Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 15 er árleg vaxtabyrði af þeim, verð- bótaþáttur, raunvextir og afföll? Þarf ekki að upplýsa það? Einnig þyrfti að upplýsa hver vanskilin eru orðin í bankakerfinu vegna gjald- þrota og greiðslustöðvana. í einu orði sagt: Vegna vaxta sem hvorki fyrirtæki né heimili geta borgað. Hvað þarf lengi ránvexti til að jafna þau töp? Og enn um vextina. „Seðlabankinn hefur engu lofað“ Miðvikudaginn 13. desember sl. birti Morgunblaðið viðtal við for- sætisráðherra. Þar segir m.a.: „Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í gærmorgun hefði ríkisstjómin átt fund með bankastjóra Seðlabankans þar sem þessi mál, einkum vaxtamálin, hafi verið rædd. Við höfum komið þess- ari afstöðu okkar fullkomlega til skila til Seðlabankans. Þessu var alls ekki illa tekið á fundinum en Seðlabankinn hefur þó engu lofað í þessum efnum, sagði forsætisráð- herra. Við erum sammála ASÍ og VSI um nauðsyn þess að ná fram lækkun nafnvaxta. Því miður hækk- ar framfærsliívisitalan um 2,2% nú í desember sem er meira en við höfum vonað, sagði Steingrímur. En því er spáð að verðbólga eigi að hjaðna mjög ört strax í byijun jan- úar.“ Svo mörg voru þau orð forsætis- ráðherra í þessu viðtali. Já, sagði hann, þessu var ekki illa tekið á fundinum en_ Seðlabankinn hefur engu lofað. Ég endurtek: Seðla- bankinn hefur engu lofað. Fram að þessu hef ég nú einhvern veginn haldið að forsætisráðherra væri landsfaðir okkar á hveijum tíma. En í þessum orðum hans kemur fram að við eigum ekki bara pabba í Stjórnarráðinu heldur virðumst við eiga annan yfirpabba hér á jörðu niðri, í Seðlabankahúsinu. Þyrfti ekki í ljósi orða forsætis- ráðherra að fá úr því skorið hver sé landsfaðir á Islandi þannig að þjóðin og hann sjálfur velkist ekki í vafa um hver ræður? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurlandskjördæmi. með sín 75,86% verðmyndunarinn- ar, þverneituðu að gefa eftir einn einasta eyri, og komust upp með það! Þetta er ljót saga og næsta ótrúleg. Þessi samantekt mín sýnir, að hægt er að færa verðið til neytenda stórlega niður, en með þveröfugum hætti. Trúlega væri hægt að draga stór- lega, jafnvel allt að helmingi, úr síðastnefndum kostnaðarlið. Þar er mörg matarholan fyrir þá sem leita vilja leiða til lækkunar. Þar hlýtur að vera fær leið, — og sú eina sanngjarna. Ríkið gæti gengið á undan með niðurfellingu matar- skatts, og með því að ganga milli bols og höfuðs á fjármagnsokrinu. Samantékt þessi leiðir ennfremur í ljós að niðurgreiðslur ríkisins ganga síst af öllu til bænda. 75,86% eru styrkur til þjónustu- og versl- unaraðila. Einnig geta neytendur séð af þessu hverjum þeir eru að greiða kjötið, sem þeir kaupa í há- tíðarmatinn — þessa ágætu vöru, sem hinn almenni launamaður með fjölskyldu á framfæri telur sig ekki hafa efni á að kaupa hversdags. Hér hefur eingöngu verið reynt að rekja feril dilkakjötsins gegnum kerfið, ekkert fjallað um mjólk eða mjólkurvörur. Skyldi ekki vera svip- aða sögu að segja þar? Þessi samantekt mín er byggð meðal annars á eftirtöldum heimild- um: Verðlagsgrundvelli sauðfjár- afurða í september 1989. Margvís- legum og greinargóðum upplýsing- um, sem hagfræðingur Stéttarsam- bands bænda, Gunnlaugur Júlí usson, hefur