Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 31 fclk í fréttum HRAKFOLL Streisand gengur ekki allt í haginn Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur fengið orð á sig að undanförnu að vera hrakfalla- bálkur og seinheppin í meira lagi og er þá ekki átt við hvemig Don Johnson gekk henni úr greipum. Lítum á nokkur dæmi. Streisand hefur lengi stundað japanska sjálfsvarnaríþrótt og hún hélt fyrir nokkru að stundin væri runnin upp að slagsmálakunnáttan kæmi að notum, er hún sá mann vera að laumast í garði sínum í ljósaskiptunum. Hún læddist ofur- varlega að manninum og hálfrotaði hann með snöru karatehöggi aftan á hálsinn. Manngreyið féll við og söngkonan settist á bakið á honum og sneri svo hressilega upp á annan handlegginn, að það brakaði í liðum og beinum. Stundi þá maðurinn: „Ertu galin, ertu búin að gleyma því að þú réðst mig sem garðyrkju- mann í gær!“ Streisand varð bylt við, sleppti manninum á stundinni og afsakaði sig í bak og fyrir, en allt kom fyrir ekki, maðurinn fyrir- gaf ekki ogsagði starfi sínu lausu. Ekki liðu margir dagar, að Streis- and heyrði skrjáf og stunur við eld- húsgluggann að kvöldlagi. Kallaði hún til öryggissveit hverfisins sem umkringdi húsið. Fóru fjórir fílefld- 'Hr sveitarmenn á bak við húsið, réð- ust á og handjárnuðu eldabusku leikkonunnar sem var að þvo gluggana! Enn liðu nokkrir dagar og fór þá barkinn undir eldhúsvaskinum að leka. Þjónustuliðið mælti með því að pípari yrði kallaður til, en Streisand hélt nú ekki, hún myndi sjálf gera við lekann og spara þann- ig útgjöld. En margt fer á annan veg en ætlað er og það tók Strei- sand aðeins um fimm mínútur að snúa rörið í sundur þannig að vatn fossaði um allt eldhús og inn í nærliggjandi herbergi áður en tókst að stöðva flóðbylgjuna. í stað þess að greiða pípara laun fyrir róleg- heitaútkall, þurfti stjarnan að kaupa parket á tvö herbergi og nýjan barka undir vaskinn. Og hvað gerist næst? HLJÓMPLÖTUR Gull og platínuflóð Plötusala var með mesta móti fyrir síðustu jól og náðu margar plötur gullsölu (3.000 eintökum) og nokkrar platínusölu (7.500 eintökum). Á meðfylgjandi myndum sést hvar listamenn hjá Steinari hf. fá afhentar viðurkenningar sínar. Ný dönsk fékk gullplötur. Frá vinstri: Einar Sig- urðsson, Ólafiir Hólm Einarsson, Þorgils Björg- vinsson, Björn Friðbjörnsson og Jónatan Garð- arsson, starfsmaður Steinars, sem heldur á plötu Daníels Ágústs Haraldssonar. Sálin hans Jóns míns tekur við platínuplötum. Frá vinstri: Magnús Stefánsson, Friðrik Sturlu- son, Jens Hansson, Guðmundur Jónsson og Stef- án Hilmarsson. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Stjórn Sleipnis, f.v.: Pálmi Stefánsson, Grímur Hjartarson, Magni Sigurðsson, Viggó Hilmarsson formaður og Halldóra Baldursdóttir. NESKAUPSTAÐUR • ^ Fjölmenm á stofii- fundi Sleipnis Sleipnir, félag ungra sjálfstæðis- manna í Norðfirði var stofnað á Neskaupstað í lok desember síðastliðinn. Fjölmenni var á fundin- um og mikill hugur í unga fólkinu. Sleipnir er fyrsta félag ungra manna á Neskaupstað. Stjórn fé- lagsins skipa Viggó Hilmarsson for- maður, Magni Sigurðsson, Halldóra Baldursdóttir, Grímur Hjartarson og Pálmi Stefánsson. Ágúst 40-50 mættu á stoftifúnd Sleipnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Norðfirði. HEILSA Barbra Streisand Göngu- garpur á ní- ræðisaldri Kona ein á Barðaströnd, Ólafía Hjálmarsdóttir á Grænhóli, sem komin er á níræðisaldur, lætur ekki aldurinn á sig fá og fer fót- gangandi nánast allra sinna ferða. Hún lætur sig ekki muna að ganga 2-3 km í senn. SJÞ Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Göngugarpur á nræðisaldri, Ól- afia Hjálmarsdóttir. MITSUBISHI LANCER BILL FRÁ HEKLU BORGAR SIG |H HEKLAHF r I Laugavegi 170-17< Simi 695500 VERÐ FRÁ KR. 863.000 Ríó fékk platinuplötur. Frá vinstri: Gunnar Þórð- arson, Ágúst Atlason, Helgi Pétursson, Ólafúr Þórðarson og Magnús Einarsson. Morgunblaðið/Kjartan Guðbergsson Örvar Kristjánsson fékk gullplötu. Jónatan Garð- arsson t.v. afhendir Örvari gullið. f 1 * " mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.