngumála: Aðgerðir símsmiða ekki í samræmi við lög RÁÐUNEYTI samgöngu- og fjármála telja verkfallsboðun Félags símsmiða ekki standast og aðgerðir í skjóli hennar ekki í samræmi við lög. Þá segir í fréttatilkynningu af þessu tilefhi að ekki verði geng- ið til samninga við félagið, þar sem samningsréttur vegna þeirra starfa sem um ræði falli undir lög og leikreglur sem gUdi fyrir opin- bera starfsmenn. Bent er á að aðgerðir félagsins hafi gert það að verkum að ekki sé hægt að sinna bilunum sem skyldi. „Ekki þarf að taka firam að slíkt getur ógnað almannaheill og öryggi Qarskipta- virkja ríkisins.“ Þá er á það bent að símsmiðirnir haf i sagt upp störfum og uppsagnar- frestur þeirra verið liðinn, áður en verkfallið var boðað. Þeim hafi verið gefinn kostur á að draga uppsagn- imar til baka. 95 af 220 símsmiðum Pósts og síma hafi sagt upp störfum frá 1. október og hafi 24 dregið uppsagnirnar til baka. 1. janúar hafi 29 til viðbótar sagt upp störfum og taki uppsagnir þeirra gildi 1. apríl og 1. maí. 100 símsmiðir hafi því hætt eða sagt upp störfum af 220. í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra símamanna segir að félag- ið vilji taka það fram að símsmiðir hafi samnings- og verkfallsrétt inn- an félagsins, sem ein deilda þess. FÍS hafi ekki síður unnið að málefn- um þeirra en annarra hópa innan félagsins. Nokkur lagfæring á kjör- um símsmiða hafi náðst fram fyrir skömmu og unnið sé að því að símsmiðir innan FÍS fái starfsrétt- indi sín viðurkennd og að menntun- armál verði færð í það horf sem óskað hafi verið eftir. Félagið hafni allri ólöglegri starf- semi sem leiði það eitt af sér að veikja og sundra launafólki og það er harmað að margir símsmiðir skuli Hæstiréttur: Embætti Magn- úsar auglýst ^ Dómaraembætti við Hæstarétt íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Um er að ræða embæt- tið sem Magnús Thoroddsen hefur verið dæmdur frá. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. hafa tekið þá ákvörðun að láta af störfum hjá Pósti og síma. Fram- koma forystumanna Rafiðnaðar- sambands íslands í þessu máli sé með eindæmum. Þorri blótaður ÞORRI hefst í dag, bóndadag, og verða sjálfsagt margir til að blóta þorra næstu vikumar að gömlum og góðum íslenzum sið. Myndin er tekin í Naustinu í gær og það er Jón Kornelíus Magnús- son, matreiðslumaður, sem held- ur á hlöðnu borði af súrsuðu góðgæti ýmiss konar og fleiru sem tilheyrir, eins og sviðum, hákarli og harðfiski. Alþýðubandalagið í Reykjavík Tillaga um sameiginlegt fram- boð náði ekki fram að ganga TILLAGA félaga úr Birtingu um þátttöku Alþýðubandalagsins í sam- eiginlegu framboði gegn Sjálfstæðisflokknum við borgarsljórnarkosn- ingamar í vor náði ekki fram að ganga á félagsfúndi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík í fyrrakvöld. Samþykkt var tillaga stjórnarmanna um að hefja málefnalegan undirbúning kosningabaráttunnar en leiðum til sameiginlegs framboðs þó ekki lokað. Vegna mistaka við gerð kjör- gagna var ekki hægt að kjósa í kjörnefnd og verður að halda annan félagsfúnd fljótlega til þess og þá koma tillögur um sameiginlegt fram- boð væntanlega aftur til umræðu. Fundur Alþýðubandalagsins hófst klukkan 20.30 og stóð til klukkan 2 um nóttina. í upphafi fundarins tilkynnti fundarstjóri að einungis fullgildir félagap hefðu kosningarétt við kjör fulltrúa í kjör- nefnd, þannig að þeir sem skulda meira en eitt árgjald fengju ekki að kjósa. Þessu mótmæltu Birting- armenn en þegar ákvörðuninni var ekki haggað gengu tveir þeirra, Reynir Ingibjartsson og Kjartan Valgarðsson formaður Birtingar, frá tryggingavíxli að fjárhæð 300 þúsund krónur og buðu fram sem tryggingu fyrir skuldum félaganna. Gjaldkeri félagsins hafnaði því og urðu þeir sem hugðust taka þátt í kosningunni að greiða skuldir sínar. Reynir Ingibjartsson og fleiri björg- uðu málunum með því að lána þeim sem vildu. Kjartan Valgarðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að krafan um uppgjör skulda væri valdníðsla og ætti sér ekki fordæmi í sögu félagsins. Ekki væru nein rök fyrir þessari kröfu á þessum félagsfundi frekar en öðrum og væri augljóslega gerð til að svipta eins marga Birtingarfélaga atkvæð- isrétti í kosningunum og mögulegt væri. „Þetta sýnir hugarfarið sem að baki býr,“ sagði Kjartan. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi og f leiri félagsmenn sem tengj- ast Birtingu lögðu fram tillögu að ályktun þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn og kjömefnd falið að hefja viðræð- ur við fulltrúa Birtingar, stjóm full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna, óflokksbundna áhugamenn um sameiginlegt framboð og önnur samtök sem áhuga hafa. Lögð var áhersla á að í þeim viðræðum yrði reynt að hafa framsóknarmenn og kvennalistakonur með í ráðum. Miklar umræður urðu um þessa til- lögu og breytingartillögur og stóðu umræðurnar fram yfir miðnætti. Þorbjöm Broddason lagði fram breytingartillögu svo og Álfheiður Ingadóttir. Siguijón Pétursson borgarfulltrúi lagði til að öllum til- lögunum yrði vísað til stjórnar en tillaga hans var felld. Þá lögðu tveir stjómarmenn í Alþýðubandalaginu í Reykjavík, Ragnar Stefánsson og Guðmundur Albertsson, fram til- lögu um afgreiðslu málsins. Var hún samþykkt með 78 atkvæðum gegn 66. Stuðningsmenn tillögu Kristínar Háðfuglinn Eddie Skoller á íslandi: Fæddist í Bandaríkj- iinuni- móðirin sænsk en faðirinn Rússi EDDIE Skoller, danski söng- og lagasmiðurinn, sem ef til vill er þekktastur fyrir lag sitt „What did you learn in School today“, er staddur hér á landi. Hann heldur tónleika á morgun, sem þegar er uppselt á, og á laugardag. Nú hefúr verið ákveðið að bæta við aukatónleikum á mánudag en allir verða þeir í íslensku óperunni. Þetta er í þriðja sinn sem Skoller kemur hingað til lands en hér er hann á vegum Lionsklúbbsins Njarðar. Flytur þú enn „What did you leam in School today“ á tónleikum? „Já, ég losna aldrei við það. Ætli það sé ekki vörumerki mitt,“ sagði Skoller og hló. „Ég kom hingað beint frá Stokkhólmi þar sem ég var með tónleika í Konsert- húsi Stokkhólms. Eftir tónleikana fór ég með nokkrum vinum mínum á veitingastað. Þar var fyrir Finni nokkur sem kom til mín og sagð- ist hafa séð nokkra þætti með mér í sænska sjónvarpinu. Hann hrós- aði mér fyrir þættina og sagði síðan: „Ég heyrði um daginn í út- varpinu einhvern Dana syngja lag sem heitir „What did you learn in School today“. Veistu hvað hann heitir þessi Dani?“ Ég kvaðst ekki muna það í svipinn," sagði Skoller og hló. „Það er ánægjulegt að vera kominn til íslands að nýju. Ég kom hingað síðast 1988, fyrir nákvæm- lega tveimur árum, og skemmti á herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarð- ar.“ Á síðasta ári fór Skoller í tvær tónleikaferðir til Austurlanda fjær, Hong Kong, Tælands, Malasíu, Indónesíu, Suður-Kóreu, Singapúr og Ástralíu. Þá vann hann einnig að gerð sjónvarpsþátta fyrir sænska sjónvarpið í október og nóvember á síðasta ári. Meðal gesta í þáttunum voru Victor Borge og Cliff Richard en Skoller sjálfur var gestgjafinn. „Það hefur alltaf verið erfitt fyrir danska skemmtikrafta að „troða upp“ í Svíþjóð, aðallega vegna tungumálsins. Ef til vill ligg- ur það líka í ólíkum skapgerðareig- inleikum Dana og Svía. Danir eru opnari en á bakvið grímuna er skopskynið hið sama. Danir gera grín að sjálfmn sér. Við erum lítil þjóð og erum mikið upp á um- heiminn komin. Svíar eru sjálfum sér nægir, þeir eiga næg hráefni og eru ekki eins háðir löndunum í kringum sig. Ég bý yfir því láni að móðir mín fæddist í Svíþjóð svo ég tala dálitla sænsku. í þáttunum Eddie Skoller. sem ég gerði fyrir sænska sjón- varpið talaði ég sænsku.