góðfúslega látið mér í té.'Ennfremur upplýsingum sem ég hef fengið hjá Sigurgeir Þor- geirssyni, sauðfj árræktarráðunaut hjá Búnaðarfélagi íslands. Þessum mönnum báðum kann ég bestu þakkir fyrir. Höfundur er bóndi í Garði í Mývatnssveit. Eitt verka Ullu Hosford. ■ ULLA HOSFORD opnar sýn- ingu á Hótel Borg laugardaginn 20. janúar og stendur sýningin til 4. febrúar. Sjö myndir verða á sýn- ingu Ullu Hosford sem haldið hefur margar sýningar hérlendis og í Svíþjóð. ■ ÚTGÁFUFÉLAG framhalds- skóla og ríkisútvarpið boða til samkeppni um smásögur og ljóð I þriðja skipti. Dómnefhd að þessu sinni er skipuð Pétri Gunn- arssyni, rithöfundi, Gyrði Elías- syni, skáldi og rithöfundi og Ragn- heiði Gyðu Jónsdóttur, dagskrár- gerðarmanns. Keppnin er opin öll- um nemendum í framhaldsskólum á íslandi. Verðlaun fyrir smásögur verða: Fyrstu verðlaun: 50 þúsund krónur. Onnur verðlaun: 35 þúsund krónur. Þriðju verðlaun: 20 þúsund krónur. Verðlaun fyrir kveðskap: Fyrstu verðlaun: 40 þúsund krónur. Önnur verðlaun: 25 þúsund krónur og þriðju verðlaun verða 10 þús- und. Hámark má senda þijú ljóð eftir hvern höfund. Verk skulu merkt dulnefni en rétt nafn, heimil- isfang, símanúmer og skóli fylgja með í lokuðu umslagi merktu dul- nefni. Innsent efni skal vera vélrit- að. Verðlaunasögur og verðlauna- ljóð verða gefin út í bók ásamt völdu efni. Afhending verðlauna verður í beinni útsendingu á Rás 2 og vinningsefni verður kynnt sem víðast, eftir því sem kostur leyfir. Efni á að senda í pósthólf 5058, 105 Reykjavík merkt: Útgáfufélag framhaldsskóla — samkeppni . Skilafrestur rennur endanlega út •15. febrúar. ■ MIÐSTÖÐ rannsókna Há- skólans í Arósum á máleflium landanna við Norður-Atlants- hafið (Centret for Nordatlántiske Studier) stendur fyrir ráðstefnu í Árósum um hvalveiðar við Norð- ur-Atlantshafíð dagana 22. til 24. janúar næstkomandi. Viðfangsefni miðstöðvarinnar er svæðið frá Kanada í vestri til Noregs í austri og suður til Hjaltlands og Ork- neyja norðan Bretlands. Stjórn- endur ráðstefnnnnar telja vettvang þennan hæfa vel til þess að koma í veg fyrir að hún fái á sig blæ áróðurs eða hlutdrægni. Elisabeth Vestergaard er ein þeirra, sem standa fyrir ráðstefnunni. Hún segir í samtali við færeyska blaðið Dimmalætting, að markmiðið með ráðstefnunni sé að fá þá, sem bezt þekkja til, til að greiða frá ástandi helztu hvalastofna á þessu haf- svæði. Þar sé um að ræða vísinda- menn og annað fólk, sem vinni að hvalarannsóknum og hafi hvorki pólitískra né starfslegra hagsmuna að gæta. Ráðstefnan verður byggð upp á fyrirlestrum og fyrirspurnum tengdum þeim svo og pallborðsum- ræðum eða svokallaðri yfirheyrslu. Við yfirheyrsluna verða fulltrúar stjórnvalda hvalveiðiþjóðanna við Norður-Atlantshafið. Jóhann Siguijónsson, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun verður ásamt fleirum þekktum vísinda- mönnum með fyrirlestur á ráðstefn- unni. ■ DANSHÚSIÐ í Glæsibæ hefur ráðið til sín nýja húshljómsveit. Ákveðið hefur verið að skýra hana „Danshljómsveitin okkar“ og hana skipa, Carl Möller sem sér um hljómborðsleik, Mark Kr. Brink sem sér um söng og bassa- leik, Sigurður Hafsteinsson sem leikur á gítar ásamt því að sjá um raddir og Ólafiir Kolbeins sem leikur á trommur. Einnig hefur