Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID I'ÖSTUDAGÚR .19. JANÚAR 1990 t Móðir okkar og tengdamóðir, FANNEY STEFÁNSDÓTTIR, lést í hjúkrunardeild Hvítabandsins fimmtudaginn 18. janúar. Stefán Benediktsson, Svandís Magnúsdóttir, Guðmundur Benediktsson, ingibjörg Faaberg, Sigurjón Benediktsson, Snædís Gunnlaugsdóttir. t Móðir okkar, SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR, sem lést 10. þ.m. verður jarðsungin mánudaginn 22. þ.m. kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Ólafur Kjartansson, Þorvaldur Kjartansson. t Litli sonur okkar, SVERRIR GARÐARSSON, Ránargötu 45, Reykjavík, lést í Landspítalanum 16. janúar sl. Svava Jósteinsdóttir, Garðar Vilbergsson. + Faðir okkar, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, Austurgötu 38, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 18. janúar. Þórður Ásgeirsson, Pétur Ásgeirsson, Vfgdís Ásgeirsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÞORLÁKSDÓTTIR, Selsvöllum 3, Grindavík, lést í Landspítalanum 18. janúar. Jóhannes Jónsson, Þorlákur Guðmundsson, Álfhíldur Jónsdóttir, Kristjana Jóhannesdóttir, Sigvaldi Jónsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Pétur Sverrisson, Jón Ingi Jóhannesson og barnabörn. Kveðjuorð: Hansborg Jónsdóttir Fædd 29. nóvember 1898 Dáin 19. janúar 1988 Á hverju sumri var haldið til Hansborgar ömmu á Hellissandi. Pabbi með nikkuna á bakinu og mamma með ballskóna í töskunni. Hvalfjörðinn þekkti ég eins og handarbakið og andaði léttar þegar sporðinum var náð. Vegamót — Ólafsvík — Hellissand- ur. Þá var enginn vegur á Enninu og við urðum að sæta lagi: Stökkva á milli steina, ballskóm- ir í töskunni, bíll í fjarskanum, sandur við sjóndeildarhringinn. Stundum mátti sjá ljós í álf- hólnum í kvöldkyrrðinni, stundum. Amma beið í dymnum á Grund eins og klettur. Umvafði alla, svo hlý. Langafi lá rúmfastur í litla her- berginu, alltaf brosandi með Ijóð á vör. Þetta sumar sneri ég heyinu með Gumma frænda á hveijum morgni. Um haustið barst bréf til Reykjavíkur. Lítill snáði fékk sín fyrstu laun. Golsótt lamb fyrir snúningana. Golsótt? Ári síðar kom annað bréf. 800 krónur - bankabók. Þannig er víst lífið hjá litlum lömbum. Brátt fluttust flestir í bæinn. Meiri vinna var sagt. Amma kom í kjölfarið. Afí og langafi báðir fallnir frá. í kjallaranum á Grettisgötunni fór vel um ömmu Hansborgu. Hún eignaðist vin. Hann bjó í kjallaran- um við hliðina. Hún eldaði matinn. Hann las í blaðinu. Kaffítár á eftir. Kannski voru þetta bestu árin hennar ömmu. Hver veit? Hamingjan var skammvinn. Vin- urinn veiktist og lést, skyndilega. Of fljótt. Eitthvað í ömmu dó líka. Neisti augnanna dofnaði. Ljósið í álf- hólnum hætti að loga. Úr herberginu hennar Hans- borgar ömmu á elliheimilinu sást Snæfellsjökull úti við sjóndeildar- hringinn á góðum degi. Þóraiinn Guðmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 21. ágúst 1893 Dáinn 24. desember 1989 Vinur okkar, Þórarinn Guð- mundsson, andaðist í hárri elli að- faranótt aðfangadags sl. Þórarinn fæddist og ólst upp að Finnbogastöðum í Trékyllisvík á Ströndum. Hann var sonur Guð- mundar Guðmundssonar, bónda og oddvita, og konu hans, Þuríðar Eiríksdóttur. Heimili þeirra hjóna var menningarheimili á þeirra tíma vísu, þótt lífsbaráttan væri oft hörð og Þórarinn vandist því frá bam- æsku að sinna öllum algengum störfum til sjós og lands. A ungl- ingsárum hneigðist hugur hans að jarðrækt og bættum búskapar- háttum, og varð sá áhugi til þess að hann fór til náms að Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1918. Næsta áratuginn dvaldist Þórar- inn á æskustöðvunum norður á Ströndum. Þar stóð hann fyrir stofnun búnaðarfélags, sem réðst í heilmiklar jarðarbætur, þrátt fyrir tækjaskort og lakan fjárhag. Um nokkurra ára skeið stjórnaði Þórar- inn búi í Reykjarfirði, en það rak hann í félagi við bróður sinn, Guð- mund Þ. Guðmundsson, skóla- stjóra. Meðal vinnufólks í Reykjar- firði var Guðbjörg Jónsdóttir, og með henni eignaðist Þórarinn dótt- urina Huldu, sem ólst upp að Finn- bogastöðum hjá föðurfólki sínu. Arið 1929 var Þórarinn ráðinn bústjóri að tilraunabúinu