Morgunblaðið - 19.01.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.01.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 37 Guðdómur Jesú Krists Til Velvakanda. Það var spuming Guðbrands Jónssonar. Engin spurning er fyrir oss mikilvægari en spurning um guðdóm Jesú Krists. En spurningin á að vera öðruvísi. Guðdómurinn er bara einn. Þar eru ekki fleiri, eins og guðdómar átrúnaðargoða forfeðra okkar, Þórs, Óðins, Freys og hinna Æsanna. Þar eru ekki tegundir guðdóma um að velja. Við játum aðeins einn guðdóm fyrir hina heilögu Þrenningu. Þess vegna held ég að spumingin eigi að vera hvort Jesús sé Guð, eða, ef við trúum því, hvernig við vitum það. Ég vil reyna að svara því. Svarið um guðdóm Jesú hefur úrskerandi þýðingu fyrir trú okkar. Vér getum fullyrt, að postularnir, sem höfðu lifað með Jesú, voru að lokum sannfærðir um það, ekki aðeins vegna orða Jesú heldur meira vegna þess að hann staðfesti orð sín með kraftaverkum. Þannig játar t.d. Jóhannes postuli sannfær- ingu sína með staðfestingu: „í upp- hafi var Orðið (Orðið stendur fyrir „Guðs son“), og Orðið var hjá Guði, og Orðið 'var Guð. Allir hlutir urðu fyrir hann. í honum var lífið og lífið var ljós mannanna. Og Orðið varð hold. Hann bjó með oss, fullur náð- ar og sannleika." Og Páll postuli segir t.d.: „Hann var í Guðs mynd. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lítillækkaði sig sjálfan og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.“ Og hvemig opinberaði . Jesús Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. sjálfur guðdóm sinn? Fyrst og fremst með orðum. Hann kallaði sig „son Guðs“ og sagði alltaf „fað- ir minn“. Gyðingar skildu. Jóhannes segir: „Nú sóttu gyðingar enn fastar að taka hann af lífi, þar sem hann braut ekki aðeins hvíldardags- helgina, heldur kallaði líka Guð sinn eigin föður og gjörði þannig sig Guði jafnan.“ Jesús sagði: „Eg og faðirinn erum eitt.“ „Faðir, gjör þú mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimurinn var til.“ Svo sagði Jesús: „Áður en Abraham fæddist, er ég.“ (Abraham lifði um 1800 árum f.Kr.) Líka nú vildu gyðingar grýta hann fyrir guðlast. Jesús tal- aði um sig sjálfan og sagði: „Hér er meiri en Salómon, meiri en musterið." Hann er „brauð, sem gefur eilíft líf“. Hann er hafinn yfir lögmál Móse og breytir fyrir- skipunum hans. Hann segist vera „herra hvíldardagsins". En hann talaði ekki bara út í bláinn, nei, hann staðfesti orð sín með mörgum kraftaverkum, sem jafnvel andstæðingar rengdu ekki. Hann læknaði blinda, halta, líkþráa, deyjandi, gekk í stormi á vatni, stillti storminn og orsakaði dásam- lega veiði fisks. Hann vakti látna menn frá dauðum. Vér skiljum þá, að gyðingar spurðu aftur og aftur, á meðan Jesús opinberaði guðdóm sinn: „Hver er hann, hver ertu?“ Sumir sögðu: „Hann er Jóhannes skírari, sem er upprisinn frá dauð- um“, aðrir sögðu: „Hann er Elía (9. öld f.Kr.), sem er kominn fram.“ Aðrir sögðu, að einn hinna fornu spámanna væri risinn upp. Hver er hann? Enginn veit svarið. Þeir héldu bara áfram að spyija um tákn. Mun Jesús gera meira? Jú. Hann kallar t.d. Lasarus úr gröfinni, sem var Til Velvakanda. í dag greiðir barnsfaðir 6 þúsund krónur á mánuði með barni sínu. Hér er um slíka þjóðarskömm að ræða að ekki verður betur séð en að löggjafinn sé sleginn algerri blindu. Fyrir þessu eru engin rök. Með þessu er verið að íþyngja skatt- borgurum og níðast á einstæðum mæðrum. þegar dáinn fyrir þrem dögum. En fyrir okkur og fyrir Jesúm sjálfan er eitt tákn mikilvægast. Hann seg- ir: „Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn en eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar." Þess vegna spáði Jesús þrisvar, að hann mundi rísa upp frá dauðum og líka þjáningu sinni. Og svo rættist það al)t. Getum vér efað upprisuna? Nei, Jesús stað- festi hana, eins og það átti að vera, með mörgum birtingum sínum, borðaði með postulunum og bauð vantrúuðum Tómasi að setja fingur sinn í naglaförin og að leggja hönd sína í síðu hans, sem hermaður hafði stungið eftir dauða Jesú. Lúk- as segir í Postulasögunni: „Eftir písl sína birti Jesús sig lifandi með mörgum órækum kennimerkjum, lét sjá sig í fjörutíu daga og talaði um Guðs ríki. Hann bauð þeim að fara ekki burt úr Jerúsalem heldur hljóta skírn með heilögum anda innan fárra daga.