Morgunblaðið - 19.01.1990, Side 40

Morgunblaðið - 19.01.1990, Side 40
EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM Kringlan 5 Sími 692500 SJQVAnrfALMENNAR FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Havel hefiir hug á Islandsheimsókn STAÐFEST hefur verið að forseti Tékkóslóvakíu, leikritaskáldið Vaclav Havel, hef- ur hug á að vera viðstaddur frum- sýningu á leikriti sínu „Endurbygg- ingin“ í Þjóðleik- húsinu í næsta mánuði. Reiknað er með að Havel komi hingað á leið sinni frá Sovétríkjunum til Bandaríkjanna. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, og Haukur Jóhanns- son, formaður Tékknesk-íslenzka fé- lagsins, sendu Havel boð um íslands- heimsóknina með leyfi Þjóðleikhús- stjóra og aðstoð tékkneska sendi- ráðsins skömmu fyrir jól. Þá var enn mikil ólga í Tékkóslóvakíu, en daginn eftir að skeytið var sent var tilkynnt að hann yrði forseti landsins. „Svar Havels er stórkostleg uppörvun fyrir okkur leikhúsfólk, en þá þurfum við líka að fá frið til að koma sýning- unni upp,“ sagði Brynja í gærkvöldi. Reyna á að frumsýna leikritið 10. febrúar og sagðist Brynja vona, að Havel kæmi hingað á tímabilinu frá 10.-20. febrúar, en líklegast verður leikhúsinu lokað 20. næsta mánaðar. í skeyti sem barst hingað til lands í gær segir Havel að hann hafi hug á að þekkjast boð um að koma til íslands. Af heimsókninni gæti orðið á leið hans til Bandaríkjanna í febrúarmánuði, en ekki er endanlega búið að tímasetja þá ferð. í skeytinu segir Havel að hann vilji mjög gjarn- an vera viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu í Þjóðleikhúsinu. Neita samstarfi við Tryggingastoftiun STJÓRN Tannréttingafélags ís- lands hefur ákveðið að viqna ekki með Tryggingasto&iun að undir- búningi og framkvæmd flokkunar tannréttinga, og hefúr stjórnin hafnað beiðni tryggingatannlækn- is um aðstoð við hönnun eyðublaða og annað sem lýtur að framkvæmd laga sem gildi tóku 1. janúar um greiðslur ríkissjóðs vegna tann- réttinga. Borgin sldpu- leggur „Dag jarðarinnar“ BORG ARSTJ ÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fúndi í gær að fela umhverfismálaráði borgar- innar skipulagningu umhverfis- máladags, „Dags jarðarinnar", 22. apríl næstkomandi. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn lögðu tillöguna um umhverfismáladaginn fram og er hún byggð á grein eftir Huldu Valtýs- dóttur, varaborgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sem birtist í Morgun- blaðinu síðasta sunnudag. Samkvæmt lögunum hafa greiðsl- ur vegna tannréttinga verið f lokkað- ar niður í þijá flokka eftir mikilvægi tannréttinganna af heilsufarsástæð- um. Teitur Jónsson, formaður stjórn- ar Tannréttingafélags íslands, sagði að lögin gengju þvert á tillögur tann- réttingasérfræðinga varðandi skipu- lag tannlæknaþjónustu, og væru þeir því ekki tilbúnir til að vinna með hinu opinbera að framkvæmd þeirra. „Ástæðan fyrir því er sú að í fyrsta lagi þá efumst við um sjálfan grundvöll flokkunarinnar sem við- höfð er samkvæmt lögunum, og telj- um þau útgjöld sem hið opinbera sparar sér með þessu vega of lítið til að réttlæta fyrirsjáanlegt vafstur við umsóknir og flokkun. I öðru lagi lítum við svo á að viðskipti með end- urgreiðslur vegna tannréttinga séu á milli sjúklinga og Tryggingastofnun- ar, og því tannréttingasérfræðingum óviðkomandi. Þetta þýðir að þeir sjúklingar sem hófu meðferð eftir 1. nóvember fá ekkert endurgreitt nema úrskurður frá Tryggingastofn- un liggi fyrir, en hins vegar eru hvorki til umsóknareyðublöð né reglugerð um þessa vinnu, þannig að stofnunin hefur í raun engin tök á að framkvæma þetta,“ sagði Teitur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorri minnir á sig Vonskuveður víir um allt land í gær, en ástandið i myndinni er verið að aðstoða ökumann í Breið- var einna best í Reylqavík, að sögn Veðurstofimn- I holti í gærkvöldi. Bóndadagur er í dag og er ar. Engu að síður lentu ýmsir í vandræðum á I óhætt að segja að þorri hafí minnt á komu sína götum borgarinnar og sátu bifreiðir fastar. Á | í gærkvöldi. Tvö skip á laxveiðum við landlielg’islínuna Bátarnir virðast skráðir í Panama en vera danskrar ættar Landhelgisgæzlan varð á miðvikudag vör við