Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fyrirmæli mannréttindanefiid- arinnar * Islendingar eru aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu og í 6. grein hans er ijallað um rétt manna til að leggja tiltekin mál fyrir óháð- an og hlutlausan dómstól og um meðferð þeirra mála. A sínum tíma var Jón Kristins- son á Akureyri sakaður um tvö brot á umferðarlögum. Eftir að sátt í því hafði verið hafnað var málinu vísað til rannsóknar fyrir dómi og fór þá sami fulltrúi bæjarfógeta með málið og hafði boðið Jóni sátt og fulltrúinn dæmdi einn- ig málið sem sakadómari. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar, sem sýknaði Jón af öðru brotinu, en dæmdi hann sekan af hinu og ákvað honum 3.000 kr. sekt. Jón skaut málinu til Mannréttindanefnd- ar Evrópu, sem starfar á grundvelli mannréttindasátt- málans. Nefndin komst ein- róma að þeirri niðurstöðu, að um brot á 6. gr. sáttmálans hefði verið að ræða, þar sem sakadómur gæti ekki talist hafa verið óvilhallur dómstóll í skilningi greinarinnar. í skýrslu sinni frá því mars 1989 bendir nefndin meðal annars á, að í umræddu máli hafi rannsóknarvald og dóms- vald verið á sömu hendi. Síðan gerðu ríkisstjóm íslands og Jón Kristinsson með sér sátt um að endurgreiða Jóni sekt og sakarkostnað vegna máls- ins. Nú hefur Hæstiréttur tekið til við að fella úrskurði í sam- ræmi við þessa niðurstöðu í máli Jóns Kristinssonar. Fyrir rúmri viku felldi hann úr gildi dóm og alla dómsmeðferð sakadóms Árnessýslu í minni- háttar sakamáli. Taldi Hæsti- réttur að sýslumanninum í Árnessýslu og fulltrúa hans hafi borið að víkja sæti í mál- inu, þar sem fulltrúinn hafi bæði mælt fyrir um lögreglu- rannsókn og kveðið upp dóm í málinu. Með þessum dómi Hæstaréttar var vegið að fyr- irkomulagi sem gilti í 19 um- dæmum og um síðustu helgi gaf dómsmálaráðuneytið síðan út bráðabirgðalög sem miða að því að skapa þau skil á milli rannsóknar og dóms í sakamálum að skilyrð- um mannréttindasáttmálans sé fullnægt. Með ijliðsjón af þeim skuld- bindingum sem íslenska ríkið gekkst undir með aðild að mannréttindasáttmála Evr- ópu í upphafi sjötta áratugar- ins eru þessi viðbrögð Hæsta- réttar eðlileg og hraðar ákvarðanir dómsmálaráðu- neytisins skynsamlegar. Með þeim er komið í veg fyrir óbærilega réttaróvissu á við- kvæmu sviði. Þrátt fyrir íhaldssemi og hægagang í íslenska réttarkerfínu getur það brugðist snarlega við, þegar að því er sótt úr þess- ari átt. Vekur raunar furðu að ekki skuli fyrr hafa verið greint á milli rannsóknar og dóms í sakamálum alls staðar á landinu. Á tímum vaxandi samvinnu milli þjóða er rétt að staldra við einn þátt þessa máls sem hefur gildi út fyrir lögfræðileg álitaefni í þessu sérstaka til- viki. Er hér átt við stöðu ís- lands gagnvart svonefndum yfirrikjastofnunum eða ákvörðunum sem teknar eru af fjölþjóðlegum nefndum, ráðum eða dómstólum og hafa bindandi áhrif hér, hvort sem íslenskum stjórnvöldum eða einstaklingum líkar það betur eða verr. Eins og kunnugt er höfum við hafnað hugmynd- um um aðild að Evrópubanda- laginu (EB) meðal annars á þeirri forsendu að þar sé um yfirríkjastofnun að ræða sem gefi aðildarríkjunum bindandi fyrirmæli um efnahagsmál. Þegar um mannréttindamál er að ræða, sem snerta helg- ari rétt hvers og eins en hinn fjárhagslega, tökum við mögl- unarlaust við niðurstöðu yfirrikjastofnunar og lögum okkur að ákvörðunum hennar í skyndi með bráðabirgðalög- um. Áhrif þess að Jón Kristins- son