Morgunblaðið - 19.01.1990, Side 23

Morgunblaðið - 19.01.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 23 Losun úrgangsolíu frá skipum í sjó: Hægt að rekja mengun- ina eins og spor í snjó Undantekning ef olía fer í sjóinn af ásetn- ingi, segir Jónas Haraldsson hjá LÍÚ JÓNAS Haraldsson, skrifstofustjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, kveðst ekki trúa því að frá íslenskum fiskiskipum séu losuð 1.500 til 1.600 tonn af úrgangsolíu á ári í sjóinn, eins og fram kom í greininni „Land í hættu?“ hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag. „Það er svo auðvelt að hanka menn ef þeir eru að láta olíu renna út fyrir. Það er eins og spor í snjó,“ segir Jónas. Indriði Pálsson forstjóri Skelj- ungs hf. bendir á að ekki sé um íslendinga eina að ræða í þessu efiii. „Hingað koma mörg erlend skip og þau dæla ekki síður olíu í sjóinn en íslensk skip, kannski miklu fremur, en ég veit það að það hefúr verið freisting hjá mönnum að dæla þessu bara út í sjóinn," segir hann. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri segir að enn vanti nokkuð á að þessi mál komist í gott horf, þótt ástandið hafi batnað mikið undan- farin ár. Morgunblaðið/Bjami Floti BMW bíla verður kynntur hjá Bílaumboðinu hf. nú um helgina. Bílaumboðið hf. kynu- ir nýjungar frá BMW BÍLAUMBOÐIÐ hf. að Krókhálsi í Reykjavík kynnir um helgina ýmsar nýjungar frá BMW en fyrirtækið flytur sem kunnugt er bíla frá BMW og Renault. Kynntir verða m.a. BMW 318 is og BMW Tour- ing með aldrifi og sýndur verður einnig BMW 730 en það er í fyrsta sinn sem sú gerð er sýnd hjá umboðinu. Þá verður einnig sýndur BMW 524 turbó með dísilvél en forráðamenn Bílaumboðsins hf. áætla hann góðan kost fyrir leigubílstjóra. Jónas Haraldsson segir að víðast hvar í höfnum landsins sé aðstaða til að taka við úrgangsolíu. Eitthvað sé eflaust um það að olía fari í kjöl- vatnið og út, frekar en að hún sé lensuð viljandi út. „Ég trúi alls ekki SÝNING á verkum fimm norskra málara, Anne Katrine Dolven, Erik Annar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og Björn Sigurd Tufta, verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofiiun Hafh- aríjarðar, laugardaginn 20. jan- úar kl. 14. Til sýningarinnar er stofnað af hálfu Norrænu listamiðstöðvarinnar að þessi tala geti staðist," segir hann. „Fari úrgangsolía frá fiskiskipum held ég að það sé óviljandi gert. Ég held að menn séu það vel meðvitaðir um mengun og mengunarvamir og -hættu að þeir geri ekki svona hluti. í Sveaborg í Finnlandi og hefur hún verið sett upp í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og nú síðast í Noregi. Verk eftir þessa listamenn hafa ekki verið sýnd hér á landi áður utan sýningar á verkum Björn Sigurd Tufta í Norræna húsinu árið 1987. Sýningin í Hafnarborg stendur til 4. febrúar næstkomandi og verður opin frá kl. 14—19 alla daga nema þriðjudaga. Það eru kannski til einstaka menn, en þeir eru þá undantekningar. Ég get því ekki séð neina mengunar- hættu, eða að þetta sé neitt vanda- mál.“ Hann segir að á vettvangi LÍÚ hafi þetta mál ekkert verið rætt þar sem ekki hafi verið talin ástæða til þess. „Án þess að við séum þó á móti mengunarvörnum og baráttu gegn mengun. Við sjáum bara ekki vandamálið." Jónas segir að öllu meira vanda- mál hafi verið með sorp frá skipun- um. „Þar vitum við upp á okkur skömmina, með plastið og það drasl allt, en það hefur lagast mjög veru- lega. Það er þó til bóta og sýnir að þessi áróður í fjölmiðlum á sínum tíma hafði greinilega sín áhrif. Mönn- um blöskraði þetta og vissu upp á sig skömmina og voru f ljótir að finna upp alls konar ráð til að taka sorpið í land, geyma það eða koma því fyr- ir á hreinlegan máta.“ Siglingamálastofnun og olíufélög- in hafa að sögn Jónasar verið mjög liðleg að skapa aðstöðu til að taka við úrgangsolíu. „Ég get því ekki séð annað en að þetta sé í ágætu lagi, en alltaf fer eitthvað í sjóinn, til dæmis þegar verið er að dæla olíu á milli. Það er ekki hægt að komast hjá því og stundum er lensað út, en ég held að sjaldnast sé það ásetning- ur.