Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 17 Hafskipsmál: Síjórnarinenn telja sig ekki hafa verið blekkta ÞRÍR fyrrum stjórnarmenn í Hafskip báru vitni fyrir sakadómi Reylyavíkur í gær. Tíu fyrrverandi stjórnarmenn af fjórtán hafa nú komið fyrir dóm og hafa þeir allir neitað því að reynt hafi verið að blekkja þá um stöðu félagsins en meðal þess sem Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson og Helgi Magnússon fyrrum fyrirsvarsmenn og endurskoðandi Hafskips eru ákærðir fyrir er að hafa á árinu 1984 rangfært með ýmsu móti milliuppgjör og ársreikning félagsins í því skyni að villa um fyrir stjórn félagsins. Þeir stjórnarmenn sem báru vitni í gær voru Ólafur B. Ólafsson, fyrrum varaformaður sjtornarinnar, Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrum ritari hennar, og Jon Snorrason. Sveinn R. Eyjólfsson sagðist telja að áætlanir varðandi Atlantshafs- siglingar, sem gerðar voru 1984, hefðu verið vel kynntar stjórnar- mönnum, sem hefðu allir staðið fyrir atvinnurekstri og vitað mæta vel hvað þeir voru að fara út í. Rekstrartap Hafskips árið 1984 var 95 milljónir samkvæmt ársreikn- ingi sem kynntur var í maí 1985 en í desember 1984 og febrúar 1985 höfðu forsvarsmenn félagsins lýst yfir að áætlað tap yrði 50-60 milljón- ir króna. Sérstakur ríkissaksóknari spurði stjórnarmennina hvaða skýr- ingar hefðu verið gefnar á tapi umfram áætlanir. Ólafur B. Ólafsson sagðist telja að öll nauðsynleg gögn hefðu ekki borist þegar fyrri áætlan- ir voru gerðar. Sveinn R. Eyjólfsson sagðist telja að skaði vegna verk- falls BSRB í október 1984, missir flutninga fyrir Varnarliðið og óhag- stæð gengisþróun síðasta hluta árs- ins hefði í fyrstu verið vanmetinn. Erftt væri að gera sér grein fyrir afkomu í svo stóru fyrirtæki fyrr en öll gögn lægju fyrir. Jón Snorra- son nefndi einnig að mikil lækkun hefði orðið á töxtum félagsins vegna mikillar samkeppni. Sveinn og Ólaf- ur minntust þess að rætt hefði verið sérstaklega um að eignfæra í árs- reikningi 15,9 milljónir króna vegna óf lutts varnings á Atlantshafsleiðum félagsins. Sveinn R. Eyjólfsson sagði að nokkrir stjórnarmenn, þar á meðal hann sjálfur, hefðu viljað að hærri fjárhæðir yrðu færðar á þenn- an lið. Hann sagðist síðar hafa gert stjómendum Útvegsbanka íslands grein fyrir því að hann teldi eðlilegt að stærri hluti stofnkostnaðar vegna Atlantshafssiglinga félagsins yrði Kólnar á norð- urhveli jarðar NÝJAR rannsóknir á gróðurhúsaáhrifum, sem eru loftslagsbreytingar af mannavöldum og skapast við það að útgeislun varma frá jörðinni minnkar vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu, benda til þess að hiti hækki almennt á jörðinni á ókomnum áratugum og öldum, en hins vegar muni kólna sumsstaðar á norðurhveli jarðar og meðal annars á svæðinu kringum ísland. Þetta kom fram á námstefnu um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreyt- ingar af mannavöldum, sem haldin var á vegum íslensku vatnafræði- nefndarinnar á miðvikudag. Aðal- fyrirlesari var Warren M. Washing- ton, forstöðumaður veðurfars- og af lfræðideildar við stofnun í Boulder í Kolaradóríki í Bandaríkjunum, sem rannsakar andrúmsloftið ( National Center for Atmospheric Research ). Washington og samstarfsmenn hans hafa nýlega birt fyrrnefndar niðurstöður úr rannsóknum á gróð- urhúsaáhrifum, en á blaðamanna- fundi í lok ráðstefnunnar kom fram hjá Markúsi Á. Einarssyni, veður- fræðingi og varaformanni íslensku vatnafræðinefndarinnar, að þær væru í andstöðu við niðurstöður annarra útreikninga. Markús lét hins vegar í Ijós ánægju með niðurstöður Washingtons; áður hefðu menn þurft að huga að áhrifum vegna Siglufjörður: Mikill snjór Siglufírði. Hér hefur verið nóg að gera við snjóruðning tvo siðustu daga. Á Siglufjarðarflugvelli var um 90 sm jarðfallinn snjór. Ruðningar á vellinum fóru allt uppí 2,10 m. Þessa vinnu unnu tvær stórar hjó- lagröfur og stór vörubíll með tönn. Moksturinn tók allt að fjórum tímum en þá var hægt að leyfa lend- ingar á flugvellinum og síðan hafa fjórar vélar lent. Siglufjarðarbær þurfti að grípa inní snjómoksturinn á leiðinni Siglu- fjörður — Ketilás til þess að moka fyrir mjólkurbíl sem var að koma frá Ákureyri til Siglufjarðar. Hér frá áramótum hefur verið landað 16.495 tonnum af loðnu og von er á