Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 39
Mm FOLK ■ JÓN Örn Þorsteinsson, knatt- spymumaður úr FH, hefur ákveðið að leika með KS frá Siglufirði í 2. deild í sumar. Jón Örn, er 20 ára frammheiji og lék tvo leiki með FH í sumar. Hann er þriðji FH- ingur sem kemur til með að leika með KS næsta sumar. Hinir eru Hlynur Eiríksson, sem lék reyndar með Siglfirðingum í fyrra og Henning Henningsson. ■ PÉTUR Ó. Stephensen sigrað í fyrsta HafiiarQarðarmótinu í borðtennis_ sem fram fór fyrir skömmu. Ómar Hannesson varð í öðm sæti og Sigurbjöm Sigfusson í þriðja. Guðmundur P. Stephen- sen var yngsti keppandinn á mót- inu, aðeins sjö ára, en hann hafn- aði í 6. sæti. ■ FRANSKA landsliðið í knatt- spyrnu hélt á þriðjudaginn í níu daga keppnis- og æfingaferð til Kuwait. Frakkar leika gegn Kuwait 21. janúar og gegn Aust- ur-Þýskalandi þremur dögum síðar. Eins mun franska liðið leika gegn félagsliðinu A1 Quadissiya, sem er í efsta sæti á Kuwait. Mie- hel Platini, þjálfari Frakka, segir að ferðin sé liður í uppbyggingu franska landsliðsins fyrir Evrópu- keppnina 1992 og HM 1994. Frakkar náðu sem kunnugt er ekki að komast í lokakeppnina á Italíu í sumar. ■ BRASILÍUMAÐURINN Za- gola, þjálfari Sameinuðu arabísku fustadæmanna, sem leika í HM á Italíu, hefur verið látinn hætta störfum. Hann fór fram á of mikla peninga. Zagola var búinn að vera í frí í heimalandi sínu í fjörutíu daga, þegar hann fékk þessar frétt- ir. ■ BANDARÍKJAMENN hafa fundið uppá furðulegustu hlutum i íþróttum og fyrir skömmu héldu þeir fyrsta opna golfmótið fyrir sköllótta kylfinga! Mótið var haldið í Flórída og stóð í tvo daga og í reglum mótsins sagði að keppendur yrðu að vera a.m.k. hálfsköllóttir og hárlosið yrði að vera „frá náttú- mnnar hendi.“ Þáttökugjaldið fékk hinsvegar hárin til að rísa á kylfing- unum en það var um 180.000 ísl. kr. Sören Lerby. U ELLEFU leikmenn, fram- kvæmdastjórar og þjálfarar ho- llenska liðsins Ajax hafa verið ákærðir fyrir skattsvik af ýmsu tagi og eiga að mæta fyrir rétt á næstunni. Skattayfirvöld í Hollandi segja að maðkur sé í mysunni í bókhaldi Ajax, einkum þegar leik- menn eru keyptir og seldir, og hafa fjármál leikmanna á borð við Sören Lerby, Wim Kieft, Simon Taham- ataog Piet Hamberg verið undir smásjá skattayfirvalda. Lerby var reyndar handtekinn í fyrra og í kjöl- farið sagði öll stjórn liðsins af sér. Lerby hefur fengið rukkun um 90 milljónir króna vegna ógreiddra skatta og félagið þurfti að borga aukalega um 210 milljónir króna í fyrra í skatta og var að auki sektað um 90 milljónir. FELAGSMAL Þorrablót KR Hið árlega þorrablót KR verður haldið í KR-heimilinu við Frostaskjíl á morgun, laugardag, og hefst kl. 19. Miðar fást í heimil- inu og við innganginn. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. JANUAR 1990 39 KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Morgunblaðið/Einar Falur Guðmunur Bragason lék mjög vel fyrir Grindavík í gær. Hann fékk hæstu einkunn fyrir leik sinn, 3AÍ, og er það í annað sinn í vetur. Dómarar í aðalhlutverki DÓMGÆSLAN í leik UMFG og KR setti mikinn svip á leik lið- anna í úrvalsdeildinni i körfu- knattleik f gærkvöldi þar sem KR vann 76:67. Dómararnir misstu öll tök á leiknum sérs- taklega í seinni hálfleik. Dæmdu oft á tíðum einkenni- legir og flestöll vafaatriði KR- ingum fhag. Þetta setti leiðin- legan svip á leikinn þvíbæði liðin geta leikið góðan körfu- knattleik. Leikmenn eiga þó heiður skilinn fyrir að láta dóm- gæslu ekki fara í taugarnar á sér. Leikurinn var jafn framan af, munurinn tvö til fjögur stig. Ron Davis í liði UMFG komst fljót- lega í villuvandræði og var kippt útaf með þrjár villur Frímann snemma í hálfleikn- Ólafsson um. KR-ingar náðu skrifar - þá yfirhöndinni og komust í 35:25 og höfðu yfir í hálfleik, 40:33. KR-ingar náðu strax 12 stiga for- skoti í seinni hálfleik. Á fimmtu mínútu tók Laslo Nemeth, þjálfari KR-inga, Pál Kolbeinsson útaf, en honum og Hjálmari Hallgrímssyni hafði lent nokkrum sinnum saman. Þetta veikti KR liðið nokkuð en það jafnaðist þegar Davis þurfti að yfir- gefa völlin er 10 mín. voru eftir. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í þijú stig þegar þijár mín. voru eftir. HANDKNATTLEIKUR Rúmenskur landsliðsmaður lést í búningsherberginu George Andromic, leikmaður rúmenska lands- liðsins í handknattleik, lést í gærmorgun í búningsklefa liðsins eftir æfingu í Frakklandi. Leikmenn sátu í búningsklefanum eftir æfinguna og voru að ræða málin er Andromic féll skyndilega í gólfíð. Reynt var hjartahnoð og hann síðan flutt- ur á sjúkrahús, en hann komst ekki til meðvitund- ar aftur. Talið er að hann hafi látist úr hjartaslagi. Andromic, sem var 26 ára, hafði leikið 21 lands- leik. Hann lék á hægri vængnum í rúmenska lands- liðinu og þótti góð skytta. Eftir mótið í Frakklandi halda Rúmenar til Búlgaríu og taka þátt í móti þar áður en þeir koma til íslands 10. febrúar. Frá Bernharði Valssyni I Frakklandi HANDBOLTI Rúmenar topuðu - fyrir sovésku liði Rúmenar töpuðu fyrir sovéska félagsliðinu, Neva frá Len- ingrad, 26:29 á Alþjóðlegu hand- knattleiksmóti sem nú stendur yfir í Frakklandi. Átta lið taka þátt í mót- inu og er þeim skipt í tvo riðla. Rúmenar, sem leika þijá landsleiki við íslendinga í Laugardalshöll í febrúar, leika í B-riðli með þremur félagsliðum; Neva frá Leningrad, Empor Rostock frá Austur-Þýskalandi og US Iviy frá Frakklandi. Rúmenar unnu US Ivry í frysta leiknum, en töpuðu síðan fyrir sovéska liðinu með þriggja marka mun í gær, 26:29. Empor Rostock, sem tapaði fyrir Neva í fyrsta leiknum, gerði í gær jafntefli við US Ivry, 26:26. í A-riðli hafa Frakkar unnið báða leiki sína og virðast sterkir um þess- ar mundir. I gær sigruðu þeir vest- ur-þýska liðið Milbertshofen, 29:14. Alsír sigi-aði ungverska liðið Bramac Veszprem, 20:19. Frakkar leggja mikið kapp á að undirbúa lið sitt sem best fyrir HM í Tékkósló- vakíu og ætla að leika 21 landsleik fram að keppninni, sem hefst í end- aðan febrúar. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Tvö lið í 4. deild bjóða íslendingi þjálfarastarf Jón Halldór Garðarsson, sem stundar nám við íþróttaháskólann í Köln, hefur verið boðið að þjálfa tvö lið í 4. deildinni í v-þýsku knattspyrnunni. Jón lék með FH fyrir nokkrum árum en leikur nú með Frechen í 5. deild, en liðið hefur nánast tryggt sér sæti í 4. deild næsta vetur. Jóni hefur gengið vel í leikjum liðsins og var m.a. valinn maður mótsins á stóru innanhússmóti með liðum í 3. 4. og 5. deild. Forráðamenn Frechen hafa boðið Jóni að taka að sér þjálfun liðsins og Jón hefur einnig fengið boð frá Frechen en bæði þessi lið eru frá Köln. Jón hefur stundað nám í íþróttaháskólanum í ljögur ár og lýkur A-stigsprófi í vor, og lesendur Morgunblaðsins kannast eflaust við nafn hans, þvi Jón Halldór hefur verið fréttaritari íþróttadeildar blaðs- ins í V-Þýskalandi um skeið. A-RIÐILl HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir u j T Mörk U J T Mörk Mörk Stig ÍBK 18 8 0 0 844:648 6 0 4 964:847 1808:1495 28 UMFG 19 7 0 2 736:680 4 0 6 788:823 1524:1503 22 VALUR 19 4 0 5 717:704 3 0 7 822:858 1539:1562 14 ÍR 19 5 0 6 853:904 2 0 6 631:718 1484:1622 14 REYNIR 19 1 0 9 688:898 0 0 