Morgunblaðið - 19.01.1990, Page 4

Morgunblaðið - 19.01.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir vegna fjöruhreinsunar Veija á um 2,5 milljörðum króna.til umhverfismála og gatnagerðar í Reykjavík á þessu ári samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar, sem lagt var fram á fundi borgarstjórnar í gær. Fram- kvæmdir vegna hreinsunar á ijörunni við Faxaskjól'óg Ægisíðu eru nú hafnar og var þessi mynd tekin þar í gær. Heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð um læknaþjónustu: Breytingamar minnka kostn- að við heilbrigðisþjónustuna GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að ekki hafi feng- ist niðurstaða í deilum um nýja reglugerð um tilhögun læknaþjón- ustunnar, en hann hélt fund í gærmorgun með formönnum læknafélag- anna um það. Hann segir reglugerðina enn vera í vinnslu, ýmsar at- hugasemdir hafi komið fram og verði þær athugaðar. Hann segir að breytingarnar sem reglugerðin boðar, muni leiða til sparnaðar í heil- brigðisþjónustunni, en kveðst ekki geta á þessu stigi metið hve mikill sá sparnaður geti orðið. Guðmundur segir það vera sér mikil vonbrigði að ekki hafi fengist næði til að vinna að málinu, að „það skuli hafa endað með því sem ég vil kalla algjört trúnaðarbrot, að fara með málið á vinnslustigi í fjöl- miðla“. Hann segir að með reglugerðinni sé verið að móta nýja vinnuaðferð sem leiði til þess að einstaklingar noti meira þjónustu heimilislækna og heilsugæslu heldur en áður. „Það tel ég að sé algjörlega í samræmi við það samkomulag sem ég vissi ekki annað en hefði náðst milli heim- ilislækna og heilsugæslulækna ann- ars vegar og sérfræðinga hins veg- ar,“ segir Guðmundur. Hann segist hafa lagt fyrir Al- þingi frumvarp í beinu framhaldi að nefndaráliti, það er framangreindu samkomulagi, sem lá fyrir 15. des- ember síðastliðinn. Í frumvarpinu var tilvísanaskyldan numin úr lög- um. „í nefndarálitinu er beinlínis ■ samkomulag um það að samskipti sjúklings og heilbrigðisþjónustunnar skuli hefjast hjá heimilislækni eða heilsugæslustöð. Og til þess að beina samskiptum í þann farveg telji þeir leiðina til þess geta verið þá að hafa áhrif á það með greiðslu. Það er ekkert annað sem verið er að gera og það er nákvæmlega í samræmi við það sem ég taldi að væri sam- komulag um og hef byggt reglugerð- ina og þessar skipulagsbreytingar á því samkomulagi." Guðmundur kveðst vera algjör- lega ósammála því, að reglugerðin og þær breytingar sem gildistöku hennar fylgja, bijóti gegn samning- um við sérfræðinga. Ekki sé um til- vísunarskyldu að ræða, þar sem skyldan hafi verið numin úr lögum. „Hér er um það að ræða að hafa áhrif á notkun einstaklinga á heil- brigðisþjónustunni eftir þeim leiðum sem við teljum hagkvæmastar og ódýrastar bæði fyrir einstaklinginn og fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild. Reglugerðarsetningin í þeim anda sem hér er verið að vinna að og þau drög sem hafa verið sýnd hafa eng- in áhrif á greiðslur eða kjarasamn- inga.“ Hann segir breytingarnar muni draga úr heildarkostnaði við lækna- þjónustuna. Hann kveðst ekki vita hve mikið, enda sé afar erfitt að meta það og ekki komi öll kurl til grafar í þeim efnum fyrr en kerfið hefur verið reynt í einhvern tíma. „Þetta nýja form verður að sanna sig til þess að menn geti áttað sig á því hvaða áhrif það hefur á kostn- að við þjónustuna." VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR IDAG, 19. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á öllum miðum. Um 400 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er 968 mb. lægð á hreyfingu norðaustur, og mun sennilega verða miðja vegu milli íslands og Noregs síðdegis á morgun. Yfir Norður-Grænlandi er 1.016 mb. hæð. Heldur mun hlýna sunnan- og austanlands í kvöld og fram eftir nóttu, en síðan kólnandi á ný. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, allhvasst eða hvasst um allt land í fyrramálið en fer að lægja suðvestanlands undir hádegi. Eljagang- ur norðanlands og austan og víða skafrenningur. Frost 1-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Gengur í vaxandi suð- austanátt og þykknar upp á laugardag, fyrst suðvestanlands. Snjó- koma eða slydda sunnanlands undir kvöldið og síðar norðanlands. Súld eða rigning um suð- og austanvert landið á sunnudag en skúrir vestanlands. Vægt frost víða um land á laugardag en síðan hlýnandi. TÁKN: Heiðskírt Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað :Qk Hálfskýjað WÍB A81** Alskýjað / r r / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda f * r # # # # # # • Snjókoma #. j# * •| o° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur Þrúmuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vedur Akureyri +3 hálfskýjað Reykjavík 4-3 hálfskýjað Bergen 3 haglél Helsinki +1 alskýjað Kaupmannah. 