“ Síðasta birting var fyrir Páli, sem var á leiðinni til að útrýma kirkju Guðs, jafnvel utan Israels, í Damaskus. Þá breyttist ofsóknarmaður í sannfærðan og ákafan trúboða. Upprisa Jesú hafði einnig úrskerandi þýðingu fyrir Pál. Hann segir: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt predikun vor, ónýt líka trú yðar.“ Hvers vegna? Það er ljóst. Þá væri Jesús falsspámaður og væri ekki Guð. Þá dettur allt niður, eins og Páll segir. En vér vitum og trúum að Jesús er ekki falsspámaður. Uppris- an ábyrgir guðdóm hans. Og þá er hann fyrir oss, eins og hann sagði: „Vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ sem vér finnum aðeins hjá honum en ekki í mörgum tegundum af hjá- trú. Sr. Jón Habets Hvar eru alþingiskonurnar? Hver er sanngirnin og vitið? Er hér ekki eitt dæmi af mörgum sem rúið hef- ur alþingi virðingu. Alþingi sem nú situr ætti að sjá sóma sinn í að leið- rétta þetta og hækka meðlagið, tvöfalda ætti þá upphæð sem nú er greidd. Ragnar Halldórsson Meðlög alltof 1 ág 9,&oe5om er^oö Kjcí (?ér- er t>ara. hyjerniq (?ú ílytur hcma. " Ast er... .. .að láta reiðina ekki bitna á hénni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rlghts reserved e 1989 Los Angetes Times Syndicate Þeir segja að vindur muni ganga í humátt á morgun? Víkveiji skrifar Húsmóðir hefur skrifað reglu- lega í Velvakanda undan- farna áratugi og barizt af hörku gegn kommúnisma. Þessi kona hefur engan bilbug látið á sér f inna þrátt fyrir háðsglósur vinstri manna í landinu. Pistill eftir húsmóður birtist í Velvakanda sl. miðvikudag. Það er tímamótapistill, því þar segir: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa, sagði Páll postuli. Þetta sannast núna í Austur-Evrópu, þar sem fólkið hristir af sér hlekki kúgunarinnar og helstefna komm- únismans hefur kvalið í áratugi. Hér skrifar kona, sem upplifir það eftir áratuga greinaskrif, að hvert orð sem hún sagði var satt. Hún og allir aðrir standa yfir moldum kommúnismans. Víkverji tekur ofan hatt sinn fyrir húsrrióð- ur! Og í leiðinni. Því hefur verið ranglega haldið fram að húsmóðir búi í vesturbænum. Þetta er ekki rétt. Þessi gagnmerka kona býr fyrir austan læk. XXX Víkverji hefur lengi dáðst að elju þess fólks sem Iagt hefur fyrir sig bókagagnrýni. Jólamán- uðurinn er annatími gagnrýnenda eins og allir vita. Víkveiji renndi yfir blöðin fyrir jólin og kom þá í ljós að duglegasti gagnrýnandinn hafði dæmt yfir 40 bækur, sam- tals rúmlega 7.000 blaðsíður. Dómarnir birtust á tímabilinu 1.-24. desember. Þetta hlýtur að vera íslandsmet ef ekki heimsmet. xxx Full ástæða er fyrir verðlags- yfirvöld að kanna verð á áfengi í veitingahúsum, en álagn- ing á áfengi var gefin frjáls í fyrra. Víkverji hafði af því spurn- ir að á krá einni við Laugaveg kostaði 33 cl flaska af bjór 400 krónur, sem er fáheyrt okur. Sama stærð af flösku kostar 130 krónur hjá ÁTVR. Neytendur eiga að svara á viðeigandi hátt og dæma svona okurbúllur úr leik. xxx Borgarstjórinn í Reykjavík var heldur óhress þegar hann heyrði í fjölmiðlum um helgina að heilbrigðisráðherra hefði sent borgaryfirvöldum bréf með ósk um að fá leigðan hluta af Fæðing- arheimilinu við Eiríksgötu. Borg- aryfirvöld höfðu _ nefriilega ekki fengið bréfið í hendur þegar frétt- in kom. Bréfið barst svo ekki fyrr en á þriðjudagsmorgun á borgarskrif- stofurnar. Þegar póststimpillinn var skoðaður kom í ljós að það hafði verið póstlagt á föstudaginn en burðargjaldið var skorið við nögl, 0 krónur! HOGNI HREKKVISI . É6 HÉLT AP ÉQ VÆRI MÆST.' * s ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.