Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 32
! 32 06GI HAUHM .01; ;rjOAQUT3Ö’;t UlUAJflMUOÍlOf/I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þingmál í saltpækli áramóta Þrír þingmánuðir framundan Alþingi hefur stðrf á ný 22. þessa mánaðar, að Ioknu jóla- og áramótaleyfi. Framundan eru rúmir þrír starfsmánuðir þess. Stafsáætlun þingsins stendur til þess að þinglausnir verði með fyrra fallinu, eða 27. apríl nk. Það eru trúlega sveitar- sljórnarkosningar, sem fram eiga að fara 26. maí nk., er ráða tímasetningu þinglausna svo snemma vors. Margir spyija við upphaf nýs árs, hvert verði svipmót þing- starfa næstu vikur. Sem og hvort ríkisstjórn Steingríms. Hermannssonar lifí af árið 1990 — og þá trúlega kjörtímabilið. Hvert verður svipmót þing- starfanna fyrstu vikumar á nýju starfsári? Nokkur þingmál, sem stjómar- liðar lögðu kapp á að knýja í gegn um þirigið fyrir jólin, vóm sett í salt í önnum síðustu starfsdaga þingsins á nýliðnu ári. Þessi mál setja trúlega svip sinn á þingstörf- in fyrstu starfsvikur hins nýja árs. Þeirra á meðal em stjómar- frumvörp um nýtt umhverfis- málaráðuneyti, þ.e. fmmvarp til breytinga á lögum um Stjómarráð Islands og frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Enginn vafi er á því að umhverfismál verða í hópi forgangsmála hjá þjóðum heims á komandi árum og áratugum. Það er hinsvegar mikilvægt fyrir smáþjóð með margra milljarða króna ríkissjóðs- halla, að efna ekki til nýrrar „út- gjaldaverksmiðju" í ríkisbúskapn- um, heldur láta hyggindi og að- hald ráða ferð. Vinnulag stjórnar- flokkanna við undirbúning þessa stóra máls lofar alls ekki góðu að þessu leyti. Þetta mál hefur á brattan að sækja ef ekki verður leitað sátta um það milli stjómar og stjórnarandstöðu. Þá var sett í salt fram yfir áramótin stjórnarfmmvarp um skatt á orkufyrirtæki, sem trúlega fer beina leið út í verðlagið, ef fram gengur. Sú stefna var mörk- uð á sínum tíma að undanþiggj'a Morgunblaðið/Ámi Sæberg Júlíus Sólnes, ráðherra Hag- stofu Islands. Stjórnarfrum- varp um umhverfismálaráðy- neyti, sem trúlega heyrir undir hann, verður eitt meginmálið á fyrstu þingvikum hins nýja árs. orkufyrirtæki tekjuskatti, m.a. til hemja almennt orkuverð. Það þótti ekki hyggilegt eða við hæfi að ríkið skattlegði fólk og fyrir- tæki „gegn um“ sveitarfélögin, en dreifing orkunnar er í þeirra höndum. Nú hefur ríkisvaldið tek- ið upp nýja stefnu, að því er virð- ist til að seilast til tekjuöflunar hjá þjónustufyrirtækjum Rey kj avíkurborgar. Þriðja stjórnarmálið í saltpækli áramóta felur í sér umtalsverða hækkun á bifreiðagjaldi umfram almenna verðuppfærslu. Þessi hækkun þýðir 550 m.kr. nýjan skattbagga á eigendur bifreiða. Ef frumvarpið nær fram að ganga sækir bifreiðagjaldið hvorki meira né minna en 1.290 m.kr. í vasa bifreiðaeigenda 1990. Heildar- tekjur ríkissjóðs í bifreiðasköttum, þ.e. benzíngjaidi, þungaskatti og bifreiðagjaldi, væru þá komnar upp í 5.500 m.kr. á hinu nýja ári. Ekki léttir sú skattbyrðin rekstur heimilanna í landinu. II Hver er staða ríkisstjórnarinnar við upphaf nýs árs? Þar um eru skiptar skoðanir. Hún hefur styrkzt út á við með aðild Borgaraflokksins, þ.e. með hreinum meirihluta á þingi. Inn- byrðis kann hún að hafa veikzt, enda fleiri og ólíkari sjónarmið að sætta á stjórnarheimilinu eftir en áður. Ytri aðstæður á hinu nýja ári, sem móta framvinduna í atvinnu- og efnahagsbúskap þjóðarinnar, ráða nokkru um heilsufar og lífdaga