skipi um miðnætti svo afl- inn fer yfir 17.000 tonn. - Matthías aukins hitastigs, en nú þyrfti einnig að gera ráðstafanir vegna hugsan- legrar lækkunar á hitastigi. Washington sagði að rannsókn- irnar væru gerðar með veðurfarslík- önum í mjög fullkomnum tölvum, en frekari rannsóknir væru nauð- synlegar. afskrifaður á nokkrum árum en ekki gjaldfærður um leið og hann félli til. 1985 sendi stjórn Hafskips hluta- félagaskrá tilkynningu um að hluta- fé félagsins hefði verið aukið um 80 milljónir þótt ekki hefðu þá fund- ist kaupendur að allri fjárhæðinni. Stjórnarmennirnir sögðust hafa talið hlutaféð selt og Sveinn R. Eyjólfsson sagði að sér hefði skilist að færri fengju að kaupa en vildu. Sveinn og Ólafur B. Ólafsson sögðust hafá átt þátt í viðræðum um starfskjör forstjóra og fram- kvæmdastjóra Hafskips og kom fram hjá þeim að sérstakir tékka- reikningar í vörslum framkvæmda- stjóraog forstjóra hefðu veirð ætlað- ir til að standa undir 60% launaupp- bót til viðkomandi og til greiðslu kostnaðar vegna starfsins. Umsjá þessara reikninga hefði verið á ábyrgð viðkomandi manna en undir eftirliti endurskoðanda félagsins. Ólafur B. Ólafsson sagðist telja eðlilegt að þessar greiðslur hefðu ekki farið í gegnum bókhalds- og greiðslukerfi félagsins þar sem þær hefðu verið annars eðlis en aðrar launagreiðslur félagsins. Hann sagð- ist hafa litið á greiðslurnar sem sambærilegar við eftirlaunaskuld- bindingar gagnvart viðkomandi starfsmönnum en engin bein ákvæði um eftirlaunaréttindi hefðu verið í starfskjarasamningi þeirra. Hann kvaðst hafa haft vitneskju um að svipaðir samningar væru gerðir við stjórnendur fleiri stórra fyrirtækja. Enginn stjórnarmannanna minntist þess að samið hefði verið um sérstök vaxtakjör fyrir forstjóra og stjórnar- formann félagsins vegna hlutafjár- aukningar. Stjórnarmenn voru sammála um að aldrei hefði verið haldið frá þeim upplýsingum um rekstur félagsins og Ölafur og Sveinn höfðu á orði að þeim hefði sífellt verið að berast ýmis konar gögn um mál er tengd- ust rekstri félagsins. Þeir sögðu að ýmislegt í tengslum við reiknings- skilaaðferðir við ársreikningsgerð hefði komið til umræðu á fundum stjórnar. Ólafur B. Ólafsson sagði þær umræður hafa verið ítarlegar og fróðlegar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tryggvi Gunnarsson, vélstjóri og safiivörðurinn Sigmundur Andrés- son við kostagripinn sem nú er kominn á Byggðasafn Vestmannaeyja. V estmannaeyjar: Uppgerð vél á byggðasafiiið Vestmannaeyjum. GAMALLI uppgerðri vél var fyrir skömmu komið fyrir á byggða- safiiinu í Eyjum. Vélin fannst fyrir ári innan um járnabrak á rusla- haugunum í Eyjum, en hefiir nú verið gerð upp og er glansandi fín að sjá. Sigmundur Andrésson, safnvörð- ur, sagði að ekki væri vitað hvaðan þessi vél væri komin. Álitið væri að hún hafí knúið sjódælu eða eitt- hvað þvíumlíkt í landi. Hann sagði að greinilegt væri að vélin hefði gerið geymd á góðum stað þar til henni var komið á haugana því hún hefði litið það vel út. Vélin sem er glóðarhausvél, 10 til 12 hestöfl, er talin vera annað hvort af Bolinder- eða Shefla-gerð. Engar merkingar eru á vélinni svo ekki er hægt að segja til um það fyrr en einhveijar betri upplýsingar fást um vélina. Hagleiksmaðurinn og vélstjórinn Tryggvi Gunnarsson tók að sér að gera vélina upp fyrir byggðasafnið. Tryggvi sem lengst af var vélstjóri við glóðarhausvélar og þekkir þær eins og fíngur sína eyddi miklum tíma í viðgerðir á vélinni. Hann hreinsaði hana alla upp og lagfærði þá hluti sem laskaðir voru í vélinni. Þá smíðaði hann það sem á vélina vantaði, m.a. hljóðkútinn. Vélin er nú hin glæsilegasti grip- ur og sagði Sigmundur að vélin væri lítið slitin og ótrúlega þétt. Ekkert vantaði nema olíu og vatn á hana og þá ætti hún að rjúka í gang. Grímur Bræla á loðnumiðunum BRÆLA hefur hamlað loðnu- veiðum þessi dægrin. Afli er því lítill. Tvö skip tilkynntu um afla í gær, Örn KE 700 til Siglufjarðar og Súlan EA 500 til Neskaupstað- ar. Skipin fengu einhvern afla á miðvikudagskvöld, en ekkert eftir miðnættið. Þau færðu sig þá sunnar á veiðisvæði og fannst þeir eitthvað af loðnu en bræla kom í veg fyrir veiðar. Brælu var svo spáð aftur síðastliðna nótt. KS fliii . • endur M .. Aondt iPi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.