Morgunblaðið - 19.01.1990, Page 24

Morgunblaðið - 19.01.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 Myndin sýnir teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins af Þjóðleikhúsinu þegar lokið var við grunnbyggingu hússins í ágúst 1929 en henni var breytt samkvæmt ósk byggingarnefndar í októ- ber 1931 þannig að efri svölum var bætt við í sal. Endurreisn Þj óðleikhússins Helstu forsendur tillögu byggingarnefndar c. Ljósabrú og ljósaturnar í sal. d. Svalaskipan — halli á salar- gólfi. e. Stækkun á sviðsopi og breyt- ingar á stúkum. f. Salur á þriðju hæð. Hljómsveitargryfja, framsvið - sviðslyfta Stækkun hljómsveitargryfju er fyrst og fremst til þess að koma fleiri hljóðfæraleikurum fyrir í gryfjunni og bæta aðstöðu þeirra til mikilla muna. Ganga verður frá eldvarnarvegg milli hljómsveitargryfju og sviðs- rýmis og því geta hljóðfæraleikarar ekki setið undir sviðinu í sama mæli og þeir hafa stundum verið látnir gera. Þegar hljómsveitargryfjan er ekki notuð má stækka framsviðið sem nemur stækkun gryfjunnar. Flestir ráðgjafar nefndarinnar hafa talið stækkun á framsviði til mikilla bóta fyrir leikhúsið. Reynsla erlend- is frá bendir einnig til þess sama. Þrískipt lyfta í gryfjunni auðveld- ar mjög allar breytingar og opnar möguleika á að koma þar fyrir leik- myndum sem nota má á sýningum. Lyftan auðveldar t.d. flutning á þungum hljóðfærum, skapar mögu- leika á nýjum innkomum, eykur fjölbreytni í uppsetningum o.f 1. o.f 1. Þegar gryfjan eða framsviðið er ekki í notkun má koma þar fyrir allt að 55 góðum viðbótarsætum. Þetta er þó háð því að salargólfi sé breytt. Lyfta fyrir hreyfihamlaða Vafamál er að líta beri á lyftu fyrir hreyfihamlaða og fram- MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi greinargerð frá byggingarnefhd Þjóðleikhússins. Undirbúningsvinna fyrir endur- "reisn Þjóðleikhússins hefur staðið yfir í nokkur ár með starfi þriggja nefnda, nú síðast byggingarnefndar sem hefur samhljóða samþykkt til- lögu að lagfæringum og endurbót- um á Þjóðleikhúsinu, en alls hafa um 15 hönnuðir unnið að verkinu sem er mjög margslungið. Bygging- amefndin hefur lagt höfuðáherslu á að varðveita húsið svo sem kostur er í núverandi mynd, en þær breyt- ingar sem samþykktar hafa verið eru til þess gerðar að skapa mun betri möguleika en nú eru fyrir leik- listarstarfsemina í húsinu og jafn- framt er nauðsynlegt að gera breyt- ingar af öiyggisástæðum. Tillögur byggingarnefndar hljóða upp á 540 millj. kr. og hefur Alþingi þegar samþykkt um 300 millj. kr. sem áætlað er að framkvæma fyrir á árinu 1990 og opna húsið aftur fyrir leikstarfsemi í árslok 1990, en því verður lokað í febrúarlok nk. Langstærsti hluti fjárveitingarinn- ar fer í viðhald og endurnýjun lagnakerfis hússins sem er nánast ónýtt. Þær breytingar sem áætlað er að gera á leikhúsinu til þess að gera það að betra leikhúsi kosta um 60 millj. kr. eða sem nemur um 12% af framkvæmdakostnaði og þar af kostar breytingin á sjálfum aðalsalnum tæplega 15 millj. kr. eða tæplega 3% af framkvæmda- kostnaði. 