“ Indriði Pálsson segir að engar upplýsingar séu um þá úrgangsolíu sem kunni að hafa farið í sjóinn. „Við vitum ósköp vel að skip allra þjóða hafa dælt olíu í sjóinn og gera það eflaust enn. Að vísu hefur slíkt verið þáttur í björgunaraðgerðum þegar mjög erfitt er í sjó og hefur tíðkast í mjög langan tíma. Hitt er það að úrgangsolíu er dælt eitthvað í sjóinn og þá er ég fyrst og fremst að tala um úrgang frá vélunum, smurolíu. Við tökum við þessum smurolíuúrgangi ef þess er óskað. í hve miklum mæli þetta fer í sjóinn veit ég ekki og hef enga aðstöðu til þess að vita.“ Magnús Jóhannesson segir að á síðustu tveimur árum hafi orðið mik- il breyting til hins betra varðandi losun sorps frá skipum. Sama eigi við um losun úrgangsolíu, en sú breyting hafi orðið á mun lengri tíma. „Þar hefur orðið mjög mikil breyting þó enn vanti talsvert á. Það vantar hins vegar víða, sérstaklega úti á landi, almennilega aðstöðu til að taka á móti olíu. Hins vegar er aðstaðan víðast hvar orðin fullnægj- andi fyrir sorpið.“ Selfoss: 1200 hafa séð Sálminn um blómið Sýningar að hefjast að nýju Selfossi. UM 1.200 manns hafa séð upp- færslu Leikfélags Selfoss á Sálm- inum um blómið undir leikstjórn Jóns Hjartarsonar. Verkið hefúr verið sýntá 17 sýningum oghefúr aðsóknin verið mjög góð, alltaf fúllt hús. Sýningar eru nú að heQ- ast að nýju á þessu verki meistara Þórbergs. Leiksýningarnar fara fram í leik- húsi Leikfélags Selfoss við Sigtún. Framundan eru fjórar sýningar til þess að bytja með. Fyrsta sýningin er föstudaginn 19. janúar klukkan 21.00. Önnur sýning sunnudaginn 21. janúar klukkan 17.00, þriðja sýning föstudaginn 26. janúar klukkan 21.00 og fjórða sýning 28. janúar klukkan 21.00. — Sig. Jóns. Á síðasta ári var fluttur inn 71 bfll frá BMW á móti 104 árið 1988. Hlutdeild BMW í markaðnum á síðasta ári var 1,1% en var 0,9% 1988. Svipaða sögu er að segja um Renault en af þeirri gerð f lutti Bfla- umboðið hf. einnig inn 71 bfl á síðasta ári á móti 43 árið 1988. Meðal nýjunga sem Bflaumboðið er að taka upp varðandi þjónustu Að loknu erindi Bo Reimers svar- ar hann fyrirspurnum og tekur þátt í umræðum um þau atriði sem hann nefnir í erindi sínu. Þeim umræðum stjórnar Lars-Áke Engblom, for- stjóri Norræna hússins. Að loknu kaffihléi flytur Sigurð- ur A. Magnússon rithöfundur erindi sem hann nefnir „Að skemmta sér til ólífis“. Í erindinu styðst hann við hugmyndir bandaríska fjöl- miðlafræðingsins Neil Postmann um áhrif fjölmiðla og dægurmenn- ingar á bandarískt samfélag. Gest- ur Guðmundsson, félagsfræðingur, flytur því næst erindi sem hann kallar „Menningarleg nýsköpun í íslensku rokki“ og dregur þar sam- an að nokkru niðurstöður rann- sókna sinna um íslenska rokkmenn- ingu. Stefán Jón Hafstein dagskrár- ■ NÁTTÚR UVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands fer vett- vangsferð laugardaginn 20. janúar kl. 13.30 á sorphauga höfuðborgar- innar í Gufunesi. Gengið verður um svæðið í för með Jóhanni Diego, umsjónarmanni. Á eftir verður litið inn í Gufunesbýlið og ræddar hug- myndir um það hvernig minnka megi magn umbúðarusls sem berst og það sem berst verði að miklu leyti endurvinnanlegt. Þátttaka í vettvangsferðinni er öllum heimil. ■ BARNALEKRITIÐ Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur, verð- ur sýnt í allra síðasta sinn á sunnu- dag. Leikritið var frumsýnt á síðasta leikári og hafa í þessari umferð verið 48 sýningar með um 20.500 sýningargestum. Leikritið var fyrst frumsýnt á Barnaári Sam- einuðu þjóðanna 1979 og náði þá er starfræksla á sérstökum þjón- ustubfl. Verður hann útbúinn ýms- um verkfærum og næsta sumar er ráðgert að hann verði til taks á þjóðvegum landsins til aðstoðar ökumönnum BMW. í fyrstunni verður hann notaður til að fara um og aðstoða við þjónustu BMW bíla en Bílaumboðið er um þessar mund- ir að skipuleggja og umboðsmanna- net sitt úti á landi. stjóri ræðir að lokum um fjölmiðla og dægurmenningu. Að loknum framsöguerindum verða umræður með þátttöku þing- gesta og íslensku frummælend- anna. Umræðunum stjómar Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri Fræðslu- og skemmtideildar RUV. Málþingið um dægurmenningu, sem verður hljóðritað og útvarpað síðar, er hið fyrsta í röð málþinga sem Ríkisútvarpið hyggst efna til á þessu ári. Málþingin eru liðir í af- mælisdagskrá vegna 60 ára af- mælis RÚV. Meðal annarra mál- þinga má nefna „Skáldskapur- sannleikur-siðferði", sem verður haldið um páskana og í maí verður málþing um íslenska leikritun. Þá er í bígerð að halda málþing um „Stuðning einkaaðila við listir og menningu“. 