stjórnarinnar. Hóflegir og raunhæfir kjarasamningar, sem taka mið af efnahagslegum veru- leika í samfélaginu, með og ásamt nýju álveri, sem hvort tveggja kann að vera í farvatninu, gætu búið henni betra „starfsumhverfi“ um sinn. Hvort það dugar til þess að hún rísi undir sjálfskaparvítum og öðrum viðblasandi vanda skal ósagt látið. Vandinn, sem við er að etja, er m.a. þessi: 1) erlendar skuldir (sem verða um 50% af lands- framleiðslu 1990), 2) halli á við- skiptum við útlönd (sem getur orðið milli 9 og 10 milljarðar 1990), 3) halli á ríkissjóði (sem var 5.000-6.000 m.kr. 1989 og verður trúlega töluvert meiri 1990), 4) taprekstur atvinnuvega (með áframhaldandi gjaldþrotum fyrirtækja), 5) vaxandi atvinnu- leysi (spár stóðu til þess að 5.000-6.000 manns gengju at- vinnulausir á fyrstu vikum þessa árs), 6) verðbólga (sem var 25% 1989 en erfitt er að spá í 1990), 7) nýtt metár í skattheimtu á fólk og fyrirtæki og 8) sundurlyndið á stjórnarheimilinu. mwm Danshljómsveitín „okkar“ með Carli Möller leikur fyrir dansi í kvöld frá kl. 22.00. Gestasöngvari Danshússins verður enginn annar en Haukur Morthens, sem syngur sínar sígildu perlur. Rúllugjald kr. 750,- Lokað vegna einkasamkvæmis FTym. igJAND- KASKÖ leikur í kvöld. ftHOTEL-ö' nucuwA /v Hom Opiö öll kvöld til kl. 1.00 Klaufaskapur á hafsbotni Kvikmyndir Amaldurlndriðason Neðansjávarstöðin („De- epstar Six“). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjóri: Sean S. Cunning- ham. Aðalhlutverk: Taurean Blacque, Nan- cy Everhard, Greg Evig- an og Nia Peeples. Á undan Hyldýpi James Camerons voru sýndar tvær spennumyndir í Bandaríkjunum, sem gerðust neðansjávar, „The Leviathan“ og Neðansjáv- arstöðin, sem nú er sýnd í Regnboganum. Ekki veit ég um fyrri myndina en þessi sýnir það helst hvílíkur yfirburðaniaður Cameron er. í Neðansjávarstöðinni er hópur karla og kvenna að koma fyrir kjarnorku- flaugum á hafsbotni þegar þeir sprengja upp helli sem í dvelur skrýmsli, er ræðst á stöðina. Úr þessu má örugglega vinna spennandi þriller en það er ekki gert hér. Flest það sem fram kemur í myndinni hefur maður séð áður og betur gert, per- sónugerðirnar eru gamal- kunnar og skrýmslið sjálft fær hvergi að njóta sín sem skyldi og skapa þann ótta og þá spennu sem er aflgjafi svona mynda. Þar fyrir utan hefur maður litla tilfinningu fyr- ir umhverfi og kringum- stæðum; að við erum á hafsbotni. Nokkur módel- atriði eru tekin utan stöðv- arinnar en atburðarásin fer að mestu fram inni í stöðinni og gefur litla hug- mynd um þær hættulegu aðstæður sem fólkið ætti að vera í. Þar vantar ekki aðeins spennu heldur líka æsing og skelfingu í liðið. Og þegar sami maðurinn er svo óheppinn að sprengja 20 megatonna kj arnor kusprengj u, hleypa skrýmslinu inn í stöðina og drepa félaga sinn, allt í einstöku klúðri, er maður farinn að hlægja upphátt. I lokin sleppa svo þau sem maður sá strax að slyppu, en ekki fyrr en eftir loka-lokaatriðið. Neðansjávarstöðin er þannig enn ein myndin undir meðallagi, hún á kannski sínar stundir en þær eru fáar og óveruleg- ar. „MISTERY NIGHT“ Q^í&ftcn í fyrsta sinn á íslandi: Dulúölegt og magnaö atriðifrá Austurlöndum fjær. Sýningin hefst stundvíslega kl. 24.00. 20 ára aldurstakmark. 800 kr. Rúnar Þór og hljómsveit spila fyrir dansi Starfsmannafélag Álversins með vetrargleði. Allir velkomnir. NILLA BAR Bomsurnar spila. Jóhann Helga og Pétur Kristjónss. Opið frá 18-03.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.