1. Viðgerðir. Öll lagnakerfi Þjóðleikhússins eru mjög illa farin, enda komin til ára sinna. Hreinlætis- og hitalagnir eru víða steyptar í gólf og veggi og eru þær lagnir gjörónýtar. „ Loftræsikerfi hússins er mjög lélegt og beinlínis hættulegt því það f lytur auðveldlega eld og hávaði frá kerfinu er allt of mikill. Nauðsynlegt er að gera við múr- skemmdir og endurnýja málningu, stóla, Jteppi o.fl. 2. Oryggiskröfur. Mikið skortir á að Þjóðleikhúsið uppfylli gildandi öryggiskröfur og á það einkum við um eldvarnir, brunahólfun og flóttaleiðir. Langbrýnast er að uppfylla kröf- ur um eldvamir í og við áhorfenda- sal og er endurnýjun á óvörðu timb- urgólfi salar og svala þar efst á blaði. 3. Aðgengi fatlaðra. Mikið vant- ar á að Þjóðleikhúsið uppfylli kröfur um aðgengi fatlaðra og þarf að koma fyrir lyftu til þess að bæta þar úr. 4. Bætt aðstaða til Ieiklistar- flutnings. Flestar þær breytingar, sem byggingarnefnd leggur til að gerðar verði á húsinu og skýrðar verða hér á eftir, eru miðaðar við að bæta aðstöðu eða möguleika til leiklistarflutnings. Forsendur þessara breytinga eru lög og reglugerðir um Þjóðleikhúsið sem kveða á um að frumskylda þess sé að sýna fjölbreytt leikverk, en að auki og í minna mæli óper- ur, ballet og söngleiki. Jafnframt bættri aðstöðu flytj- enda batnar öll aðstaða leikhús- gesta til þess að njóta leiksýninga. 5. Bætt vinnuaðstaða. Vinnuað- staða ljósa- og hljóðmanna verður bætt í þessum áfanga en endurbæt- ur á vinnuaðstöðu annarra starfs- manna bíða áfanga. G.Bætt aðstaða starfsmanna. Nær engar endurbætur eru á að- stöðu starfsmanna í þessum áfanga. Endurbætur á búningsherbergjum, matar- og kaffiaðstöðu o.s.frv. bíða seinni áfanga. 7. Húsafriðun. Byggingamefnd leggur mikla áherslu á að breyta húsinu sem allra minnst og gæta þess að allar breytingar verði í anda hússins. Engar breytingar verða á efnisvali og sumt verður fært í upprunalegan búning. Loft, veggþiljur, málning, litir, gólfteppi, stólar o.s.frv. verður óbreytt eða fært í upprunalegan búning eftir því sem kostur er. Byggingarnefndin telur sig vera að vinna í anda arkitekts hússins, Guðjóns Samúelssonar. Eftir stríð lagði Guðjón fram fjölmargar tillög- ur um breytingar á sal og víðar, allar til þess fallnar að bæta húsið sem leikhús. Þrátt fyrir góðar und- irtektir byggingarnefndar sam- þykkti hún ekki breytingarnar vegna kostnaðar og tímaskorts. Efri svalir hússins voru byggðar að frumkvæði og að kröfu bygging- arnefndar en ekki Guðjóns. 8. Kostnaður. Byggingamefnd hefur reynt að halda öllum kostnaði niðri eins og unnt er. I þeim tilgangi m.a. hefur hún nú þegar skorið niður endurbóta- og breytingatillögur hönnuða um rúmlega 70 milljónir og er enn að. Helstu breytingar Byggingarnefnd lítur á endur- bætur á sjálfu húsinu, lögnum og búnaði sem viðhald þó að endurbæt- umar taki mið af nútímakröfum eða venjum og hafi þar af leiðandi margskonar breytingar í för með sér. Helstu breytingar samkvæmt tillögu byggingarnefndar: (flokk- að efltir kostnaði). a. Hljómsveitargryfja, framsvið — sviðslyfta. b. Lyfta fyrir hreyfihamlaða. kvæmdir vegna lyftunnar sem breytingar, því hér er byggingar- nefndin aðeins að uppfylla kröfu í lögum og reglugerðum um aðgengi fatlaðra. lyftan þjónar ekki aðeins fötluð- um heldur öllum öðrum sem vilja komast milli hæða í framhúsinu. Lyftan stöðvast á fimm stöðum þ.e. á báðum hæðum í kjallara, and- dyri, 1. og 2. hæð en nær ekki upp á þriðju hæð. Ljósabrú og ljósaturnar í sal Allir ráðgjafar og starfsmenn sem byggingarnefnd hefur haft samráð við eru sammála um að bæta verði möguleika til sviðslýs- ingar, sérstaklega til lýsingar á