vildi ekki una við niður- stöðu íslenskra dómstóla í lítil- vægu máli sínu eru þegar orð- in mikil í dómskerfinu. Þau kunna einnig að reynast af- drifarík, þegar metin er staða íslands í sífellt vaxandi sam- vinnu Evrópuríkja. tí21 Davíð Qddsson borgarsljóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1990: Skilvirk stjórn skilar miklum fram- kvæmdum samhliða lækkun útsvars Davíð Oddsson borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir fréttamönnum. Morgunblaðið/J úlíus Davíð Oddsson borgarstjóri lagði fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1990 fram á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi. Ræða borgarstjóra var 165 blaðsíður og birtist hér úr lokakafla hennar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar er nú lögð fram til fyrri umræðu hér í borgarstjórninni. All- margir þættir munu breytast við gerð áætlunarinnar milli umræðna, ekki síst vegna þeirra áhrifa, sem skattheimta ríkisins á sveitarfélögin gegnum virðisaukaskatt óhjákvæmi- lega hefur. Því miður hafa upplýs- ingar fjármálaráðuneytisins um skattbyrði virðisaukaskatts á sveit- arfélög reynst algerlega rangar, en fyrstu athuganir sveitarfélaganna og fullyrðingar þeirra standast. Auð- vjtað ætti þessi niðurstaða að þýða að ríkisvaldið beindi skattinum í þann farveg, að hann legðist ekki á sveitarfélögin nema með þeim hætti, sem boðað var í upphafi. Samskipti við ríkisvaldið sýna hins vegar og sanna að slíku er ekki að treysta. Og verður því óhjákvæmilegt að taka tillit til þessarar skattlagningar á borgina á næsta fundi borgarstjórn- ar, þegar fjárhagsáætlunin verður afgreidd. Þessi fjárhagsáætlun ber með sér að Reykjavíkurborg hefur fjárhags- lega mjög sterka stöðu og öfugt við mörg önnur sveitarfélög hefur borg- in ekki steypt sér í stórkostlegar skuldir og því hafa afborganir og greiðsla vaxta og verðbóta minni áhrif á rekstur borgarinnar en ella. Borgin hefur þó á undanförnum átta árum staðið í meiri framkvæmdum en nokkru sinni fyrr í sögu sinni, sem orðið hefur til þess að borgin breytir nú um svip, til batnaðar að mati langflestra borgarbúa og borg- in hefur getað tekið á móti um 14 þúsund nýjum íbúum á aðeins 7 árum, án þess að hafa þurft að skerða þjonustuna við þá, sem fyrir voru. Þvert á móti hefur tekist að efla hana og auka, og jafnframt að búa í haginn fyrir nýja íbúa með nýjum borgarhverfum, þar sem þjón- ustan hefur komið fyrr en dæmi eru til um áður. Mikil umskipti Á þeim tæpu 8 árum, sem liðin eru frá því að valdaskipti urðu á ný í borgarstjóminni og núverandi meirihluti tók við stjórn mála af vinstri mönnum hafa mikil umskipti orðið á þjónustu borgarinnar. Er því nokkuð broslegt, er minnihluta- flokkarnir reyna að stilla málum þannig upp, að meirihluti sjálfstæð- ismanna í borgarstjóminni sé harðnj eskjulegur og leggi einkum metnað sinn og framkvæmdavilja og fjár- muni borgaranna í að byggja hvers konar lúxushúsnæði, en láti þarfir borgaranna hins vegar sitja á hakan- um. Þessum fullyrðingum er haldið fram og þetta sungið, að vísu mis- jafnlega falskt, ár og síð og alla daga. En staðreyndirnar tala allt öðru máli. Og sem betur fer þá blasa staðreyndirnar við hvetjum manni. Á þessum tíma hafa verið tekin í notkun um 20 ný dagvistarheimili um leið og mörg hinna eldri hafa verið endurbætt, stækkuð og starfs- fólkinu gert auðveldara með að sinna störfum sínum. Er nú svo komið, að engin höfuðborg á Norðurlöndun- um, að Kaupmannahöfn einni