9 610:871 1298:1769 2 B-RIÐILL HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig KR 19 9 0 O 658:550 8 O 2 809:742 1467:1292 34 UMFN 18 7 0 2 848:733 8 0 1 772:720 1620:1453 30 HAUKAR 19 5 0 5 918:807 4 0 5 764:744 1682:1551 18 TINDASTÓLL 18 5 0 4 830:779 3 0 6 693:722 1523:1501 16 ÞÓR 18 2 0 7 799:855 2 0 7 705:846 1504:1701 8 Þá voru dæmd tæknivíti á varamanna- bekk þeirra og KR-ingar fengu víta- skot og héldu knettinum og sigu síðan framúrog sigruðu örugglega. Guðmundur Bragason átti stórleik fyrir heimamenn, skoraði fyrstu 10 stigin fyrir UMFG og alls 33 stig. Steinþór Helgason skoraði mikilvægar körfur. Anatolíj Kouvtoúm bar höfuð og herðar yfir aðra í liði KR-inga og er mjög mikilvægur fyrir liðið. Guðni og Birgir Mikaelsson voru einnig sprækir ásamt Axeli Nikulássyni. Auðvelt hjá Haukum Haukar þurftu að hafa lítið fyr- ir sigrinum gegn Valsmönnum í Hafnarfiðri í gærkvöld, 89:75. Fljótlega í leiknum skildu leiðir og ggi^gi heimamenn höfðu Hörður 16 stiga forskot í Magnússon leikhléi. Þessi mun- skrifar ur hélst í síðari hálf- leik og hefði orðið stærri ef Haukarnir hefðu ekki gef- ið öllum varamönnunum sínum tækifæri á að spila. Haukar, sem nú hafa fengið Torfa Magnússon fyrrum Valsmann til að sjá um þjálfun liðsins, virðast vera að rétta úr kútnum eftir afar slakt gengi að undanförnu. Jonat- han Bow sýndi góðan leik en ann- ars var það góð liðsheild sem skóp sigurinn. Sem fyrr var Chris Behrends yfiburðamaður í liði Vals, en fékk allt of litla aðstoð frá samheijum sínum. URSLIT Körfuknattleikur: UMFG — KR 67 : 76 íþróttahúsið I Grindavík, úrvalsdeildin í körfu- knattleik, fimmtudaginn 18. janúar 1990. Gangur leiksins: 0:2, 8:8,19:16, 21:27, 33-10, 40:50, 46:58, 52:58, 60:63, 62:72 67-76. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 33, Stein- þór Helgason 14, Hjálmar Hallgrímsson 4, Rúnar Amason 4, Ron Davis 4, Guðlaugur Jónsson 2, Ejjólfur Guðlaugsson 2 Ólafur Þór. Jóhannsson 2, Bergur Hinriksson 2. Stíg KR: Anatolíj Kouvtoúm 27, Guðni Guðna- son 16, Lárus Árnason 9, Axel Nikulásson 7, Birgir Mikaelsson 6, Matthías Hnarsson 5, Páll Kolbeinsson 4, Böðvar Guðjónsson 2. Áhorfendun Um 150 Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Alberts- son. Haukar—Valur 89 : 75 íþróttahúsið i Hafnarfirði, fimmtudaginn 18. janúar 1990. Gangur leiksins: 0:2, 11:4, 15:13, 22:19, 29:19, 4Q:25, 43:30, 49:33, 58:39, 64:49, 75:55, 80:67, 83:73, 89:75. Stig Hauka: Jonathan Bow 28, Jón Arnar Ingvarsson 17, Pálmar Sigurðsson 14, Henning Henningsson 11, ívar Ásgrímsson 8, ívar Webster 5, Reynir Kristjánsson 3, Eyþór Ámason 3. Stig Vals: Chris Behrends 37, Svali Björg- vinsson 13, Matthías Matthíasson 9, Ragn- ar Jónsson 6, Einar Ólafsson 4, Aðalsteinn Jóhannsson 4, Guðni Hafsteinsson 2. Áhorfendur: 59. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Guðmundur Stefán Maríasson. Dæmdu þokkalega. Guðmundur Bragason, UMFG. Chris Behrends, Val. Jonathan Bow, Hauk- um. Anatolíj Kouvtoún, KR. Jón Amar Ingvarsson, Haukum. Hjálmar Hallgrímsson, Rúnar Árnason, Steinþór Helgason, UMFG. Axel Nikulásson, Birgir Mikaelsson, Guðni Guðnason, KR Fjórir leikir fóm fram í NBA-deildinni á þriðju- dagskvöld: Milwaukee - Golden State........134:126 LA. Clippers-Charlotte..........106: 98 Portland - Denver Nuggets.......120:115 Sacramento - Atlanta Hawks......108: 91 Handknattleikur 3. deild: Grótta-B — ÍH................... 28;23 Knattspyma Vináttulandsleikur í Aþenu: Grikkland — Belgía..................2:0 (Tsalouhides 58. og Stratos Apostolakis 90.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.