framsviði. Færanlega ljósabrúin og innfelld- ir ljósaturnar í veggjum eru bestu lausnirnar sem byggingamefndin hefur séð til að uppfylla allar kröf- ur um sviðslýsingu án þess að snerta loft salarins og án þess að breyta ásýnd veggja verulega. Með þessum breytingum og breytingum á skyggni yfir sviðsopi eiga ljóskastarar og hátalarar að hverfa úr augsýn áhorfenda þegar horft er að sviðinu. Svalaskipan - halli á salargólfi Byggingarnefnd leggur til að salnum verði breytt m.a. af eftir- töldum ástæðum og telur þær ástæður vega þyngra en óskir um húsafriðun sem vissulega vega einnig þungt að mati hennar. 1. Allir áhorfendur eiga að geta séð allt sviðið og niður á sviðsgólfið hvar sem þeir sitja í húsinu. Þessar eðlilegu kröfur (alþjóð- legar viðmiðanir) eru nú aðeins uppfylltar á 1. bekk í sal og á miðsvölum. 2. Tengsl leikara við áhorfendur batna verulega. Að mati byggingamefndar og ráðgjafa hennar munu tengsl (sjón, heym, nálægð o.s.frv.) áhorfenda og leikara verða með miklum ágætum í sal eftir breyt- inguna og hið sama gildir um svalir þó að hæð og fjarlægð sé að nálgast efri mörk. Nú eru þessi tengsl talin mið- ur góð nema þá helst á miðsvöl- um og framarlega í sal, þó ekki fremst vegna mikillar sviðs- hæðar. 3. Allir áhorfendur horfa fram og niður á sviðið en ekki upp (eins og í eldri bíósölum) og sjá því sjálft sviðsgólfið. Nú þarf stór hluti áhorfenda í sal að horfa upp og sér aldrei sviðsgólfið. 4. Talað mál mun flytjast skýrar um salinn en nú. Hljómburður verður jafnari um allt húsið og þó nokkuð betri fyrir talmál en nú er. 5. Verði hljómsveitargryfja stækk- uð og framsviðið notað á sýning- um munu áhorfendur sjá svo illa frá efri svölum að afskrifa verð- ur þær á slíkum sýningum. Aft- ur á móti sést ágætlega frá breyttum svölum niður á fram- sviðið. M.a. af ofangreindum ástæðum leiða breytingarnar, að mati bygg- ingarnefndar, til þess: — að auðveldara verður að setja upp í húsinu fjölbreyttari leik- verk, óperur, ballet og söngleiki án þess að núverandi kostir Þjóðleikhússins glatist — að auðvelda öllum og þó sérstak- lega lágvöxnum leikhúsgestum að njóta leiksýninga mun betur en áður — að laða að þjóðleikhúsinu nýja, unga áhorfendur, sem aldir eru upp við nálægð sjónvarps og æ fullkomnari kvikpiyndahús — að bæta samkeppnisaðstöðu leikhússins — að minnka líkur á því að örlög leiklistar í Þjóðleikhúsinu verði þau sömu og á aðalsviðum þjóð- leikhúsa sumra nágrannaland- anna (leiklistarstarfsemi hefur t.d. nær lagst af á aðalsviði Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn og fram eru komnar tillögur um að leggja niður alla leiklistarstarfsemi á vegum leik- hússins). Byggingarnefnd er sannfærð um að heildaryfirbragð salarins breyt- ist lítið þrátt fyrir breytingarnar vegna þess að loft, veggir og sæti eru óbreytt og svalir koma { svip- aðri hæð yfir salargólfi og nú. Að sögn ráðgjafarbyggingar- Sætafjöldi núverandi tillögur / ' / / aðstæður Ó A E Salur 388 348 302 348 Neðri svalir 125 100 100 147 Efri svalir 146 122 122 , Samtals án sæta í gryfju: 659 570 524 495 í gryfju: 55 \ 55. Samtals með sætum í gryfju: 659 570 579 5X50 Samtals „seld sæti“ án sæta í gryfju: 509 463 4£|5 Samtals „seld sæti“ ef framsvið er notað: 448 402 495 Samtals „seld sæti“ með sætum í gryfju: 509 518 550

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.