Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 25 nefndar er reynsla hans af við- kvæmum og umdeildum breyting- um á leikhúsum sú, að leikhús- gestir verði fljótt mjög ánægðir með breytingarnar, þó miklar séu, fylgi þeim ótvíræðir kostir. Astæður þess að byggingarnefnd leggur til að salnum sé breytt nú eru einfaldar. Þær öryggiskröfur sem langbrýnast er að uppfylla fyrst, eru allar tengdar salnum. Endurnýja verður gólf í sal og á svölum og þá jafnframt stóla. Þess vegna verður kostnaður við breyt- ingamar ekki nema lítill hluti þess sem ella yrði. Byggingarnefnd telur það einnig kost að bæta aðstöðu til leiklistar- f lutnings strax í upphafi endurbóta á húsinu, þó svo hún geri sér einn- ig ljóst að ekki er síður mikilvægt að bæta alla vinnuaðstöðu baksviðs sem og alla aðstöðu starfsfólksins. Stækkun á sviðsopi og breytingar á stúkum Ástæður fyrir stækkun á sviðsopi og breytingum á stúkum eru aðal- lega tvær. 1. Að auka möguleika þeirra sem sitja til hliðar í sal að sjá mun meira af sviðinu en nú er. Þeir sem nú sitja í ystu sætum í sal eða eru bundnir við hjóla- stól sjá ekki nema hluta af svið- inu og missa oft af hluta sýning- arinnar. 2. Stækkun sviðsopsins gefur möguleika á að minnka „gluggaáhrif“. Sé hægt að breyta halla eða stefnu hliðar- veggja („sviðstrektar") opnast möguleikar á mun fjölbreyttari leikmyndum. Kostir þess að stækka sviðsop fullnýtast þó ekki fyrr en hliðarsvið hefur verið stækkað til vesturs og ljósaturnar fluttir eins og gert er ráð fyrir í framtíðartillögum bygg- inga.rnefndar. Áður en hliðarsvið verður stækk- að þarf að breyta fyrirkomulagi á stjóm flugkerfis (ráa), þ.e. fjar- lægja kaðla. Salur á þriðju hæð Með breytingu á svölum opnast möguleikar á að loka sal á þriðju hæð frá áhorfendasal og nota hann sem fundarherbergi, æfingasal eða jafnvel til fámennra leiksýninga, t.d. barnasýninga. Slíkar barnasýningar eru nú mjög vinsælar í nágrannalöndum okkar. Þær eru ódýrar í uppsetn- ingu og geta verið gildur þáttur í þeirri viðleitni að fá unga áhorfend- ur í leikhúsið. Sætafjöldi Tekinn er saman sætafjöldi í Þjóðleikhúsinu samkvæmt þremur mismunandi tillögum ásamt núver- andi sætafjölda. í öllum tillögunum er miðað við stækkun á hljómsveitargryfju og sömu kröfur gerðar um bil milli sæta og um gönguleið með hliðar- veggjum (þó ekki á miðsvölum). Við mat á tekjumöguleikum, þ.e. „seldum sætum“, er miðað við að sæti á efri svölum séu seld á hálf- virði þó reynsla og nýting bendi til þess að það mat sé alltof hátt. Ef nota á stækkað framsvið verð- ur að meta sæti á efri svölum mun minna, afskrifa þau jafnvel alveg eins og gert er í töflunni hér að neðan. Ekki er gert ráð fýrir að komið verði fyrir sætum í hljómsveitar- gryfju í „óbreyttum sal“ þó það sé vel framkvæmanlegt, því halli og hæð á gólfi gera það að verkum að illa eða lítið sést úr sætunum sem kæmu þar fyrir aftan. Auk tillögu byggingarnefndar sem merkt er E, er tillaga A skoðuð og „óbreyttur salur“ merkt Ó. Tillaga A gerir ráð fyrir óbreytt- um svölum en nokkurri hækkun á salargólfi, fremst um 20 sm en um 80 sm aftast. Tveir öftustu bekkirn- ir í sal fara burt (vegna lofthæðar) og klefi fyrir hljóð- og Ijósastjórnun færist aftast í sal. Tillaga Ó er nær óbreyttur salur en ofannefndar kröfur gera það að verkum að það fækkar um einn bekk á báðum svölum og einnig fækkar sætum í sal. Sjá töflu til vinstri Kvennalist- inn íhug- ar framboð i KVENNALISTINN íhugar fram- boð til bæjarstjórnarkosninganna í vor, en á morgun verður haldinn fundur þar sem framboðsmálin verða rædd. Endanleg ákvörðun um hvort boðið verður fram verð- ur tekin fljótlega eftir fundinn. Hólmfríður Jónsdóttir ein kvenna- listakvenna á Akureyri sagði konur innan Kvennalistans hafa þungar áhyggjur af atvinnumálum kvenna í dreifbýli og ef af framboði yrði í vor yrðu þau mál sett á oddinn. „Okkur hrýs hugur við hversu at- vinnuleysið er orðið mikið bæði hér á Akureyri og einnig í sveitunum, en í kjölfar þess að bú hafa minnkað er minna að gera í sveitunum og bitnar það harðast á konurn," sagði Hólmfríður. Kvennalistinn bauð fram til bæjar- stjórnarkosninganna á Akureyri árið 1982 og náði þá inn tveimur fulltrú- um í bæjarstjórn. Við næstu kosn- ingar, árið 1986 var ákveðið að bjóða ekki fram og sagði Hólmfríður að þreytu hefði gætt á meðal kvenna á þeim tíma, en nú þegar atvinnu- ástandið í bænum væru svipað og var á árinu 1982 væru konur meir en tilbúnar til að taka til hendinni. Hólmfríður sagði að farið væri að huga að væntanlegum frambjóðend- um og væru oddakonur listans þegar inni í myndinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Les á Dalbæ á hverjum degi Óskar Karlsson á dvalarheimilinu Dalbæ hefur um all langt skeið lesið fyrir vistfólkið og nýtur upplestur hans mikilla vinsælda. í vikunni var Óskar að lesa upp úr bókinni Draumurinn eftir Hafstein Sigurbjömsson. „Fólkið hefur gaman af þesso, margir hafa komið að máli við mig og sagt sér finnist mun skemmtilegra að heyra aðra lesa,“ sagði Óskar. Hann sagðist lesa margskonar bækur, m.a. þar sem sagt væri frá ýmsum atburðum, ástarsögur og einnig ferðaþætti sem hann hefði sjálfur sett saman sem og einnig kvæði eftir sig. „Kvenfólkið bað um ástarsögur og ég hef lesið margar kjarnmiklar sögur þrungnar af ást.