verið ráðinn gestasöngvari í Dans- húsið, Haukur Morteins. Hann mun koma fram öll föstudags- og laugardagskvöld nú í janúar og eitthvað fram í febrúar. Danshúsið opnar kl. 22 föstudags- og laugar- dagskvöld og lokar kl. 03. ■ BÆNA- OG lofgjörðarsam- koma verður í Fíladelflukirkj- unni laugardaginn 20. janúar næstkomandi og hefst samkoman kl. 20.30. Gestir frá Jerúsalem taka þátt í samkomunni, og sérstaklega verður beðið fyrir Israel og ástandi mála þar. Mikill og fjölbreyttur söngur verður á samkomunni. Þar verða meðal annars sungnir ísrael- skir söngvar, og kórinn Ljósbrot kemur fram og syngur lög tengd þessu efni. Allir eru velkomnir á þessa bæna- og lofgjörðarstund meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) ■ BARNA- OG fjölskyldusýning- in á stóra sviði Borgarleikhússins hefur gengið vel. Um helgina er uppselt á báðar sýningarnar, sem verða klukkan 14 laugardag og sunnudag. Þrítugasta sýning á Höll sumarlandsins verður um næstu helgi og sú fertugasta og fimmta á Ljósi heimsins á litla sviðinu. „Höllin“ og „Ljósið" verða sýndar föstudag, laugardag og sunnudag þessa helgi. Allar sýning- arnar hefjast kl. 20. Síðustu æfing- ar á „Kjöti“ Ólafs Hauks Símon- arsonar standa yfir þessa dagana, en frumsýning er fyrirhuguð föstu- daginn 26. janúar. Verkið gerist í Vesturbænum í Reykjavík árið 1963, bakatil í virðulegri kjötversl- un og ber margt á góma hjá versl- unarstjóranum og starfsmönnum hans. é HOWLIHGIV Enn fjölgar fórnarlömbunum. Skyldi mönnum takast að róða gótuna um hin sker- andi hljóð og óhugnanlegu sýnir? Nei liklegast ekki. ÍÁIfabakka 14 er hins vegar mjög auðvelt að nálgast Howling IV, mynd um varúlf. Þarer einaffjórummynd- bandaleigum Steina, sem nýtur mikillar sér- stöðu vegnagreina- góðra merkinga mynda og fjölda verðflokka. Starfsfólk okkar sér einnig til þess að þú fáir myndirnar þegar þér hentar. Þarfyrir utangeturþú skilað þeimþarsem þér hent- ar, í Mjódd, Skipholti, Austurstræti eða Hafn- arfirði. Vanhagi þig um mynd- bandstæki þá er það auðsótt mál. © SECRET PASSION Vertu ó vorðbergi! Það er aldrei að vita hvað býr að baki breiðu brosi. 0 CROSSING DELANCEY Er amman réttur hjónabands- miðlari? Myndin var samfleitt í 5 vikur ein af 10 best sóttu myndunum í Bandaríkjunum ó síðasta óri. Mynd, sem heldur gleðibrosinu límdu við andlitið fró byrjun til enda. DROITS R2D2 OG C-3P0 þekkja allir úr stjörnustríðsmynd- unum. Hérer ó ferðinni sú fyrsta af fjórum mynd- um um vélmennin og ævin- týri þeirra. Teiknimyndir fyrir börn ó öllum aldri. Mikið úrval tónlistarmyndbanda: Klassík Siálfsögð Uægindi fyrir big popp - þungarokk T E I N A R MYNDI-R myndbandaleigur Álfabakka 14 Austurstræti 22 Reykjavíkurvegi 64 Skipholti 9 sími 79050 sími 28319 sími 651425 sími 626171 © BAT21 KILLERINSTICT TERROR ON HIGHWAY 91 SPELLBINDER BIGBLUE GUNRUNNER BROTHERHOOD OF THE ROSE (Dættit) THE FORGOTTEN KILLER COPS BLUES FOR BUDDER TARSANIN MANHATTAN 0 18 AGAIN NAKED GUN MY STEPMOTHERIS AN ALIEN WHO FRAMED ROGER RABBIT WITHOUT A CLUE THIN6S CHANGE FLETCH LIVES QUACKBUSTERS WORKING GIRL DANGEROUS LIAISONS RAIN MAN TUCKER FATHER CLEMENCE STORY LIBERACE DAVID CRYINTHEDARK é HOWLING 4 HALLOWEEN 4 WARLOCK CRITTERS 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.