6 léttskýjað Narssarssuaq 16 heiðskírt Nuuk vantar Oski 7 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 6 háifskýjað' Chicago 1 þokumóða Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 5 skýjað Glasgow 6 skúr á sið. klst. Hamborg 4 snjóél á s. klst. Las Palmas 20 léttskýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 8 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Madríd 4 lágþokublettir Malaga 14 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Montreal 5 rigning á s. klst. New York vantar Orlando vantar París vantar Róm vantar Vín 6 skýjað Washington 14 alskýjað Winnipeg +12 snjókoma Heildartekjur sér- fræðinga gætu lækk- að um 100 milljónir NOTKUN sérfræðilæknisþjónustu gæti dregist saman um 10% og um leið orðið 20% aukning hjá heimilis- og heilsugæslulæknum verði tek- ið upp tílvisunarkerfi í læknaþjónustunni í stað þess að sjúklingar velji sjálfir hvort þeir fara beint til sérfræðings eða fái tilvísun. Miðað við bráðabirgðatölur um kostnað við sérfræðilæknisþjónustu fyrri hluta síðasta árs þýðir 10% samdráttur hjá sérfræðingum um 100 milljóna króna tekjutap þeirra á þessa árs verðlagi, eða að jafnaði um 300 þúsunda króna tekjutap hvers og eins á ári. Ekki liggja fyrir tölur um heildar- áhrif þess á kostnað við heilbrigðis- þjónustuna, hvort tilvísunarkerfi er við lýði eða ekki, en að sögn Kristj- áns Guðjónssonar deildarstjóra í sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar ríkisins er ekki óraunhæft að reikna með að með tilvísunar- kerfi verði um 10% samdráttur á notkun sérfræðilæknisþjónustunnar og um 20% fjölgun á komum til heimilislækna. Bráðabirgðatölur Trygginga- stofnunar fyrir mánuðina janúar til júní í fyrra sýna, að reikningar voru greiddir fyrir 4,5 milljónir eininga sérfræðilæknisþjónustu og að komur sjúklinga voru alls 204.800. Að því gefnu að þjónustan dreifist jafnt yfir árið, eru þessar tölur 9 milljón- ir eininga árið 1989 og 409.600 komur sjúklinga. Verð fyrir hveija einingu er 110 krónur í dag og að jafnaði voru 22 einingar á sjúkling fyrri hluta síðasta árs. Komi 10% færri sjúklingar til sér- fræðings er því um að ræða 368.640 komur. Óskert aðsókn til sérfræðinga, miðað við framangreindar tölur, kostar því liðlega 991 milljón króna, skerðist aðsóknin um 10% kostar hún tæpar 892 milljónir. Mismunur- inn er því um 100 milljónir króna, sem brúttótekjur sérfræðinga skerð- ast. Af þessum brúttótekjum greiða sérfræðingar allan kostnað af rekstri læknastofa sinna. Á framangreindu tímabili voru greiddir reikningar frá 325 sérfræð- ingum, en þeir eru líklega fleiri í heild ef einnig eru taldir þeir sem starfa tímabundið, til dæmis þeir sem hér dveljá í leyfi frá framhalds- námi í skamman tíma. Allt árið 1988 voru hjá Tryggingastofnun greiddir reikningar frá 355 sérfræðingum. Enskt fyrirtæki vill reisa verksmiðju hér á landi ENSKT fjárfestingarfyrirtæki, Melville Group Company, hefúr stoftiað sérstakt fyrirtæki, Melville Building Product Limited, með aðsetur í Edinborg í Skotlandi, til að byggja verksmiðju hér á landi, sem á að framleiða byggingaplötur úr gifsi og vikri, en slíkt hefur aldrei verið gert. Staðsetning hefúr ekki verið ákveðin, en lítil verksmiðja verður byggð til reynslu á höfuðborgarsvæðinu innan skamms, en gert er ráð fyrir að framtiðar- verksmiðjan geti framleitt milli 5,5 til 7 milljón- ir fermetra á ári og er söluverð hvers fermetra eitt sterlingspund eða um 100 krónur. Að sögn Sveins Halldórssonar, umboðsmanns enska fyrirtækisins, verður að reisa verksmiðjuna, þar sem góð höfn er fyrir hendi, því helmingurinn af efninu kemur er- lendis frá og framleiðslan er fyrst og fremst til útflutnings. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um stað- arval, en rætt hefur verið um Reykjavík, Helguvík eða Þorláks- höfn. Eignahlutföll verða þannig að erlenda fyrirtækið mun eiga að minnsta kosti 80% í íslenska fyrir- tækinu og það mun, eins og það er hugsað, skapa atvinnu fyrir um 50 manns,“ sagði Sveinn. Sveinn sagði að framkvæmdir við minni verksmiðjuna hæfust þegar eftir helgi, en taka ætti endanlegar ákvarðanir um framhaldið í júní eða júlí. „Málið hefur verið í athugun í um það bil ár. Markaðskönnun var gerð í Englandi, en á næstunni verð- ur slík könnun jafnframt gerð víðar í Evrópu. Fyrir þó nokkru síðan var haft samband við iðnaðarráðherra, sem tók þessu mjög vel og ekki mun standa á velvilja stjómvalda. Þetta er árangur af áratuga starfi Bjöms Einarssonar, tækifræðings í Kópa- vogi og því um íslenskt hugvit og íslenskt efni til útf lutnings að ræða.“ > > ) > > > | I 1 > > > > >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.