“ Óskar sagði að lestrarstundirnar væru vel sóttar, en hann les upp á hverjum degi. „Ég kann vel við mig hér á Dalbæ, hér er mikið gert fyrir fólkið og þó ég hafi víða farið held ég að hvergi sé eins mikið gert fyrir fólk og á þessu heimili, enda er forstöðumaðurinn mikið góðmenni," sagði Óskar. Þrotabú Híbýlis hf.: Heildarkröfiir í búið nema tæplega 235 milljónum króna LÝSTAR kröfur í þrotabú Híbýlis hf. nema samtals tæpum 235 miiyón- um króna, en alls bárust 163 kröfur í búið. Skiptafundur i búinu verður haldinn á þriðjudag, 23. janúar þar sem skrá yfir lýstar kröfur verður tekin til umfjöllunar. Forgangskröfur sem lýst var í búið eru alls 69 og nema þær samtals tæplega 33 milljónum króna. Lýstar kröfur utan skuldar- aðar eru átta að upphæð samtals 46,7 milljónir króna, en almennar kröfur í búið eru 86 og nema þær samtals 155,2 milljónum króna. Hvað varðar kröfur utan skulda- raðar munar mest um fjórar kröfur frá Akureyrarbæ, en bærinn gerir 28,4 milljón króna kröfu vegna framkvæmda við byggingu Helga- magrastrætis 53, 4,6 milljón króna bótakröfu og 1,7 milljón vegna skaðabóta, en samtals nema lýstar kröfur Akureyrarbæjar utan skuld- araðar tæplega 37 milljónum króna. Útvegsbánki íslands lýsti 6,9 millj- ón króna kröfu utan skuldarraðar og Vátryggingafélag íslands 3,3 milljón króna kröfu. Forgangskröfur í þrotabú Híbýlis hf. nema samtals tæplega 33 millj- ónum og þar munar mestu um launakröfur fyrrverandi starfs- manna fyrirtækisins. Alls var lýst 86 almennum kröf- um í búið, samtals að upphæð 155,2 milljónir króna. Landsbanki íslands lýsti tæplega 10 milljón króna kröfu í búið, bæjarfógeta- embætti á Akureyri um 12 milljón- um vegna þinggjalda og skatta, Kaupfélag Eyfirðinga lýsti 16,3 milljóna króna kröfu, Páll Alfreðs- son lýsti 36 milljón króna kröfu í búið, Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins tæplega 6 milljón króna kröfu, Möl og sandur hf. 8 milljónum og Teiknistofa Hauks Haraldssonar 5,4 milljónum. Þá lýsti Blikkrás hf. einnig rúmlega 5 milljón króna kröfu og Byko um 4,4 milljóna kröfu. Tónlistarfélag Akureyrar: Ljóðatónleikar Gunnars Guðbjörns- sonar og Jónasar Ingimundarsonar Tónlistarfélag Akureyrar e&iir til ljóðatónleika á morgun, laugar- dag, á sal Gagnfræðaskólans á Akureyri og hefjast þeir kl. 17. Á tónleikunum koma fram þeir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Gunnar Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1965. Hann stund- aði ungur píanónám, en sneri sér að söngnámi 18 ára. Lengst af stundaði hann nám við Nýja Tón- listarskólann undir handleiðslu Sigurðar V. Demetz, en framhalds- nám stundaði hann í Berlín, en hefur auk þess sótt tíma hjá Nic- olai Gedda. Hann hefur víða komið fram með kórum og hljómsveitum, bæði hér heima og í Evrópu. Einnig hefur hann haldið fjölda einsöngs- tónleika. Jónas Ingimundarson kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, en þar stundaði hann tónlistarnám 1959-67, en framhaldsnám stund- aði hann við Tónlsitarskólann í Vínarborg. Jónas hefur starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri frá árinu 1970 og hefur hann haldið fjölda tónleika vítt og breitt um landið og komið auk þess fram á öllum Norðurlöndunum. Hátíð vélsleðamanna VÉLSLEÐAMENN efha til há- tíðar á Akureyri um næstu helgi og verður þar ýmislegt um að vera. Sýning verður á vélsleðum, út- búnaði og útilífsvörum í íþróttahöll- inni og verður hún opin frá kl. 13-18 á laugardag og frá 11-16 á sunnudag. Verkleg kennsla í notkun Loran-staðsetningartækja hefst kl. 15 á laugardag og skátar gefa leið- beiningar og heilræði _um ferðalög. Á útisvæði við Iþróttahöllina verður markaður fyrir notaða sleða, kerrur og aðra hluti tengda íþrótt- inni. Ef veður leyfir er ætlunin að haldin verði samæfing björgunar- sveita og Landhelgisgæsluþyrlunn- ar. Á laugardagskvöld verður árs- hátíð Landsambands íslenskra vél- sleðamanna haldinn í Sjallanum og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.