und- anskilinni, getur boðið foreldrum fleiri dagvistarúrræði og jafn skjót- virka þjónustu og Reykjavíkurborg gerir og eru þó Norðurlöndin lengst komin í þessum efnum allra landa í veröldinni. Reykjavíkurborg er því í hreinni forystusveit hvað úrræði fyr- ir fjölskyldur um dagvistun snertir ef litið er til alls hins vestræna heims. Þetta kemur sjálfsagt mörgum á óvart, þegar hafður er í huga allur sá vandlætingarsöngur og barlómur, sem minnihlutinn hefur haft uppi einmitt í þessum málaflokki. Uppbygging skólamannvirkja hefur líka verið hröð og hafa verið byggðir upp fjölmargir skólar á þessum stutta tíma auk viðbygginga við eldri skóla. Svo nefnd séu dæmi, þá er nú verið að ljúka við byggingu á nýjum glæsilegum skóla úti á Eiðs- granda, en sá skóli er byggður fyrir börn allt til 12 ára aldurs vegna ein- dreginna óska foreldra á því svæði. Nýr glæsilegur skóli hefur verið byggður í gamla vesturbænum, skóli, sem fær alhliða lof fyrir hönn- un og fyrirkomulag allt, og hefur aðstaða barna í gamla vesturbænum gjörbreyst til batnaðar. Ný álma hefur verið byggð við Hagaskólann og léttbyggðar stofur tvær við gamla Melaskólann. Er vissulega ánægju- legt að með þessum hætti hefur tek- ist að mæta vaxandi barnafjölda í eldri hverfum, og um leið að ýta undir enduruppbyggingu þeirra. Byggður hefur verið upp nýr skóli í Ártúnsholtshverfi og annar í Selás- hverfi, tvær nýjar skólabyggingar við Seljaskóla. Lokið hefur verið við Hólabrekkuskóla með nýjum bygg- ingum og ný glæsileg sundlaug ver- ið byggð við Ölduselsskóla. Folda- skóli í Grafarvogi hefur verið byggð- ur frá grunni, en inn í Grafarvogs- hverfið byijuðu menn að flytja fyrir um 5 árum. Nú er hafist handa um byggingu á nýjum skóla í Hamra- hverfi, vestast í Grafarvogshverfum, sem verður fullbúinn annað haust, og um leið er byijað á stóru glæsi- legu íþróttahúsi milli hverfa í Graf- arvogi, þ.e.a.s. milli Foldahverfis og Húsahverfis. Og nú í ár lýkur bygg- ingu á glæsilegu íþróttahúsi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Allmargar heilsugæslustöðvar hafa verið opnaðar í borginni á þessu tímabili og nú eru tvær heilsugæslu- stöðvar um það bil að opna. Að vísu skortir á að ríkið standi við sinn hluta í fjármögnun tækjakaupa, þannig að dregist getur um nokkra mánuði að önnur stöðin opni, þó hún standi að öðru leyti fullbúin. Málefni aldraðra Ég held að segja megi að málefni aldraðra hafi í raun tekið stökk- breytingum á þessu tímabili. Þjón- usta við þennan hóp hefur batnað stórkostlega og ég tel að aldrei fyrr hafi eins mikil breyting átt sér stað í þessum málaflokki á jafn skömm- um tíma, þó auðvitað megi segja að enn sé allmargt ógert. Uppbyggingu B-álmu Borgarspítalans hefur verið haldið áfram, þó ríkið hafi dregið lappirnar, og hafa nú verið opnaðar þar þijár deildir fyrir aldraða, sem veita mjög góða og mikilvæga þjón- ustu. Reykjavíkurborg er þriðjun'gs- aðili að hinu glæsilega hjúkrunar- heimili Skjóli, og það er enginn vafi á því að hinn öf lugi stuðningur borg- arinnar var forsenda þess að í þá byggingu var ráðist og henni lokið jafn fljótt og raun ber vitni. Drop- laugarstaðir voru opnaðir á þessu tímabili, þó vissulega hefði verið unnið að því máli áður. Nýtt heimili hefur verið opnað í Seljahlíð í Breið- holti, glæsilegt heimili með góðri þjónustu. Borgin hefur byggt upp þjónustukjarna við íbúðir aldraðra á allmörgum stöðum í borginni og þessir þjónustukjarnar nýtast öllum íbúum í nærliggjandi