tvo erlenda báta, sem virtust að laxveiðum rétt utan 200 mílna landhelgi íslands á svo kölluðu einskis manns hafi, utan landhelgi allra landa við Norður-Atlantshafíð austanvert. í hafréttarsáttmálanum er skýrt kveðið á um það, að laxveiðar séu með öllu bannaðar utan lög- sögu allra landa heimsins. Bátarnir eru því að ólöglegum veiðum, sé aflinn lax. Bátanna varð vart í eftirlitsf lugi upp úr hádegi og voru þeir þá staddir 15 til 20 sjómílur utan landhelginnar austnorðaustur af Langanesi. Þeir heita Brodal og Seagull. í skipaskrá LLoyds 1988 til 1989 eru bátar með þessum nöfnum skráðir í Danmörku. Sam- kvæmt dönskum lögum eiga bátar þaðan að vera með einkennisstafi á síðunni, en þessir reyndust ekki vera með þá og á öðrum bátnum var nafnið Panama, svo líkur benda til að þeir séu skráðir þar. Á bátunum sást búnaður nauðalík- ur laxveiðarfærum færeyskra báta, þeir voru á hægri ferð og voru menn við vinnu á dekki ann- Davíð Oddsson við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Mjög sterk fjárhagsstaða eft- ir meiri framkvæmdir en áður „ÞESSl Qárhagsáætlun ber með sér, að Reykjavíkurborg hefúr íjár- hagslega mjög sterka stöðu og öfúgt við mörg önnur sveitarfélög hefúr borgin ekki steypt sér í stórkostlegar skuldir og því hafa af- borganir og greiðsla vaxta og verðbóta minni áhrif á rekstur borgar- innar en ella. Borgin hefúr þó á undanfórnum árum staðið í meiri framkvæmdum en nokkru sinni fyrr í sögu sinni.“ Þetta sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fúndi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt frumvarpi að fjár- hagsáætlun borgarinnar verða heildartekjur borgarsjóðs á þessu ári tæplega 10,7 milljarðar. Þar vega útsvörin þyngst, en gert er ráð fyrir að þau skili 5,3 milijörðum í borgarsjóð. Álagningarhlutfall út- svars er óbreytt frá fyrra ári, eða 6,7%. Aðstöðugjöld eru annar stærsti tekjuliðurinn og verða þau rúmlega tveir milljarðar, sam- kvæmt áætluninni. Rekstrargjöld borgarinnar munu samkvæmt frumvarpinu alls nema um 7,5 milljörðum. Þar vega félags- mál og almannatryggingar þyngst, en til þeirra er áætlað að veija tæplega 2,4 milljörðum. Næst- stærsti liðurinn er umferðarmálin með um 1,6 milljarða króna og sá þriðji skólamálin með um það bil 1 milljarð króna. Mest hækkun milli ára er í æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamálum, eða um 26%. Á að veija til þeirra 402 milljónum á þessu ári. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að 3,1 milljarði verði var- ið til eignabreytinga árið 1990. Við umræður í borgarstjórn sagði borgarstjóri meðal annars, að Reykjavíkurborg hefði nú lægsta útsvar sem þekktist í sveitarfélög- um. Borgarbúar yrðu hins vegar vegna gildandi reglna að greiða hærra útsvar til innheimtumanna en á væri lagt, en fengju síðan endurgreiðslu með verðbótum. Á sama tíma hefði skattheimta ríkis- ins aukist stórkostlega. Borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna kynntu sameiginlega bókun vegna fjárhagsáætlunarinnar, þar sem segir, að hún lýsi vel megin- áherslum sjálfstæðismanna í borg- arstjórn; byggð séu steinsteypu- bákn en þeir þættir sem skapi betra mannlíf sitji á hakanum. Sjá nánar á miðopnu. ars þeirra. Gæzlan telur allar líkur á því að þeir séu þarna á lax- veiðum. Samkvæmt hafréttarsáttmálan- um eru Iaxveiðar utan efnahags- lögsögu allra ríkja bannaðar nema um sé að ræða mögulegt efna- hagsáfall vegna afnáms venju- bundinna veiða. Nú er verið að kanna það til hlítar hvar þessir bátar séu skráðir, en yfirmaður dönsku landhelgisgæzlunnar í Færeyjum kannast við þessa báta og telur að þeir geti verið skráðir í Panama. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefur verið til- kynnt um málið. Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður, segir að strangari reglur gildi um veiðar á laxi í sjó en önnur sjávardýr. Bann við veiði utan lögsögu ríkja sé algjört. Utan lögsögu viðkomandi ríkja hafi þau, samkvæmt alþjóðarétti, í raun lög- sögu, þar sem umræddur lax sé upprunninn í ám þeirra. Því telji hann sjálfgefið að Island, Noregur og Skotland hafist að í þessu máli, þar sem um algjörlega ólög- legt athæfi sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.