Morgunblaðið - 19.01.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 19.01.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Hver erfír sósíalismann? eftir Pál Kr. Pálsson Svo virðist sem sósíalisminn sé dauður. En hver er það sem erfir? Er það vestrænt lýðræði, sem and- stæða sósíalismans og þar með fulltrúi frelsisins, eða er það ein- hver bleikari útgáfa af sósíalis- manum sjálfum, einhver innan fjölskyldunnar? í kjölfar þeirra gífurlegu breyt- inga sem átt hafa sér stað í Aust- ur-Evrópu að undanfömu vakna ýmsar spumingar um framtíð só- síalismans. Svoo virðist sem sósíal- isminn sé útbmnninn. En er jafn- aðarstefnan það frávik sósíalis- mans sem fólk getur trúað á og treyst? Hvað er það í lýðræðisþjóð- félaginu og lýðræðinu sem gerir fólkið fijálst og hvað er það í só- síalismanum sem virðist skapa grundvöll fyrir ófrelsi og réttleysi einstaklinganna? Þegar fjallað er um þessi mál við vinstrimenn kemur oft í ljós mikil andstaða við að ræða um þær forsendur sem þurfa að vera uppfylltar í samfélaginu til að frelsi geti þrifist. Þetta á ekki ein- göngu við um þá sem em lengst til vinstri, heldur einnig hina sem trúa á hinn fölbleika sósíalisma sem rekinn er af mörgum vestræn- um_ sósíalistum. Astæðan er ef laust sú að árang- urinn af uppbyggingunni í só- síalískum ríkjum og á öðrum stöð- um þar sem leitast hefur verið við að byggja upp samfélag út frá sósíalískri hugmyndafræði, er auðn og myrkur, ófrelsi og kúgun. Það versta við sósíalismann er að hann brýtur niður framkvæðis- vilja einstaklinganna. Skortur á fmmkvæðisvilja mun verða stærsta vandamálið sem sósíalísk ríki á leið í lýðræðisátt þurfa að glíma við. Fyrirhyggjuþjóðfélagið, sem átti að skapa sæluríkið eilífa, hefur eitrað svo út frá sér að ein- staklingamir í sósíalísku ríkjunum hafa glatað þeim krafti og vilja til að ná árangri, sem einkennir hagkerfi vestrænna lýðræðis- þjóða. En hvers vegna hefur samfélag- ið sem byggir á hugmyndafræði sósíalismans orðið svo miklu óhamingjusamara og ómannlegra en vestrænt lýðræði? Ástæðan er sú að í hugmyndafræði sósíalis- mans skortir þá þætti sem þarf til að frelsi og lýðræði geti þrifist. Páll Kr. Pálsson SAGA BUSINESS CLASS í LÚXUSSÆTUM! Kynningarverð kr. »9.900* Hálft fargjald ffyrir maka.. Þú hefur það hvergi betra á flugi. Þægindin á Saga Business Class til Lúxemborgar eru í algerum sérflokki, svo sem breiðari sæti og aukið fótarými. Og í Betri stofunum í Keflavík og Lúxemborg eru fríar veitingar og einkar þægilegur aðbúnaður til vinnu eða hvíldar. Einn besti tengiflugvöllur sem völ er á er einmitt Lúxemborg. Þaðan bjóðast tíðar ferðir til fjölmargra borga á meginlandinu. Láttu fara vel um þig. Saga Business Class til Lúx er lykillinn að vel heppnaðri ferð. Lágmarksdvöl er engin en hámarksdvöl 5 dagar. Gildir frá 1. janúar til 31. mars. * Fargjaldið er háð samþykki yfirvalda og án flugvallarskatts. FERÐASKRIFSTOFA ISLANDS Skógarhlíð 18-101 Reykjavík-Sími: 91-25855 • Telex- 2049 • Telefax: 91-625895 itb „Hugmyndafræði sósí- alismans virðist vera að rjúka út í buskann. Heift fólksins á götum austurevrópskra stór- borga í garð fulltrúa hinnar sósíalísku hug- myndafræði segir okk- ur allt sem segja þarf um sósíalískt þjóðskipu- lag.“ Eignarréttur, atvinnufrelsi, sam- keppni og tjáningarfrelsi em hinir eiginlegu burðarásar frelsins. Vestræn ríki sem af og til hafa búið við sósíalískar ríkisstjórnir em ekki fijáls ríki vegna þess að þau voru svo heppin að fá sósíal- ískar ríkisstjómir, heldur vegna þess að gmnnþættimir í upp- byggingu samfélagsins byggðust á lýðræðislegri hefð. Þegar sósíal- ískar ríkisstjórnir tóku síðan við héldu gmnnþættir samfélagsins áfram að byggjast á þeirri lýðræð- islegu hefð, sem byggð hafði verið upp í anda einstaklingsfrelsisins. Réttarkerfi vestrænna ríkja er einn veigamesti þátturinn í þessu. Vissulega hafa margar sósíalískar ríkisstjómir leitast við að bijóta niður það réttarkerfi sem byggt hefur verið upp í kringum einstakl- ingsfrelsið innan vestrænna ríkja, en þær hafa yfirleitt ekki náð árangri, enda sjaldnast setið nægi- lega lengi, til að geta haft varan- leg áhrif á sjálfan lagaþáttinn. Sósíalisminn sem þjóðskipulag mun aldrei geta skilað sambæri- legum árangri hvað varðar frelsi, lífskjör og lífsgæði og lýðræðis- þjóðfélagið. Frelsið í lýðræðinu gerir gagnrýni á sjálft stjómskipu- lagið mögulega. Það er ekki eing- ungis framleiðsla á vörum og þjón- ustu sem er grundvölluð á sam- keppni í lýðræðisþjóðfélaginu. 1 hugmyndafræðinni fær einnig að ríkja eðlileg samkeppni. Sósíalism- inn getur því keppt við hugmynda- fræði lýðræðisins í lýðræðissam- félaginu og haft áhrif innan þess. Svo virðist hinsvegar sem eina leið sósíalismans í dag til að lifa af í lýðræðisþjóðfélaginu sé að innlima ýmsar af grunnhugmynd- um lýðræðisins í sína hugmynda- fræði, þannig að sósialisminn sé í raun ekki lengur neinn sósíalismi, heldur hugmyndafræði sem byggir gmnn sinn á einstaklingsfrelsi og lýðræði. Hugmyndafræði sósíalismans virðist vera að rjúka út í buskann. Heift fólksins á götum austur- evrópskra stórborga í garð fulltrúa hinnar sósíalísku hugmyndafræði segir okkur allt sem segja þarf um sósíalískt þjóðskipulag. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.