hverfum. Nefna má í þessu sambandi nýtt húsnæði aldraðra við Bólstaðarhlíð, nýtt húsnæði aldraðra og þjónustu- miðstöð við Hús verslunarinnar í Kringlunni, nýtt heimili aldraðra í vesturbænum og nú síðast var opnað glæsilegt heimili aldraðra á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Á öllum þessum stöðum eru þjónustukjarnar fyrir íbúa þessara húsa og nærliggj- andi svæða, en þessir kjarnar gera fólki kleift að fá margvíslega þjón- ustu og stuðla að því að fólk geti lengur séð um sig sjálft og búið í eigin húsnæði. Jafnframt hafa þesar starfsmiðstöðvar gert borginni kleift að stórbæta og endurskipuleggja þjónustu sína við aldraða, sem fram mun fara frá þessum stöðvum og starfsmiðstöðvum. Nú eru hafnar framkvæmdir við enn eitt slíkt mannvirkið, við Skúlagötu, á horni Vitastígs og Skúlagötu og Lindar- götu. Þar verður í rauninni um 15 hús að ræða, mikil hús og fögur á besta stað í bænum, með tæplega 100 íbúðum og mikilli þjónustustarf- semi, bæði með almennum þjónustu- kjörnum og dagvistun fyrir aldraða. FVumkvæði borgarinnar um sam- starf við einkaaðila hefur orðið til þess að á þessu tímabili hefur verið veitt meiri fjármunum í borginni til bygginga í þágu aldraðra en nokkru sinni fyrr. Jafnframt hefur borgin enn stutt þennan málaf Iokk á marg- an hátt, m.a. með kaupum á húsi undir dagvistun alzheimerssjúkl- inga, sem Rauði krossinn rekur, og eru áform hjá borginni um áfram- hald á þeim stuðningi. íþróttir og menning Þróttmikið átak hefur verið gert á sviði íþróttamála. Ég hef áður nefnt tvö glæsileg íþróttahús í Breið- holti, annars vegar í Seljahverfi og hins vegar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og nú er hið þriðja í bygg- ingu í Grafarvogshverfunum. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á sundlauginni í Laugardal, ný sund- laug verið gerð við sundlaugina í Breiðholti og í Ölduselsskóla og nú er hafin hönnun á nýrri sundlaug í Árbæjarhverfi. Gerður hefur verið myndarlegur gervigrasvöllur í Laug- ardal, sem gerir mönnum kleift að stunda knattspyrnu a]lan ársins hring. Þessi framkvæmd var mjög umdeild, minnihlutinn hamaðist gegn henni, en hún hefur reynst afar þörf. Og nú í haust verður tekið í notkun nýtt vélfryst skautasvell í Laugardalnum. Á þessum tíma hafa verið opnaðar nýjar félagsmiðstöðv- ar, bæði í vesturbænum og eins í hinu gamla veitingahúsi Broadway, eða Glym, eins og það er kallað, auk þess sem borgin hefur styrkt fijáls félög til framkvæmda innan sinna vébanda. í menningarmálum hefur gríðar mikið verið að gerast. Nýtt Borgar- leikhús hefur verið vígt og tekið í notkun, en 90% byggingarkostnaðar þess féll til á þessum 8 árum. Á þessu ári lýkur nýrri viðbyggingú við Ásmundarsafn, sem mun styrkja stöðu þess safns og ef la það til sýn- ingarhalds. Og eitt merkasta hús landsins, Viðeyjarstofa, • var hrein- lega reist úr rústum, lyft úr hreinni niðurlægingu. Árbæjarsafn hefur verið eflt á þessu tímabili og staðið fyrir merkilegum rannsóknum á sviði fornleifa og er Reykjavík nú í fararbroddi á því sviði. Menningarmiðstöðin í Gerðubergi var opnuð og hefur hún verið afar vinsæll vettvangur margvíslegra listviðburða. Þar hefur verið opnað glæsilegt bókasafn Borgarbóka- safnsins og annað útibú Borgar- bókasafnsins verið opnað í vestur- bænum. Og á þessu ári verður haf- ist handa um hönnun og undirbúning við endurgerð 'JCorpúlfsstaða í fram- haldi af hinni stórfenglegu gjöf Err- ós til Reykjavíkurborgar og Reyk- víkinga sl. haust. Orkufyrirtækin Stofnanir borgarinnar, s.s. Hita- veita, Rafmagnsveita, Vatnsveita og Reykjavíkurhöfn, hafa allar á þessu tímabili greitt að mestu niður þær skuldir, sem þær höfðu áður verið settar í, og ekki látið við það sitja heldur um leið staðið fyrir miklum framkvæmdum, sumum sem voru orðnar mjög brýnar, en höfðu setið lengi á hakanum. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að halda gjaldskrám niðri, og er gjaldskrá Hitaveitunnar nú aðeins 84% af því, sem hún var að raunvirði til 1984, og Rafmagns- veitan hefur haldið gjaldskrá sinni svo í skorðum að raunverð raforku til almennra nota hefur lækkað um 48% á þessu sama tímabili. Hitaveit- an hefur staðið fyrir miklum fram- kvæmdum og ber auðvitað Nesja- vallavirkjun þar hæst. Þetta er ein stærsta framkvæmd á öllu landinu á þessu tímabili og athyglisvert er að-þessi framkvæmd er unnin án þess að til hennar sé tekið nokkurt langtímalán, þannig að aðeins rúmu ári eftir að þessi virkjun er fullbúin verður hún skuldlaus, og er þessi framkvæmdamáti nær óþekktur á íslandi. Ákvörðun um byggingu virkjunar að Nesjavöllum var tekin fyrir nokkrum árum. Minnihluti borgarstjórnar, vinstri flokkarnir, höfðu ekki gæfu til þess að standa þar að verki með okkur, heldur höm- uðust á móti þessari virkjun og sögðu að hún væri ekki tímabær, rétt væri að fresta henni. Reyndar er þetta orð, að verk sé ekki tíma- bært, mjög algengt í orðaforða vinstri flokkanna, nánast sú rök- semd, sem oftast er notuð um marg- ar þær framkvæmdir, sem við ráð- umst í. Þeir segjast ekki vera á móti framkvæmdinni í sjálfu sér, hún eigi bara að koma einhvern tímann seinna, helst eftir dúk og disk. Við fundum það hins vegar núna fyrr í vetur, að slíkt hefði verið hið mesta óráð hvað Nesjavallavirkjun snertir. Þegar frostakaflinn kom fyrr í vetur var ljóst að Hitaveitan kæmist í þrot, ef svo héldi fram sem horfði í nokkra daga enn. Lækkað hafði í tönkunum og véitan kynti alla sína olíukatla og mátti ekki tæpara standa. Ef vinstri menn hefðu ráðið ferðinni hér í Reykjavík væru Hitaveitan og Reykvíkingar komin í þrot í þessum efnum. Skilvirk stjórn Engan af þessum þáttum nefna andstæðingar okkar hér í borgar- stjórninni. Þeir tuða eingöngu um tvö mannvirki, annars vegar útsýnis- húsið í Öskjuhlíð, sem menn hafa ætlað sér að byggja nú í 40—50 ár, en aldrei var rétti tíminn fýrr en núna, og hins vegar ráðhús höfuð- borgarinnar. Auðvitað hafa þessi tvö mannvirki verið umdeild, en enginn vafi er í mínum huga og minna fé- laga hér í borgarstjórninni að báðar eiga þessar byggingar eftir að verða borginni og borgarbúum til stolts og ánægju og mikils gagns. Ég á ekki von á því, að ef einhverjir þess- ara ágætu fulltrúa hér í minnihlutan- um eiga eftir að skrifa sínar ævisög- ur, að þeir muni minnast þess sér- staklega, að þeir hafi hamast gegn þessum tveimur mannvirkjum. Og það er jafnframt staðreynd, sem ekki verður mótmælt, að það hefur í raun ekki bitnað á framkvæmda- getu borgarinnar að öðru leyti að standa í þessum mikilvægu fram- kvæmdum. Þetta finnst mönnum e.t.v. hljóma sérkennilega, en þá á ég við, að á þeim sviðum, sem ég hef áður rakið, hefur framkvæmda- krafturinn óg framkvæmdagetan síst verið minni en áður var og raun- ar mun meiri. Ég tel að ástæða þess, að borgin hefur getað lagt í allar þessar miklu framkvæmdir án þess að hækka skatta sína og reyndar þvert á móti tekist að lækka bæði útsvar og fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði, sé í rauninni einföld. Stjórn borgarinnar hefur verið skilvirk, jafnvel andstæð- ingarnir hljóta að viðurkenna það. Kostað hefur verið kapps um að auka hlut atvinnulífsins innan borg- armarkanna bæði með skipulags- ákvörðunum og lóðaúthlutunum og draga þannig aukið fé inn í borgina og virkja menn og fyrirtæki til átaka. Borgin hefur gætt þess að falla ekki í fen skuldasöfnunar og því hafa greiðslur borgarinnar af fjármagns- gjöldum verið minni en þekkist hjá flestum öðrum sveitarfélögum. í annan stað hefur borgin losað sig við rekstur, sem var henni óarðbær, án þess að sá rekstur legðist af í borginni. Vil ég þar ekki síst nefna sölu á Bæjarútgerðinni. En til að menn átti sig á hagsmunum þess fyrir borgina að láta verða af þeirri sölu má segja, að á þessu tímabili muni sú sala ein ásamt þeim niður- greiðslum, sem sú sala sparar á 8 ára tímabili, borga byggingarkostn- að ráðhússins. Minnihlutinn hamað- ist gegn þeirri aðgerð að koma Bæjarútgerðinni til einkaaðila. Lögðu þeir sig mjög fram í þeim efnum, jafnvel svo að undrum sætti. Ef hins vegar hefði ekki verið í hana ráðist hefðum við haft því minna úr að spila, og menn sjá því í hendi sér hvaða áhrif þetta hefur á hag borgarinnar þegar fram í sækir. Lægsta útsvarið Borgin hefur nú lægsta útsvar, sem þekkist í sveitarfélögum, þó að borgarbúar verði vegna þeirra reglna, sem í gildi eru, að greiða hærra útsvar til innheimtumanna en á er lagt, en fá síðan endurgreitt með verðbótum. Á sama tíma horf- um við upp á ríkisvaldið og stjóm málefna þar og það er harla döpur mynd, sem blasir við. Allir vita að skattar hafa hækkað stórkostlega. Svo aðeins eirin þáttur sé nefndur, til að mynda staðgreiðsla skatta, sem þó er óverulegur hluti af skatt-' heimtu ríkisins, þá hefur skattbyrði einstaklinganna hækkað um 10% hvorki meira né minna á þremur ámm. Ég vek athygli á því, að þeg- ar ég nefni þessa tölu, er búið að draga frá allar breytingar til hækk- unar á barnabótum og öðrum slíkum millifærslum. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir stórkostlega hækkun á ýmsum öðmm sköttum, nánast flestum öðmm sköttum, hvort sem um er að ræða ekknaskatta, skatta á bifreiðar eða aðra óbeina skatta, s.s. virðisaukaskatt á sveitarfélögin upp á 1 milljarð króna, þá er ríkis- búskapurinn samt rekinn með mikl- um halla og erlendum lántökum og innlendum haldið áfram í stórum stíl. Það er enginn vafi á því að fjög- urra til fimm flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur reynst afar illa og það er sáralítil huggun að því a.m.k. fyrir mig og ég held flesta aðra, þó forsætisráð- herrann sjái ljós á himnum haust- daga. Það hefur reyndar hingað til verið lítil huggun þjóðinni, þó Steingrímur Hermannsson sjái rautt eða sjái glætu, hvort sem það er fyrir meðalgöngu ónefndra galdra- meistara eða annarra fjölmargra ónefndra viðmælenda sinna. Það er mjög mikilvægt fyrir Reyk- víkinga og reyndar landið allt að borginni sé farsællega stjórnað, staða hennar sé sterk og um leið sé þess gætt að skattpíningu sé haldið niðri. Tekjur borgarinnar o g fyrir- tækja hennar um 19 milljarðar f FJÁRHAGSAÆTLUN Reykjavíkurborgar vegna ársins 1990 eru nið- urstöðutölur borgarsjóðs tæpir 11 milljarðar króna, en ef fyrirtæki borgarinnar eru meðtalin nálægt 19 inilljörðum króna. Af tekjum borg- arinnar vega útsvörin mest, eða sem nemur 5,3 milljörðum króna, en útsvarsálagningarhlutfallið er óbreytt, 6,7%, sem