að Gunn- arsholti í Rangárvallasýslu, þar sem hann starfaði í nokkur ár. Að Gunnarsholti kynntist hann In- giríði, föðursystur okkar, sem þar var kaupakona. Þau gengu í hjóna- band haustið 1932 og hófu fljótlega búskap í landi Eyrarbakka. Þar reistu þau nýbýlið Sólvang og bjuggu þar í 30 ár. Fyrstu árin voru erfið, en með tímanum stækk- aði búið smám saman og ræktunin jókst. Með búskapnum vann Þórar- inn löngum við flökun í frystihúsinu á Eyrarbakka. Áhugi Þórarins á félagsmálum var alla tíð mikill. Hann sat 18 ár í hreppsnefnd Eyrarbakka og lagði þar fjölmörgum þjóðþrifamálum lið, og um 20 ára skeið var hann formaður búnaðarfélags sinnar sveitar. Þórarinn þótti einkar laginn við hvers kyns aðhlynningu að sjúkum skepnum og var oft og iðulega kallaður til þegar eitthvað bjátaði á í þeim efnum. Á æskuárunum norður á Ströndum og á námsárun- um að Hólum var hann einnig feng- + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR S. JÚLÍUSDÓTTUR, er lést 10. janúar sl. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á minning- arkort Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs. Júlíus Einarsson, María Ögmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefania L. Erlingsdóttir, Bjarni Einarsson, Ingibjörg Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ■ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ag útför fósturbróður míns, ANDRÉSAR GUÐMUNDSSONAR frá Syðri-Gróf, til heimilis á Háaleitisbraut 93. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A-5 á Borgarspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vina og vandamanna. Guðfinna Jónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL TÓMASSON húsasmfðameistari, Skipagötu 2, Akureyri, sem lést á Kristnesspítala þann 16. janúar verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. janúar kl. 13.30. Anna Jónína Jónsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Sveinn Gíslason, Sigurbjörg Pálsdóttir, Finnur Birgisson, Anna Pála Pálsdóttir, Reynir Engilbertsson, Helena Pálsdóttir, Sverrir Þórisson, Páll Tómasson, Sigríður Agnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTÓBERTS RÓSINKARSSONAR, Háaleitisbraut 26. Dætur, tengdasynir, barnabörn og langafabarn. Amma sá hann ekki, hún fann fyrir honum. Stundum fórum við í hugarflug til Hellissands og rifjuðum upp gamla tíma, þegar amma var ung með langa fléttu að mitti. í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin. Sverrir Guðjónsson inn til að hlynna að mannfólkinu, þegar læknishjálp þurfti að sækja um langan veg. I þessum störfum var Þórarinn einkar farsæll og átti gott samstarf við þá lækna og dýra- lækna, sem nálægastir voru, enda báru þeir til hans fyllsta traust. Þórarinn og Ingríður voru barn- laus, en þau ólu upp dreng, Viðar Inga Guðmundsson, frá fimm ára aldri, og á súmrin voru ávallt hjá þeim börn og unglingar. Við systk- inin nutum oft þeirrar hamingju að fá að dvelja að Sólvangi hjá þeim Ingu og Þórarni í lengri eða' skemmri tíma, og strákurinn í hópnum var þar sumarlangt ár eft- ir ár. Þórarinn var afskaplega barn- góður og átti í okkur hvert bein. Hann var persónulegur vinur okkar allra og okkur þótti heiður að fá að kalla hann afa. Sumardrengirnir hans Þórarins héldu tryggð við hann eftir að þeir urðu fullorðnir, og gátu þá stundum launað þeim hjónum gott uppeldi með ýmiss konar greiðasemi. í þessu sam- bandi er okkur efst í huga sú mikla vinátta sem ríkti með þeim Þórarni og frænda okkar, Sævari heitnum Gunnlaugssyni. Ingiríður lést árið 1977, en þá höfðu þau Þórarinn fyrir nokkru selt Sólvang og búið um sig að Ásabergi á Eyrarbakka. Eftir lát konu sinnar flutti Þórarinn búferl- um norður til Akureyrar til Huldu, dóttur sinnar, og manns hennar, Halldórs Arasonar. Þar naut hann frábærrar aðhlynningar í ellinni í faðmi afkomenda sinna. Með Þórarni Guðmundssyni er genginn mætur maður, framfara- sinnaður atorkumaður á sínu sviði og hvers manns hugljúfi, sem hlýja, vinsemd og giaðværð fylgdu við hvert fótmál. Viðkynning við hann var gæfa, okkur sem hennar nut- um. Orlygur, Guðný og Guðlaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.