27.500 sýningargestum á tveimur árum. Því hafa um 48.000 sýning- argestir komið á sýningar Þjóðleik- hússins á þetta leikrit frá upphafi og eru þá ekki talin öll þau börn sem setið var með í fanginu. Óvitar eru því langvinsælasta barnaleikri- tið eftir íslenskan höfund, segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu. ■ LEITAÐ VITNA. Slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri tveggja bifreiða á mótum Skeiðarvogs og Suðurlands- brautar laust eftir klukkan 8 að morgni föstudagsins 5. janúar. Þar rákust saman Range Rover jeppi og Mitsubishi fólksbifreið. Óku- menn greinir á um aðdraganda óhappsins og eru vitni beðin að gefa sig fram við lögregluna. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 18. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta verð verð Meðal- verð Magn (lestir) Heildar- verð (kr.) Þorskur 100,00 73,00 79,92 14,854 1.187.093 Þorskur(ósL) 69,00 57,00 62,95 2,875 180.983 Ýsa 104,00 80,09 102,04 ' 1,035 105.540 Ýsa(óst) 90,00 79,00 82,26 3,554 292.335 Karfi 47,00 47,00 47,00 7,032 330.501 Steinbítur 61,00 61,00 61,00 0,115 6.985 Steinbítur(ósl) 55,00 55,00 55,00 0,247 13.585 Ufsi 42,00 42,00 42,00 0,432 18.157 Koli 100,00 100,00 100,00 0,056 5.600 Lax 66,00 60,00 60,80 0,500 30.400 Hrogn 240,00 220,00 230,24 0,041 9.440 Langa 47,00 47,00 47,00 0,436 20.484 Lúða 305,00 205,00 263,37 0,144 37.793 Keila 30,00 25,00 25,32 1.383 35.012 Skötuselur 209,00 Samtals I dag verður seldur afli úr FAXAMARKAÐUR hf. í 209,00 209,00 69,93 Núpi ÞH og bátum. Reykjavík 0,093 32,795 19.333 2.293.241 Þorskur 76,00 70,00 73,67 20,158 1.485.005 Þorskur(ósl.) 74,00 27,00 57,92 117,770 6.821.456 Ýsa 110,00 100,00 105,05 11,672 1.226.172 Ýsa(ósl.) 104,00 60,00 74,87 13,011 974.070 Karfi 50,00 46,00 47,83 8,868 424.130 Ufsi 42,00 39,00 40,64 24,568 998.402 Lúða 360,00 50,00 289,00 0,507 146.535 Skarkoli 80,00 80,00 80,00 0,042 3.360 Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,021 3.150 Langa 57,00 52,00 55,52 1,485 82.445 Rauðmagi 93,00 93,00 93,00 0,010 930 Skata 40,00 40,00 40,00 0,029 1.160 Steinbítur 78,00 18,00 69,71 2,414 168.305 Undirmálsfiskur 64,00 27,00 34,69 1,855 64.345 Bútungur 27,00 27,00 27,00 0,066 1.782 Grálúða 75,00 61,00 63,11 2,794 176.342 Keila Samtals 18,00 12,00 17,24 60,84 2,369 207,738 40.848 12.639.196 ( dag verða seld 25 tonn af ufsa, 10 tonn af þorski o.fl. úr Ottó N. Þorláks- syni og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 96,00 62,00 69,75 23,695 1.652.615 Ýsa 108,00 35,00 97,57 6,138 598.913 Karfi 43,00 39,00 42,84 0,923 39.541 Ufsi 42,00 29,00 29,45 0,523 15.387 Steinbítur 58,00 54,00 56,09 0,138 7.740 Langa 45,00 42,00 44,56 0,075 3.342 Lúða 405,00 285,00 380,24 0,063 23.955 Keila 10,00 10,00 10,00 0,097 970 Skata 70,00 70,00 70,00 0,052 3.640 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,039 6.240 Lax 170,00 170,00 170,00 0,144 24.480 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,200 8.000 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,022 330 Undirm.fisk Samtals 32,00 32,00 32,00 74,25 0,024 32,133 768 2.385.921 ( dag verða seld 30 tonn af ufsa úr Jóhanni Gísla ÁR, og einnig verður selt úr línu- og netabátum. I Hafiiarborg: Sýning á verkum fimm norskra málara * RUV og Norræna húsið: Efiit til málþings um dægurmenningu RÍKISUTVARPIÐ og Norræna húsið efna til málþings um dægur- menningu laugardaginn 20. janúar klukkan 14 í Norræna húsinu. Málþingið hefst með erindi Bo Reimers, dósents við Gautaborgar- háskóla, sem hann nefiiir „um dægurmenningu og rannsóknir á dægurmenningu".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.