er lægsti stuðull, sem sveitarfélög styðjast við. Aðstöðugjöldin eru annar stærsti liðurinn eða 2 milljarðar rúmir og fasteignagjöldin, sem eru 1,6 miHjarðar króna, eru þriðji stærsti liðurinn. Að sögn borgarsljóra byggir fjárhagsáætlun- in á svipuðum verðlagsforsendum og fjárlagafrumvarp ríkissljórnarinn- ar. Miðað er við að launahækkanir verði að meðaltali 15% en borgar- sljóri tók fram að borgin mundi halda sig innan ramma þeirra kjara- samninga sem kunna að nást. A fundi Davíðs Oddssonar borgar- stjóra með fréttamönnum, þar sem fjárhagsáætlun borgarinnar var kynnt, kom auk þess fram að gert er ráð fyrir að heildartekjur borgar- sjóðs hækki um 11% milli áranna, og meginskýringin á því að hækkun- in er hlutfallslega lítil er, að nú miss- ir borgin um hálfan milljarð í tekj- um, sem hún hefði haft úr Jöfnunar- sjóði miðað við fyrri reglur um verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. 2,4 milljarðar til félagsmála í fréttatilkynningu borgarstjóra kemur meðal annars fram: „Langstærstu gjaldaliðir borgar- innar eru á sviði félagsmála, eða um 2,4 milljarðar króna og ver borgin miklu hærra hlutfalli af sínum tekj- um til félagsmála en önnur sveitarfé- Iög. Skýringin er sú, að félagsleg þjónusta er öflugri hjá borginni en hjá öðrum sveitarfélögum, auk þess sem félagsleg vandamál eru eðli málsins samkvæmt mest í mesta þéttbýli landsins. Næststærsti liður- inn er umferðarmálin með um 1,6 milljarða króna og ver borgin þrisvar sinnum meira fé til vegafram- kvæmda og viðhalds vega miðað við hvern íbúa en önnur sveitarfélög, sem mest leggja til, gera. Þriðji stærsti liðurinn er skólamál um 1 milljarður króna. En sá liður, sem hækkar mest, eru æskulýðs-, tóm- stunda- og íþróttamál, sem hækka um 26% milli ára, eru komin upp í 402 milljónir króna. Ef litið er til framkvæmda er fyrst að geta nýrra verkefna. Þannig er varið um 500 milljónum til bygging- ar skólamannvirkja en á sl. ári var varið um 400 milljónum króna til þess málaflokks. Lokið verður við íþróttahús Fjölbrautaskólans í Breið- holti og Hólabrekkuskóla á árinu og varið til þess 78 milljónum króna, lokið verður við þriðju skólabygg- ingu Foldaskólans og eru þá allar skólabyggingarnar þar búnar. Til þeirra er varið um 110 milljónum króna og 37,5 milljónum króna 'til lóðargerðar við skólann, en lóðin er mjög dýr. 114 milljónum króna verð- ur varið til Grandaskóla og hafin verður bygging nýs skóla, Hamra- skóla, í Hamrahverfi í Grafarvogi, og nýs íþróttahúss milli Húsahverfis og Foldahverfis í sama hverfi. 10 milljónum króna verður varið til að undirbúa framkvæmdir við Korp- úlfsstaði m.a. í tilefni af gjöf Errós til Reykvíkinga. 150 milljónirtíl íþróttamannvirkja Stofnkostnaður íþróttamann- virkja hækkar mjög mikið. Til þess málaflokks var varið 66 milljónum króna á sl. ári, en nú er gert ráð fýrir 150 milljónum króna á þessu ári. Langstærsti liðurinn er þar vél- fryst skautasvell, sem opnað verður í haust. Unnið verður fyrir tæpar 50 milljónir króna að nýjum leik- svæðum, hverfis- og sparkvöllum, samtals um 11 talsins, í ýmsum hverfum borgarinnar og að fegr- unarverkefnum víða um borgina. Til framkvæmda í Laugardal verður varið tæpum 300 milljónum króna, 100 milljónum króna til skautasvells í Laugardal eins og fyrr sagði og síðan 170 milljónum til Borgargarðs- ins, sem hefur verið í mótun í Laug- ardalnum á þessu kjörtímabili eins og lofað var við upphaf þess. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar Tvær heilsugæslustöðvar verða opnaðar á árinu, önnur uppi í Breið- holti, við Hraunberg, og hin við Vest- urgötu 7. Verður þá mjög langt kom- ið byggingu og starfrækslu heilsu- gæslustöðva í borginni, sem hafið var mikið átak í fyrir fimm, sex árum, því til viðbótar þessum tveim- ur stöðvum er gert ráð fyrir því, að heilsugæslustöð í Asparfelli verði eftir opnun heilsugæslustöðvarinnar við Hraunberg notuð sem heilsu- gæslustöð fyrir Seljahverfi í Breið- holti. Framlag til byggingar dagvistar- heimila hækkar verulega, eða úr 105 milljónum króna í 145 milljónir, á milli ára og opnuð verða þijú ný dagvistarheimili, leikskóli við Reka- granda, leikskóli í Dyrhömrum í Grafarvogi og nýtt dagheimili og leikskóli í Selási i Árbæjarhverfi. Jafnframt verður haldið áfram breytingum og endurbótum á eldri heimilum, sem hafa í för með sér að hægt er að fjölga börnum á heim- ilunum og eins bjóða lengri vistun, eins konar millistig milli leikskóla og dagvistar. Um 600 ný dagvistar- rými hafa bæst við á sl. fjórum árum, og er nú svo komið að engin höfuð- borg á Norðurlöndum utan Kaup- mannahafnar býður borgurum sínum eins mikla þjónustu í dagvist- armálum og Reykjavík gerir, og fólk þarf að bíða hér skemur eftir slíkri þjónustu en annars staðar á Norður- löndum. Um 400 milljónir til stofiiana aldraðra Tæpum 400 milljónum verður varið til framkvæmda við nýjar stofnanir á vegum aldraðra og er nú að hefjast gríðarmikið verkefni á homi Lindargötu, Vitastígs og Skúlagötu, þar sem verða byggð samtals um 15 hús á þremur árum, þar sem verða tæplega 100 íbúðir fyrir aldraða auk margvíslegrar þjónustu fyrir þá íbúa og aðra íbúa í þessum bæjarhluta. Þessi fram- kvæmd mun kosta um 1.300 milljón- ir. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hefja framkvæmdir fyrir 60 millj- ónir við nýtt hjúkrunarheimili í Graf- arvogi.“ I fréttatilkynningu borgarstjóra kemur enn fremur fram, að áfram verði varið fjármunum til bygginga, sem hafa verið í vinnslu. Haldið verði áfram framkvæmdum í Viðey, 50 milljónir króna gangi til Borgarleik- hússins og 520 milljónum verði var- ið til Ráðhúss borgarinnar. Eftir framkvæmdir á þessu nýbyijaða ári verði byggingin mjög langt komin og verði léttari á borgarsjóði árið 1991. Framkvæmdir þar hafi gengið mjög vel og tímaáætlanir og fjár- hagsáætlanir staðist vel. I lok fréttatilkynningarinnar seg- ir: „Umhverfismál eru í fyrirrúmi í þessari fjárhagsáætlun. Til gatna- gerðar og umhverfismála verður varið 2,5 milljörðum króna af fram- kvæmdum borgarinnar. Vakin hefúr verið athygli á framkvæmdum í Laugardal. Miklar framkvæmdir eru nú í gangi varðandi hreinsun á fjör- um borgarinnar og haldið er áfram öflugum framkvæmdum í gatna- gerð, sem hafa leitt til þess að slys- um á fólki í borginni, einkum börn- um, hefur fækkað, þrátt fyrir mikla aukningu umferðar í borginni. Ljóst er að stórhýsi eins og Ráðhúsið og Perla Hitaveitunnar í Öskjuhlíð eiga eftir að setja mikinn svip á borgina ásamt hinu nýja og aðgengilega úti- vistarsvæði í Laugardal. Um þessar mundir er verið að gera breytingar á heimilishjálp, sem verður framvegis hverfaskipt og starfrækt undir heitinu félagsleg heimaþjónusta fyrir aldraða, og það eru hinir mörgu þjónustukjarnar, sem hafa verið opnaðir og verða opnaðir núna á næstu dögum og mánuðum, sem gera borginni kleift að standa með nýjum og betri hætti að þessari félagslegu þjónustu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.