“ Ætlarðu að tala íslensku á tón- leikunum í Gamla bíói? „Ég geri mitt besta,“ segir Skoller. Skoller býr í Kaupmannahöfn en er fæddur í Bandaríkjunum, St. Louis. „Faðir minn fæddist í Rúss- landi og fjölskylda hans fluttist til Danmerkur þegar hann var á unga aldri. Hann kynntist móður minni skömmu fyrir síðari heimsstyijöld og þau fluttust til St. Louis. Ég fæddist þar og bjó í sex ár, allt þar til ég sagði við sjálfan mig: „Nu er nóg komið,“ og flutti til Danmerkur." Skoller leikur tennis á hveijum degi. Afganginn af deginum er hann að semja lög eða texta eða ganga úti með tíkinni sinni. „Hún heitir Emma. í Danmörku kallast blendingshundar „Street-cross- ings“, með því er átt við tvo hunda sem mætast á götu og búa til nýj- an hund. En hún Emma er „Ro- Morgunblaðið/RAX und-about“, hún varð til á mótum fimm eða sex gatna,“ sagði Skoll- er og skellihló. „Ég kann afar vel við íslend- inga, þeir virðast vera heiðarlegir og traustir. Ef við tökum Frakka sem dæmi þá virðast þeir fremur yfirborðskenndir og miklir skap- menn en hins vegar virðist ekkert fá haggað íslendingum. Ég efast ekki um að íslendingar hafi skop- skyn en hér virðist gálgahúmor vera ríkjandi," sagði Eddie Skoller. Hefurðu auðgast á ferðum þínum um tónleikasali i' Evrópu? „Já, já. Ég hef auðgast á marg- an hátt. Ég ann starfi mínu og þykir gaman að koma fram og skortir ekkert í fjárhagslegum efn- um. Umfram allt þá hef ég nægar tekjur til að geta hafnað þeim verk- efnum sem mér geðjast ekki að. Það eru mikil forréttindi því ef maður vill þroska sig sem lista- mann er afar mikilvægt að geta valið og hafnað,“ sagði Eddie Skoller. greiddu atkvæði á móti. í ályktuninni sem samþykkt var segir að nú eigi Alþýðubandalagið að hefja málefnalegan undirbúning fyrir borgarstjómarkosningarnar. Jafnframt er tekið fram að áfram eigi að halda að sameina alla íhalds- andstæðinga í kosningunum. Fram- kominni tillögu um viðræður um samfylkingarframboð verði vísað til næsta félagsfundar eða þar til formleg beiðni þar að lútandi hefði borist til Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Stefanína Traustadóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins í Reykjavík, segir að með þessari niðurstöðu sé ekki tekin nein afstaða til sameigin- legs framboðs. Hins vegar sé því hafnað að ákveða það þarna og á þessum tíma, meðal annars vegna þess að ekki hefði komið um það formleg beiðni og tveir flokkar hefðu þegar hafnað slíku framboði. Kjartan Valgarðsson segir að auðvitað hefði hann viljað fá tillögu Kristínar Ólafsdóttur samþykkta en það væri mikilvægt við niðurstöðu fundarins að Alþýðubandalagið hefði ekki lokað neinum leiðum til sameiginlegs framboðs. Tillögunni hefði ekki verið vísað frá og kænii til umræðu á næsta félagsfundi sem hlyti að verða fljótlega vegna kosn- inga til kjörnefndar. Á þeim fundi mætti vænta úrslita um það hvort Alþýðubandalagið ætlaði að taka þátt í sameiginlegu framboði eða bjóða fram G-lista. Á fundinum átti að kjósa sjö full- trúa í kjörnefnd vegna uppstillingar lista fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. Tólf voru í kjöri, sjö frá stjóm Alþýðubandalagsfélagsins og fimm frá Birtingarfélögum. Stjórn félags- ins lagði fram tillögu um eftirtalda: Guðmundur Albertsson, Guðmund- ur Þ. Jónsson, Hallur Páll Jónsson, Jóhanna Leópoldsdóttir, Ólafur Darri Andrason, Ólöf Ríkharðs- dóttir og Stefanía Traustadóttir. Guðrún Helgadóttir alþingismaður stakk upp á eftirtöldum fulltrúum til viðbótar: Reynir Ingibjartsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Art- hur Morthens, Gísli Gunnarsson og Kristrún Guðmundsdóttir. Þegar fjörutíu fulltrúar höfðu kosið kom í ljós að mistök höfðu orðið þegar listi með nöfnum þeirra sem kjósa átti um var útbúinn. Eitt nafn vantaði en annað var tvítekið. Var kosningunni þá hætt og ákveð- ið að boða til nýs félagsfundar. Á fundinum átti einnig að kjósa fjóra fulltrúa í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins. Stjprnin lagði til kos- in yrðu: Sólveig Ásgn'msdóttir, Páll Valdimarsson, Steinar Harðarson og Ingibjörg Jónsdóttir. Reynir Ingibjartsson stakk upp á þremur til viðbótar. Þau eru: Gunnar H. Gunnarsson, Auður Sveinsdóttif og Reynir Daníel Gunnarsson. Sú kosning bíður einnig nýs fundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.